Norðurland


Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 3

Norðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 3
* 3 7 Nl. Hrakningar Hermanns Stoll. Hermann Stoil, hinn svissneski land- könnunarmaður, sem hér hefir ferðast um landið undanfarin sumur og nú t sumar, einkum um Suðurland, fór frá Reykjavík 23. f. m. á leið norður yfir öræfi, fylgdarmannslaus með tvo hesta og tjald. Hinn I. þ. m. var hann staddur hjá Reykjavatni, norðaustan- vert við Eiríksjökul. Skall þá á ösku- hríð, en þó hélt hann áfram, þar eð hann átti von á að brátt mundi birta upp aftur. Kl. 12 um nóttina ætlaði hann að setjast að og reisa tjald sitt, en snjórinn var þá orðinn mikill og hríðarveður hélzt hið' sama með miklu frosti. Tók hann þá það ráð að leita til bygða, er á leið nóttina, því að hestar hans höfðu eigi haga og hann sjálfur var aðþrengdur af kulda. Tók hann þá upp Ijaldið og lagði af stað um kl. 3 um nóttina í átt til Húsa- fells. Veðrið fór sífelt versnandi, og ófærðin var svo mikil, að hann varð að teyma hestana; hélt hann þannig áfram, hvíldarlaust um vegleysur og klungur f ófærðinni, og án þess að neyta nokkurs, unz hann kom til Húsa- fells 4. ágúst Kl. 8. Hafði hann þá verið 65 klukkutíma á ferð frá því hann sneri aftur. Var hann mjög að- framkominn af kulda, hungri og svefn- leysi, en fékk hina beztu aðhlynningu á Húsafelli og hrestist furðu fljótt. Gat hann farið eftir nokkra daga til Borgarness og þaðan með »Ingólfic til Reykjavíkur; lá hann þar enrt um miðjan þennan mánuð, en von var um að hann fengi fullan bata. (Að mestu eflir »ísafold“)' '4 „Heimastjórnarbrotin,“ sem »N1.< mintist á um daginn, hafa stungið »Norðra«-útgefandann og prentarann og »Gjallarhorns«-ritstjór- ann, svo að báðir æpa hástöfum. »Norðra» prentarinn varð þó íyrri til, því að hann æpir 10. þ. m., en »N1.» hreyíði ekki »brotunum« fyr en 17. þ. m. »Norðri« gat þó einu sinni látið sjá, að hann yrði á undan tímanuml! Ut af þessum sársauka tryllast báð- ir af bræði og yglast að »NI.« og Sjálfstæðismönnum í öngum sínum, því að »brotin« hafa þeir ekki getað neglt saman enn. »Norðra«-prentarinn reynir að fróa sér með því, að hæla sér fyrir það, að hann hafi borið sigur úr býtum áður í deilum við »N1.« um þingræðis- brotið o. fl. Mun enginn öfunda ves- alinginn af þeim sigri, en margii hafa gaman at að sjá hann sperrast enn við í því máli og öðrum. Það er fróun þeirra, sem undir verða, að hreykja sér og hælast um hvað þeir séu miklir menn. Engin rök eru færð gegn því, sem »N1.« hafði sagt, og þó að »heima- stjórnarúlfarnir« sperrist við og froðu- felli af bræði og segi það »lygi«, að Heimastjórnarflokkurinn á Alþingi hafi verið lagður niður, þá breyta þeir engu um þau sannindi, jafnvel þótt þeir »negli saman brotin«, svo að þau styngi ekki eins sárt. Þegar »Gjb.« er búið að hrakyrða Sjálfstæðismenn og brigzla þeim um »hálaunagræðgi« og »valdafýsn«, seg- ir það um þetta þing, sem mikill meiri- hluti gamallaHeimastjórnarmanna skip- ar, annað verði ekki »sagt með sanngirni, en að það sé svipaðast því að tómir Sjálfstæðisinenn sætu á þingi« ! Þessi verður þá niðurstaðan jafnvel hjá »Gjh.« um þá me. n sem það dá- ir mest!! Annars er allur þvættingur blaðsins um flokkana auðvirðilegasta bull. »NI.« ætlar ekki að verja miklu af rúmi sínu til að skattyrðast við »úlf- ana« og metingssálirnar, en lofa þeim að geispa og gorta; er þeim það ekki of gott, meðan það getur veitt þeim ánægju og haldið í þeim lífinu. 4 Reglugerð um útflutning fyesta. 1. gr. Oll skip, sem flytja hross frá íslandi til útlanda, skulu fullnægja þeim fyrirmælum um umbúnað hross- anna, sem sett eru með reglugerð þessari. — Sé um önnur skip að ræða en þau, sern ganga eftir fastri áætlun milli íslands og útlanda, skal skip- stjóri skýra lögreglustjóra skriflega frá, til hvers skipið hafi áður verið notað, og hafi það verið notað til hrossa- flutnings annarstaðar en frá íslandi, skal sótthreinsa það á kostnað skips- eiganda, ef þörf þykir. Ekki má flytja á sama skipi samtímis hesta frá öðr- um höfnum en á Islandi. 2. gr. Hross má ekki flytja á þil- fari frá íslandi til annara landa á öðr- um tíma árs, en frá miðjum júní til ágústmánaðarloka. 3. gr. Hrossin skal hafa í stfum svo traustgerðum, að ekki bili, þótt þeir hestar, sem í eru, kastist í sjógangi á veggina. Breidd stfanna sé lítið eitt meiri en hestlengdin og jötubreidd til samans; lengdin sé 6 álnir. í hverri stíu mega ekki vera fleiri en 6 hross og skal hvert um sig bundið traust- lega með múlbandi. — A stíugólf og gangrúm, sem hross eru leidd um, skal negla lista eða strá hálmi eða sandi eða öðru efni, er gerir gólfin ósleip, — Milli hverra tveggja raða af hestum og framan við hverja einstaka röð skal vera gangur, er að minsta kosti sé 18 þuml. á breidd, og má þann gang aldrei teppa. Þeim megin í stíunum, sem að ganginum veit, skulu útbúnar jötur fyrir hrossin og skal eitt fast vatnsílát vera milli hverra tveggja hrossa. Við útbúnað stfanna skal gæta þess, að hvergi séu út- standandi naglar eða annað, sem vald- ið geti meiðslum á hrossunum. 4. gr. Þegar hross eru flutt undir þilfari, skal sjá fyrir góðri loftræsing, þannig, að auðvelt sé að hleypa vondu lofti út og góðu lofti inn eftir þörfum. Birta skal og vera svo góð, sem á- stæður frekast leyfa, 5. gr. Á hverju skipi, sem flytur hross til útlanda, skal vera nægur mannafli til að gæta hrossanna, gefa þeim og vatna. Hrossum skal ætla nægilegt fóður og vatn á leiðinni og má fóður ekki vera minna en 10 pd. af góðu heyi á dag fyrir hvert hross, miðað við áætlun skipsins, eða sem því svarar af öðru fóðri. Hverju hrossi skulu ætlaðir 10 pottar af góðu vatni á dag. 6. gr. Eftir hverja ferð með hrossa- farm til útla. da skal sá, sem sendir, eða umboðsmaður hans hérlendur, skýra stjórnarráðinu frá, hvort nokkuð af hrossunum hefir misfarist á leiðinni, og ef svo er, þá að svö miklu leyti sem hægt er, af hverjum orsökum. 7. gr. Brot út af reglugerð þessari varða sektum frá 10 til 1000 kr., er renna í landssjóð. Mál út af brotum skal fara með sem almenn lögreglu- mál. 4 .íslamls Falk' er kominn úr Grænlandsleiðangri sínum fyrir nokkru og tekinn hér aft- ur við landhelgisvörn. En lftið hefir hann »varið« fiskimiðin síðan. Hann fór frá Reykjavík til Isafjarðar, lá þar um vikutíma, sigldi svo til Siglufjarð- ar; þá sigldi hann svo djúpt fyrir, að 0 (©> 0 Undirrituð veitir nokkrum námssvein- (0 um húsnæði og fæði ^ næstkomandi vetur. Akureyri 23. ágúst 1912. Kristín Eggertsdóttir. 0 0 &&&&&&&.&&.& 0 hann sá ekki til lands, en sagt er að þann hinn sama dag hafi tvö skip ver- ið að ólöglegri veiði við Skaga. Á Siglufirði lá »Fálkinn« í nokkra daga, en fór aldrei út. Hingað koin hann fyrir viku og hefir ekki hreyft sig enn. Mikill styrkur er oss að »vernd« hans hér! Landhelgisbrot, Tvö síldveiðaskip voru kærð hér nýlega fyrir landhelgisbrot, bæði af íslendingum, eji »Islands Falk« kom með annað þeirra af Hjalteyri hingað, samkvæmt tilvísun, er hann kom hing- að fyrir nokkrum dögum. Annað skip- ið var sektað um 300 krónur en hitt um 100 któnur. Gera Norðmenn á Siglu- firði ekki annað en að hlæja að þessu, að sögn, og hafa við orð, að þeir muni reyna að fiska sem mest í land- helgi, fyrst það kosti ekki meira, því að þá borgi það sig vel! Þessar sektir eru meira en hlægi- lega lágar. Kaupmcnn í Reykjavík hófust handa, þá er hin geipilega verðhækkun varð á steinol- íunni, og skoruðu á þingið að taka einkasölu á henni fyrir landið, svo sem getið er um í símfrétt hér í blað- inu. En nú er það líklega um seinan fyrir landið að komast að nokkrum sæmilegum kjörum, þótt stjórninni sé veitt heimild til að gera samninga. »Einokunin,« sem kölluð hefir verið, er nú ekki orðin eins voðaleg í aug- um kaupmannanna! 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 52 »Við vorum að tala um það sem börn skilja ekki,« svaraði Ólafur og léit framan í hana. »Þá fer barnið affur inn í barnaklefann,* sagði Lilja og hvarf aftur á bak við dyratjaldið. »Hana nú, nú er barninu rhisboðið; en nú fáið þér ekki að fara. Komdið nú og lofið mér að dást að yður, eg er svo gjarn á að dást að öllum í dag, og eg er viss um að þér eruð yndisleg. Bíðið ofurlítið og lofið mér að vita hvort eg er svo hugsjóna- ríkur, að eg geti getið mér til hvernig þér eruð klædd. Þéreruð í Ijósrauðum silkikjól,alsettum eplablómum, eða ef til vill í gula kjólnum með sóleygjunum, sem eg dáðist mest að hérna um kvöldið. Já, í honum eruð þér, eg spái að þér hafið farið í hann til þess að gleðja mig. »Hana nú, komið þér nú inn!« sagði Ólafur og ýtti dyratjaldinu til hliðar og leiddi Lilju inn til Est- er. »Ó, svei! Lilja litla, þér hafið prettað mig um sóleygjarnar, það var ekki vel gert af yður; en samt eruð þér fallegar, það veit hamingjan, og jafnvel þótt þér finnið upp á því að klæða yður í engilhvítan sakleysisskrúða eins og í kvöld. Pér eruð fallegar, og eg vildi helzt hafa yður standandi á hillunni minni með glerhjálmi yfir, svo að rykið og gusturinn í danssalnum gæti ekki skemt yður. Og þá skyldu engin nærgöngul augu fá að glápa á yður og engin hönd fá að snerta fiðrildis- 49 ókunnu gestir — og Sveinn! og þeir þarna yfir á heiðinni! Hún greip báðum höndum um höfuð sér óttaslegin — skyldi hún vera að missa vitið? • • ♦ Mjúka flauels-dyratjaldið lagðist aftur fyrir dyrnar, er hún gekk út, og gólfklæðið í næsta herbergi dró úr skóhljóðinu, svo að hún stóð við hlið Ólafs áð- ur en hann vissi af. »Ólafur!« »Ester!« * Hún hallaði höfðinu að honum oghvíslaði: »Það er búið, Ólafur! nú er eg búin að skrifa honum um alt það, sem við höfðum talað um, alt sem þú vildir. Nú hefi eg engan nema þig, Ólafur, þig einan.« Hann kysti hana ákaft hvað eftir annað og sagði: »Ester! þróttmikla, hugprúða stúlkan mín! mín!« Rödd hans lét sem fagnaðaróp í eyrum hennar, og þó gat það ekki borið ofurliði aðra, veika rödd, sem sagði veinandi: »Mamma, farðu ekki frá mér!« Hún losaði sig hægt úr hinum ofsalegu faðmlög- um hans og settist róleg við hlið hans. »Ólafur!« mælti hún »viltu lofa mér einu, elsku Ólafur! lofaðu mér því, að þú skulir ekki kyssa mig fyr en Krabbe hefir gefið samþykki sitt til skilnað- arins. Eg get ekki þolað þá hugsun, að konan hans

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.