Norðurland

Tölublað

Norðurland - 05.04.1913, Blaðsíða 3

Norðurland - 05.04.1913, Blaðsíða 3
45 ‘i^Sirin **n i-uiu^li—i*-n—1*-»—'*n~irn'*i-—L,Jki~i-i~HjX>~~^j'Ni|in> ■ félag Þingeyinga) veg sinn og gengi að þakka góðri stjórn. Þetta var auð- vitað sannmæli. Og það vita þeir sem kunnugir eru, að tæplega hefði kaupfé- lagsskapur Eyfirðinga staðið með þeim blóma sem hann gerir, ef ekki hefði þar notið að dugnaðar, forsjár og ár- vekni Hallgríms Kristinssonar, sem svo að segja vinnur dag og nótt í þarfir þess málefnis. X Mannalát og slysfarir. Jón Ólafsson á Einarsstöðum í Reykjadal andaðist 18. þ. m. Verður nánar getið síðar. Jón Þorkelsson bóndi á Jarlsstöðum í Bárðardal varð bráðkvaddur að heim- ili sínu aðfaranótt 26. þ. m. Hann var orðlagður atorku- og dugnaðar- maður og hafði bóið í Bárðardal (lengst á íshóli og Jarlsstöðum) allan sinn búskap og var nú háaldraður orðinn. Tvígiftur var hann og átti mörg börn. Meðal þeirra eru Skúli og Pétur bænd- ur á Jarlsstöðum og frú Jóhanna kona Jóns verzlunarstjóra Guðmundssonar á Siglufirði. — Jón var albróðir séra Jóhanns dómkirkjuprests í Rvik. Jón Friðriksson bóndi á Syðri-Bakka í Kelduhverfi er nýlega dáinn. Ung- ur bóndi og nýlega giftur. Slúlkubarn á fermingaraldri, fanst druknuð í flæðarmáli f Siglufirði um páskaleytið og vita menn ekki með hverjum atburðum dauði hennar hefir orðið. X í framsóknaráttina. Fyrsti botnvörpungur AKureyrar. Þeir As'geir Pétursson kaupmaður og Stefán Jónasson skipstjóri hafa keypt eimskip er þeir ætla að halda úti til þorskveiða og hefir það útbúnað bæði til botnvörpu og lóðarveiða. Það er fyrsti botnvörpungur sem hefir átt heima hér á Akureyri og er vonandi að fyrirtækið gangi svo vel að margir bætist við fljótlega. Skipið kom hingað á skfrdag. Það er keypt í Altona, er 136 tonn (Brutto), 105 fet að lengd og fer 10 milur á vöku. Það heitir »Lilly« ón verður fara að léigja það fyrir ærna peninga og fá svo stórviðris austanrigningu þótti mér alt of mikið hættuspil sem gæti alveg »rúinerað« mig, þvf litlum afgang gerði eg ráð fyrir, þá úr leið- angrinum væri komið. Kom mér þá til hugar að gefa út ferðasögu og fanst mér líklegt að einhver forleggjari fengist. Eg sem sé mundi eftir að þeir Nansen og Shackleon pólarfarar höfðu látið á þrykk út ganga sínar ferðasögur og var sagt að þeir hefðu grætt á stórfé, og var eg rétt búinn að slá því föstu í huganum, þegar eg vaknaði af þessum hugleiðingum við voða hnykk sem kom á bátinn svo eg valt á höfuðið beint ofan í kjölrúm bátsins, og undir eitt nautið, sem til allrar lukku ekki hafði slasast neitt sjáanlega. En þegar eg stóð á fætur fann eg að eg hafði meitt mig dálítið f annari öxlinni, en sérstaklega höfðu fötin orðið fyrir óþægindum og vil eg ekki lýsa hvernig þau litu út. Þegar eg komst til sjálfs míns aftur sá eg að við vorum komnir út að skipshliðinni, og um leið sá eg á kollana á 3 eða 4 sem í bátnum höfðu verið en setið tæpt á borðstokknum og hrokkið útbyrðis við hnykkinn sem Hl. Sýsluskrifari. Ungur, reglusamur maður, er skrifar greinilega hönd og er góður reikningsmaður, getur fengið islíka stöðu 1. júlí. Nánara hjá ritstjóranum. og gaf síðan út 25 ára minningarrit skólans. A þessum fundi var samþykt að halda áfram fyrirlestra starfseminni um búnaðarmálefni, einkum meðal ung- mennafélaga. Enn fremur var samþykt, að félagið reyndi að taka að sér að útvega þeim Hólamönnnm, er þess kynnu að óska, atvinnu hjá búnaðar- félögum eða einstökum bændum, er vildu snúa sér til félagsins í þeim vændum. Til þess að sinna málaleitun manna og hafa framkvæmd í þessu efni voru fengnir þeir Jakob H Líndal fram- kvæmdarstj. Akureyri og Sigurður Sig- urðsson skólastj. Hólum. X Vinnukonuvandræði. Blaðið »Scandinavien« sem kemur út í Chicago, kastaði einu sinni fram spurn- ingu um hvers vegna frúrnar nú á dögum þyrftu fjölda af vinnukonum, þar sem frú Eva hefði komist af vinnukonulaus og þó þurft að gæta bús og barná. Margar gift- ar konur svöruðu og var eitt bréfið svo- hljóðandi: Eva gat verið vinnukonulaus vegna þess að Adam sauð grautinn sjálfur, sótti graut- inn sjálfur, sótti gulrófur út í garðinn flysjaði kartöfiurnar, mjólkaði kýrnar og fóðraði húsdýrin. Hann kom aldrei heim með marga unga »vini« sem hann hafði boðið fyrirvaralaust til miðdegisverðar, Evu óafvitandi svo hún yrði í verstu vandræðum með hvað hún ætti að gefa þeim að eta. Adam kom aidrei með göt- ótta sokka sem Eva þyrfti að stoppa né heimtaði nafnið sítt bróderað í marga tugi af vasaklútum og Adam sat ekki á knæp- um eða í armlögum við vinnukonur nábúa- fólksins hálfa nóttina, svo Eva þyrfti að byita sér mannlaus, myrkfælin og andvaka í rúminu, marga klukkutíma og verða á þann hátt hálf-ófær til vinnu næsta dag. Ónei. Adam háttaði strax á kvöldin hjá konunni sinni og passaði Kain litla sjálfur fyrri part nætur, svo Eva gæti sofið í næði. Hann tók sjálfur fötin sín á morgn- ana, en öskraði ekki á þau svo undir tæki í öllu húsinu, skóna sína lét hann alt af hjá fíkjuviðartrénu á kvöldin og gekk þar að þeim vísuffi á morgnana. Ætli það hafi verið mikil vandræði fyrir Evu að vera vinnukonulaus þegar hún var gift svona manni? Qufuskipafélösrin dönsku. Ymsum mun þykja fróðlegt að sjá, hvern- ig gufuskipafélögin dönsku bera sig, og fyigir hér útdráttur úr ársskýrslum nokk- urra þeirra fyrir árið sem leið. Gufuskipa- félagið »Vesterhavet« borgaði hluthöfum sínum i5°/o af hlutabréfum og lagði 940- 000 kr. í varasjóði. »Torm« borgaði 14% af hlutabréfum og lagði 530,000 kr. í vara- sjóð. »Danneborg« borgaði i5°/o af hluta- bréfum og lagði 1,700,000 kr. í varasjóð. »Neptun« borgaði ,15% af hlutabréfum og lagðí 440,000 kr. í varasjóð. »VendiIa« borgaði i2°/o af hlutabréfum óg lagðí 343i58í kr. í varasjóð. »Skandía« borgaði 12% af hlutabréfum og lagði 138,066 kr. í varasjóð. Ekki sýnist óálítiegt að stofna íslenzkt gufuskipafélag eftir þessum tölum að dæma, Þorskveiðl í Noreiti er nálega helmingi minni, það sem af er þessu ári, en um sama tíma síðastliðið ár, 8 miljónir þorska hafa aflast í ár, en 16 miljónir í fyrra á sama tíma. Orgel legubekkur og hægindastóll til sölu í Hafnarstrœti 66. (Inngangur að norðanverðu.) Fermingar- kjólar svartir, ódýrir, fást í Kaupfélagsverzluij Eyfirðinga. skírt um ( haust. Fyist um sinn verð- ur það við þorskveiðar sunnan við land og fór héðan 27 f. m. Skipstjóri er Stefán Jónasson en Adolf Kristjáns- son stýrimaðar, vélameistarar norskir. Alls eru skipverjar 17. Þegar síldveiði byrjar hér nyrðra í sumar er ráðgert að skipið komi hingað og stundi síld- veiði héðan. X Metusalem Jóhannsson kaupmaður og óðalsbóndi á Óspaks- eyri kom landveg að vestan um páska- leytið og íór heimleiðis aftur á mið- vikudaginn. Hann unir vel hag sínum vestra, rekur þar kaupskap, sjávarút- gerð og landbúnað og segir þar góða landskosti. Húseignir sínar hér í bæn- um hefir hann nú selt Pétri verzlunar- stjóra Péturssyni á Oddeyri, eru þær bæði miklar og góðar og iiggja í góð- um stað við miðja Strandgötu á Odd- eyri. A Iaugardagskvöldið héldu nokkrir borgarar Akureyrar Metúsalem sam- sæti á »Hótel Oddeyri* og var þar góð- ur mannfagnaður og vel veitt í mat og drykk. í ræðu fyrir minni heiðurs- gestsins var meðal annars tekið fram, að bærinn ættí að sjá á bak góðum og nýtum borgara og flokksbræður hans í bænum atkvæðamiklum Heima- stjórnarmanni, þar sem hann væri. \ Aðalfundur Hólamannafélagsins var haldinn á Hólum f Hjaltadal sam- hliða bændanámsskeiðinu 7. og 8.matz, og voru þar mættir 14. félagsmenn auk skólapilta. í félaginu eru, auk nokkurra fleiri, meiri hluti þeirra manna er verið hafa á Bændaskólanum á Hól- um frá stofnun félagsins 1904. Af störfum félagsins út á við má nefna að það hefir á sinn kostnað haldið uppi 3 tveggja mánaða náms- skeiðum fyrir unglinga einkum til undir- búnings þeim, er ætluðu á Hólaskóla. Fyrirlestra um búnaðarmálefni hefir það látið halda flest árin, hingað og þangað um Norðurland, eru þeir orðn- ir alls yfir 60 að tölu. Það gekst fyrir og studdi með fjárframlagi 25 ára afmælissamkomu Hólaskóla 1907 orsakast hafði af því að ste'nið á bátnum rakst beint í skipshliðina en knálega var róið, þóttist eg sjá að þetta væri alvanalegt að leggja svona að skipinu, því aftan og framan við tröppurnar var skipshliðin öll með smá bollum og lautum, og voru þær víst eftir stefni báta er að því höfðt: lagt, enda sá eg að ein samskonar hafði. komið, þegar hnykkurinn kom á bát- inn. Þannig komst eg »um borð« f fyrsta sinn á höfn höfuðstaðarins. Þegar eg var um borð Frá Rvík til kominn fór eg að líta Stykkishólms i kringum mig. Þar var um Búðardal. alt fult af farangri og fólki, og enginn til að leiðbeina manni. Loksins gat eg fund- ið ferðakistu minni pláss upp á véla- rúminu. Eftir það fór eg niður á fyrsta pláss, fann eg þar »jónfrúna« og beiddist viðtöku, var nún stutt f svörum og hvað þar alt upptekið og vísaði mér á annað pláss, fór eg þang- að og ienti fyrst niður þeim megin er kvennfólki er ætlað, því ekkert stóð um það hver niðurgangur væri ætlað- ur konum og hver körlum. Þegar eg opnaði dyrnar kom á móti mér illkynj- uð tegund lofts og lyktar sem gerði mér óhægð sem ilt ætlaði af að hljóta, að mér fanst, enda var þar fult af kvennfóiki, svo eg hörfaði upp aftur og niður aftur hinuroegin og tók ekki betra við, sama óloftið og enn þá verra, eins og fersku lofti hefði aldrei verið hleypt þar inn í marga manns- aldra. t>ar voru rúmfleti með óásjáan- legum rúmfatnaði og gólf og veggi sá maður naumast í fyrir einhverjum annarlegum efnum sem þangað höfðu borist og sjáanlega fengið að vera þar óhreyfð um lengri tíma. Að afloknum þessum athugunum flýtti eg mér upp og út og komst með naumindum útað öldustokk skipsins og þar aflagði eg mitt fyrsta offur til ájávárins. Á meðan eg hafði verið í þessum snúningum hafði skipið létt atkerum og var nú komið á stað, og var fyrsti viðkomustaður þess Hafnarfjörður. Á leiðinni fyrir Gróttu og Álftanes var eg uppá dekki og naut útsýnis og hins góða lofts, sem eg var þurfandi íyrir eftir rannsóknarferð mfna niður á annað pláss. Veður var hið bezta, sólskin og logn, en dálítil undiralda eftir útsunnan storm sem verið hafði undanlarna daga. Þegar til Hafnar- fjarðar kom lagðist skipið og blés til brottfarar í fyrsta sinn um leið, þvf bátur kom um borð að tilkynna skip- stjóra að þar væri ekkert að gera, póstur verið fluttur til Rvíkur og flutn- ingur keyrður, sá sem með því hafði ver- ið sendur, eins fólk, þvf daglegar vagnferðir væru hér á milli. Frá Hafnarfirði var ferðinni haldið áfram til Akraness. Þar var fyrir flóa- báturinn af Breiðafirði. Á Akranes hafði mig lengi langað til að koma, því eg hafði orðið þess áskynja að þaðan kæmu bestar kartöflur, og einnig heyrt að þar væri fallegt kvennfólk. En því miður varð viðstaðan alt of stutt þvf bæði var það að Breiðafjarðarbáturinn sem á undan hafði komið var búinn að taka það lítið sem þar var að senda, einnig hafði verið sent með flóabát Faxaflóa til Rvíkur það sem lengra átti að fara, og duglegar mótorbátaferðir eru hér á milli. Lögðu svo bæði skip- in á stað undir eins og fóru í kapp- sigling vestur flóa, en kappsigling mun skemtilegri með seglskipum en gufuskipum, enda áttum við ekki að njóta þessarar ánægju lengi, því Breiða- fjarðarbáturinn þurfti til Skógarnéss, en við héldum áfram til Búða, en þar náði Breiðaflóabáturinn okkur aftur og

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.