Norðurland


Norðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 2

Norðurland - 14.03.1914, Blaðsíða 2
llm láð og lög. — Porsteinn Erlingsson er að búa undir prentun ndkvœma útgáfu af sögu Höllu og Fjalla-Eyvindat. Peir dr. Jón Porkelsson og Hannes Por- steinsson skjalaverðir aðstoða hann í pvi. — Gjaldkera-embættið við Lands- bankann er auglýst laust. Umsókn- arfrestur til 30. apríl. Árslaun 2400 kr. og >/5 °/oo af öllum greiddum pen- ingum og seðlum við bankann, en þó skal upphæð sú, er gjaldkerifœr á þann hátt, ekki fara yjir 2600 kr. árlega, svo launin geta ekki farið yjir 5000 kr., enda er það meira en nóg fyrir það starf . — Ásgeir Blöndal héraðslœknir á Eyrarbakka hefir fengið lausn frá embœtti vegna heilsubrests. Arnes- ingar senda undirskriftaáskorun til stjórnarráðsins um að Konráði lœkni Konráðssyni, sem nú þjónar embætt- inu, verði veitt það. — Prófin í morðmálinuí Reykja- vik halda áfram. Jón neitar enn. — Bjarni jensson héraðslœknir i Skaftártunga hefir fengið lausn frá embœtti. — Árni Árnason kand. med. er skipaður lœknir i Dalahéraði. — Dr. Sig. júl. jðhannesson kem- ur alkominn frá Ameriku í vetur. Ætlar að taka próf við háskólann i Rvik og hefir fengið loforð land- lœknis fyrir lœknisembœtti hér á landi að þvi loknu. — Jón Böðvarsson óðalsbóndi frá Dagverðarnesi í Rangárvallasýslu fanst druknaður i flœðarmáli skamt frá Stokkseyri i gœr. Haldið að hann hafi œtlað að baða sig, þvi á bakk- anum voru föt hans samanbrotin. — Snjóflóð féll á tvo drengi, 13 og 16 ára, frá Skrapatungu i Húna- vatnssýslu. Báðir voru grafnir upp lifandi en sá eldri mikið meiddur. — Kristján Torfason kaupmaður á Flateyri i Önundarfirði hefirfund- ið upp ódýra aðferð til þess að vinna áburð úr þara og þangi og fengið einkaleyfi til 5 ára fyrir uppfundn- ingunni. — Á Siglufirði féll snjórofan af húsþaki niður yfir mann er stóð við húshliðina. Hann meiddist innvortis og rotaðist, en raknaði þó fljótt við aftur. — í þremur kjördœmum fara eng- ar kosningar fram. i Skagafjarðar- sýslu verða aðeins þeir Ólafur Briem og Jósef Björnsson í kjöri, i Norð- ur-ísafjarðarsýslu Skúli Thorodd- sen og Vestur-Skaftafellssýslu Sig- urður Eggerz. Pessir eru þvi allir sjálf-kjörnir. X BiHki'kliftctL Útbústjóri við útbú eins stærri bankanna í Svíþjóð var sviftur starfi sínu f jan. s. I. vegna þess að hann hafði slúðrað frá viðskiftum ýmsra manna við bankann, bæði um innstæð- ur þeirra og skuldir. Orsökin til burt- rekstursins var, að nokkrir viðskifta- menn bans, sem skulduðu f bankanum, höfðuðu skaðabótamál gegn honum fyrir lántraustsspel) er hann hefði valdið þeim með kjaftæði sfnu, um að þeir skulduðu f bankanum. Að öðru leyti hafði hann staðið vel f stöðu sinni og verið f áliti hjá aðalstjórn bankans. — Mun ekki víðar vera pott- ur þrotinn í þessunj efnufní Lesverðar bækur. ii. Hadebogen. Odense 1013. F.ftir ýmsa höf- mida Þó margt sé í bók þessari, sem Dani eina varðar um, þá er hún samt lesverð fyrir Islendinga, af því hún ségir vel frá hinum afar merkilegu jarðabótum, sem gerðar hafa verið í áður lítt byggingalegum héruðum Jót- lands, sfðan Heiðafélagið danska var stofnað 1866. Félag þetta sem nú hefir 5000 meðlimi og nýtur árlega styrks úr ríkissjóði, reynir á allar lundir að bæta og gera frjósamari jarðveginn f hinum svokölluðu heiða- héruðum Jótlands, sem, þegar félagið hóf starf sitt, voru eigi minna en fimti hluti allrar Panmerkur. Félagið kom í framkvæmd stórkostlegum vatns- áveitum á lönd sem nær engan gróð- ur báru áður vegna vatnsleysis, og þurkaði á öðrum stöðum lendur, sem voru of blautar. Af allri starfsmi fé- lagsins hefir þó mest borið á skóg- rækt þeirri, sem það hefir staðið fyrir eða komið á, og eru nú, eins og sjá má af myndum þeim, sem eru í bók- inni, víða háir skógar þar sem fyrir mannsaldri var óræktar-lyngheiði. Þess má geta hér, að grenitré þrif- ust ekki á lyngheiðunum, nema fjall- fura væri plöntuð meðal þeirra, en er þau voru búin að ná nokkurri hæð, þá uxu þau eins vel þó furan væri höggvin burt. Vita menn eigi enn þá hvernig á þessu stendur, en það var mjög mikilsvert, að þessu var veitt eftirtekt, því í upphafi héldu menn að eigi þrifust önnur tré á lyngheiðunum um hin lítt verðmæta fjallfura. Ekki getur bók þessi neitt um hrein- dýraræktina, sem að vísu er ný, en þó í miklum uppgangi á jóaku heið- unum og að mörgu merkileg. Maður að nafni Johannes Beck hefir í nær tuttugu ár haft áhuga á því að koma á hreindýrarækt á Jótlandsheiðum, eink- um þeim þeirra sem hafa svo lélegan jarðveg að lftið annað getur vaxið þar en hreindýramosi. Vegna fjárþröngar gat Johs. Beck ekki gert neitt f þessu máli fyr en í febrúar 1910 að hann fór til Noregs og keypti þar fimm hreindýr, sem hann hafði með sér til Jótlands. Dýrin þrifust vel og hafa á hverju ári verið sótt fleiri dýr, og nú síðast í þessum vetri eigi færri en 400 dýr. Það er gert ráð íyrir að alls megi hafa 100 þúsund hreindýr á józku heiðunum eins og þær eru nú, en á þeim hluta þeirra sem lélegastan hafa jarðveginn, og aldrei mun verða rækt- aður, 30 þúsund dýr. Hreindýrin þrífast f alla staði vel á józku heiðunum, hvort heldur þau eru höfð í grindum og þar gefinn hrein- dýramosi, sem er aðalfæða þeirra, eða þau eru tjóðruð á sjálfri heiðinni. Áð- ur hefir verið álitið ómögulegt að hafa hreindýr í tjóðri og að þau yrðu ald- rei nema hálftamin, en hvortveggja hefir reynst rangt. Johs. Beck segir meira segja að hreindýrin hans séu orðin mannelskari en nokkur önnur dýr. Talið er að hreinn ágóði af hverju hreindýri muni verða að meðallagi 40 kr. árlega. Hornin, sem þau fella á hverju ári, eru 10 til 15 kr. virði og hárið 3 — 4 kr. virði. Sumargamall hrein- kálfur, sem slátrað er að hausti, legg- ur sig í Danmörku 40 kr. Johs. Beck er svo sem fyr var get- ið ekki efnamaður, og Jiurfti hann apn- Fiskur.Salt. í vor óg sumar kaupi eg, eins og að undanförnu, F-I-S-K af öllun’ legundum og mun borga hann vel svo að menn eigi ekki völ á li*rra verði fyrir hann hér um slóðir. Um mánaðarmótin apríl-maí á eg von á saltskipi og sel pá salt með góðum kjörum. Sérstaklega ættu þeir sem hugsa sér að selja mér fisk 1 sumar, að semja við mig um saltkaupin sein fyrst. Sr|. Jónssor). ara fjárstyrks, til þess að koma máli þessu fram. Margir urðu til þess að heita honum hjálpar, en þá kom það fyrir, að ýmsir sem vit þóttust hafa á hreindýrum (og hefðu átt að hafa), t. d. prófessor Boas við Kaupmannahafn - arháskóla og Hirsch forstjóri land- búnaðarskólans í Kristjaníu, sögðu að hreindýr gætu alls eigi þrifist á Jót- landsheiðum, mundu drepast þar, og fram eftir götunum. En reynslan hefir gert mönnum þessum til skammar svo sem þegar hefir verið frá skýrt. III- spár þessar urðu til þess að tefja fyr- ir góðu máli, því margir, sem lofað höfðu Johs. Beck peningastyrk til fyr- irtækisins tóku aftur loforð sín. Þjóðverjar eru nú f þann veginn að taka hreindýrarækt eftir Dönum, og verður þegar á næsta ári (eftir þvf sem eg bezt veit) byrjað á hreindýra- rækt á Lýneborgarheiði og ef til vill víðar. Hreindýrarækt er að komast á hér og þar f kaldari löndunum, til dæmis á Hellulandi (Labrador) og í Alaska. Hið síðaraefnda land, heyrir til Banda- ríkjanna, svo sem kunnugt er, og ger- ir Bandaríkjastjórn sér mikið far um að kenna Skrælingjum og Indíánum sem þar búa, hreindýrarækt, enda er hreindýrarækt þar í miklum uppgangi. Hvenær ætli að við íslendingar byrj- um á hreindýrarækt ? Inga Nalbandian: Börn. - Kbhavn 1913. S9 bls, Verð kr : ,.50. Bók þessi er, svo sem nafn hennar bendir á, um börn og barnauppeldi og eru skoðanir höf. f flestu þær sömu og þær Ellen Key setur fram í bók sinni »Barnets Aarhundrede.« Frú Nalbandian segir til sönnunar sínu máli ýmsar smásögur af börnum og gerir hún það svo vel að bókin er eins og skemtilegasta sögubók, jafnvel fyrir þá sem hvorki eiga börn eða þykir vænt um börn. Set eg hér eina smásöguna: Fimm ára telpa er að draga upp mynd af fíl, það er hlið- mynd. Hún býr til tvö augu og setur þau rétt hjá hvort öðru. »Þetta er rangt,« er sagt við hana, »líttu á hann Harald, þegar hann snýr hliðinni að okkur sést ekki nema annað augað f honum.« Telpan hugsar sig um stund- arkorn. Svo snýr hún við blaðinu með fílsmyndinni og býr til auga hinumeg- in á það !! Höf. bókar þessar hefir næstum ó- trúlega gott lag á að grípa um hjarta- rætur lesendans svo hann ræður sér ekki, en verður að gefa sig á vald bók- inni, og hlæja eða gráta á vfxl. Þetta er merkileg bók þó stutt sé. Khöfn febr. «914. Ólafur Friðriksson. Utan úr heimi. Nýskeð kviknaði í Kristjánshafnar fangahúsi við Khöfn. í því eru aðe|DS kvenfangar geymdir. Þegar eldsit>s var vart var farið að opna fangaklef* hleypa föngunum út, voru þá stúlkurn ar orðnar hálf rfnglaðar af hr®ðsfu' höfðu eins vel búist við að breul,a þarna innilokaðar. Ekki var þeim hleyP1 nema út í fangelsisgarðinn var þar þó Alls illverandi fyrir hita af eldinum voru þarna 66 kvenfangar. Slökkvíl^' gat slökkt eldinn er brunnin var efrl hæð hússins á rúmlega 40 al- ^oSa svæði voru þá fangarnir reknir inu aft- ur Bruggari Carl jakobsen hafði lagt svo fyrir að enga viðhöfn skylú* hal* við útför sfna. Var aðeins tekið vl krönzum frá Konungshjónunum °£ nokkrum opinberum stofnunum er haDn var við riðinn. En svo hafði hann rnílt fyrir að ef einhverjir vildu gefa kran**' þá skyldu þeir heldur gefa andvif þeirra til fátækra í Khöfn. í be,,Uj augnamiði voru svo hafin samskot stórblaðinu »Poletiken« og komu ',ú rúm 14 þús. kr. sem svo var vaf,n eldiviðarkaupa handa fátæklingufU’ Petersen bankasljóii í Hróarskel ^ sá er gerði sig sekan um fjárdrát1 v Hróarskeldubanka hefir nú verið ^ ur í 18 mánaða fangeísi. Upph^ S er hann hefir haft af bankanum ef ,sK ur 783,600 kr. og hefir hann mestu því fé í verðbréfa-gróðrabra Óvíst er um hvort hann áfrýjar dó*11^ um. Ymsir af öðrum stjórnendum ans höfðu og talsvert átt við ve . bréfabrask með bankans fé, t. d n3 nkE' einn þeirra V. Nielsen, formaður h* * , Jjf, stjórnarinnar, tapað á því 30 Pús' en hann gat sjálfur borgað banhanU það fé, svo hann slapp við heSnlnf’ Kirkian. Hádegismessa á morgun. Vaxtalœkkun fsiandsbanka. Það var 20. febrúar sfðasti- bankinn færði niður vexti sína. sögnin sem var um það í sl i blaði átti að koma í blaðinu *>#s undan, en gleymdist þá. jeff jTfá' StJörnarráOlO 0rar>ir úr hefir fengið fjölmennar ásk°r ^ flestum hreppum EyjafjarðarS^slU’. 0g að veita hinum setta sýsIunnanD,ttjg bæjarfógeta Júlíusi Havsteen embæ 100 ára aðmul kona .j { andaðist í Flatey á Breiða r . Hún h*1 vetur, Salbjörg að nafni-—» .flS- fóstrað Steingrfm heitinn Thor* ^ son skáld í barnæsku hans og ^ aði hann henni við og við °& ^ henni myndir af sér,“ segir s*

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.