Norðurland


Norðurland - 23.05.1914, Blaðsíða 1

Norðurland - 23.05.1914, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Akureyri. 23. maí 1914. XIV. ár< Qialddagi *norðurlands< yar fyrir i. maí. Kaupendur eru beðn- lr að muna eftir að borga blaðið. ^tstaklega eru þeir sem enn skulda fyrir sfðasta árgang ámintir um að láta það ekki dragast lengur. Símfréttir frá útlöndum. ( — Alt er i uppnámi i Mexico. — lJPpreisnarmenn og hermenn stjórn- Qrinnar berjast stöðugt. Enginn ó- hltur um lif né limi. Bandamenn kotna engu tauti á. Huerta forseti sogður veikur siðustu dagana. — / Albaniu eru miklar óeirðir °g útlit fyrir að stórveldin telji sig bnrfa að skerast l leik. Sumir hrœdd- ir um að nýr Balkanófriður sé í oðsigi ~~ Rússneska „dúman" hefir sam- hkt vantraustsyfirlýsingu gegn stJórninni með miklum meiri hluta. —- Kosningunum i Sviþjóð lauk Þannig að hœgri menn unnuallmik- ið og er því talið líklegt að ráða- ' ^ytE'Hammarskjold sé fast i sessi. — / gœr hélt. dr. Petrus Beyer Mrvesir Odd-Fellova-Reglunnar i \imörku 25 ára afmœli sitt sem skkur. í minningu þess höfðu Odd- \tovar skotið saman mörgum þús- QPdum króna, er þeir afhentu hon- Urn, með þeim ummœlum að hann skyldi stojna sjóð er bœri nafn hans °S hann ákveða sjálfur til hvers sjöðnum yrði varið. X llm láð og tög. Stmfréttir i dag. — Brúðkaup sitt héldu í gær- kvöldi á „Hótel Reykjavík“ Oddur kJermannsson og ungfrú Póra Magn- ^son (bœjarfógeta i Reykjavík). — Ágúst Bjarnason prófessor kfldur fyrirlestra um „dularfuil fyr- irbrigði“. — Norðmenn i Reykjavik héldu ^tiðlegan 17. maí og var mikið um hskeyti milli fslands og Noregs V dag. Lárus H. Bjarnason prófessor jjttr verið mjög lasinn allan siðari uk vetrar og liggur nú rúmfastur. T1 ^röur jðnsson dbrm. Ystafelli kom á >Pol!ux< ár fyr ^traferð sinni um Árnes Rangár- fali a og Skaftafellssýslur. Að sunnan ’*tið hið bezta yfir fyrirlestrum Sig- ar og hafa margir bændur látið f j að þeir óskuðu eftir að hann yrði j þegar kosið verður til efrideild- (^ eftir stjórnarskránni fyrirhuguðu. j °rðurl.« spurði Sigurð hvernig hon- ^ ’áundi lftast á það og tók hann Nr. 1,lu ekki fjarri. Er víst um það, að a'r u , Qaendur munu nú vera jafn kunn- 'i. . ‘ land hö ^ 'gum fjöldans í öllum sýslum SlI1s eins og Sigurður er, og þótt Suðuvélar Og Verkf æri. J, V Havsfeens verzlun á Oddeyri hefur einkaréttar útsölu fyrir alt Norðurland á þessum heimsfrægu vélum og verkfærum sem verða seld med verksmiðju verði, að viðiögðu farmgjaidi. Myndaverðlistar eru til í verzluninni. Kaupmenn í öðrum kauptúnum geta fengið umboðssölu með góðum kjörum. pgT Verkfæri þessi eru komin í verzlunina, svo og margskonar eldhúsgögn. Mikið úrval af verkfærum fyrir mótormenn, járnsmiði o. fl. Jfvítasunnuskóna er bezt að kaupa í skóverzlun Quðlaugs Sigurðssonar á Oddeyri því 12°lo afslátt gef eg á öllum útlendum skófatnaði frá því í dag og til hvítasunnu gegn borgun út í hönd. Afslátturinn er gefinn frá hinu lága peninga- verði sem nú er á skófatnaðinum. Guðl. Sigui ðsson. hann sé sjálfmentaður maður að öllu, mun þekking hans drýgri en flestra stéttarbræðra hans, jafnvel þótt geng- ið hafi á búnaðar eða gagnfræðaskóla, lengur eða skemur. Bókmentadálkur. (Nýjar bœkur sendar „Norðurlandi.") Eimreiðin XX. ár 2. hefti. Ritstj.dr. Val • týr Guðmundsson. Khöfn 1914. Þegar »Eimreiðin< byrjaði að koma út, náði hún á fyrsta ári mjög mikl- um vinsældum og hefir haldið þeim sfðan, svo að ekkert hinna íslenzku tímarita mun henni þar framar. Utgef- andi hennar og ritstjóri, dr. Valtýr Guðmundsson háskólakennarf, hefir og altaf haft lag á því að gera hana iæsi- lega úr garði. Hefir hann og bæði haft til þess góðan stuðning þeirra manna sem kunnir eru að því að skrifa skemtilega (Þorv. próf. Thoroddsen o. fl.) og svo er honum einkar sýnt um að líta rétt á ritstörf óæfðra og ó- þektra rithöfunda, taka af þeim það sem »þolir að ganga á þrykk< en hafna hínu. Eru þeir orðnir margir á þessum tuttugu árum, sem fyrst hafa komið fram á ritvöllinn f Eimreiðinni, en síðan orðið þjóðkunnir rithöfundar og skáld. Þetta hefti »Eimr.< er fjölbreytt að efni að vanda. Fyrst er ritgerð eftir Ólaf Friðriksson (póstafgteiðslumanns Möller) er heitir Sumarauki, glögg og vel samin grein um tilraunir er íslend- ingar þyrftu að gera um ræktun ýmsra jurta, sem líklegt er að gætu þrifist hér á landi. Þá er Melaliglar og þúfur eftir Þorv Thoroddsen, Silki úrþangi eftirtektaverð frásögn eftir dr. Valtýr Guðmundsson, Reykjavíkurförin, ferða- saga frá júlf 1856, eftir Önnu Thor- lacius, Berklaveikin og baráttan gegn henni, erindi flutt á bændanámsskeiði, eftir Ólaf Thorlacius lækni, Lög Móses og Hammúrabís, þýtt af séra Hafstein Péturssyni, Smávegis frá sviði læknis- fræðinnar, eftir Valdemar lækni Er- lendsson í Khöfn, Stóri-Jón saga eftir Gunnar Gunnarsson, einkennileg og vel samin, grein um skáldskap Jónas- ar Hallgrímssonar á dönsku eftir dr. Valtý og að lokum ritsjá og íslenzk hringsjá (eftir dr. Valtý að mestu) eins og vant er í hverju hefti. X Vélarbát einhvern hinn stærsta og vandað- asta á Norðurlandi, hefir Helgi Haf- liðason kaupmaður á Siglufirði látið gera f vetur og ætlar hann til hákarla- veiða á vetrum en til þorsk- og síld- veiða á sumrum. Báturinn er allur úr eik, 45 feta langur f kjöl, tvímastr- aður og hefir svefnrúm íyrir 12 menn. Að öllu er hann vel útbúinn og þykir reynast mjög vel í sjó að leggja. Bát- urinn heitir »Hafliði.< Uppþot í dönskum blöðum. Simfrétt í dag. Milliþingaforsetar alþingis, þeir Jón Ólafsson rithöfundur og Júlíus Havsteen fyrv. antmaður, sem aðal- lega voru kosnir til þess að sjá um útgáfu þingtíðindarma, tóku sig til og sendu stórþinginu norska sím- skeyti 17. maí, er hér birtist í þýð- ingu: Alþingi fslendinga sendir fyrir hönd dótturlandsins, móðurlandinu ogbróð- urþjóðinni hugheilustu kveðjur og heillaóskir af tilefni dagsins. Hag- sœld og heiður Noregs er íslandi ánœgja og virðing. Jón Ólafsson, Július Havsteen. p. t. alþingisforsetar. Stórþingið þakkaði þegar með löngu símskeyti og mjög vinsam- legu er Lövland hafði ritað undir í nafni þingsins og árnaði Islandi allra heilla.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.