Norðurland


Norðurland - 11.10.1915, Blaðsíða 3

Norðurland - 11.10.1915, Blaðsíða 3
 Á spítölunum flóði blóðið stríðum straum- um af blóðtökum, svo algengar voru þær. Þess er getið um skraddara einn frá Dres- den, sem dvaldi um tíma í Parísarborg að hann varð snögglega veikur og var þá sóttur blóðtökumaður, sem tók honum duglega blóð. Þegar honum ekki batnaði af því, var hann fluttur á sjúkrahúsið Hotel Dieu, en ekki tók þar betra við, því 20 sinnum varð að taka honum blóð, áður en hann slippi þaðan. Sagnfræðingurinn próf. Petersen segir frá því, hvernig sjúkravitjun hafi farið fram á einu meiri háttar sjúkrahúsi í Strassborg, þar sem voru 200 sjúklingar. Yfirlæknirinn kemur inn, ásamt lyfsala og aðstoðarlækni, sem á að skrifa upp alt sem hann ráðleggur hverjum sjúkling. Þeir nema staðar við fyrsta rúmið og yfirlæknirinn spyr: hvernig líður yður? — Illa, herra yfirlæknir. — Hefir yður verið tekið blóð ? — Já, herra. — Hafið þér laxerað? — Já, herra. — Læknirinn þreifar þá á púlsin- um og skipar fyrir um blóðtöku á ný, með stólpípu á eftir. Og svona ráðlegg- ingar voru endurteknar við rúm flestra hinna sjúklinganna. X Óþrifnaður fyrri tíma. Svo sem kunnugt er, gengu skæðar far- sóttir land úr landi á miðöldunum og feldu fólk unnvörpum; má einkum nefna bólusótt. svartadauða og taugaveiki. Að þessar sóttir urðu svo hættulegar eins og raun varð á, er skiljanlegt nú, er vér í- hugum hinn hræðilega óþrifnað sem þá var algengur. Um þetta farast sagnaritar- anum Troels Lund, þannig orð í bók sinni um .Sundhedsbegreber i Norden, i det 16. Aarhundrede*. »Þarf nokkurn að undra þess hve fólk- ið dó hrönnum saman, þegar meiri hluti þess þvoði sér í hæzta lagi einu sinni á viku og gekk í sömu nærfötunum allan ársins hring, alt heimilisfólkið borðaði með óhreinum höndum upp úr sama trogi og sömu skál, og lá í sömu sæng, margt í einni kös. Það var algengt þá að konur kremdu börnin undir sér í rúmunum. Og mikill var ódaunninn inni í lágrjáfaðri baðstofunni. Litlu gluggarnir voru harð- Iæstir og lokuðu inni ós af tólgarkertum- ódaun af óhreinum fatnaði og fúlum vind- gangi fólksins, sem ekki þótti neitt tiltöku- mál meðal alþýðu, en sem mentaðra fólk- ið reyndi þó að láta minna bera á, með því að hósta eða ræskja sig samtímis hvellunum. Jafnvel í hallarsölum á Frakk- landi var algengt að kasta af sér vatni í eldstæðið (kamínuna). í veizlusölum Elísa- betar Englandsdrottningar, var svo fúll ó- þefur, að herbergissveinum hennar varð óglatt, og einisbrensla nægði lítið til þess að hreinsa Ioftið. í kaupstöðum á Norður- Iöndum var alsiða að heimilisfólkið gengi þarfinda sinna undir húsveggnum. Hjá heldra fólki var þó stundum náðhús ætlað húsbændum og tignari gestum. Og þetta náðhús var venjulega reist mitt á milli mykjuhaugsins og neyzlubrunnsins. Alls- konar skolp og óhreinindi blönduðust við neyzluvatnið. Það var einungis í hellirign- ingum að skrið komst á sorpið, sem lá í kring um húsið, svo það komst út á göt- una; en þar var því vel tekið af svínum er þar voru á reyki, flækingshundum og köttum. — Á vetrum var kalt í húsunum og algengt að menn stæðu lengi í votu á steingólfunum. En um hundadagana var heitt þar inni, loftþungt og rykugt. AI- gengt var ofát í óþurkuðum ávöxtum og ofdrykkja í súru öli. Á sunnudögum var kirkjan troðfull, en neðan við hið gisna og þunna gólf var raðað hrúgum af lík- kistum, með rótnandi mannabúkum, sem með nálykt og ódaun eitruðu enn meira óloftið í kirkjunni. Það tók langan tíma að hreinsa allan þennan Ágiasar flór og að það smátt og smátt tókst, var fyrst og fremst að þakka drepsóttunum, þessum svipum drott- ins, sem lömdu kynslóð [eftir kynslóð inn í dauðans greipar. En því næst var það einnig að þakka hinum óþreytandi tilraun- um læknanna, sem aldrei létu hugfallast, heldur leituðust stöðugt við, að ráða þær rúnir, sem svipuhöggin merktu fólkið með.« ií Símskeyti. Rvík. 12. okt. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa tekið Belgrað. Legsteina minningarmerki og grafreitagirðing- ar útvegar frá stærstu verksmiðju á Norðurlöndum |Ón Stefánsson, Mureyri. Verðlistar með myndum til sýnis þeim er vilja panta. í s 1 a n d. Eg elska pig, mitt œttarland, með ár og lceki, fjðll og dali, heiðar, ása, hraun og sand, hjartakœra fósturland. Indœlt Ijómar eyjaband við afarháa dvergásali. Eg eiska þig, mitt œttarland, með ár og lœki, fjöll og dali. Eg elska þig, ó, Ingólfsgrund, þú œgi girta landið friða, með grœna. völlu, laufgan lund, Ijúfa, fagra sumarstund, með fossaval og fljót og sund, fagra skrautið þinna hliða. Eg elska þig, ó, /ngóltsgrund, þú œgi girta landið friða. Göfga, fagra Garðarsey, glóð í barmi heit þér streymir. Fjalladrotning, frið sem mey, frelsislandið Garðarsey. Hingað komu fyrstu fley meðfrjálsa kappa,er sizt þú gleymir. Göfga, fagra Garðarsey, glóð i barmi heit þér streymir. Blessað sértu, ár og öld, œttarlandið söguríka. Oft þó blási kylja köld, og hvitan berir jökulskjöld, svás þú ert um sumarkvöld; sjá má hvergi fegurð slíka. Blessað sértu, ár og öld, œttarlandið sögúríka. Pú ert, móðir, mér svo kœr, muna-blíð og aðlaðandi. Meðan heitt mitt hjarta slœr hjá þér dvel eg, móðir kœr. Meðan blómagrund þín grcer og glóey skin á sjó og landi. Pú ert, móðir, mér svo kcer, mnna-blið og aðlaðandi. Fylgi hrós og heiður þér, hjarta kæra feðra móðir. Meðan nokkur sólu sér og segulafl þitt bundið er. í barmi þinum bœrast hér bruna heitar logaglóðir. Fylgi hrós og heiður þér, hjarta kœra feðra móðir. Baldvin Jónatanssofy. X H a u s t v í s a. Vetur svalur veður senn að garði, váleg heyrist norðanstorma raust; eftir sumar kemur hrimkalt haust, hverfur sólin þá oft minst er varði, grána fjöll, gnötra, visna, deyja blóm- in öll. Jón Thorarensen. Aths. Góður vinur »Norðurlands« sendi blaðinu þessa vísu, sem er vel þess verð að komi á prent. Vísan er eftir síra Jón son Bjarna Thoraren- sens amtmanns. Hann var prestur á Saurbæ í Gilsfirði vestur, skáldmælt- ur vel, en enginn lánsmaður. Flestar stökur sem hann orkti munu nú týnd- ar; þess vegna ástæða til að birta þær af þeim sem til næst. X Blóðtökur og laxeringar. Helztu læknisráð, sem notuð voiu á 17. og 18. öld, voru blóðtökur og laxer- ingar. Jafnvel heilbrigðir menn, létu tíðum taka sér blóð til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma. Og niðurhreinsandi lyf tóku þeir hvað eftir annað með lítils tíma millibili, einnig í sama tilgangi. Meðal mentaða fólksins þótti þetta jafn sjálfsagt og okkur þykir nú að taka heitar laugar. Um Lúðvík 13. er sagt, að hann hafi sama árið laxerað 215 sinnum, en 312 sinnum látið setja sér stólpípu og er þess þó ekki getið að hann hafi þjáðst af sér- stöku harðlífi. Lúðvík 14. stóð lítið að baki fyrirrennara sínum hvað snerti notkun hægðalyfja; en auk þess lét hann alt af hvað eftir annað vera að taka sér blóð. Allir aðalsmenn og konur sömdu sig að siðum jafnt og ósiðum Lúðviks 14. svo sem kunnugt er, og þá einnig í því að nota hægðalyf og stólpípur. Stólpípur þóttu bráðnauðsynlegar til þess að viðhalda fögrum litarhætti hörundsins og þess vegna er skiljanlegt að ekki sízt kvenfólkið not- aði þær næstum daglega. Sem dæmi þess, hve algengar og sjálfsagðar stólpípur voru meöal fína fólksins, segir sagnaritarinn St. Símon frá því, að einhverju sinni hafi konungurinn ásamt Madame de Maintenon komið að heimsækja hertogafrúna af Bourg- ogne. Nú hittu þau einmitt á þann tíma, sem frúin ætlaði að láta setja sér stólpípu. En hún lét sér ekki bilt við verða, heldur lét herbergisþernuna halda áfram athöfn- inni án þess nokkuð bæri á, um leið og hún sjálf brosandi hóf fjörugar samræður við konunginn og ástmey hans! sanni. Þessar siðbótahreyfingar ber að skoða eins og öflug Iæknislyf, nokkurskonar varnarlyf eða mót- eitur (en eitur þó að nokkru Ieyti), til þess að eyða sþillingunni. Krist- indómurinn og allar hinar einhliða kreddukenningar fornaldarinnar gegn óhófi og löstum, hafa borizt til okk- ar eins og helgur arfur frá menn- ingarþjóðunum gömlu, og ganga enn vasklega fram í baráttunni gegn nútímaspillingunni. Kristindómurinn gat ekki komið í veg fyrir fall fornaldarmenningar- innar, en engu að síður eigum vjer þó honum að þakka, að vjer enn geymum mikið af ávöxtum gullald- arinnar, eins og t. d. hinar grísku og rómversku bókmentir, sem munk- arnir varðveittu frá glötun og gleymsku. Pess eru mörg dæmi i sögunni, að þegar þjóðunum hrakar og þeim liggur við falli, þá kemur fram and- leg stefna í Iistum og bókmentum, sem dásamar náttúruna, og hvetur menn til að leita hennar aptur og hætta við óhóf og óeðli. Og nú á síðustu tímum ber mikið á þessu víða í útlöndum. Það er verið að prédika hófsemi, að lifa sem eðli- legast, að styrkja og herða líkam- ann, að leita til sveitalífs úr solli og óróa borganna og reyna með ýmsu móti að jafna hinn mikla mismun á stjettunum. — Eins og þegar líkaminn byrlar móteitur og varnarlyf handa blóðinu til að stand- ast árásir sóttkveikjanna, æins virð- ast nú þjóðirnar vera ósjálfrátt að mynda sér móteitur á móti spill- ingunni, sem óðum grípur um sig. Allur stéttamunur sem gengur að erfðum um langan aldur í þjóðfje- laginu leiðir ilt af sér fyrir heildina. — Upprunalega var stjettamismun- urinn þannig tilkominn að þeir betri og hraustari sköruðufram úr»fremstir í fólki þar’s firar bÖrðusk". — Með- an þeir störfuðu fyrir heildina og lögðu fram sína beztu krafta, þá gekk alt vel. Þannig var það hjá Forngrikkjum. Æðri stéttirnar lögðu alt f sölurnar fyrir heildina, eyddu efnum sínum til almenningsþarfa og giftu sig, ekki sízt með því augnamiði, að fjölga gagnlegum borgurum með þjóðinni. — Meðan svona var ástatt, þreifst þjóðin vel. En þegar þeir hættu að taka per- sónulega þátt í herþjónustu og op- iuberum störfum, tóku að eyða langtum meiru til eigin en opin- berra þarfa og auk þess hættu að giftast, eða takmörkuðu barnahóp- inn að miklum mun, þá rann upp hnignunaröld. Og þannig hefirætíð verið. Með vaxandi eigingirni og sérstæðingsskap ei nstaklinganna, hefir veldi þjóðanna hnignað og þeim farið aftur líkt og líkaminn veikist og hrörriar við að einstakar sellur fara eingöngu að skara eld að sinni köku í stað þess að vinna i þarfir heildarinnar (sbr. krabbamein). »Sælir eru fátækir," og „vei yður þér ríku," sagði Kristur. Þessi kenn- ing var ekki ný. Grikkir þektu hana löngu áður, og nú á tímum eru allir hagfræðingar farnir að sjá, að f auðæfum einstakra manna og hinni ójöfnu skiptingu efnahagsins er fólgin rótin til hnignunarinnar. Hinn frægi líffræðingnr Claude Bernard hélt því fram, að í fram- tíðinni mundi verða unt að lækna alla sjúkdóma, þegar orsakir þeirra

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.