Norðurland


Norðurland - 24.12.1915, Blaðsíða 1

Norðurland - 24.12.1915, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. 50- blað. J Akureyri 24- desember 1915. J XV. árg. A\SKÖBENI IAVNS MAROARINEFABRIK framleiðir hið vandaðasta smérlfki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, Og litar alls ekki margarínið, en selur það hvítt eins og ásauða- smér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. — Margarínið fæst í I og 2 punda skökum, 5 og 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ódýrasta smérlíki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá.laog- an gjaldfrest. Pantanir sendist annaðhvort beint til verksmiðjunnar, Brclægg- erstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. Sölubúð Hinna sameinruðu íslenzku verzlana á Oddeyri verður lokuð vegna vörukönnunar frá 24. desember til 10. janúar næstkomandi. Innborgunum verður samt sem áður veitt mót- taka til nýárs. Oddeyri, io des. 1915 €inar Sunnarsson. Öllum viðskiftavinum sinum nœr og fjœr óskar gledilegrar jólahátíðar Verzlunir) ,PARIS’ S igv. E. S. Porsteinsson. CW.Obel. Vindlar og Vindlingar ReyktóbaK í öllu úrvaii, MunntobaK í stærri og smærri pökkum Alt tóbak og vindlar frá OBEL er búið til úr hreinasta og: bezta efni sem fáanlegt er. Þeir sem einu sinni hafanotað Obels vöru, gera það upp frá því. Pantið þær því frá C. W. 0 b el, Aalborg — Köbenhavn. T 0 rji i Ólafsdal. Pá er fallið þetta vigið, — þrotlaust geysar alheimsstrið, — frá oss mesta höfuð hnigið hér sem varði búandlýð. Betra spor af bœndum stigið birst hefur ei am mina tið. Er sem dauðir gœti grátið — grátið missi þvilíks manns. Hvað er hringlið, fumið, ýátið fjölda niðja þessa lands? Betur hefðum hundrað látið heimalninga, en missa hans. Ltýið hans var langa æfi landi sinu að vinna bót; valdi fyrst hvað var við hæfi, vildi sjá það festa rót, — þreytti svo þó þjóðin svæfi þvi, að koma á styrkan för. Verk hans rétt að telja tölum, trautt eg þekki nokkurn mann. Búnað lands i bygð og dölum bœtti enginn jafnt sem hann. Meðan feitu fé vér smölum framkvœmd hans ei gleymast kann. í orði vann hann eins og verki, aídrei þreyttist sál né hönd; ótal rit og mannvits merki minna á staka framtaks önd; vitið, dáðin, viljinn sterki vilái greiða sérhver bönd. Sama snild var úti og inni, — öllum Ijúf og hugum kœr — hvar sem hann með húsýrú sinni hafði ráðin, nær og fjœr; sjaldan grær í manna minni merkilegri rausnar bær. Heiðrið, skáld, í skyldum öði skörungmann i Ólaýsdal, Þar sem hann með frœgðar-ýljóði frœddi lengi snót og hal. Nú er fallinn guminn góði; gripið merkið, bændavall Matth. Jochumssorv Matthías áttræður. Áttræðisafmæli Mattb. Jochumssonar er minst í dönskum blöðum. Dönsku blöðin »Köbenh&vn« og »Vort Land< frá 11. þ. m., flytja bæði mynd af Matthíasi Jochumssyni og greinar um hann. í »Köbenhavn« skrifar prófessor Otto Borchsenius allftarlega og mjög hlýlega grein um hann. Kemst próf. Borchsenius m. a. svo að orði: »Þeir sem vit hafa á, telja Matthías snjaltari flestum sem eru uppi í því, að snúa skáldritum úr erlendu máli. Af norrænum skáldritum, sem hann hefir snúið á íslenzku, þyk- ir einkum til koma til meðferðar hans á Friðþjófssögu Tegners, Gamla Stól eftir Runeberg,sögum herlæknisins eftir Topelíus, svo og kvæðum þeirra Ryd- bergs og Drschmanns. Mjög mikið þykir líka koma til þýðinga hans á mörgum harmleikjum Shakespeares. Hann hefir verið hinn þrautgóði og snjalli boðberi milli ættjarðar sinnar og annara menningarlanda. Og starf- semi hans er erm virðingarverðari þegar þess er gætt, að bókagerð öll, er í mjög smáum stíl á íslandi og lífskjörin fátækleg. íslenzk útgáfa af hármleik eftir Shakespeare, áem prent- uð er í 500 eintaka upplagi, gerir höfundinn eigi auðugan*. Ennfremur talar próf. Borchsenius um útþrá Matt- híasar og getur þess til, að hann muni hafa »hugsað sitt«, þegar leik- rit hinna ungu fslenzku höfunda hófu sigurför sína um leiksvið Norðuráif- unnar. Fœðingardagur Jónasar Guðlaugssonar. (Eftir Extrablaðinu í Höfn 29. sept.). í dag verður þessi heimsfrömuður bókmenta og skáldskapar 25 ára — það er fjórðungur aldar síðan að ís- lands hæfileikamesta og rauðhærðasta kynjabarn glenti upp jökulvatnsbláa skjáina millum fjalla sögueyjarinnar og fór að hrína. Menn furða sig á því, að Jónas Guðlaugsson skuli ekki vera eldri en þetta, þegar menn sjá jafnmikið hár og skegg saman komið. En hann hefir líka fljótt komist f stöfunina eftir þvf sem honum segist frá, þegar »guða- veigar lffga sálaryl«. Jónas hafði þegar tekist á hendur ritstjórn tveggja íslenzkra stórblaða og þriggja tímarita er hann var 5 ára gamall. Tveim árum sfðar lét hann út frá sér ganga fyrstu skáld sögu sfna, helmingi stærri en biblí- una, og 11 ára var hann kjörinn til Alþingis í einu hjjóði. Að þrem árum liðnum átti hann kost á að verða lýð- veldisforseti, en hann vildi ekki »ergja« Kristján kóng á því og hafn- aði boðinu. Það er þvf ekki að kynja, að lítil- læti er lyndiseinkunn sú, sem stend- ur Jónasi Guðlaugssyni fjærst af öllu. Hann er orðinn ímynd og Tyrirmynd þeirrar nýlendu ungra íslenzkra lista- manna og stúdenta, sem láta greipar sópa um alt það, sem til er af gjaf- vistum og styrktarsjóðum f Danmörku og troðfylla bókaútgáfur og leikhús með heimsbyltinga listasmíðum sínum. Hér á landi hafa þessir ungu sögu- eyjarskeggjar komist upp á það, að þeim er alstaðar tekið með kostum og kynjum og skriðið í duftinu fyrir þeim, en hinsvegar fara þeir ekki dult með það, að þeir gefa Danmörku dauðann og dj . ......... Þessi litli norður-þýzki eyjaklasi er hjáleiga frá hinni miklu sögu-ey, bygður af fá- einum lftilfjörlegum og hlægilegum hræðum, sem verður að gera sér sem mest úr. íslendingar gera ekki mikið úr okkur, en það er okkur sjálfum að kenna. Hins vegar eru þeir skeknir og fleytifullir af mikilmensku hug- myndum um sjálfa sig. \ SÍKlufjaríarsiminn. • Samningur sá, er landsfminn gerði við Hvanneytarhrepp árið .1910, um starfræks'u stöðvarinnar á Siglufirði gekk úr gildi 30. sept. sfðastl. og var þá endurnýjað um næstu 5 ár. Um leið keypti landsfminn innanbæj- arsímkerfið, sem var eign hlutafélags, fyrir Töoo kr. — 18 notendur með 20 áhöld. Afnotagjaldið verður 36 kr. á ári. Stöðin verður áfram á sama stað og stöðvarstjórinn hinn sami. (»Elektron«).

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.