Norðurland

Tölublað

Norðurland - 01.07.1916, Blaðsíða 1

Norðurland - 01.07.1916, Blaðsíða 1
NORÐURLAN D. 31. blað. j Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFÁNSSON. Akureyri 1. júlí 1916. XVI árg. Vefnaðarvöruverzlun GUDM. EFTERFL. Nýjar vörur með'hverju skipi, sem eru valdar jaf trúnaðarmönnum verzl- unarinnar í stærstu verksmiðjum Norður- álfunnar. Stærst úrval. Lægst verð. Sápubúðin á ODDEYRI. Munið að þær vörur sem Sápubúðin verzlar með eru ódýrari þar en jafngóðar vörur í öðrum búðum. BÆKUR & RITFÖNG kaupa menn ávalt ódýrast I bókaverzlun Kr. Guðmundssonar, Oddeyri. Útlendar bækur, tímarit og blöð útveguð. FLJOT AFOREIÐSLA. Tóbaksverzlun jOH. RAGUELSSON-, VINDLAR—Havana—Brazil —Sumatra—Java og Manilla. Vindlingar (Cigarillos & Cigaretter). REYKTÓBAK frá Englandi, Hol- landi, Noregi og Danmörku. VkJNDUÐ VARA. SANNGJARNT VERÐ. 0 r s m i ð j a Kristjáns Halldórssonar, Hafnarstræti 35, Akureyri. Qullstáz, úr, keðjur o. fl. Aðgerðir á úrum og klukkum leystar fljótt og vel af hendi, Bezta 'J'---^------J----Ð er ^ Horniman. Biðjið því kaupmann yðar ætíð um það. Einkasalar til íslands: Carl Sœmundsen & Co. Reykjavik — Akureyri. Síldvinnukvittanabffikur, J Síldvinnubækur, | Vinnuskýrslur, • Síldskýrslur, ^ Vinnubækur, • fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. K^benhavns Mársan’nefabrik framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, og litar alls ekki marga- rfnið, en selur það hvítt eins og á- sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað í það. Margarfnið fæst í 1 og 2 punda skök- um, 5 og 10 punda öskjum og stærri óunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ddýrasta smérlíki sem flutt er til lands- ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefáns' »nar Akureyri. Yiðskiftin við Bieta. Margar sögur hafa farið síðustu vikurnar af samningum þeim sem væri verið að reyna að gera við Bretastjórn um sölu á íslenzkum afurðum fyrir hönd íslendinga. Nú er þeim lokið og þykir »NorðurI.« vænt um að geta í þeim efnum satt forvitni lesenda sinna. Fyrst er þar til að taka að konungur vor hefir gefið út svolátandi: Bráðabirgðalög um heimild handa landsstjórninni til tryggingar aðflutningum til landsins. Vér Christian hinn X. o. s. frv. gerum kunnugt: Stjórnarráð vort fyrir ísland hefir þegnsamlegast tjáð oss, að nauðsynlegt sé nú þegar að gera ýmsar ráðstafanir til þess að innflutningur varnings til íslands frá Bretlandi heftist eigi með öllu og verðum vér því að telja brýna nauðsyn til þess að gefa út bráðabirgðalög samkv. II. gr. stjórnarskrárinnai um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins. Þvf bjóð- um vér svo og skipum: 1. gr. Ráðherra íslands veitist heimild til að setja með reglugerð eða reglu- gerðum þau ákvæði um verzlun og siglingar til og frá landinu er nauðsynleg þykja til þess að tryggja aðflutninga til þess. í reglugerðinni má ákveða sekt- ir fyrir brot á henni og meðferð mála út af brotum gegn henni. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur að hegða sér. Gefið á Sorgenfrihöll 24. maí 1916 Reglugerðin. sjálf er gefin út mánuði síðar af Stjórnarráðinu í Reykjavík (24. júnf) undirrituð af landritara í fjarveru ráðherra og hljóðar svo: /. gr. Bannað er að flytja út frá íslandi hverskonar farm eða farmhluta á öðrum skipum en þeim er á ferð sinni til ákvörðunarstaðarins koma við í brezkri höfn. Þetta gildir þó eigi um skip er hjeðan fara beint til Ameríku með farm eða farmhluta eí ræðismaður Breta hér veitir samþykki sitt til þess. 2. gr Áður en skipa megi farmi eða farmhluta, er í I. gr. segir, út í skip héðan til útlanda skal skipstjóri undirrita og afhenda lögreglustjóra eða um- boðsmanni hans, skuldbindingu um viðkomu í brezkri höfn, sem I I. gr. að ofan er fyrir mælt. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum alt að 10 þús. kr. Bæði sá, er út lætur flytja, og skipstjóri, án þess að ákvæðum 2. gr. sé fullnægt, skal sekur talinn við ákvæði 2. gr. Skipstjóri, er brýtur án al- ment óviðráðanlegra atvika skuldbindingu gefna samkv. 2. gr., skal sæta sömu sektum. Skip og farmur er að veði fyrir sektunum. 4. gr. Sá er byrjar að skipa út, án þess að slík skuldbinding sé géfin, sem í 2. gr. segir, skal sæta sektum frá 200—10000 kr. og telzt bæði sá, er út lætur skipa og skipstjóri sekur um þetta brot. Skipstjóri, sem án alment ó- viðráðanlegra atvika brýtur skuldbinding sína, er hann gefur samkv. 2. gr., skal sæta sektum frá 10,000—100,000 kr. Þá er ákveðin skal sektin, skal taka hliðsjón til verðmætis þess, sem flytja skal eða flutt er ( skipi. 5. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem almenn lögreglumál. Áður en dómari úrskurði sektina, án þess að mál fari undir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 6. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað. Þá' koma nánari sérstök ákvæði, um verðíag á íslenzkum afurðum og ýmislegt annað er að þessu lýtur, og hefir stjórnarráðið sent þau öllum sýslumönnum á landinu. Þau hljóða svo: Brezka stjórnin hefir gefið til kynna að hún hafi ákveðið að koma f veg fyrir innflutning allra fiskiafurða, síldar, ullar, skinna og kjöts frá íslandi til þeirra hlutlausra landa, er liggja að Eystrasalti og Norðursjónum. Þó verður leyfður innflutningur íslenzkra afurða að því leyti sem sýnt er að þær þurfi þar til heimaneizlu. Þær ofanskráðar íslenzkar afurðir sem eigi verður mark- aður fyrir í hlutlausum löndum, öðrum en þeim sem að ofan greinir, eða lönd- um bandamanna Stórabretlands, ætlar brezka stjórnin að kaupa, ef seljendur hér vilja, frítt um borð (fob) hér, fyrir milligöngu umboðsmanna sinna hér fyrir ákveðið verð er fyrst um sinn gildir um afurðir framleiddar á þessu ári. Hver sem selja vill einhverja ofannefnda vöru á að tilkynna það brezka ræð- ismanninum hér eða umboðsmönnum hans eða sérstökum umboðsmönnum brezku stjórnarinnar hér og segja þeir til að 14 dögum liðnum frá þeim degi, Framhald efst á 3. síðu. OsíuR af mörgum tegundum nýkominn í verzlur) Sig. Sigurðssonar. ÝMISLEGT niðuisoðið fiskmeti er nýkomið í verzlun Sig. Sigurðssonar. Jarpur hestui fimm vetra gamall er til sölu hjá und- irrituðum nú þegar. Verður til sýnis á Akureyri við »Caroline Rest« um hádegi næstkomandi laugardag, 8. júlí. Stórhamri 1. júlí 1916. )ónas Jónasson. Gullarmband tapaðist í morgun á leiðinni frá s/s wísland" (Torfunefsbryggju) að Lækj- argötu 2. — Ráðvandur finnandi er beðinn að skila þangað gegn fund- arlaunum. Síldarolíuverksmiðjan ÆGIR í KROSSANESI kaupir hrein, óskemd og góð STEINOLÍUFÖT hœsfa verði og ættu pví allir sem eiga ó- seld steinolíuföt að snúa sér þangað. Þeir sem ekki eiga leið fram hjá verksmiðjunni, geta samið um söluna í talsíma frá Akureyri og afhent svo fötin eftir pví sem um semur. Kaup- menn ínærliggjandi verzlunarstöð- um ættu að grenslast um verðiði

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.