Norðurland


Norðurland - 22.08.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.08.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. Akureyri 22. ágúst 1917. 32. b!að. j ^I..K1» I»■**** Sjálfstjórnarmál Siglfirðinga. Hreppsneínd Siglfirðinga befir sani' ið frumvarp til laga um að Siglufjarð- arkauptún verði gert að sérstöku lög- sagnarumdæmi og voru þingmenn Ey- firðinga látnir leggja það fram á Al- þingi. Þar var þeim sagt að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu þyrfti að taka afstöðu til málsins, áður en þingið léti það frekar til sín taka. Þeir beygðu sig og þögðu, en skiluðu þó til Siglfirð- inga því sem þeim hafði verið talin trú um. Siglfirðingar hófust handa og fengu þegar kailaðan saman aukafund f sýslunefndinni er var haldinn hér á Akureyri 16. þ. m. Hafði séra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri framsögu málsins á fundinum og telur »N!< rétt að flytja hér ágrip af ræðu hans: »Þetta er ekki flókið mál né umíangs- mikið, en þó er það stórt mál og þýð- ingarmikið, það er að segja það er þýðingarmikið fyrir einn hrepp í sýslu- félaginu. Það veltur á mjög miklu fyr- ir þennan eina hrepp, afskektasta hrepp inn og um leið fjölmennasta hreppinn, hvernig þetta mál fer, það verður honum öflug lyftistöng til sjálfstæðis og framfara, verði það samþykt, en öflugt meðal til niðurdreps og til hindr- unar á eðlilegri framfarabraut, verði það felt. Nú virðist svo sem það sé ein hin fyrstaskylda hverrar góðrar sýslunefnd- ar að sjá borgið heill og hag hinna einstöku hreppa sýslunnar. Og þegar einhver einstakur hreppur, — eins og t. d. okkar hreppur —, sækir til al- þingis um eitthvað, sem algerlega tví- mælalaust er honum fyrir beztu f nú- tíð og íramtíð, þá ætti hreppurinn að eiga f sinni sýslunefnd vísan hinn bezta styrk og meðmæli með umsókn sinni en ekki andróður. En hvernig stendur þá á því, að svo virðist sem brugðið geti til beggja vona um samþykki þessarar sýsluneínd- ar í þessu máli? Er það af illvilja? Tæplega getur það verið. Við Siglfirðingar höíum að minsta kosti hingað til ekki átt nein- um illvilja að venjast frá sýslunefnd- inni. Þvert á móti hefir hún komið mjög vel fram í okkar garð, undan tekningarlítið. Er það þá af grunn- hygni? Eg verð að svara þeirri spurn- ingu neitandi. Eftir allri minni við- kynningu við hina einstöku sýslunelnd- armenn, suma lengur, suma skemur, tel eg þá alla meira en nógu skyn- sama til þess að sjá hvað hér er um að gera og á hverju veltur hér. Er það þá af umhyggju fyrir vel- ferð okkar Siglfirðinga? Þykjast þeir sýslunefndarmenn sem eru á móti mái- inu, sjá betur fram í tímann en sjálfir við, sjá betur vor nútíðarkjör og vorn framtfðarhag? Þykjast þeir betur sjá, að sú sjálfstjórn, sem við nú sækjumst eftir og teijum oss algerlega nauðsyn- lega til framfara, verði okkur í reynd- inni til ills? Eða er það af umhyggju fyrir heill Umbúðapappír fæst í prentsmiðju Odds Björnssonar. fiakkarorð. lnnilegustu hjartans þakkir mínar votta eg öllum hinum göfuglyndu heiðurskon- um á Akureyri og Oddeyri, sem sendu mér hlýlegt kveðjuávarp og höfðinglegar gjafir þann 20. þ. m. Fátœkleg orð min megna ekki nógsamlega að láta í Ijós þakklátsemi mina til þeirra fyrir hina stóru gjöj, og ástúð þeirra við mig bœði á gleði- og sorgarstundum. Guð blessi þœr allar og haldi verndarhendi sinni yýir þeim og öllum þeirra. Akureyri 21. ágúst 1917. Pórunn Stefánsdóttir. sýslufélagsins? Við skulum líta ofur- lítið nánar á þá ástæðu, og það frá báðum hliðum. Við borgum að vísu dálítið meira í sýslusjóð nú síðustu árin en við höfum úr honum fengið. Kannske þarna liggi aðalástæðan fyrir því, að nokkrir sýslunefndarmenn eru á móti þessu máli. En sú ástæða er aitof lítilfjörleg í jafn þýðingarmiklu máli og altof mjög blönduð eigingirni. Þótt það geti gengið um stund, þá sjá allir sanngjarnir menn, að það er ekki heilbrigt fyrirkomulag til lengd- ar, að láta einn hrepp, afskektasta hreppinn, borga mikið fé árlega til vegagerða í öðrum hreppum sýslunn- ar. Enda höfum við nóg af vondum vegum í okkar hreppi sem þurfa dýrr- ar og bráðrar aðgerðar við, svo sem Hólsskarð og Dalaskarð; og mundi flestum Siglfirðingum þykja vegaté okkar betur varið f þessa vegi, að minsta kosti sum árin, en í innhreppa sýsluunar. Haldist sambandið eins og nú er, höfum við væntanlega fé sem um munar til að leggja fram til vega- gerða þessara á móts við sýsluvega- sjóð, og mun sýslunefnd þá ekki sjá sér fært að neita tillagi um nokkur ár til þessara vegagerða. Þetta verða þeir auðvitað að taka með í reikning- inn, sem mótfallnir eru sjálfstjórn okk- ar. Einnig hin sjálfsögðu útgjöld sýslu- sjóðs til Ijósmóðurinnar í okkar hreppi, sem nú eru um 150 kr. og fara vax- andi. Og enn er eitt þýðingarmikið atriði, sem ekki má ganga fram hjá. Við þurfum að taka þrjú stórlán strax og stríðinu léttir af, ef ekki fyr; eitt til nýrrar, stórrar rafstöðvar fram í Siglufjarðarbotni, sem veiti nóg Ijós, þótt bærinn stækki og einnig kraft til suðu og kannske til hitunar, eitt til hafnarbryggjubyggingar og til dýpkun- ar og stækkunar innri höfninni; og eitt til holræsagerðar um alt kauptún- ið. Öll þessi lán verða ekki undir 300 þúsund krónum samtals. Til að taka öll þessi lán verður sýslunefndin að gefa leyfi og líklega að ábyrgjast þau öll fyrir hreppsfélagsins hönd gagn- vart lánveitendum, beinlínis eða óbein- lfnis. Því hitt er óhugsandi og engri sýslunefnd ætlandi, að neita okkur fyrst um þá sjálfstjórn, sem við æskj- um og þurfum, halda okkur nauðug- um f óeðlilegum tengslum við sýsluna aðeins vegna fáeinna króna f sýslusjóð og neita okkur SÍÖan um þau lántöku- leyfi eða ábyrgðir fyrir þeim lántökum sem eru öldungis nauðsynlegar sveit- arfélaginu og kauptúninu til framfara. Nei. Eg vona að engir sýslunefnd armenn hafi þá hugsun eða þann á- setning. Sýslunefndarmennirnir mega heldur ekki hafa það álit, að Siglu- fjörður sé ofurlftið, ómerkilegt, hálf- norskt sjóþorp, bara síldarþorp, sem statAli og falli með síldinni, — sé vel f sveit komið að vísu, og vel fallið til þess að auðga landssjóðinn, og sýslumanninn, og sýslusjóðinn, en — kröfur megi þorpið ekki gera; það eigi bara að vera féþúfa, og Siglfirð- ingar skuli forðast alla framtíðardrauma og sjálfstjórnargrillur. Eg segist vona að engir sýslunefndarmenn hafi þenna huga til þessa upprennandi kauptúns, heldur gagnstæðan. Kauptúnið hefir tekið greiðum en heilbrigðum fram- förum sfðustu 15 árin, svo að fá kaup- tún hafa gert það eins, nema Hafnar- fjörður. Kauptúnið er eins og frískur, efnilegur unglingur, með öll skilyrði fyrir fagurri framtfð, og er það meira en lítill ábyrgðarhluti að leggja stein f götuna, leggja af skammsýni, eigín- girni eða öðrum hvötum hömlur og haft á þann, sem virkilega vill áfram. Gerið það ekki, góðir menn. Réttið heldur höndina til hjálpar þeim, sem vill reyna þróttinn í sjálfum sér, sem vill brjótast áfram til frelsis og fram- fara. En er samband okkar við sýsl- una þá Þrándur í Götu fyrir framtör- um okkar, eðlilegum vexti og við- gangi? Það*r ekki sýslunefndinni að kenna, héldur löggjöfinni, sveitarstjórnarlög- unum, að samband okkar við sýsluna getur orðið okkur til tafar, og jafnvel fullkominnar stöðvunar í ýmsum mál- um. — A vegaféð hefi eg minst. Við getum litlu ráðið um það, hvað gert er við alt okkar vegafé. — A lántök- urnar má Ifka minnast. Við getum ekki tekið svo nokkurt verulegt lán, að við eigum ekki undir högg að sækja, hvort sýslan vill veita leyfi til lántök- unnar eða ekki. Og þurfi beina ábyrgð sýslunefndar, eins og t. d. fyrir hafn- arbryggjuláni okkar, þá er hættan enn þá meiri, að ekkert geti orðið úr fyr- irtækinu, hversu nauðsynlegt og arð- vænlegt sem það er, ef aðeins meiii hluti sýslunefndar segir nei við þvf, að ganga í slfka ábyrgð.— Minnast má á nýútkomin hafnarlög Sigiúfjarðar, þar sem flestallar framkvæmdir hafnarnefnd- ar, þótt ekki sé nema a4 gera bryggju eða breyta bryggju, eða fylla upp eða dýpka út, — hggja undir samþykki sýslunefndar, sem þó á ekki nema einn fund á ári, og er auk þess alókunnug staðháttum. — Lítum á fjárlögin. Ekki getum við bygt sjúkraskýli eða spítala með landssjóðsstyrk, þó við höfum nóg fé til þess, nema sýslan taki það að sér til eignar og reksturs. — Lftum á yfirsetukvennalögin. Eins og nú standa sakir, getum við litlu eða engu ráðið um það, hver verður ljósmóðir hjá okk- ur framvegis. Annars mundum við geta ráðið þvf sjálfir, enda ráðum við þá og Iaúhunum sjálfir.—Og þannig mætti lengi telja. í fjöldamörgum atriðum, sumum stórum, sumum smáum, erum við bundnir undir fjárforráð og yfir- umsjón sýslunefndar. Er okkur þá vandara um en öðrum hreppum ? Vissulega er það svo. Þetta er því tilfinnanlegra fyrir okkur en aðra hreppa sýslunnar, sem við erum afskektari, og flestir sýslunefndarmenn þvf ókunnugri { XVII. árg* okkur og okkar högum en öðrum hrepp- um; við höfum meiri sérstöðu; lífs- skilyrði og atvinnuvegir töluvert aðrir og ólíkir hinna hreppanna, og við bol- magnsmeiri, framtakssamari og stór- stígari en flestir aðrir hreppar sýsl- unnar, ráðumst í fleira og þurfum því miklu oftar en aðrir til syslunefndar að sækja. Og er það meira en lítið leiðinlegt, hvaða framfarafyrirtæki sem er á prjónunum hjá okkur, sem lán þarf til, að ganga altaf með kvíða fyr- ir þvf, að sýslunefnd varpi því kann- ske öllu um koll með einu orði eða atkvæði. Siglufjörður vex að mannfjölda jafnt og þétt. Þar hefir mikið verið gert, þó margt sé enn ógert. Siglufjörður hefir mjög mörg skilyrði til þess að verða vel stæður, blómlegur kaupstað- ur, ef hann má sjálfur taka að mestu yfirráðin yfir sfnum eigin málum og um leið ábyrgðina. Styðjið að því, bræður, en hindrið það ekki. Setjið ykkur f okkar spor um leið og þið greiðið atkvæði um sjálfstjórnarmál okkar. Því sá dæmir enginn réttan dóm um annan, sem ekki setur sig í spor þess, sem hann dæmir. Fel eg svo málið óhræddur sann- girni sýslunefndarmanna og réttlætis- tilfinningu, og óska nafnakalls að um- ræðum loknum. — En áður en eg lýk máli mínu, skal eg, jafnframt því að mæla hið bezta með þessu sjálfstjórn- armáli Siglfirðinga, lýsa því yfir að mér er það persónulega hið mesta kapps- mál. Hafi einhver skotið því að ykkur, að úr þvf eg hefði svo miklar tekjur sem oddviti og gjaldkeri í Siglufirði, eins og nú stæði, en mundi missa þær, ef breytingin kæmist á, þá væri mér þetta lfklega ekki eins mikið áhuga- mál undir niðri eins og eg léti í veðri vaka, — þá hefir sá hinn sami farið með staðlaus orð og ósönn; því hvað sem þeim tekjum öllum lfður, þá kemst eg af án þeirra og met heill og heið- ur Siglufjarðar meira en þær. Og eg tek það fram einu sinni enn, að mér er það hið hugfólgnasta og mesta kappsmál, að þetta mál verði sam- þykt, og það nú þegar.« — — — — — — Sýslunefndin lagðist á móti málinu. Hélt sýslumaður Páll Einarsson fyrst langa ræðu og fann því flest til foráttu, sagði meðal ann- ars að ómögulegt yrði að þjóna sýslu- mannsembættinu f Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetaembættinu á Akureyri ef Siglufjörður yrði tekinn undan, nema tekjur embættisins yrðu auknar um alt að 4 þús. kr. Varð það úr, eftir að nefnd hafði athugað málið og fund- arhlé verið, að sýslunefndin neitaði um samþykki sitt eða meðmæli á þeim grundvelli sem málið liggur nú fyrir á. Mun þar málfærsla sýslumanns hafa ráðið mestu og svo varfærni sýslu- nefndarmanna, sem flestir eru málinu gersamlega ókunnir, en alls ekki hitt, að þeir vilji ekki unna Siglfirðingum sanngirnis. Alþingismenn sýslunnar ættu nú að leggja kapp á að koma málinu fram á Alþingi, þótt svona færi f sýslunefndinni og láta ekki telja sér trú um að það sé ómögulegt vegna ýmiskonar lagasetninga sem mótstöðu- menn málsins veifa traman i þá. Al- þingis er það, sem kunnugt er, að gera undanþágur frá lögunum þegar nauðsyn krefur og Alþingi gerir það

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.