Norðurland - 14.05.1918, Blaðsíða 1

Norðurland - 14.05.1918, Blaðsíða 1
NORÐURL AN D. Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 1.--..-. .1-1 r-.— .-I -II - - ^ ■ — — —^. ., 15. blað. j Akureyri 14. maí 1918. J XVIII. árg. Helgi Laxdal i Tungu Mér er Ijúft að minnast vinur margra hreinna unaðsstunda, sem eg með þér átti áður alt til hinna slðstu funda. Fróður l lands vors sögu og sögum snjallorður á hreinu máli Elskur að frjálsum œttlandshögum öndverður við tildri og prjáli. Vart mun sól of Vöðluheiði verpa geislum hölda sœti prúðara að öllu inni þínu og ástúðlegra, Helgi hinn mœti. Skarð er í sveitar skjóma brotið. Skjöld þarj góðan, er þinn var áður; sá skal hreinum hvelfdur málmi hvltur innan og mjallarfáður. Qött var starfið göfugmenni gild voru tökin Fjögramaki seint mun jalla fögur minning fyrir tlmans vœngjablaki. Þökk fyrir einurð þina og snilli þökk fyrir hreinleik orða og verka gafst þér i vöggu guða hylli göfugt hjarta og lundin sterka. Hátt ber sýn frá höfuðbóli. Hauksnör augun jast og lengi sœra ennþá íslands vœttir að efla jósturjarðargengi. Póll Halldórsson. ^ l°ty/ Heilsufar í Akur- eyrarhéraði 1917. Fólksfjöldi var í órslok 5428 og hafði héraðsbúutn fjölgað um 93 á árinu. Heílsufarið var með skársta móti, og var það sennilega mikið að þakka teptum samgöngum á sjó vegna styr jaldarinnar og þar af leiðandi minni farsóttum. Alls dóu 58, þar af 33 í Akureyr- arprestakalli, en íæddust 127 börn lifandi og 2 andvana. Samtals 4656 sjúklingar leituðu læknis (þar af 2300 til Vald. Steffen- sen og 1028 til Friðjóns Jenssonar en hinir til mín). Auk þess leituðu marg- ir Gunnlaugs Einarssonar stud med., er gegndi aðstoðarlæknisembættinu um sumartímann (fúní — okt.). Út um héraðið fór eg og aðstoðar- læknirinn 70 ferðir, en Valdemar lækn- ir 52. Farsóttir voru þessar helztar : Kyefsótt gerði vart við sig einkum hér i bænum alla mánuði ársins, en var einkum slæm og lfktist inflúenzu fyrstu 3 mánuðina; fengu nokkrir upp úr henni brjóstkvef og lungnabólgu Skarlatssótl fluttist hingað í slátur- tiðinni, sennilega norðan úr Þingeyj- arsýslu, en komst aðeins í tvö hús hér í bænum og á einn bæ í Sölva- dal. Taugavtiki kom íyrir á 3 bæjum og veiktust 15 en enginn dó. Iðrakvefsóít kom fyrir alla mánuði ársins á v(ð og dreif, var einkum tfð 1 ágústmánuði. Kyerkabólga kom oft fyiir, en barna- veiki aldrei. Sullaveiki höfðu 4 sjúklingar sem leituðu læknis. Berklaveiki. 24 nýir sjúklingar bætt- ust við innanhéraðs, en auk þess leit- unum þeim sem sýndu okkur hluttekning og góðvild i sorg okk- ar, við fráfall okkar elskulega sonar og bróður Friðriks Sigurðar og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og sýndu okkur á ýmsan hátt samúð við það tækifæri, vottum við okkar innilegasta hjartans þakklæti. Akureyri 13/s 1918. Guöbjörg Sigurðardóttir. Einar Einarsson. Karlína Einarsdóttir. E. J. ^almquist. uðu hingað 5 utanhéraðssjúklingar. 58 sjúklingar berklaveikir töldust vera f héraðinu í árslok (65 í fyrra). Samrœðissjúkdómar. 11 karlmenn með lekanda leituðu læknishjálpar. Af þeim voru 4 útlendingar. Kláði. 22 sjúklingar leituðu læknis. Botnlangabólga var óvenjulega tfður sjúkdómur þetta ár, svo að Ifktist far- sótt. Hefir veikin verið smásaman að ágerast f héraðinu síðustu árin. Kom- ið hefir íyrir að fleiri en einn hafi veikst á heimili, en þó hefir ekki ver- ið hægt að rekja neinn smittunarferil veikinnar. 24 sjúklingar lögðust á sjúkrahúsið til skurðlækningar eins og síðar mun getið, en margir fleiri veikt- ust þó alls og hefir þeim batnað að minsta kosti f bili. Það er ekki ó- sennilegt að f rauninni fái miklu fleiri botnlangabóigu en nokkurn grunar og að það séu aðeins alvarlegu köstin, sem knýi menn til að leita læknis- hjálpar. Krabbamein höfðu 10 sjúklingar. Slysfarir urðu þessar helztar: Liðhlaup f axiarlið 1 — - olbogalið 4 Rifbrot 4 Handleggsbrot Fótbrot 5 Lærbrot 1 Viðbeinsbrot 6 Á Oddeyri vildi það slys til að 10 ára gömul stúlka varð undir viðar- hlaða er hrundi og lamdi hana til bana (höfuðkúpan brotnaði). Var hún örend er hún var dregin fram undan viðar- farginu. Enn má geta um slys sem sýndist Htilvægt f fyrstu en varð banvænt. Korktappabrot hrökk ofan f barkann og niður f lungu á stúlku um tvítugt. Hún fékk af þessu hósta sem smám- saman ágerðist og hljóp sfðan diep í lungun, sem leiddi hana til bana. Konur í barnsnauð. 15 sinnum var eg sóttur til að hjálpa konum við fæð- ingar, Friðjón Jensson 7 sinnum og Vald. Steffensen 3svar. 7 sinnum þurfti að taka barn með töngum (eg 5 sinn- um en Friðjón 2svar). 2 börn komu liðin. 1 kona dó úr barnsfarasótt. Sjúkrahúsið. Aðsókn varð mikil; 175 sjúklingar lágu þar á árinu í samtals 5582 legu- daga. Af sjúklingum voru 35 héðan úr kaupstaðnum, 101 úr sýslunni utan kaupstaðar, 33 úr öðrum sýslum og 6 frá útlöndum. 14 sjúklingar dóu (úr tæringu 3, lungnafúa 2, krabbameini 2, lungna- bólgu l, heilablóðfalli 1, nýrnabólgu 1, heilabólgu 1, botnlangabólgu 1, lifrarbólgu 1, garnaflækju 1). 60 meiri háttar skurðir voru gerðir (þar af 24 vegna botnlangabólgu). Auk þess 42 minni aðgerðir (skorið f ígerð- ir, skorin æxli o. fl.). Af sjúklingum dóu eftir aðgerðirnar 4 (1 úr Hfhimnu- bólgu með botnlangabólgu, 1 úr af- leiðingum af garnaflækju, sem kom of seint á spftalann, 1 úr lungnafúa, 1 úr lifrarbólgu). Fjárhagur sjúkrahússins og framtíð. Enn sem fyr er fjárhagurinn þröng- ur. Eins og kunnugt er hefir sjúkra- > húsið um langt skeið barist við fá- tækt. í vandræðum hefir orðið að eyða mestöllum jarðeignasjóðnum (6000 kr ) til að standast útgjöld, og er ekki fyrirsjáanlegt hvenær hægt verði að endurgieiða það lán. Árlegur styrkur af opinberu fé hefir ætíð verið skor- inn við nögl; meðfram af þvf að bær og sýsla sem eiga stofnunina hafa treyst of mikið á framlag úr land- sjóði, en landstjórnin hins vegar litið svo á (einkum landlæknir sem ræður mestu um landsjóðsstyrkinn) að sýslu og bæ og ríkismönnum hér nyrðra bæri að viðhalda stofnuninni mest- megnis af eigin rammleik. Sfðan dýr- tíðin hófst hefir fjárhagurinn orðið enn örðugri. Að vísu hefir ársstyrkurinn bæði úr bæjar- og sýslusjóði og úr landsjóði verið hækkaður um helming, en vegna enn meira hækkandi rekst- urskostnaðar hefir það ekki hrokkið til og hefir þvf orðið smámsaman að hækka daggjötd sjkúlinganna, svo að nú eru þau orðin kr. 3 00 fyrir sýslu- búa, kr. 4 00 fyrir utansýslumenn og kr. 6.00 fyrir útlendinga (í stað kr. 1.35, kr. 1.75 og kr. 3.00 á undan stríðinu). Þrátt fyrir þessar auknu tekjur eru framtfðarhorfurnar enn þá ískyggilegar. Auðvitað er enn hægt að auka daggjöldin, en það er neyðarúr- ræði; fulldýrt eins og er; löng lega setur margan á sveitina. Reksturskostnaðurinn hefir farið upp úr öllu valdi fyrir það einkanlega, að kol eru nú afardýr. í vetur hefir orð- ið að kaupa smálestina á 300 — 360 krónur, og eru það engin smáræðis- útgjöld því mikið þarf til. Venjulega þarf til ársins rúmar 30 smálestir Og hitunin á sjúkrahúsinu ógerleg án kola. Að vfsu höfum vér komist af með minna f ár með því að spara eft- ir föngum, nota við, mó og Tjörnes- kol, en mikill eldiviðarsparnaður get- ur ekki komið til mála f sjúkrahúsi, því fátt mega sjúklingar sfður missa en hæfilegan herbergishita. Þegar nú hér við bætist að nauð- syn ber til að stækka sjúkrahúsið og gera ýmsar umbætur á þvf hið allra fyrsta þá er tími til þess kominn að Eyfirðingar fari alvarlega að hugsa um kostnaðinn og framtíðarhag stofnun- arinnar. í fyrra sótti sjúkrahúsnefndin um 12000 króna styrk til Alþingis til að stækka sjúkrabúsið. Vegna hinna örð- ugu tfma var þessari fjárbeiðslu ekki sinnt; meðfram af þvf að engin von var um að geta fengið byggingarefni fyrir þolanlegt verð og jafnvel alls ekki. En þingmenn höfðu góð orð um að veita þegar hægt væri að minsta kosti þriðjung upphæðarinnar gegn þvf að bær og sýsla legðu fram tvo þriðjungana. í erindi þvf sem nefndin sendi (það var birt f »Norðurlandi« í fyrra) var gerð grein fyrir ástæðunum til að stækka spftalann og skal eg ekki endurtaka þær hér þar eð þær munu fiestum kunnar. En eg vil minn- ast á annað sem þar var ekki getið um, sem gerir stækkunina enn nauðsyn- legri og það er að sjúkrahúsið þarf sem fyrst að fá áhöld til Röntgen- og Ijóslækninga. Þesskonar áhöld eru að verða ómissandi hverju viðunanlegu sjúkrahúsi með jafnmikilli aðsókn og Akureyrarspftali er. Þó þessi dýrmætu lækningaáhöld séu til í Reykjavík, þá koma þau ekki að hálfu gagni fyrir Norðlendinga. Hvað eftir annað koma til okkar læknanna sjúkiingar sem hafa þörf fyrir geislalækningu, en það eru ekki nema sumir þeirra sem geta komist suður. Sjúkrahúsið hefir lengi svarað til- gangi sínum engu sfður en sjúkrahús höfuðstaðarins. En nú er það að verða aftur úr. Mér finst það eigi að vera kappsmál Eyfirðingum að jafn þörf stofnun og sjúkrahúsið >Gudmanns Minde* dragist ekki alt of langt aft- ur úr. Það var upprunalega danskur kaup- maður sem gaf okkur þessa Hknar- stofnun og lengi framan af bar stofn- unin sig sjálf án Htillar hjálpar eða aðeins Htillega styrkt af opinberu fé. Bær og sýsla hafa f rauninni þurft Htið á sig að leggja vegna sjúkra- hússins og hefir það þó komið að all- miklu gagni. Því meiri ástæða til að horfa ekki um of f kostnað til að halda því við og gera það þannig úr garði, að það fylgi kröfum tfmans og geti einnig framvegis orðið sýslu og bæ til gagns og sóma. Að endingu vil eg leyfa mér að minna þá á sem eru vel efnaðir og eru máske í vafa um hvernig ráðstafa skuli einhverju af eigum sínum eftir sinn dag að sjúkrahúsið hér í bæ á engu síður gott skilið en margar aðr- ar stofnanir. Akureyri 1, maí 191S. Steingrímur Matthíasson. Hryð]uverk. Sfmskeyti til »DaiIy Telegraph«, skýrir frá hræðilegum sorgarleik, sem framinn var af þýzkum neðansjávar- bát. Belgískur fiskikúttari >Edward Marie« með 4 menn um borð, var alt f einu ásóttur af þýzkum neðansjávarbát, sem skaut á hann fallbyssuskoti. Skip- stjórinn á kúttaranum særðist svo al- varlega, að hann neitaði að fara f bát- inn með skipshöíninni Á meðan skips- höfnin réði ráðum slnum, kom bátur frá neðansjávarbátnum. Þjóðverjarnir komu með sprengikúlur um borð f skipið og skipuðu skipshöfninni, að fara ofan f skipsbátinn. — Þegar skip- stjórinn enn ekki vildi fara f bátinn, tók einn Þjóðverjanna fram marghleypu og skaut skipstjórann, að syni hans á- sjáanda. (> .,ationaltidende< 7/a 18.) Borgið *NORÐURLAND.«

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.