Norðurland - 10.06.1918, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.06.1918, Blaðsíða 1
NORÐURLAND. Ritstjóri og útgefandi: jÓN STEFANSSON. 18. blað. Akureyri 10. júní 1918. XVIII. árj Frá Háaleiti. Ur Þingeyjarsýslu 4/e 1918. Eg gekk til lambánna minna í kveldkyröinni og þrammaði upp eftir brekkunum, þangað til eg kom upp þangað, sem eg kalla Háaleili. Paðan er útsýni gott og sér til dal- anna inn, og til strandanna út. — Petta er um fardagaleyti og er nú svo snjó runnin bygðin sem vana- lega um Jónsmessu, þegar allvel vorar; og afréltin sömuleiðis. Nú er gaman að lifa i sveitinni að því leyti sem veðráttuna snertir. Síblíðuvor sfðan fyrir sumarmál með aleinum áfellisdegi næsta lítið skap- stuttum. Og þó að túnin séu undar- lega kalin sem líklega stafarafvetr argrimd og óvenjulegum klaka í jörð, þá eru þó horfurnar góðar með fénaðarhöldin í þetta sinn. En um það ætlaði eg ekki að tala. Eg ætlaði að íninnast á hilt: hve draumarnir rætast stundum Eg gat þess í vetur í wNorðurlanJi", að nágranna minn hefði dreymt fyrir góðu vori, þannig að til hans kom maður rneð bréf, sem þessa spá flutti. Eg lét þettá þá í blaðið til þess framtíðin fengi að skera úr málinu án þess að sagt væri eða segja mætti að alt kæmi eftir dúk og disk, svo sem oftast er hægt að segja um drauma og fyrirburði. Og nú hefir draumurinn sannast bókstaflega. Þetta kalla ég merki- legt og verður ekki véfengt t. d. með því að maðurinn hafi í vök- unni búist við góðu vori. Fyrst og fremst var hann svo hrœddur við vetur og vor, að hann lét ær sínar bera afarseint og er það til marks um ótta hans við vorharðindi. Og í öðru lagi mundi hann ekki eftir því er hann vaknaði af draumsvefn- inum, hvernig það vor var sem vís- að var til í draumnum. — Þetta atvik blasir nú við huga mfnum, þar sem eg stend uppi á leitinu og horfi yfir hæðir og lág- lendi. Sólin er komin út í hafið og brosir inn til andnesja og afdala. Úti á Tjörnesinu varpar hún rauðri blæju yfir Sandhóla, þar sem búið hefir vel og lengi Þorbergur hrepp- stjóri Þórarinsson. Nú er liann flutt- ur inn að Húsavík „til feðra sinna". Þorbergur var bróðir Magnúsar hugvitsmanns á Halldórsstöðum, er lést s.l. vor. Hann (Þorbergur) var sýsluskrifari fyrrum hjá Benedikt Sveinssyni og settur sýslumaður stundum. Hann var einhver bezti skrifari á landinu, þeirra manna sem ekki eru dráttlistarmenn með penna, málaflutningsmaður í héraði þaulæfður og riðinn mjög við sveit- ar og hreppsstjórn lengi dags. Þessa Halldórsstaða-bræður mátti telja merkilega menn hvorn á sína vísu. Magnús var djúphygginn, bæði var hann rýninn um trúmála- og heimspekileg efni. Og þar að auk afarvel gefinn til vélagerðar. Upp fundningar hans komust þó ekki í framkvæmd að því skapi sem gáfan var góð. Þar var fátækt og ýmis leg óhæg aðstaða til hindrunar. Þannig týnast burtu hinir gömlu sjálfsdáða- og sjálfsmentamenn sýslu vorrar — og annara bygða. Sumir eru aðeins ófarnir. Enn þá situr Sig- urjón gamli á Laxamýri í kvöld- geislunum og horfir nú mest til ár- innar helgu og þeirra geisla sem þaðan stafa Sigurjón er afarein- kennilegur og heilsteyptur maður og ber ellina fádæma vel. Áhugi hans er enn vel vakandi, sá sem fyrrum beindist með miklum krafti að umsýslu'Og framkvæmdum. — Eg held áfram inn eftir sveitinni. Friðjón á Sandi féll s.l. sumar. Mátti um hann segja þvílíkt sem Skallagrím, er dó sitjandi í önd- vegi sínu. Hann var einn hinn bezt bygði öldungur til sálar og likama. Við Helluvað í Mývatnssveit sit- ur nú Jón gamli Hinriksson, hinn fluggáfaði karl, nærri níræður og skilur enn það sem gerist og við ber. Jóhannes í Hólsgerði er hon- um líkur og jafnaldri. - Til ykkar allra horfi eg nú af leiíinu í kvöidskininu, þar sem eg stend í haganum við það verk, sem feður vorir hafa unnið að í 1000 ár, sem er fjárgeymsla. Svo fangt er nú síðan að Gull-Þórir í Þorska- firði vestra gekk út um ljóst lág- nætti og á stekkinn. Þár sátu þá tvær kerlingar að tafli — um leið og þær tóku sér tvö kið úr krónni.— Vér erum ekki hirðingjaþjóð að vísu svo sem Gyðingar voru forð- um daga. En vér erum þó fjár- geymsluþjóð. Við það starf hefir okkar kynkvísl lifað og mannast. Porgils Gjallandi hefir mentast við fjárhússgönguna og á stígnum það- an upp á Háaleiti, og margir aðrir ágætir bændur — Einar í Nesi, Jón á Gautlöndum og Jón f Múla. — — — Nú eru‘ þeir allir fallnir í valinn, komnir undir grasrót sem nú er græn - komnir inn f sveit sólmánaðar og náttb.rtu. — Eg horfi til ykkar og sömuleiðis til hinna sem telja rná ykkur ná- lega jafna að gæðum og þreki. — Þið eruð fulltrúar gamallar og góðr- ar menningar, sem nú er verið að eyöiieggja víssvitandi og óviljandi, bæði með löggjöf og lifnaðarhátt- um. — — Eg stend á leitinu og harma. — Eg stend á leitinu innan um ærn ar mínar og horfi út til nesja og inn til dali - stend og mæni eft- ir ykkur öldungar, sem stóðuð á 1000 ára merg - stend og mæni inn í ókominn tíma með efann eins og kökk fyrir brjóstinu, efann um það, að nýjabrumsmenningin smíði með sínum höndum jafnoka ykkar sem eg trega. — G. F. X lí m l á ð o g l ö g. — / „útflutningsnefnd“ svonefnda hefir stjórnarrdðið skipað: Thor Jensen útgerðarmann, Pétur /ónsson á Gautlöndum og Ólaf Benjamins- son kaupmann. En i „innflutnings- nefnd": L. Kaaber kaupmann, Carl Proppé kaupmann og Eggert Briem búnaðarýélagsforseta. — Látinn er í Reykjavik Bjarni Pórðarson frá Reykhólum um átt- rœtt að aldri. — Talið er líklegt að Ara Arn- alds sýslumanni Húnvetninga verði veitt Norður-Múlasýsla og Kr. Linn- et yfirdómslögmanni Skagafjarðar- sýsla. — Prír botnvörpungar eru ný- komnir til Reykjavíkur frá Bretlandi hlaðnir kolum. Peir jóru allir hlaðn- ir fiski þangað og seldu farmana sem her segir: „Njörður“ fyrir 5000 sterlingspund, „fón forseti" jyrir 3900 pund og „Viðir" fyrir 3300 pund. — „Willemoes" fór til Cuba um helgina, flutningsferð fyrir stjórn Bandaríkjanna. „Gullfoss“ liggur i New-York og hefir ekki fengið út- flutningsleyfi fyrir jarmi sínum enn. — Heimspekisprófi við Háskól- ann i Rvik hafa 24 stúdentar lokið. — „Hótel Island" i Reykjavik er selt þeim kaupmönnunum Ragnari Levi og Jensen-Bjerg fyrir 185 þús. kr. —■ Landburður aj vœnum þorski er á Reykjavíkurhöfn og viðar við Faxaflóa. — Stöðugt eru að koma fréttir um lslendinga sem fallið hafa á vígvellinum. Seint i marz fe'll Gunn- ar Rikharðsson (bankabókara Torfa- sonar) er gerðist sjálfboðaliði, rúm- lega tvitugur að aldri, þegar strið- ið hójst og verið hefir i óteljandi orustum þe$si árin síðan. Hann var að hlaða vélbyssu er kúla kom i höjuð honum, sjo hann lét þegar lifið. — Um héraðslœknisembœttið á Isafirði sœkja lœknarnir: Eirikur Kerulf á ísajirði, Ingólfur Glslason á Vopnajirði, Pétur Thoroddsen á Norðfirði og Sigurður H. Kvaran á Eskijirði. Um héraðslceknisembætt- ið á Húsavik sœkja: fón fóhannes- Sumarkoma. Svifinn á braut er hinn svalkaldi vetur, en sumarið rikir á hafi og grund ; það vonleysisdrunganum varpað burtgetur, því vordagur fagur er unaðsleg siund, þá blómin i fjallanna brekkunum glitra breiðast þar út með sitt litskrúðsins fjöld, en björgin und fossanna tilþrifum titra, þau tröllauknu öflin þar berjast um völd. Lifverur frelsast úr lœðingi klaka, Ijómar nú árbrún um fjallannaból, lifgast og starfa nú lifsöflin taka, lengist nú dagurinn, hœkkar nú sól; Ijósgeislar fagrir i loftöldum hvika, leikur sér golan við blómgvaðan meið. Nátturan vill ekki hörfa né hika sem hraðast að renna sitt markaða skeið. Til fuglanna heyrast oft unaðar-ómar, i alviðum, bládjúpum himinsinssal og alstaðar heyrast þá einhverir rómar; ó, yndislegt finst mér það náttúruhjal. Þar má margt lesa, og þar má margt lotra, þar sést i öllu hið starfandi afl, þar er sönn ánœgja andann að nœra, og auðvelt að skilja þá lifsins er tafl. Lœkirnir kátir úr fjallshliðum falla, fönnin hún bráðnar úr giljum og skál; lofsöngar sœtþýðir lóunnar gjalla; lifnar nú neisti i þjóðllfsins sál. Ó! að sá neisti að eldsloga verði, efli og styrki vorn framfarahug, veki i oss djörfung i hcettunum herði, — þá hrindum við allri mótstöðu á bug. Grœðir er blíður og brúnir hans sléttar, bjartir hans vangar og greitt er hans hár; á sundi þar hafmeyjar leika sér léttar; llðandi um hafflötinn bátur fer smár. Dvelur við strendurnar sjófuglasœgur, suða við björgin af hávcerum óm; svanir við vötnin um sumarlöng dœgur syngja og kvaka með indcelum róm. * * * O, ris þú upp þjóð mín verk þitt að vinna, vorið er komið og starfið er margt; aflið og máttinn þú i þér munt finna. Áfram skal halda’ eftir veginum djarft. Yrktu upp landið og láitu sjást skóga Ijómandi garða og fagurgrœn tún; beislaðu fossana — gull mun þá glóa — er glymjandi steypast af hamranna brún. Jóhann Sueinsson. son settur lœknir þar og Björn /ós- ejsson héraöslæknir i Axarfirði. — Látinn er Halldór Benedikts- son á Skriðuklaustri í Fljótsdal, einhver hinn mikilhæjasti bœndaöld- ungur i Múlaþingi og mætur maður i hvívetna. — Forseti Pjóðvinafélagsins, i stað Tryggva sál. Gunnarssonar, er kosinn: Benedikt Sveinsson alþing- ismaður og bankastjóri. — Erlendur Pórðarson guðfrœð- iskandidat frá Svattárkoti var kos- inn prestur i Oddaprestakalli með yfirgnæfandi meiri hluta atkvœða, fékk 150 atkv. — Tryggvi H. Kvar- an guðfrœðiskandidat fékk 77 atkv., séra Porsteinn Briem á Hrafnagili 13 atkv., séra Ásmundur Guðmunds- son i Stykkishólmi 4 atkv., einn um- sœkjandinn fékk ekkert atkvœði.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.