Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Noršurland

Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 20. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Noršurland

						1

NORÐURLAND.
Ritstjóri og útgefandi:   I Ó N   S T E F A N S S O N.
^-p   ^

t^*^*****^^!****^*! ¦ ^^ ¦'
20. blað.
Akureyri 11. júlí 1918.
XVIII. árg.
Island og Danmörk.
Nií situr á rökstólum í Reykjavík
nefnd Dana og íslendinga til þess að
ræða um samband landanna. Skipa
hana af hálfu Dana Chr. Hage versl-
unarmálaráðherra, /. C. Christensen
fyr yfirráðherra og nú oddviti vinstri
manna í Danmörku, F. /. Borgbjerg
oddviti jafnaðarmanna og Erik Arup
prófessor (sá er ritaði umfjárhags-
málið 1Q08), en af hálfu íslendinga
alþingismennirnir Jóh. Jóhannesson,
Einar Arnórsson, Bjarni frá Vogi og
Porst. Metusalem Jónsson. Er þess að
óska að vel takist og að starf nefnd-
arinnar gæti orðið grundvöllur þeirra
samninga milli þjóðanna er þær mættu
báðar vel við una.
Yfirráðherra íslendinga, hr. Jón
Magnússon, hefir sagt rækilega frá
upphafi þessara samningstilrauna í ræðu
er hann flutti á Alþingi og vegna þess
að þar er að fá beztar heimildír fyrir
því sem fram hefir farið í málinu
þykir rétt að taka þáð hér upp:
Þegar það var ráðið, að synja skyidi
um fánann, þá var því hreyft af Dana
hálfu, að rétt væri að reyna heldur
almenna samninga og jafna á þann
hátt í einu öll deilumál milli landanna,
heldur en að taka svona eitt mál út
úr hinum sameiginlegu málum, sem
svo eru lalinT Það væri nijög svo
þreytandi þessar deilur um einstök
atriði, hvert eftir annað, og spilti
góðri sambúð yfirleitt. — Eg hélt því
fram, að almennar samningsumleitanir
aettu ekkert að koroa fánamálinu við,
það væri einungís íslenzkt mál og
kæmi ekkert hinum sameiginlegu mál-
um við, og gæti eg þvf ekkert tekið
í þeísa uppástungu um almenna samn-
inga í sambaodi við fánamálið. Zahle
kvaðst vel skilja þessa afstöðu mína,
eitir því aem skoðun alþingis væri á
málinu, en hann væri nú á annari
skoðun. Að öðru leyti lét eg það þá
í ljósi, að eg hefði ekkert umboð til
að taka undir uppástunguna um samn-
inga-umleitanir, að eg gæti ekkert
sagt um það, hvort Alþingi væri fúst
til að taka þær upp, enda lét eg í
ljósi, að eg væri ekki sérlega von-
góður um, að hepnast mundi að ná
samkomulagi í einu um alt. Þvf var
þá og um leið skotið fram frá Dana
hálfu, að hentugt roundi máske, að
taka upp samninga-umleitanir á þann
hátt, að maður eða menn kæmi hing-
að frá Danmörku í því skyni. Eg fór
svo frá Kaupmannahöfn í vetur, að
eg hafði alls enga afstöðu tekið til
þessa samningaboðs, að eins lét eg
það í ljósi, að ef til þess kæmi, þá
teldi eg lfklegustu leiðina, að sendi-
maður eða menn kæmu hingað. —
Þegar eg kom heim, skýrði eg þeim
þingmönnum, er náð varð saman hér,
írá sfdrifum fánamálsins, og lét þess
um leið getið, að kostur væri á al-
mennum samningum. I fyrstu voru
undirtektirnar undir það fremur dauf-
ar, en nokkru síðar hreyfði eg mál-
inu aftur við ailmarga þingmenn, og
taldist þá mega gera ráð fyrir, —
þar tem því hafði verið skotið /ram
frá Dana hálfu, — að sendimenn
kæmu hingað. AUir þeir þingmenn,
sem eg þá talaði við, tóku vel f mál-
ið, og þóttist eg þvi geta skrifað það
nil Danmerkur, að útlit væri fyrir, að
þingið mundi gera  það, og frá þessn
skýrði eg. Þegar Alþingi kom saman,
hnigu allir flokkar þingsins að því
ráði, að hafna' ekki tilboðinu um
samninga-umleitanir, enjafnframtskýrði
eg hinum aðiljanum frá því og lét
skýra að eg hefði reift málið á þeim
grundvelli, að maður eða menn kæmu
hingað. Það er þvf auðsætt, hve fjarri
sanni það er, að vér böfum heimtað
samninga í ákveðnu formi eða ákveðn-
um stað. Vér höfum aðeins tekið
kurteisu boði. Þegar bréf mín um, að
sennilegt væri, að Alþingi tæki vel í
málið, komu til Danmerkur, var kom-
ið nálægt kosningunum þar, og fékk
eg þá það svar, að danska stjórnin
gæti ekkert frekara átt við málið fyr
en eftir kosningarnar. Mér kom þetta
á óvart, þvf að mér hafði verið sagt,
að tilboðin um upptöku samninga,
eins og reyndar alt sem kæmi frá
Dana hálfu f íslandsmálum, væri gert
með ráði allra flokka þar. Þess vegna
hafði eg ekki ástæðu til að ætla, að
sending manna hingað stæði svo f
sambandi við kosningarnar þar, að
þeir gætu ekki komið hingað fyr, þótt
eg gæti ímyndað mér, að samningum
kynni ekki að verða lokið fyr en eft-
ir að Rlkisþingið kæmi saman, að
kosningunum loknum; en sendimenn
hlutu að geta borið sig saman við
Danastjórn í sfmskeytum. Að kosning-
arnar í Danmörku stæðu þannig í
sambandí við sendiför hingað, skildi
eg ekki þá, því síður sem það var
eins vel búist við þvf, er um þessar
samninga-umleitanir var talað í Kaup-
mannahöfn í vetur, að þingið kæmi
saman enn fyr en varð.
í Danmörku hafa orðið miklar um-
ræður síðari hluta vetrar og í vor um
málið og leiddu þær til þess að C.
Th. Zahle yfirráðherra Dana gaf út
opinbera skýrslu um afskifti sín af því.
Kom hun út um miðjan maí s.l. og
hljóðar svo:
>Sökum margskonar orðróms í
nokkrum hluta blaðanna um samband
vort við ísland, þá lít eg svo á, að
það sé rétt, að skýra frá þvl sem f
raun og veru er að fara fram.
Þegar Jón Magnússon, fslenzkur
ráðherra var hér sfðastliðið haust,
kom hann fram rneð kröfu um versl-
unarfána. í rfkisráðinu 22. nóv. var
'tillaga hans ekki samþykt af Hans
Hátigt konunginum, en ræða hans,
sem þá var birt var á þessa leið:
Eg get ekki íallist á tillögu þá,
sem ráðherra íslands hefir borið
fram; en eg vil bæta þvf við, að
þegar íslenzkar og danskar skoðan-
ir ekki samrýmast, munu almennar
samningaumleitanir í einhverju formi,
heldur en að taka eitt einstakt mál
út úr, leiða til þess góða samkomu-
lags, sem ætfð verður að vera grund-
völlur sambandsins milll beggja
landanna.
Þessi hugmynd um almennar
samningaumleitanir hefir verið tekin
til íhugunar á Islandi og það vár skýrt
frá þvf, að allir flokkar þar féllust á
það. Þar eð búist er við þvf að nú-
verandi alþingi verði bráðlega lokið
og þingmennirnir þá dreifðir um alt
ísland, er það æskilegt, að alþingi
berist skjótlega vitneskja um afstöðu
vora f þessu máli. I þessu sambandi
hefi eg beðið foringja allra stjórnmála-
flokkanna að kveðja saman flokkana
og leggja fyrir þá þá spurningu, hvort
Jörð til sölu.
Við Eyjafjörð vestanverðan er jörð til sölu cg laus til ábúðar í næstu far-
dögum. Tónið hefir gefið af sér um 120 hesta, en mjög auðvelt að stækka
það mikið, engjar fremur litlar, útbeit ágæt. Vatnsafl til rafnytingar mikið í
landeigninni og grjót hentugt til bygginga. Útræði gott og þrautalending skamt
frá bænum í öllum áttum. Æðarvarpi synist muni vera létt að koma á, skamt
fár bænum. Væntanlegir kaupendur snúi sér til ritstjóra þessa blaðs fyrir
miðjan september næstk.
Danmörku. Erlent auðvald leiðir til
yfirdrotnunar og þegar íslendingar
hugsa sig betur um, munu þeir komast
að raun um það að ekki er jafn hættu-
legt að fá fé frá Norðurlöndum, eins
og hjá stórþjóðunum. Sjálfstæði ís-
lands, eftir það, að það hefir skilið við
Danmörku, er komið undir náð stór-
þjóðanna og háð samningum þeirra
á milli.
þeir telji það viðeigandi, sem stungið
var upp á í ríkisráði 22. nóv., sem
uppástungu til íslendinga, að hefja nú
samningaumleitanir um alt samband
íslands og Danmerkur.
Ef ákvörðun um þetta skyldi verða
gerð, verður alþingi skýrt frá þessu
og er þá búist við því, að það sé
undir það búið að koma saman vegna
væntanlegra samningaumleitana. Þegar
rfkisþíngið hefst 28. maf þá skal á-
kvörðun tefcin um það, hvernig Dan-
mörk muni æskja að skipa fulltrúa til
slfkra samningaumleitana.
Núverandi stjórn hefir aldrei stigið
nokkurt skref í sambandsmálum Dan-
merkur og fslands, án þess að ráð-
gast við alla flokka rfkisþingsins, og
hingað til hefir hún altaf fengið sam-
þykki þeirra.«
Aðalblað hins núverandi stjórnar-
flokks í Danmörku »PoIitiken« komst
svo að orði þegar blöðin fóru að
ræða málið eftir að frásögn Zahle var
orðin kunn:
Skýrsla Zahle forsætisráðherra sýn-
ir ljóslega að samningaumleitanir þær,
sem nú á að koma f kring, eiga upp-
tökín hjá Dönum í ríkisráðínu 22 nóv.
— Nú má væntíi þess, að hægt verði
að forðast allar nýjar deilur og danska
þjóðin geti nú tekið upp samningaum-
leitanir með eindrægni og stillingu.
Loks má geta þess, að sænsk blöð
hafa mikið rætt málið og hafa nokkr-
ar glefsur úr umræðum þeirra verið
sfmaðar til Reykjavfkurblaðanna, þar á
meðal þær er hér fara á eftir:
Hið alkunna sænska blað »Stock-
hulms Tidningen« segir: Svfar verða
að telja sig sem meðeigendur að þeim
menningarfjársjóðum, sem íslendingar
hafa varðveitt fyrir kynþátt vorn, en
Svíþjóð hrýs hugur við þvf, að stjórn-
mál íslendinga taki ranga stefnu. ís-
lendingar ættu að geta lært það af
öðrum smáþjóðum hve ervitt er á
þessum tfmum að gæta sjálfstæðis. ís
land hefir meiri hagsmuni af þvf að
vera f sambandi við Danmörk, heldur
en af þvf, að vera háð stórveldi. ís-
lendinga vantar skipastól og þeir
geta ekki verið án hjálpar Dana. Svf-
ar eru vinir beggja og vona það, að
þeir verði sáttir og sammála »Stock-
holms Dagblad* vekur athygli á því,
að ísland muni vera óháðara f sam-
bandi við Danmörku, í bandalagi
Norðurlanda, heldur en það mundi
vera sem óháð ríki. Skiinaðurinn get-
ur orðið Dönum til mikils tjóns og
öllum Norðurlöndum. Finnland hefir
nú fengið sjálfstæði og sinn eigin
blá hvíta fána. En af þvf virðist ætla
að verða sú sorglega afleiðing að
þjóðin fjarlægist hinar þjóðirnar á
Norðurlöndum. En alt, sem verður
til þess að Norðurlandaþjóðirnar íjar-
lægist hver aðra, dregur úr öryggi
þeirra allra. íslendinga skortir fé og
þeir  eiga  greiðast  með   að  fá það í
H us mæðraskólinn.
Nýlega var f blaðinu »íslendingur«
ritgerð ein er hafði að yfirskrift þessa
spurningu: »Hvar á Húsmæðraskói-
inn að standaf« Var aðalefni hennar,
að þvf er mér virtist, að sanna það
að þingið hefði ætlast til þess að hvar
sem hann annars yrði í sveit settur,
þá mætti hann ekki vera á Akureyri
og jafnframt var ýmsu miður vin-
samlega vikið í garð Magnúsar Krist-
jánssonar alþingismanns. Eg verð nú
að álfta að Magnús eigi eindregið
þakklæti skilið frá forgöngukonum
húsmæðraskólamálsins fyrir framkomu
sfna f málinu bæði hér heima og á
Alþingi ekki síður og þar sem höf-
undur »íslendings«greinarinnar fárast
um að hann hafi ekki mótmælt orðum
atvinnumálaráðherrans á Aiþingi um
það hvar skólinn ætti að standa, eða
réttara sagt, ekki að standa, þá verð
eg að efast um að Alþingistfðindin
hafi þá setning eftir orðrétta eða að
hún hafi verið sögð svo í þingsalnum
af ráðherranum því fylgi Magnúsar
við mál, þekkjum við kjösendur á
Akureyri svo vel, að litlar og jafnvel
engar lfkur eru til að hann hefði ekki
mótmælt þeim orðum þegar. Annars
er það nú trú mín, að malinu verði
ekki unnið neitt gagn með þvf að fara
nú að rffast f blöðum, um það hvar
skólinn eigi að standa, en forgöngu-
konur málsins geta auðvitað ekki þol-
að að þeim þingmanni sem flutti mál-
ið fyrir þeirra hönd og leiddi það
farsællega til lykta eftir atvikum, sé
launuð íyrirhöfnin (sem var mjög mik-
il) með vanþakklæti þeirra sem ekk-
ert hafa fyrir málið gert meðan verið
var að berjast fyrir framgangi þess.
Húsmóðir á Afcureyrt.
Síldarsöltunarbækur,
Vinnusamningar,
Vinnubækur,
Kvittariabækur,
Nótubækur,
Reikningar
fást í prentsmioju
Odds Björnssonar,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64