Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 14
14 ÓÐINN stjúpfaðir hennar henni í föðurstað. Ragnhildur fjekk gott uppeldi, naut meiri mentunar til munns og handa en þá var alment títt. Var henni komið til kenslu til hins mikla gáfumanns sjera Jóhanns Tómassonar á Hesti. Bar hún þeirrar kenslu miklar menjar. Ragnhildur giftist í fyrra sinni 9. júní 1853, yngismanni Ólafi (f. 27. júní 1829) ólafssyni á Lundum. Foreldrar hans voru: Ólafur (d. 30. júní 1834) Porbjörnsson á Lundum og kona hans Ragnhildur Hinriksdóttir á Reykjum í Tungusveit í Skagafirði, Eiríkssonar. Þeir forfeður ólafs, manns Ragnhildar, höfðu búið á Lundum um langa hrið, mann fram af manni. Voru þeir fjárgæslumenn miklir, bú- höldar og göfugir af annari aðferð. Mestur auð- maður þeirra var Þorbjörn (d. 7. mars 1827) ólafsson gullsmiður, afi ólafs. Var hann alment nefndur »Þorbjörn ríki á Lundum«. ólafur lög- rjetlumaður á Lundum, faðir Þorbjarnar, var smiður mikill, hugvitssamur og málari. Þau ólafur og Ragnhildur bjuggu rausnarbúi á Lundum, þar til ólafur andaðist 29. jan. 1861. ólafur var um nokkur ár hreppstjóri í Stafholts- tungnahreppi. Ólafi hefur þannig verið lýst af kunnugum manni: að hann hafi verið skyn- semdar- og atgervis-maður, prúðmenni og val- menni, framkvæmdarsamur og hygginn maður. I síðara sinn giftist Ragnhildur 16. okt. 1863, Ásgeiri dbrm. Finnbogasyni, Hefur Ásgeirs verið minst hjer að framan. Eftir dauða Ásgeirs (1881) hjelt Ragnhildur áfram búskap á Lundum. Var þá Guðmundur sonur hennar fyrir búi með henni, þar til hann kvongaðist og byrjaði búskap á Lundum 1887. Eftir að Ragnhildur hætti búskap, var hún um allmörg ár á Lundum hjá Guðmundi syni sinum og Guðlaugu tengdadóttur sinni. Síðustu æfiár sín var hún í Hjarðarholti hjá Sigríði dóttur sinni og Jóni tengdasyni sinum. Ragnhildur andaðist í Hjarðarholti 3. janúar 1908. Ragnhildur var atgerviskona mikil til munns og handa, tíguleg að vallarsýn og í framgöngu, friðleikskona hin mesta, skynsöm, stilt og ráð- svinn. Búkona mikil, og var heimili hennar ætíð myndar-, framkvæmda- og gestrisnis-heimili. Góð eiginkona, móðir og húsmóðir. Trygglynd og vinföst, en ekki margskiftin. Yfir öllu hennar ráði var mikill og sjerkennilegur myndarskapur. Börn Ragnhildar, sem á lífi eru, eru þessi, af fyrra hjónabandi: Ragnhildur, fyrri maður hennar Pjetur Krist- insson, bóndi í Engey. Síðari maður hennar Bjarni Magnússon, bóndi í Engey. (Hún andað- ist 7. maí 1928). ólafur, búfræðingur og hreppstjóri í Lindarbæ í Holtum í Rangárvallasýslu. Kona hans Mar- grjet Þórðardóttir, fyrv. aiþm., í Hala í Holtum. Ólafur Guðmundur, bóndi á Lundum. Kona hans Guðlaug Jónsdóttir, Jónssonar, kammer- ráðs á Melum í Hrútafirði. (Guðmundur andað- ist 17. júní 1930). Af síðara hjónabandi 3 dætur: Sigríður, Odd- ný og Guðrún. Er þeirra getið hjer að framan. Öll eru börn þessi vel gefin og mannvænleg. 3 piltar, af fyrra hjónabandi, dóu í bernsku. 28. desember 1915. Sýnishorn af tækifærisvísum eftir Baldvin Jónatansson. Vísa eftir Baldvin og Matth. joch. Baldv.: Svanur fagurt sumarlag syngur á bláum tjörnum. Matth.: Guö er aö bjóöa góðan dag grátnum jarðar börnum. Graet jeg aldrei gull nje seim, gæfusuauður maður. Bráðum fer jeg heiman heim, hryggur bæði og glaður. Pótt jeg hafi práfalt hjer þröngan skó á fæti, enginn taka mun frá mjer mina eðliskæti. Blíðust glóey bræðir snjó, brekkur gróa i náðum. Kveður lóa kát í mó, kemur spóinn bráðum. Klakaspangir kveðja foss, hverfa í fangið bláa, sól þá langan sumarkoss setur á dranginn háa. Ó, jeg fengi inndælt vor, ekkert þrengi haginn. Eftir gengin æfispor aftur lengi daginn. Syngur lindin svöl og blá, sumars yndi lofar. Fyrir vindi fýkur strá fjallatindum ofar. Hófagandur hlíða má hraustum brandanjóti, yfir sand og isagljá á Skjálfandafljóti. Hugsa jeg um hestinn minn — honum má ei gleyma. Jeg stakk honum hjerna áðan inn eins og jeg væri heima. A t h s. Ortar af munni fram við ýms tækifæri. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.