Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 01.09.1906, Blaðsíða 1

Reykjavík - 01.09.1906, Blaðsíða 1
1R e $ h j a v tk. VI!. 38. IJtbreiddasta blað landsins. Upplag yfin* 3000. Laugardaginn 1. September 1906. Askiifendur í b æ n u m yffip 900. VII, 38. ?»i' jlS5* ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. ^^3! T tH5rH, <3lí 1J3L Vselur Kristján Þorgrímsson. Ohiar og' elcl:i v«eljí i* !T £*zt hj,í'T”1'r1'5*11"* ”Neitar ookkur J>ví ? „HETKJAVIK" Árg. [60 —70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlondis kr. 1,60—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. .Túlí. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,26; á 2. bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað á 3. og 4. bla. 1,15]. — Útl. augl. 33*/»°/° hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritstjóri, afgroiðslumaður og gjaldkeri: •Jón Olafsson. Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum. Rit8tj6rn: ----„ stofunni. Telefónar: 29 ritstjóri og afgreiðsla. 71 prentsmiðjan. Páll Olafsson skáld. Leiðin þín var löng og ströng, lif þú heill í óði! Nú hefir liinsta sungið söng svanurinn Braga góði. Ljóð þín marga léttu mér langa nœturvöku: sjálfsagt er að senda þér síðasl eina stöku. Islands synir, íslands sprund óð þinn geyma’ á tungu. Drúpa nú við þinn banablund blómin fögru’ og ungu. Eins og Ijúfur, léttur blœr líður um brautir sínar, flugu þœr bœði fjœr og nœr ferhendurnar þínar. Pú varst sjaldgœft trygða-tröll, trausts hjá þér að leita, en sáran jjanda fylking öll fann til þinna skeyta. Ást þín hafdjúp hugi dró hjarta þíns að arni. Glaðvœr leiðstu’ urn lífsins sjó tjúfari hverju barni. Vöktu hlátur hnyttin svör heima’ að gleði-sumbli; nú er alt þitt forna fjör falið und svörtu kumbli. Hinstu ár þin skygðu ský skœru auguu bláu, cn fögur sástu anda í uppheims Ijósin hétu. Fœrir Baldursbrá á hól bljúg þér dóttur-kossinn; tjóð um þina „sumarsól“ syngur „titli fossinn“. Sólskríkjan þín situr hljóð, .sœmd var hún Ijóðum þínum; dánum flytur tjiiflingsljóð lóan Páli sínnm. Hulda döpur dag og nótl dánarljóð þér syngur. Vertu sœll og sof þú rótt, sannur íslendingur! Guðm. Guðmundsson. Höfn fyrir Reykjavik, —:o:— Hennar heflr lengi verið þörf. En nú verður með engu móti af komist án hennar lengur. Nú er símasam- band er að komast á við útlönd, þá eru hér öll skilyrði fyrir hendi — nema höfn — til þess að hér kom- ist á heildsölu-birgðir af alls konar varningi, þar sem eins góð kaup megi fá eins og nú fást í Kaup- mannahöfn. Þegar vér athugum, hvaða varning- ur það er útlendur, sem hér er aðal- lega verzlað með, þá verðum vér þess fljótt varir, að af honum er ekk- ert, sem bundið þurfi að vera við Danmörku, annað en neftóbak og munntóbak; öl og brennivín, sem hér er selt, er og mestmegnis danskt. En jafnódýrt og betra má fá þaö annarstaðar (öl frá Þjóðverjalandi og Noregi, brennivín frá Noregi). Nær allur varningur annar, sem vér kaup um frá Danmörku, er varningur, sem þangað er fluttur úr öðrum löndum; er enginn gróði að því að flytja hann fyrst til Danmerkur (oft þvert úr leið) og aftur svo hingað, í stað þess að kaupa hana beina leið og frá fyrstu hendi, eða gegn um færri hendur. Þá fyrst, er hér koma upp regluleg heildsöluhús, verður Reykjavík aðal- forðabúr iandsins. En þetta getur ekki orðið án hafnar, þar sem skip geti fermt og affermt viðstöðulaust, hvernig sem viðrar, eða því sem næst. Þá ættu eimskip frá útlönd- um að koma hingað beint 14. hvern dag, og ekki fara neitt annað. En strandferðasldp tækju þá hér vörur- nar og flyttu kaupmönnum (og öðrum) út úm land jafnótt, hverjum það sem hann þar-fnast í svip. Þá yrði verzl- unin fljótt inniendari, því að kaup- maður út um lajtid, sem getur jafn an fengið hér, smám saman eftir því sern upp gengur hjá honum, nýjar vörur í viðbót, getur komist af með miklu minna veltufé, af því að hann veltir sömu upphæðum oftar á ári. Hér* í Reykjavík er nú áttundi ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO ooooooooc „EDINBORG". Pá er vér kaupum auglýsinga-rúm í blaði, þá borgum vér fyrir það sem vér fáum. Þá er þér kaupið kol, fáið þér þá það sem þér borgið fyrir? Ef þér kaupið kolin bjá oss, þá fáið þér það sannarlega, því að sérhvert skpd. af kolum, sem frá oss fer, vegur 320 pd. auk umbúða. Ef það gerir það ekki, þá skulum vér gefa yður kolin. Ef þér eruð ekki skiftavinur vor, þá komið og spyrjið um verðið. JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO- hluti allra landsmanna. Eftir fá ár verður það sjöundi hluti, og innan 10—15 ára sjóttungur allra lands- manna. Auk þess má búast við, að hér í nærsýslunum fjölgi fólki að mun næstu ár, eftir þeirri framför í landbúnaði, sem þar er að verða. Enn erað eins fyrsta afturelding í land- búnaðinum, en þar er þó þegar farið að lýsa af nýjum degi. Það er því ekki í Reykjavíkur þágu einnar, að hér komi ný og nýti leg höfn; heldur er þetta nauðsyn alls landsins. Nú hefir bæjarstjórnin, eftir margra ára léttasótt, fengið hingað norskan an verkfróðan mann, hr. Smith, sem er yfirforstjóri allra hafnarmála í Noregi (ekki Kristíaníu að eins), til að skoða hafnarstæði og gera áætlun um það, hvað höfn muni kosta hér. Honum hafði ritað verið og beðinn nð útvega færan mann til þessa, en hann sýndi þann áhuga á málinu að fara sjálfur, þótt tími hans auð- vitað sé honum dýrari. en borgunin sem hann átti kost á. Hér var um tvent að gera, annað- hvort höfn við Skerjafjörð, eins og Hammer hafði lagt til, og þá járn- braut inn til bæjar; eða þá að gera höfn hér. Ið fyrra var rniklu ódýr- ara. Hr. Smith taldi það 600,000 kr. virði að gera þar góða höfn. Bret- ar hafa talið það um 500,000 kr. virði. En honum var sagt af mönn- um hér (þar á meðal bæjarfulltrúum?), að þetta mundi valda svo miklu verð- falli á lóðum og húsum hér í bæ, að það gæti ekki komið til mála. Því lagði hann það til, að hugsað væri um höfn hér á víkinni. Hér hafði danskur maður fyrir mörgum árum áætlað, að hafnargerð mundi kosta um 6 milíónir. Ekki áleit hr. Smith það of mikið, ef haga skyldi. höfninni eins og inn danski maður hafði hugsað sér. ;Enn hann áleit, að hér mætti gera góða og fullkomna höfn fyrir 1,800,000 kr. Þá yrði hlaðinn garður á grandann, öldu- brjótur austur frá Örfirisey, annar út frá Skansinum (,,Batteri“) og svo hleðslustéttir og bryggjur í sjó út frá ströndinni, og kaflar af höfninni dýpkaðir. Þetta væri það mark, sem bær- inn ætti að stefna að. En fyrst taldi hann mega vel duga að hlaða upp grandann öfluglega, gera öldubrjót frá Örfirisey, en sleppa að sinni öldubrjótsgarði frá Skansinum. Svo mætti hafa hleðslustétt við strönd- ina og bryggju út frá landi, er taki úr austansjóinn, ogöhyggur hann það muni vel duga flesta daga árs. Þetta mundi kosta kosta 800,000 kr. eða 1,000,000 króna með bryggju og stétt. Þetta hefir þann kost, kað það yrði aðalliður þess er gera þarf til að fá fullkomna höfn; þá þarf að eins að bæta við garðinum frá [Skansinum, auka við öldubrjótinn inn frá Örfirisey og dýpka höfnina á köflum. Þetta má þá síðar gera’ eftir því sem efni leyfa og þörf krefur. Er nú vonandi að bæjarstjórnin sofi ekki sextán ár á meltunni að hugsa sig um. Hér þarf að raöast í framkvæmdir semdir sem allra fyrst.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.