Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 16.11.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 16.11.1912, Blaðsíða 1
1R k í a v t k. Laugardag 16. NóVember 1012 Verzlun Árna Biríkssonar Austurstræti 6. Regnkápur fyrir börn og fullorðna eru nú aftur komnar. Barnapcysurnar fallegu og góðu eru nú komnar aftur, Vetrarretlingar fyrir karla og konur, hlýir og smekklegir, og margt og margt fleira. Alt af bestu tegund og með gjafverði. Jóla-basarinn verður opnaður eftir helgina. XIII., 48 Bitstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12 Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Ófriðurinn. Grikkir taka Saloniki. ÓMðTænlegar horfur með stór- reldunnm. Kólera í Konstantínopel. Á þriðjudagskvöldið var, var símað frá Khöfn: , ^ „ Grikkir liafa teldö Saloniki. Póli- tískar viðsjár. Austurríki bannar Serbum aögang aö Adriahafinu. Rúss- mr Serbamegin. Kólera í Konstantí- ?iópelu. Þetta mega heita mikil tíðindi. Sal- oniki er ein af stærstu borgum í ríki Tyrkja og er Grikkjum mikill fengur í henni. Hitt eru þó enn meiri fréttir, að Austurríkismenn hafa bannað Serbum aðgang að Adriahafinu. Hingað til hafa allar tilraunir stórveldanna miðað að þvi, að einskorða ófriðinn við þess- ar fimm þjóðir, sem upptök áttu að honum. En af þessari fregn má ráða það, að stórveldunum muni ekki veita það sem auðveldast. Austurríkismenn hafa löngum haft ilt auga til Serba, ekki sízt á síðari tímum, í héruð- unum Bosníu og Herzegovinu, sem áður tilheyrðu Tyrkjum, en Austur- ríkismenn slógu eign sinni á fyrir nokkrum árum, eru flestir af íbúun- um Serbar. Eftir að Serbar hafa nú lagt undir sig löndin skamt þar fyrir sunnan, við Adríahafið, munu Austur- ríkismönnum vera farið að þykkja þeir komnir óþægilega nálægt frændum sín- um í þessum fyrnefndu héruðum og búast við engu góðu af því nágrenni. En ef Austurríkismenn halda fast við þessa mótspyrnu sína gegn fram- gangi Serba að Adríahafinu, má búast við hinum alvarlegustu afleiðingum af því, og að hin stórveldin muni ekki láta óátalda slika afskiftasemi af hálfu hlutlauss ríkis; enda segir svo í skeyt- inu, að Rússar hafi tekið taum Serba, og að pólitískar viðsjár séu með stór- veldunum. Þau ríki, sem ófriður þessi snertir mest, önnur en Balkanríkin sjálf, eru vitanlega Austurríki og Rússland. Aust- urríki vegna þess, að það telur sér nauðsynlegt að koma í veg fyrir að önnur ríki nái of föstum fótum við Adríahafið, og Rússar vegna þess, að þeim er lífsnauðsyn að geta ætíð séð svo um, að ekki verði lokað Darda- nellusundinu og þeim þannig meinað- ur allur flutningur á korni og öðrum afurðum þeirra frá Svartahafinu og löndum þeirra, sem að því liggja. Því ér það að bæði þessi ríki telja sér nauðsynlegt, að ná sem föstustum tök- um á Balkanskaganum, og að hvor- ugt þykist mega sita hjá aðgerðarlaust ef hitt fer að gerast afskiftasamt af ófriði þeim, sem þar er nú háður. Hin stórveldin munu nú einmitt hafa óttast það, að að því ræki, aö Austurríkismönnum og Rússum myndi lenda saman útaf þessu, og að þá myndi þess skamt að bíða, að eldur- urinn logaði um alla Norðurálfuna, enda hefur sú fregn borist, að flest Norðurálfuríkin séu sem óðast að víg- ast, þó leynt eigi að fara, til þess að vera við öllu búin. Upphaflega lýstu stórveldin yfir því, að hvernig sem færi um ófrið þenna, þá myndi verða séð svo um, að eng- an breytingar skyldi verða á takmörk- um ríkjanna á Balkanskaganum. En eftir allar ófarir Tyrkja það sem af er ófriðnum, er það orðið þeim ljóst, að við slíkum breytingum verði ekki spornað. Yfirleitt þykjast allír þess fullvisir, að yfirráðum Tyrkja í Ev- rópu sé nú lokið, og að ekkert muni annað standa fyrir dyrum, en skifting Tyrklands. Svo vissir þykjast menn um þetta, að sagt er að stórveldin séu þegar farin að bollaleggja, hvernig þeirri skiftingu skuli háttað. Kváðu þau þá helst sjá það ráð, að stofna tvö ný furstadæmi, og sé annað þeirra Albanía og þar fenginn til ríkisstjórn- ar sænskur prins, en hitt Makedónía, og þar fenginn danskur prins (Har- aldur?) til foráða. Auk þess fái Serbía, Búlgaría og Montenegró hvert sinn skikann. Ekki er þar minst á Grikkland, en líklegt þykir, að því sé þó ætlað að halda Krít og ef til vill fleirum af eyjum þeim, er þeir hafa þegar lagt undir sig. Tyrkir fengju þá líklega að halda Adríanópel og Konstantínópel og nokkrum skikum þar umhverfis. Ekki mun þó neitt af þessu fastmælum bundið enn, enda hæpið hvort nokkurn tíma fæst sam- komulag um slíkt fyrirkomulag milli stórveldanna. Hitt er ef til vill lik- legra, að ekkert samkomulag náist, þegar til þess kemur að skifta reitum' Tyrklands, og er þá hætt við, að þá verði tæplega afstýrt almennum ófriði. Sjálfir bandamennirnir á Balkanskag- anum hafa látið það í Ijósi, að þeir telji öll afskifti stórveldanna af friðar- samningum, óþörf, og að þeir ætli sér ekki að eiga við aðra en Tyrki um þá. Munu þeir tæplega láta góðfúslega af henndi landeignir þær, er þeir hafa lagt undir sig í ófriðum. Svo er að sjá, sem þeir muni fá til þess til- styrk Englendinga, þar sem frá því er skýrt í ensku blaði einu, sem talið er standa stjórninni nærri, að því fari fjarri að enska stjórnin vilji taka frá þeim aftur landareignir þær, er þeir hafi hertekið, og að stjórnin muni jafn- vel neyta allrar orku til að koma í veg fyrir, að aðrir geri það. Búlgarar komnir að varnargörðum Miklagarðs. í enskum blöðum frá 8. þ. m. er sagt frá því að leyfar af liði Tyrkja sé nú komnar saman við Tchatalja — varnargarðana, en það eru helstu víggirðingarnar um Miklagarð, og ætli Tyrkir að veita þar viðnám í síðasta sinn áður en flúið verður til borgar- innar. Yiggirðingarnar eru mjög hrör- legar og lítið um góðar fallbissum, því x byrjun ófriðarins var mikið af þeim Qutt til Adrianópel, því Tyrkjum datt ekki í hug að það mynda reka að því að sest yrði um Miklagarð. Þvi er spáð að Tyrkir muni ekki haldast lengi við innanvið girðinguna, og á föstudaginn var, kom flugufregn um það að Tyrkir hefðu látið undan síga eftir tveggja daga orustu. Vinstri fylkingararmur Búlgara var kominn að bænum Derikos og á fimtu- daginn í vikunni sem leið, höfðu þeir náð eitthvað af víggirðingunum. Kristnum mönnum í Miklagarði stendur mikill stuggur af því ef her Tyrkja verður að flýja til borgarinnar, og þessvegna hafa stórveldin sent her- skip þangað á höfnina til verndar vopnlausum mönnum. Menn voru hræddir um að eitthvað annað kynni að búa undir komu þessara skipa, en Grey utanríkisráðgjafi hefir lýst yfir því í enska þinginu að skipin frá Eng- landi væru eingöngu send til verndar brezkum þegnum. 55,000 fallnir og særðír. Síðustu fréttir segja að í or- ustunni við Lule Burgas hafi fallið og særst af Tyrkjum 40,000 menn, en að Búlgarar hafi látið 15,000. |xixi., 48 íeikfél. Reykjavikur. sunnudaginn 17. Nót., kl. 8 síðd. í lðnaðarmannahúsinu. 1 sídasta sinn. Forsetakosn i n gi n. Dr. Wilson vann 40 ríki en þau eru nú 48 alls. Samkvæmt síðustu blöðum enskum hefir kjörmannatalan orðið þessi: Wilson 442, Roosevelt 77, Taft 12. Kjósendaatkvæðin urðu afur á móti þessi: Wilson 6,192,000, Roosevelt 4,194,000, Taft 3,537,000. Sést þá af þessu að Dr. Wilson hefir ekki fengið nálægt því jöfn at- kvæða á við þá tvo, og ekki eins mörg atkvæði og Bryan hafði 1896 er hann féll. Báðar málstofur er talið að verði demokratiskar. í neðri málstofunni er búist við að verði: 287 demókratar, 122 repúblikanar, 16 Rooseveltsmenn. í efri málstofunni 52 demokratar, 35 repúblikanar og 6 Rooseveltsmenn. lyrkir biðja nm vopnahlé. Engin stórorusta. Frá Kaupmannahöfn er símað: Engin stórorusta hafi verið háð síðan símað var síðast. Tyrkir hafa beiÖBt vopna- hlés. Öfriður milli Rússlands og Ktoa? Þess hefir áður verið getið hér 1 blaðinu, að Rússar hefðu viðurkent sjálfstæði Mongólíu, en þá vissu menn ekki hvort satt var. Nú hefir rúss- neska stjórnin látið prenta samning sem hún hefir gjört við Mongólíu. Þar lýsa Rússar því yfir, að þeir muni hjálpa Mongólíu-búum til að halda uppi sjálfstæði sínu, og banna Kínversk- um her að fara inn yfir landamærin. Mongólíu-búar hafa valið sér kon- ung, og hann lofur aftur í mót Rúss- um ýmsum hlunnindum. Kínverjum líkar þetta tiltæki miður, því þeir þykjast eiga yfirráð yfir landinu, þar sem Mongólía hefir verið skattland þeirra. Hafa þeir sent her norður þangað, og ætla að taka borgina Kobdo, en Rússar hafa brugðið við og seht her að verja hana. Þykir ekki ólíklegt að úrverði fullur fjandskapur.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.