Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.11.1912, Blaðsíða 1

Reykjavík - 30.11.1912, Blaðsíða 1
1R e v k \ a v t ft. XIII., 50 Laug'ardag 30. Nóvember 1913 Fallcgap jólagjafir! Þ 1 h=í Nytsamar jólagjafirl i Jólabazarinn h j á Árna Eirikssyni Austurstræti 6 — — er nú opnaður. ===== Lang ijölbreyttasta, bezta og ódýrasta jólasala í bænum. Mikið úrval af smekklegum og ódýrum jólagjöfum og jólatrésskrauti. — Nýjar byrgðir af öllum hinum góð- kunnu vefnaðarvörum sem valdar eru með hátíðarnar fyrir pN^I augum. — Jólatrén koma með E/s „Botnía". Góður varningurl Gott verðl Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsimi 215. Kirkjustræti 12 Pósthólf A 41. Heima daglega kl. 4—5. Björn Jónsson, Álþingismaður Barðstrendinga, fyrverandi ráðherra og ritstjóri, fékk heilablóðfall á Miðvikudagskvöldið 20. þ. m., og lá úr ‘því meðvitundar- laus unz hann andaðist kl. 4 á Sunnu- dags-morguninn 24. þ. m. Hann var hress og heill heilsu á Miðvikudaginn fram undir kvöld. En að visu hafði hann haft mikla vanheilsu við að stríða, að minsta kosti við og við, ekki allfá undanfarin ár. Af ytri viðburðum lífs hans er þessa helzt að geta: Hann var fæddur 8. Október 18461) í Djúpadal í Barða- strandarsýslu, sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar, bónda þar, og Sigríðar Jóns- dóttur konu hans. Haustið 1863 settist hann í fyrsta bekk Reykjavíkur lærða skóla. Meðal þeirra sem inn- tökupróf tóku sama dag ásamt hon- um, má nefna þá prófessor Björn M. Ólsen, prófast séra Jens Pálssou í Görðum, Jón Ólafsson alþingismann og Yaldimar biskup Briem, er allirlifaenn.* *) En alls gengu 14 nýsveinar inn í fyrsta bekk það haust,.3) Hann var mjög ástundunarsamur um skólanám sitt, enda piýðisvel gefinn námsmaður, og skiftust þeir einatt á um efsta sætið Birnirnir og Valdimar. 1869J:ók hann bui tfararpróf með fyrstu einkunn. Var kennari hérlendis næsta vetur, en sumarið 1870 sigldi hann til Kaup- mannahafnar háskóla og lagði fyrir sig laganám. Þar tók hann heimspekis- próf 1871. Þessi ár var mikil og megn hreyfing í þjóð vorri út af stjórnmál- um, og æstist hún hvað mest eftir þingið 1869. íslendingar í Kaupmannahöfn drógust þá mjög að Jóni Sigurðssyni; höfðu þeir félagsskap saman og áttu oft fundi með sér. Birni var svo farið, að hann var áhugamaður mikill um þau mál, er hann Jót til sin taka, og ‘) í Minningarriti Lœrða skólans er sagt 1847, en ég fylgi hér Alþm.tali Jóh. Kr. *) Séra Jens er dáinn síðan þetta var ritað. “) í sumar, er leið, urðum við sessu- nautar á þihgi, Björu og ég, þá fáu daga sem hann sat á þingi. Þingsetningardaginn sneri hann sér að mér og sagði í hljóði: „Furðanlega erum við nú lífseigir, við gömlu mennirnir; hér sitjum við nú fjóriij, sem gengum upp saman til inntökuprófs 1863“. Hann taldi Ólaf Briem þar með, og mundi þá hvorugur okkar betur; en Ólafur kom síðar í skóla. Ég samsinti þvi. Eitthvað stundarfjðrðungi síðar eegir hann aftur við mig : „Hvernig var það, Jón ! Vorum við ekki eitthvað saman í skóla?“ Ég minti hann þá aftur á, hvað við höfðum ný-talast við. — Ég get þessa til að sýna, hve hugur hans var þá orðinn reikull og minnið bilað með köflum. J, Ó. gerðist hann Jóni Sigurðssyni allmjög handgenginn, og hafði Jón mætur á honum, enda var hann eindreginn og ötull fylgismaður Jóns. En alt þetta hafði þau áhrif á hann, að í stað þess að hann hafði hér heima verið inn kappsamasti við nám sitt, dreifðist nú hugur hans að fleiru, einkum sógu, stjórnmálum og blaðalestri. Þó að hann gripi með köflum í laganámið, varð hugurinn þó mest annarstaðar og varð alt minna úr laganáminu, en ella hefði mátt vænta. 1872—’73 ritaði hann fréttir í „Skírni". Mun hann meðfram hafa gert það til að afia sér fjár, en óefað hefir hann einnig að öðru leyti haft gott af þeirri starf- semi, bæði fróðleik og æfingu í að rita; en alt dró þetta hann vitanlega frá náminu. Hann ritaði snemma gott mál, bæði lagði hann stund á það, enda laginn til þess af náttúru. Ið fyrsta, er eftir hann birtist á prenti, var „Ævintýr úr Norður-Kastiliu", þýð- ing, sem birtist neðanmáls í 1. árg. af „Baldri“ 1868. Hann fór heim til íslands þjóðhátíðarárið 1874, og stofn- aði þar þá blaðið „ísafold". Jón heit- inn landritari Jónssou ásamt nokkrum öðrum mönnum hafði gefið hér út blaðið „Vikverja". Jón heitinn lagði mður blaðið og gaf Birni áskrifenda- lista þess, til þess að styðja ið nýja blað. Var það að ráði Jóns Sigurðs- sonar og með stuðnings-loforði flestra þingmanna af hans flokki að blaðið byrjaði. Var Björn nú um tíma út- gefandi og ritstjóri „ísafoldar", og jafnframt skrifari þáverandi bæjarfó- geta (L. E. Sveinbjörnsons). Jón ritari var honum drjúgum hjálplegur með fé til að halda út blaðinu. „ísafold" var þessi ár prentuð í gömlu landsprent- smiðjunni hjá Einari Þórðarsyni. Vorið 1877 keypti hann litla hrað- pressu og prentáhöld önnur, og var það upphaf ísafoldar-prentsmiðju. Fé til þessara prentsmiðjukaupa mun Jón heitinn landritari hafa lánað honum að mestu. Sumarið 1878 fór hann enn til Hafnar, og ætlaði sér þá að lúka laganámi sínu. Grímur Thomsen hafði þá á hendi ritstjórnina til árs- loka 1881 ; en þá leysti Björn hann frá ritstjórninni af sérstökum ástæðum, og tók þá Eiríkur Briem við ritstjórn- inni frá nýári ’82 og til Mailoka ’83, I er Björn fluttist alfarinn frá K.höfn hingað heim. 1879 bauð hann sig fram til þings í Strandasýslu, og náði kosningu og sat á þingi það ár, en bauð sig aldrei fram til þings síðan fyrri en 1908. Sumir óvinir Björns brugðu honum oft síðan um það, að hann hefði aldrei náð prófi. En það voru þeir einir, sem ekki þektu Björn; enda var það ástæðu-lítið. Ég býst við, að eftir það er Björn var orðinn ritstjóri, hafi hann aldrei ætlað sér, þótt hann hefði tekið próf, að nota það til þess að sækja um embætti. Hitt verður hver maður að játa, sem þekti hann, að auðvelt hefði honum verið að taka próf, og það gott próf, ef hann hefði lagt sig nokkuð fram um það. En eins og ég sagði áður, þá var hugur hans orðinn svo mjög hneigður í aðrár áttir, að vel má segja, að hann hafi þessi ár, sem kallað var að til laganámsins gengi, verið að læra til blaðamanns. En enginn efi er heldur á því, að laga- nám hans hafi einnig komið honum að góðu haldi síðar við blaðamensk- una. Eftir að hann kom heim ti! Rvikur 1883, gaf hann sig allan við blaðamenskunni. Hann stofnaði þó jafnframt bókaverzlun, pappírs- og ritfanga-sölu og bókbandsverkstofu, og rak þetta alt ásamt blaðamenskunni. Birni var vel sýnt um að láta at- vinnu-fyrirtæki sín bera sig fjárhags- lega, svo blaðamenskuna sem annað, því að hann var maður ráðdeildarsamur, og græddist. honum heldur fé. Þó var talsvert ólag á reikningshaldi hans framan af árum, og kom það af því, að hann hlífðist of lengi við að taka sér nauðsynlega aðstoð, heldur lagði þetta alt á sjálfan sig jafnframt rit- stjórninni og öðrum störfum. Var það hvorttveggja, að hann var mesti elju- maður og afkastamaður, end^. ætlaði hann sér eigi af, og hlóð á sig meiri störfum, en nokkrum einum manúi væri fært undir að rísa. Er mér kunnugt um, að það kom fyrir, að hann tapaði fé af þessum sökum. 1884 var hann fyrir forgöngu eins þáverandi vinar síns kosinn forseti Bókmentafélagsins, og var hann forseti þess JO ár samfleytt. Þessi ár gaf félagið út í meira lagi af ritum, en fjárhag þess fór hnignandi að mun. I XIII., 50 leikfél. Reykjavíkur. eflir Edgar Hðyer. snnnudaginn 1. Des., 11. 8 síðd. f Iðnaðarmannahúsinn. Árin 1884—'89 var hann útgefandi eða kostnaðarmaður tímaritsins ,Iðunn‘, fyrsta árið ásamt Kristjáni Þorgríms- syni bóksala. Komu út af því 7 bd., og var hann ritstjóri þeirra allra ásamt Jóni Ólafssyni og Steingrími Thor- steinsson, og var hann okkar afkasta- mesturí ritstjórninni. Allmargar greinar í „Iðunni" eru merktar nafni eða merki * höf. og krossi á eftir. Sá kross merkir það, að Björn Jónsson hafði vendilega yfirfarið málið á þeim ritgerðum og bætt það og leiðrétt. Árið 1898 fékk ég Björn í lið með mér til að stofna „Blaðamannafélagið*. Það þróaðist vel nokkurn tíma og hafði góð áhrif á blaðamenskuna og blaðamennina, þó að ólikar væru stefnur þeirra þá. Kom það án efa mikið af því, að við héldum fundi okkar þannig, að félagsmenn borðuðu allir kvöldmat saman á hálfs mánaðar fresti. Voru fjörugar samræður yfir borðum, og jöfnuðust við það skoðanir á mörgum málum, er ella hefðu á- greiningi valdið. Meðal annars, sem eftir félagið liggur frá fyrsta og öðru ári þess, var samkomulagið um slaf- seíningu. Var Björn hvatamaður að því samkomulagi, og þá samdi hann stafsetningarorðbók sína. Var áhugi hans á að koma bókinnr fljótt út svo mikill, að eigi varð timi til að vanda hana að öllu sem skyldi. Þó var bókin góð frumsmíð, en þvi miður hefir hún ekki í tveimur siðari útgáfum tekið þeim umbótum, sem við hefði mátt búast. Björn var ekki formaður fé- lagsins í fyrstu. Eftir eitthvað tvö ár varð hann formaður félagsins, og hnignaði þvi úr því, og dó loks út. Orsakirnar til þess lágu að nokkru leyti í aðals-eigind Björns. í félags- skap með þeim sem nokkuð létu til sín taka, gat hann verið inn sam- vinnuþýðasti rnaður, og það var hann í þessu félagi. En annars var hann, eins og margir ötulir menn, ráðríkur og einráður. Hann var manna ánægð- astur með félagsskapinn, meðan hann gekk eins og ég hefi lýst honum. Hafði hann oft orð á því við mig, hvert snjallræði það væri, að boiða þannin kvöldverð saman. Eftir að hann varð formaður, hætti hann að boða fundi nema endrum og sinnum, kvöld- máltiðunum var hætt og félagið logn- aðist, út af. Mun annriki hans hafa átt hlut í því oftar en þá, að litið varð úr félagsskap undir formensku hans. Um ritstjórn Björns er það fyrst að segja, að nálega enginn ritstjóri hér á landi hefir ritað móðurmál sitt eins vel og hann, né látið sér eins ant um það.— Það, hversu blað hans varð til i fyrstu, varð til þess, að draga að því merka stuðningsmenn víðsvegar um land, og

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.