Skeggi


Skeggi - 22.12.1917, Blaðsíða 1

Skeggi - 22.12.1917, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 22, desember 1917. 9. tbl. Til áheita er ersgln stofnun betrl, en „Ekknasjóðurinn1, á næstkomandi vetri. Samgöngur við Samgönguleysið við suður- strönd landsins er oröiö eitt af vandamálum þjóöar vorrar, og hefur reyndar altaf veriö. Tjónið, sem af því leiðir, er svo mikið og margvíslegt að enginn hefur enn færst í fang að reikna það út, enda mundi það verða flókið dæmi. það þarf heldur enga út- reikninga til þess aö sannfæra menn í þessu efni; reynslan talar þar öllum tölum skýrar. Umbætur í þessu efni þrá menn, sem búa á undirlendinu, fremur en flestar aðrar umbætur. Örðugleikarnir á flutningum frá Reykjavík austur i sveitir eru svo alkunnir að ekki þarf að lýsa fyrir þeim, sem reynt hafa, og þeir eru svo dýrir að firnum sætir. Nægir að benda á, að síðan leið á ófriðinn hafa kaup- fjelögin eystra orðið að sækja miklar vörur til Reykjavíkvr á litlum mótorbátum. Tveir bátar hafa farist við þau ferðalög í haust og fleiri verið komnir mjög hætt. Samt neyðast menn til að sæta þessum kostum, og þykir skárra meðan þá er að hafa. Aðstaðan versnar auðvitað mikið þegar allir aðflutningar teppast á sjó og landi. Siglingar við suðurströndina mega heita ófærar allan veturinn nema í bestu tíð og mjög algengt er það að ófært verði yfir Hellisheiði s'ðari hluta vetrar. Og hvað hafnargerð austanfjails snertir, þá hlýtur hún að dragast um mörg ár enn. Hjer er þá ekki nema um tvo kosti að velja á næstu árum. Annar er sá, að una ólaginu eins og að undanförnu. Hinn er, að finna nýja flutningaleið. Um fyrri kostinn (eða ókost- inn) þarf ekki að fjölyrða, menn þekkja hann orðið af reyndinni. Hinn er því vandkvæði jbundinn að ný flutningaieið hefur ekki Nýjustu símfrjettir, Reykjavík 21. des. 1917. Cuba hefur sagi Ausiurríkí siríð á hendur. BorgarasiyrjöSd geysar enn f Rúss'andi. Korni- ioff og Kaledin berjasi gegn Maximalisium. Nikulás siórfursii safnar iiði og viif endurreisa keisaradæmið. Lausafregn frá Svtss segir að Tyrkir viíji semja sjerfrið við Breta. Þaðerhafi eftir foreæiisráðherra Breia að þeir semji ekki frið fyr en þeir hafi unnið fullan sigur. Þjöðverjar draga saman her á Italíu og á vesiur- vígsiöðvunum. Friðarsamningar milli Rússa og Þjóðverja halda áfram. þótt standa opin. Rjett væri að athuga það nánar. Hafnargerðin í Vestmannaeyjum hefur nú verið í smíðum i nokkur ár og allir vona að einhverntíma renni upp sá dagur að henni verði svo fyrir komið að höfnin verði svo góð, sem ætlast var til í fyrstu. þá væri þó komin ein sæmileg höfn við suðurströndina og mætti eflaust hafa hennar mikil not fyrir sveitirnar ef laglega væri á haldið. Fyrir ófriðinn var farinn að tíðkast sá siður, að verslanir austan fjalls fluttu vörur á millilandaskipunum og ljetu skipa þelm á land hjer í Vestm.eyjum, þær voru svo sóttar á vjelbátum. þetta flutningalag var nokkuð umsvifamikið, en var þó skárra en að láta vörurnar fara alla leið til Reykjavíkur. það var einn anmarkinn við þetta að geymsla og afgreiðsla á vörunum þótti nokkuð dýr, og kom til mála, að verslanir austanfjálls reyndu að koma sjer upp geymsluhúsi hjerna. Á þingmála- fundi, sem haldinn var við Ölfus- árbrú vorið 1915, var rætt um þetta mál, og kom mönnum saman um að sanngjarnt væri að landssjóður ljeti lóð undir fyrir- hugað hús, þar eð hann ætti eyjarnar. Engar urðu þó fram- kvæmdir í þessu, enda tók þá að kreppa að siglingum enn meir en áður‘ það er sennilegt að þessi hugmynd verði vakin upp aftur þegar siglingar komast aftur í samt lag. F'lutningaþörfin er í æði mikil og hún hlýtur að auk- ‘ ast, fremur en minka. það væri því er mikill hagur að því að komast þessa leiðina. það fer óðum í vöxt að menn hjeðan seilist eftir heyi úr landi og það eykst stórlega með mann- fjöldanum. En má telja jarðar- ávöxt, kjöt feitmeti o. fl. Og svo eru skreiðarflutningarnir hjeðan á vorin. Allir þessir flutn- ingar eru svo nauðsynlegir, að rjett er að gera alt, sem mögu- legt er, til að greiða fyrir þeim, á þeim græða allir málspartar, eins og á öllum eðlilegum við- skiftum. það kann að verða sagt, að slíkt viðskiftasamband verði til þess að draga úr frekari sam- göngubótum, en það er hin mesta fjarstæða. Hver ný samgöngu- bót getur venjulega af sjer aðra ágætari. munur að geta pantað hingað fóðurkorn, er það sæist að þess þyrfti með og flytja það svo hjeðan á næstu hafnir, á móti því að flytja það að sjer á haust- nóttum áður en sjest hvort þess þarf með, eða þá að sækja það til Reykjavíkur þegar Hellisheiði er orðin ófær af snjóþyngslum. Líku máli er að gegna um salt, veiðarfæri og olíu. það er altaf vandaverk að ákveða fyrirfram hvað mikið þarf af salti handa veiðistöðvunum austanfjalls, það er dýrt að flytja ofmikið af því og láta það rírna yfir veturinn og lengur, en hinsvegar áhættusamt að flytja of lítið af því og hefur stundum haft mikil óþægindi og kostnað í för með sjer að vera að sækja það til Reykjavíkur eða fá það beint frá útlöndum á ver- tíðinni. Úr þessu mætti talsvert bæta með því að flytja þessar vörur hingað, er sýnt væri, að þeirra þyrfti með, og flytja þær svo „ttl landsins“ er færi gæfist. það er auðvitað míkils um vert í þessu; efni að höfnin hjerna verði srvo trygg að auðvelt verði að fá skipin til að standa hjer við nægilega oft og lengi. Hæfi- lega stór flutnin^abátur verður að sjáifsögðu að vera til við hendina og er Víkurbáturinn gott spor í þá átt. Önuur viðskifti „milli lands og eyja“, en þau sem hjer hafa verið taltn, hljóta að a.ukast mikið. Mannflutningar eru sífelt að auk- ast, og fjöldi verkafólks „af landi“, sem fer austur á austurland á vorin og heim afíur á haustin; Um afíaskýrsíur. — :o:— Svo er fyrir mæh að hrepp- stjórar við sjávarsíðuna skuli safna saman greinilegum skýrsl- utn um fiskiafla í hver vertiðar- lok. þeir kvarta margir hverjir undan því að þetta sje leiðinlegt verk og mjög af handahófí. Menn eru tregir til að segja ná- kvæmlega til um aflabrögðin og kemur það að nokkru leyd af því að þeir hafa ekki greinilega tölu á aflanum, en að nokkru leyti af því að mönnum skilst ekki til fulls að slíkt framtal sje til nokkurs gagns, þó fullkomið væri. í öðrum löndum er lögð mikil áhersla á það að menn telji rjett fram afla sinn í hverj- um mánuði, og þær skýrslur birtar opinberlega, almenningi til fróðleiks. þykja þær skýrslur mikilsverðar upplýsingar fyrir verslun og umbætur í fiskiveið- um. það gætu þær líka orðið hjer, ef í lagi væru. Fiskifjel. fslands hefur reynt að koma á umbótum í þessu efni, með því að gefa út sjerstakar bækur fyrir skýrslurnar. þeim er svo hagað að þær eru strikaðar í dálka þar, sem á að skrifa fiska- töluna fyrir hvern dag, sem róið er. Sjerstakar eyður eru fyrir landiegudaga, þar sem á að til- greina ástæðuna fyrir því að ekki er róið þann dag, t. d. veður, Vefnaðarvömr, smekklegastar, mest úrval, ódýrastar. S. 3. 3of«v5«ft‘

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.