Tímarit.is   | Tímarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Skeggi

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Skeggi

						1. árg.

Vestmannaeyjum, Laugardaginn 12, janúar 1918.

12. tbl.

jörgunar- og

varðskip.

þsð hefur oft og mikið verið

urn það talað — helst á götun-

um þó — hve mikil nauðsyn

væri á að hafa hjer björgunar-

bát. par við hefur setið, engar

framkvæmdir í þá átt. þörfin á

slíkum bát hefur gieymst jafn-

harðan og einhver báturinn, sem

menn hafa verið orðnir hræddir

um, hefur komið til skila aftur.

Er skemst að minnast þess þegar

„Rán" vantaði hjeðan í haust, og

var af mörgum talinn af. þá var

ekki um annað fremur talað hjer

en þörfina fyrir björgunarbát.

Siðan hefur þetta mál að mestu

legið niðri og má það ekki lengur

svo til ganga. Reyndar hefur

verið kosin björgunarnefnd svo-

kölluð, en það er hvergi nærri

nóg. það getur hvort sem er

aldrei orðið annað en bráða-

birgða-úrræði. Takmarkið liggur

fjær

Við verðum að fá björgunar-

bát! Útvegur okkar Eyjaskeggja

er þegar orðinn svo mikill og

atvinnuvegur svo margra manna,

bæði hjer og í fjarlægum bygðar-

lögum, að honum má ekki tefla

í tvísýnu af tómu kæruleysi.

það er þrent sem þarf að vernda

og bjarga ef á liggur, manns-

lífin,   bátarnir   og    veiðarfærin.

Ekkert af þessu er verndað af

hálfu hins opinbera með núver-

andi fyrirkomulagi. Vjer eyja-

búar mundum sennilega hafa mátt

til að bera kostnaðinn af bátnum

einir, en þar sem auðvitað er

vissast að hafa skipið stærra en

svo, að vjér fáum það gert út

hjálparlaust, þá verður ekki

komist hjá að ákaila landsstjórn-

ina í þessu efni. Tekjur lands-

sjóðs af Vestm.eyjum eru það

miklar að gjarnan mætti hann

leggja nokkuð fram þeim til

gagns.

það má ómögulega dragast að

fá skipið, þó ekki væri nema

bátur; til þess liggur sjerstök

ástæða. Hún er sú, að fyrir-

farandi hefur verið mesti ara-

grúi af togurum á miðunum kring

um Eyjarnar; það varð mörgum

bátnum til bjargar. Nú mega

þeir horfnir með öllu, þeir ís-

lensku líka.   Menn hljóta að sjá

að hjer er afarmikill munur orð-

inn og fram hjá þessu getur

enginn gengið, sem vill lita með

sanngirni á málið. Hjer verður

ekki farið út í það hve mikið

útgerðin muni kosta, nje heldur

það hverjum skyldan liggur næst,

aðalatriðið er, að mönnum skiljist

það að brýn þörf sje aðgerða og

það í þágu almennings, en ekki

örfárra manna,

Kostnaður við útgerð skipsins

verður töluverður, en það er

ekki óhugsandi að nokkuð mætti

fá upp í hann, ef ekkert má

géra til að vernda flotann hjerna

og líf nokkur hundruð manna,

nema fá það aftur í skíru silfri.

setjum svo að komið væri upp

áminstum björgunarbát, mætti þá

ek^i h'ka nota hann til „land-

helgisgæslu úr landi?„. þess

konar gæsla hefur verið stunduð

í Garðsjó á einum vjelbát og

þótti gefast v^l. því skykh' þá

ekki mega hat'a hana hjer líka?

það mundi mega ná nokkrum

fjárstyrk til þeirra hluta.

Eins og allir vita, voru togar-

arnir orðnir svo uppvöðslusamir

fyrir stríðið, að bátarnir voru

hvergi óhultir með veiðarfæri

sín fyrir þeim, hvorki fyrir utan

nje innan landhelgislínuna. það

kvað orðið svo ramt að þessu

að þeir fóru stundum með meiri

hluta af veiðarfærum einstakra

báta alveg í burtu, og það þó

um hábjartan dag væri. þessum

ófögnuði eigum vjer von á strax

að stríðinu loknu, og væri því

ekki illa tii fallið að við værum

eitthvað undir hann búnir. Fyrir

utan tjónið, sem vjer höfum bein-

línis haft af veiðarfæramissi báta,

af völdum togara í landhelgi, og

óhætt að reikna t' þúsundum, er

þó óbeina tjónið, sennilega mörg-

um sinnum meira, og enda miklu

meira en menn gera sjer í hugar-

lund. Hve iniklu meira menn

mundu fiska ef menn væru í

friði með veiðarfærin í landhelgi

— og það væru- menn ef varð-

skíp væri við hendina — getur

enginn sagt um með vissu. En

það et víst, að það nemur of fjár.

Einhverntíma hættir stríðið

vonum vjer, og væri þá vel ef

vjer hefðum eitthvað gert í þá

átt að tryggja ojkkur björgunar-

bát, sem jafnframt gæti varið

fiskimiðin fyrir ágengni útlendra

fiskiskipa.

þess skal að síðustu getið að

sæmilega stórt björgunarskip gæti

gert gagn á öðrum miðum austan-

fjalls, ef það sem bent er á hjer

að framan, þykir ekki nægilega

stór verkahringur.

Menn munu reka augun í það

að hjer er ekki gert ráð fyrir

sjerstakri sumarvinnu skipsins,

en það er af því að nægilegt er

fyrir skip að gera á sumrum,

við síldarveiðar, flutninga o. fl.

og á hinn bóginn gæti svo farið

að nóg yrði handa skipinu að

gera hjerna, ef menn kæmust

alment á það lag að sstunda jó-

inn jafnt sumar og vetur.

Guðni J. Johnsen.

Ath.s.

það var rætt mikið um björg-

unarskip í Reykjavík eftir slysið

í Viðeyjarsundi 1906, og safnað

nokkru fje til þess. Málið sofnaði

þó út af, en var vakið upp aftur

og borið fram á alþingi 1912.

það komst þó ekki fram, en

hefur verið töluvert rætt og

eiginlega aldrei fallið alveg niður

síðan. „Skeggja" hefur verið

bent á, úr mörgum áttum, að

mál þetta hafi verið rætt af kappi

hjer í Vestm.eyjum fyrir kosn-

ingarnar 1914 og skorað á þing-

mannaefnin að beita sjer fyrir

það. Samskonar áskorun hafði

einnig verið samþykt í einu hljóði

á siðasta þingmáiafundi. það

verður ekki sjeð að áhrifa þing-

manns kjördæmisins hafi gætt

mikið í þessu máli, er eindreginn

vilji kjósendanna um almenna

nauðsyn er svo hraklega hunds-

aður.

það hefur borið að síðan ofan-

rituð grein var sett, að orðið

hefur að leita báts. Björgunar-

nefndin fór á stúfana til að út-

vega bát í leitina og fjekk daufar

undirtektir í fyrra skiftið, varð

að finna milli 10—20 formenn

áður neinn fengist til að fara.

Loksins fór Gísli Magnússon á

bát sínum, var þó lasinn sjálfur,

og átti því ekki betri aðstöðu en

aðrir. Veður var sæmilega gott

um kvöldið, en gerði gríðarfrost

um nóttina og daginn eftir, svo

að útlegan hefði orðið hörð, hefði

leitin ekki verið hafin.

í síðara skiftið leituðu þeir

Magnás Guðmundsson á Vestur-

húsum og Björn Finnbogason.

það er bersýnilegt að þetta fyrir-

komulag blessast ekki til lengdar,

Divan

óskasí til kaúps.

Afgr. vísar á.

Kvenkápa og karl-

IHannSfÖt tækifasrisverði.

Qííðný t». Guðjóns, Dal.

þó skárra sje en ekkert. það fer

langur tími í að útvega bát og

enda óvíst að hann fáist altaf. Á

þeim tíma getur færið, til að

bjarga, alveg tapast. Enn er það

að björgunarnefndin hefur ekkert

fje til umráða til að standast

leitarkostnaðinn, því óvíst er að

sá, sem leitað er að, sje fær um

að greiða hann. þetta atriði þarf

að taka til rækilegrar meðferðar

við fyrsta tækifæri, því ófært er

að láta menn og báta reka undan

landi fyrir þá sök eina að enginn

vill borga hjálpina.

Kröfur þær sem gerðar cru í

greininni hjer að framan, um

björgun og landhelgisgæslu, eru

því á fullum rökum bygðar.

Kal.

—o—

í þessum óvenjulegu hörkum,

sem gengið hafa undanfarna

daga, hefur nokkra sjómenn kalið;

set jeg því nokkur orð um kal

og meðferð á því.

Talað er nm þrjú stig af kali,

eftir því hve mikil brögð urðu að

áhrifum kuldans.

1.  stig: Hvítur blettur kemur

á hörundið — af því að smá-

gjörfustu slagæðar herpast saman,

til að verja líkamann hitamissi.

En brátt verða vöðvarnir í æða-

veggjunum máttlausir og þábreyt-

ist liturinn — bletturinn verður

rauðblár og vessablöðrur koma

á hann.

2.  stig: Bröðrurnar eru glærar

eða rauðleitar og sárin, sem eftir

verða þegar þær detta af eru

„óhrein" í botninn, litljót og lengi

að gróa. („Frostbólga" líkist og

er skyld 1. stigi, en „kulda-

pollur" 2. stigi).

3.  stig er „drep". Bletturinn

er blár eða fölur og tilfinningar-

laus.

Vefnaðarvörur, smekklegastar, mest úrval, ódýrastar.

S. 3. 3ofetV5e».

					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4