Skeggi


Skeggi - 19.01.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 19.01.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 19. janúar 1918. 13. tbl. Til áheita er engin stoínun betri, en „Ekkoasjóðurinn4, á næstkomandi vetri. öfðasíminn. o — Mönnum hefur orðið tiðrætt um bjargráðin upp á síðkastið; eitt af þeim er sími út í vitann á Stórhöfða. það ber ekki all- sjaldan við að báta er saknað í róðri. Eina úrræðið er þá að fara að leita. En það getur dregist að bátur fáist til, og venjulega verða menn að geta sjer til um hvar leita skuli, því viðsýnið er ekki mikið úr fjör- unni. Öðru máii er að gegna með Stórhöfða; þaðan sjest langt út á miðin þegar bjart er og Ijósin þegar dimt er af nóttu. Upplýsingar fást þó ekki þaðan; það vantar símann. það gegnir furðu að sá sími skuli ekki vera kominn fyrir löngu, jafn nauð- synlegur og hann er. Kunnugir menn telja iíklegt að bjarga hefði mátt bátum, sem hrakist hafa eða jafnvel farist, hefði þessisími verið til. En það er þessi alþekta hugsun, sem ræður, að sóa mannslífunum og mörgum þúsundum króna, til þess að spara nokkur hundruð krónur. það getur verið að litlar tekjur yrðu af síma þessum, þó er það ekki víst. Flest kaupför, sem koma til suðurlandsins, fara hjer hjá. L'klegt er að sum, ef ekki Öll, vildu gera aðvart um komu sína um leið og þau færu hjá vitanum. Á friðartímum er krökt af útlendum fiskiskipum á mið- unum; líklegt er að einhver þeirra viidu koma boðum heim, því ekki hafa nærri öll skip loft- skeytatæki. Að þessu leyti gæti siminn orðið þarfur fyrir siglingar alment, meðan vitamálastjórnin hefur ekki myndarskap til að leggja síma út i Reykjanesvitann. Tekjurnar gætu líka orðið tölu- verðar. En hvað sem beinum tekj um af síma þessum líður, þá er hann ómissandi bjargráð fyrir þá sem stunda hjer sjó. það er á við nokkrar beinar tekjur, ef hann sparaði nokkrar leitarferðir, nokkra báta og nokkur manns- lif. Kostnaðinn við símann ætti landssjóður að bera, og einnig að hafa tekjurnar. Verðirnir við fjárhirslu landsins mega vita það að Vestm eyjar eru ekki óbygt útsker, og eins það, að hjer starfa og afla menn af öllu suðurlandi og af austfjörðum, og allir þurfa þeir verndarinnar. Sjávarútvegur- inn ber svo best góðan arð til frambúðar, að til hans sje vandað eftir föngum. Björgun og formannafjefag. — o— í 12. tbl. „Skeggja" er grein, sem nefnist „Björgunar- og varð- skip“. Á höfundurinn Guðni .}. Johnsen þökk skilið fyrir að hreyfa við því máli. Enda þótt það eigi vafalaust nokkuð langt í land enn að hjer eigi heima skip, er með rjetti megi kalla „björgunar- og varð- skip“, þá er björgunarbátur svo bráðnauðsynlegur hjer, að lofs- vert er af hverjum einum að gera sitt til þess, að hann komi sem fyrst. Og geti „Skeggi" orðið tii þess að flýta fyrir því máli, þá er hann sannarlega ekki til einskis í heiminn borinn. þörfin fyrir björgunarbát hjer er víst jafngömul vjelarbátunum, og litlu skemra er síðan að almenningur hjer viðurkendi þörfina, þó að lítið — já, alt of lítið — hafi verið um það talað opinberlega. En á meðan ástandið í heiminum heldur áfram að vera eins og það nú er, eru engar líkur til að mál það nái fram að ganga, hversu vel sem að því kann að verða unnið. Og þar sem hjálp- arinnar er svo brýn þörf sem fyrst, þá finst mjer vert að athuga hvort ekki nnini unt, með bætt- um samtökum, að draga úr örð- ugleikunum, sem á því eru að liðsinna hjálparþurfandi bátum. þó nienn þeir, sem fiskifjelags- deildin „Ljettir” kaus til þess að sjá um björgun báta, sjeu þektir að því að vera skjótir til fram- kvæmda, þá get jeg ekki sjeð að þeir geti í raun og veru af- rekað mikið meira en aðstend- endur hinna hjálparþurfandi báta mundu sjálfir geta, sem sje það að biðja góða menn hjálpar. En reynsian hefur þegar sýnt að það er ekki auðhlaupið að því að fá báta tii þess að leita. Mjer hefur komið í hug hvort ekki mætti með almennum sam- tökum formanna ráða nokkra bót á þeim vandræðum, t. d. með því að formenn allir, á sameigin- legum fundi, skifti bátunum í flokka, segjum t. d. 5 — 6 flokka, og að formenn t hverjum flokki gefi svo hver öðrum drengskapar- heit um það að liðsinna eftir á- stæðum þegar nauðsyn kreiur. Björgunarnefndin þyrfti svo að fá skýrslu um það hvaða flokki hver bátur tilheyrir. Mundi þetta ljetta starf nefndarinnar að mun og gefa von um greiðari árangur af starfi hennar. í sumum veiðistöðvum austan- lands, þar sem sjósókn er erfið, einkum á haustin, hafa formenn komið sjer safnan um það að bátar fylgist að tveir og tveir; fara þeir samferða á sjóinn og eru jafnan svo nærri hvor öðrum að hvor um sig sjer hvað hinum líður. Hjáipa þeir svo hvor öðr- um ef með þarf. Með þessu fyrirkomuiagi ávinst það að mjög sjaldan þarf að leita báts. Enda mundi leit þar erfið, þar sem bæði er þokusamt og keyrsia að meðaltali 4 — 5 sinnum lengri en hjer. þetta hefur þótt gefast vel þar, en hvernig það lánast hjer er óreynt; en þó þykir mjer óiiklegt að formenn hjer reynd- ust ódrenglundaðri en alment gerist annarstaðar. Hvort sem þessar leiðir, sem jeg hefi minst á, eða aðrar, yrðu valdar tii þess að reyna að bæta ástandið, þá er augljóst að eitthvað þarf að gera, og til þess að eitthvað verði gert, þarf að stofna hjer for- mannafjelag. Fjelagsskapur meðal sjómanna er nauðsynlegur, og þar sem sjó- mannafjelög hafa starfað, hafa þau hvarvetna stutt gengi sjó- mannastjettarinnar og atvinnu- vegarins yfirleitt. það er líka marg sannað, að með góðum fjelagsskap geta menn hrundið úr vegi ýmsum örðugjeikum og flutt nauðsynjamál fram til sigurs, þótt einstaklingarnir, án fjelags- skapar, fái ekki um þokað. Magnús Jónsson. Símfrjettir. Rvík. 18. jan. 1918. Friðarskrafið heldur áfram. Norðmenn og Danir hafa viður- kent sjálfstæði Finna. Maximalistar ætla sjer að ó- gilda þjóðarskuld Rússa. Efri málstofa breska þingsins hefur samþykt lög um kosningar- rjett kvenna. Friðarráðstefnan í Brest-Lit- hovsk er að athuga landamerkja- þrætuna. Ukrain, lýðveldið í Suður- Rússlandi, hefur gert út 200 þús. hermenn móti Maximalistum. Borgarastyrjöld í Finn- landi; sakamál gegn liðsforingj- um. Landvinninga-stefnunni virðist vera að aukast fylgi. ísland hefur fengið útfiutnings- leyfi fyrir einn farm. Hafþök fyrir öllu Norður- iandi, vestan fyrir Horn og austur fyrir Langanes. TvÖ bjarndýr skotin, annað í Sljettuhlið, hitt á Melrakka- sijettu. l Garðrækt. —o— Dyrtíðin kennir þjóðunum býsna margt, af því sem þær þyrftu að læra; eitt af því er að nota heimalandið. íslendingar eru sú þjóðin, sem helst þurfti að læra þetta, en þeim hefur gengið það lakast. Reykjavíkurbúar hafa þó hert sig rösklega, svo að þeir mega vera lausir við alt ámæli í þessum efnum; þeir voru líka komnir vel á veg áður. það má heita svo að alt ræktanlegt land hjá þeim sje þrotið, en þörfun- um er ekki nærri fullnægt. þeir verða eftir sem áður, að flytja að sjer fóður og matjurtir í stórum stíl og fá aldrei nóg. það er að því leyti líkt ástatt hjá þeim og Vefnaðarvörur, smekklegastar, mest úrval, ódýrastar. S 3. 3okn$en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.