Skeggi


Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 10.08.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 10. ágúst 1918. 42. tbl. Fræðslumál. Erindi eftir messu í Hrepphólum I. apríl 1918. Eftir Magnús Helgason —o— (Framh.). þó aö skilyrðin hjer væru enn þau sömu, sem fyrr, þá væru þau þó allsendis ónóg til alþýðu- mentunar, eins og nú er komið. En svo bætist þar við, að þau hafa breytst að ýmsu leyti til hins lakara. Stór hluti ísl. heim- ila er nú kominn í kaupstaði og þorp, og lifnaðarhættirnir svo lagaðir þar, að ekki er um nokkra barnafræðsiu að ræða á þeim. Börnin læra það eitt, sem fyrir augu og eyru ber innan veggja eða á götum úti, og manni finst alveg ótrúlegt, hvað þau börn vita lítið og hvað sálarlíf þeirra er fáskrúðugt. Auðvitað er það ekki neitt undarlegt, því að alt hugarlíf barnanna vex upp smátt og smátt af því, sem þau sjá og heyra, til fullorðna fólksins eða þá leiksystkina sinna. Ef nú faðir og móðir eru á þönum allan daginn að stritast við að hafa ofan í sig og sína, og hugurinn og talið alt við það strit, eða þá eitthvað bæjarþvaður, aldrei litið í bók, blað ef til vill lesið í hljóði, eða frjettirnar hentar á lofti úti, alt miðað við eigin hagsmuni og metið til aura, öll gjöld talin eftir, til hvers sem þau eru, öðrum aldar nægtir og öfundaðir, alið á stjettaríg og miklu fleira þessu líkt, og enda sumt ennþá verra, hvernig getur þá barnssál, sem elst upp í þessu inni og við götusollinn úti, orðið Ijölskrúðug að þekkingu eða göfug að hugsunarhætti? Ef góður barnaskóli getur ekki hamlað á móti þessu uppeldi, sent eitthvað af bjartari og hlýrri hugrenningum inn í veslings barnshjattað, lyft því ögn upp úr þessum sora, þá skil jeg ekki annað, en að kaupstaðalýður okkar verði að meira eða minna leyti orðinn að viltum og spiltum skríl þegar í annan og þriðja Iið* Frá þeim forlögum held jeg, að ekki væri nokkur undanlausnar von. það má nú ef til vill segja, að I fjöldinn af þorpalýðnum mundi láta börnin sin í skóla, þó að það væri ekki lagaskylda, ef skólinn einungis stæði til boða. En fyrir því er alls engin trygging. það * eru til foreldrar — að jeg segi ekki meira —, sem mundu meta það miklu meira, ef þau gætu notað börnin til að vinna sjer inn aura í staðinn fyrir að vera í skólanum. það eru til for- eldrar, sem hugsa meira um sinn stundarhag heldur en framtíð barnanna sinna. Ef engin væri skólaskyldan og alt í því efni á valdi foreldra — eða barnanna, því oft ráða foreldrarnir ekki við þau — þá mundu æfinlega mörg börn fara á mis við skólafræðsl- una, sum að nokkru, sum að öllu leyti, og auðvitað helst þau, sem mesta þörf hefðu á henni. þeir eru nú líklega annars ekki margir, sem vildu afnema skóla- skyldu í kaupstöðum og þorpum, þó að þeim finnist henni of aukið í sveitunum. En hvar eru þá takmörkin? Yrði ekki vand- beitt lögunum, ef skólaskylda væri í þorpunum, en ekki í sveitunum? En sleppum því. Jeg hygg, að þörfin sje líka mikil í sveitunum. Sveitaheimilin hafa stórum breytingum tekið á síðari árum, og einmitt í þá átt- ! ina, að líkjast kaupstaðaheimil- : unum. Fólkinu fækkar, svo að víða eru ekki eftir nema hús- bændurnir og börnin, og kyrðar- , og næðisstundum fækkar að sama ' j skapi. Meira og meira eykst I þörfin að nota börnin til snúninga ' : og vinnu, undir eins og þau j komast nokkuð á legg. Jeg tal- 1 aði um lífið innan veggja á þorps- heimili áðan, en er ekki svipaða sögu að segja af andlega lífinu og andrúmsloftinu á mörgu sveitaheimilinu? Sama er oftast ; matarstritið, sem von er. En er . ef til vill baðstofuhjalið þar altaf t . prúðara, eða börnunum hollara j að hlusta á? Eða hugarflugið hærra eða víðara? Eða hugsun- arhátturinn, sem þar ríkir, göfug- mannlegri og hollari barnasál- um? Er þar ekki líka oft og einatt aðalumtalsefnið kvartanir um tíðarfar og veðráttu, verðlag og sveitarútsvar, dagdómar um bresti og rangsleitni annarra og hnjóðsyrði. Gróðabrögðum mest hrósað og þó öfundast yfir. Öll gæfa miðuð við efnahaginn, svo að manni getur oft dottið í hug sagan af karlinum, sem ekki gat skilið í því, af hverju ekkjan væri að gráta í erfisdrykkjunni, þegar m a t u r i n n væri alt í kring um hana. Er ekki von, að börn, sem alast upp í slíku andrúms- lofti öll bernskuárin, verði að lágfleygum, samansaumuðum húskasálum? það dugir ekki að hlaupa í það, að kristindóms- fræðslan og presturinn geti bætt þetta upp. það er nú víða í heilum hjeruðum steinhætt að lesa húslestur, og mjer er grunur á, að þar sje þá ekki heldur mikið umtal um trúmái eða fræðslu, börnum til sálubóta. Og alkunnugt er, hvernig komið er um kirkjurækni víða. Fyrir innan 10 messur á ári í heilum prestaköllum, og þær líklega ekki við fjölmenni allar. Börnin sum- staðar spurð 2-3 sinnum, áður en þau eru fermd. það er í það vitnað, að áður var prestum falið að sjá um upp- fræðslu barna í lestri, skrift og reikningi, og gátu þeir neitað um fermingu, ef þeim þótti of mikill misbrestur verða á þessu. þetta mætti svo duga enn. En sú fjar- stæða! Hvernig dugði þetta? þau voru ekki öll læs, börnin, sem svo voru kölluð, því síður skrifandi og reiknandi, og um- sjón sumra prestanna um þessa fræðslu var lítils virði. Nei, það var ekki gætt hagsmuna barn- anna með þeim lögum, þó að þau væru vitanlega betri en ekki neitt. En nú hafa prestaköllin verið stækkuð stórum síðan, fjöldi presta hættir að húsvitja; komast varla yfir það. Hvað yrði þá úr svokölluðu eftirliti þeirra? Vafasamt jafnvel, hversu mikið aðhald væri í fermingu í þessu efni nú á dögum, enda finst mjer, að hún eigi beinlínis að vera miðuð við kristindóms- þekkingu barna og ósk þeirra sjálfra og ekki annað. (Framh.). Drengja- k 1 o s s a r mikið úrval nýkomið í verslun S 3. 3o¥\t\sen. F j e 1 a g s I í f vorra tíma. Eftir Pjetur Sigurðsson trúboða á Eyrarbakka. —o— (Niðurl.). „Nefndin hjelt 70 samkomur, og gjörðir hennar voru svo kunngerðar í öllum dagblöðum, seinna voru gefin út fimm stór hefti, hvert 1100 blaðsíður. það mundi hvorki þykja nauðsyn- legt nje sæmilegt að láta lesarann ösia gegn um þann spillingar elg, það nægir að segja með fáum orðum, að með eiði var það fullkomlega sannað, að margir stjórnmálamenn, lögregluþjónar og embættismenn höfðu fjelags- skap við glæpamenn og forkólfa spillingarinnar og skiftu svo ágóðanum milli sín. þessi mikla rangsleitni náði ekki aðeins til fárra lágt standandi lögregluþjóna, nei, allur krafturinn, að formönn- um meðtöldum voru í stórum stíl riðnir við þetta leynilega samband við óbótamennina. Öllu var svo vel fyrir komið, að þjófurinn eða áður nefndir svikarar gátu gint, þann er þeir höfðu augastað á, inn í veitinga- hús eða einhverja óþrifaholu og undir eins byrjað á að ræna hann án þess að óttast nokkuð ónæði. það var auðvitað kært á skrifstofu lögreglunnar, og leýnilögregluþjónn sendur afstað, til að leita uppi sökudólginn, taka hann og leiða fyrir rjettinn. En þjónninn var sjálfur meðlimur í þessu vel myndaða ræningja- fjelagi og vissi auðvitað sjálfur best, hvernig hann átti að láta þjófinn sleppa. þyrfti nú iög- reglan, af ófyrirsjáanlegum ástæð- um, að taka fastan þvílíkan bófa, svo urðu hinir æðri embættis- menn að leika sinn part, og þeir sem allir höfðu þegar fengið sinn skerf af fengnum, sáu um að svikaranum væri fljótt slept, svo hann gæti haldið hinu djöfullega verki áfram". | Glæpamannakerfi þetta er svo vel stofnað, að innheimtumaður er kosinn til þess að safna mút- um og tryggingartollum og borga lögregluliðsstjóranum og þjónum Mikiö úrval af allskonar vörum nýkomið. S- 3.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.