Skeggi


Skeggi - 14.09.1918, Blaðsíða 1

Skeggi - 14.09.1918, Blaðsíða 1
1. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 14. sept. 1918. 47. tbl. Þinglokín. —o— Tvö þing á ári, lengsta þingið og skemsta þingið, ekki má minna gagn gera; sumir vilja fá þriðja þingið á 'sama árinu. Skemst þingið er að ýmsu leyti merkilegt. Ekki aðeins fyrir það hve stutt það var, heldur öllu fremur fyrir afrek sín. Eina frumvarpið, sem lagt var fyrir það, sambandslagafrumv., er sam- þykt nær því í einu hljóði, eftir fáa daga. þetta getur þingið þegar það vill. Annað umræðuefnið var van- trausts-yfirlýsing á tvo ráðherr- ana, atvinnumála-ráðh. og fjár- mála-ráðh.,Sigurðana báða. Fylgis- menn hennar voru 12 að tölu, 4 heimastj.m., 4 langsum og 4 flokksleysingjar. Bardaginn um hana var snarpur en ekki langur og lauk svo að samþ. var rök- studd dagskrá, sem fór í þá átt, að ekki þætti heppilegt að skifta um stjórn meðan stæði á fram- gangi sambandsmálsins. Dag- skráin var samþ. með atkv. gegn 12. það er eftirtektarvert að til- raunin með vantraustsyfirlýsing- una, gengur ekki yfir alla stjórn- ina. Ámælið sem stjórnin hefur fengið, stafar mest af ráðstöfun- um hennar í verkahring atvinnu- málaráðh. og tjármálaráðh. þingið hefur litið þannig á málið og ekki dæmt alla stjórnina jafn- seka um það, sem ámælisvert þykir; annars hetði forsætisráðh. eflaust fengið sinn skerf líka, því að ekki vantar það að til eru menn í þinginu, sem gjarnan mundu glefsa í hann, ef þeir sæu sjer fært. Á þingmálafundi, sem haldinn var hjer í vor, var lýst óánægju á stjórninni í heild, og virtist sem þingmanninum væri það ekki þvert um geð. Samt er hans ekki getið í hóp þeirra, sem vantraustinu fylgdu. Hefur hann annaðhvort ekki viljað ráðast í stjórnarskifti nú, þótt það óhyggi- legt, ellegar þá þótt lítið að losna ekki við a 11 a s t j ó r n- i n a. þingið var ófáanlegt til að hlýða á vantraustyfirlýsingu til forsætisráðherra, og ber margt í i i til þess. Til þess er fyrst að telja framkomu hans í fánamálinu í fyrra. þar næst um útvegur hans um lán handa landssjóði. Siðast, en ekki síst, er hin einkarlipra framkoma hans í sambandsmálinu, bæði á þingi og utan þess. Á þetta alt hefur þingið í heild sinni litið, fyrirnú utan það, hve rammskökk ráð- stöfun það hefði verið, að reka stjórnina frá í sama svip og hún er að koma fram vandasamasta stórmáli þjóðarinnar. Yfirleitt er þetta síðasta þing eitthvert besta þing, sem háð hefur verið á síðustu árum. Fræðslumál. Erindi eftir messu í Hrepphólum i. apríl 1918. Eftir Magnús Helgason. —o— (Niðurl.). það er vitanlega ekki mikill námstími 10 vikur í 4 ár, en ef börnin kæmu vel læs, mætti samt talsvert gagn verða að hon- um. Kennarinn þarf að laga lesturinn og einkum koma börn- unum á lagið að lesa sjálf bækur sjer til gamans og gagns; til þess þarf hann að Iesa með þeim og fyrir þau, og skólinn að vera vel búinn að bókum. Hann þarf að laga skrift og æfa, og koma börnum á lagið til að stíla rjett og stafsetja, kenna þeim helstu reikningsaðferðir og æfa þær dálítið. Koma þeim á lagið að lesa kristin fræði. Og auk þessa fræða þau um ísland, sögu þess og náttúru, og hvað annað fleira, sem honum vinst tími til og víkkað getur sjónarsvið barnanna og glætt hug og löngun til að verða að manni. Jeg var vanur að hafa hjá mjer fermingarbörn 8—10 daga á undan fermingu. Jeg saknaði þess oft, að geta ekki haft þau lengur. Mjer finst, að þeim hefði getað munað það þó nokkuð, ef jeg hefði mátt hafa þau 8-10 vikur, og því fremur, ef það hefði verið í 4 ár. það má raunar enginn ætlast til, að börn verði sprenglærð á ekki lengri tíma. það ættum við að geta borið um, sem verið höfum 10 ár að læra, og þykjumst ekki vita mjög mikið samt. En góður kennari gæti samt mikið á þess- um tíma. Svo mikið, að góðar gáfur grotnuðu ekki niður af ó- hirðu án þess eftir væri tekið, og góðir neistar kulnuðu síður ýt af aðhlynningarskorti. Við and- legum kýtingi yrði síður hætt. Vitanlega er barnafræðslan aldreiannað enundirbúning- u r. Hún nær tilgangi sínum því betur, sem hún gerir barnið sjálffærara til að mannast á eftir. Mörg hafa sennilega ekki mikla lyst á að læra meira bóklega, en þau eiga samt að vera bjargálna um lestur, skrift og reikning og hafa ögn áttað sig á veröldinni, svo að þau skilji almennar bækur og blöð. Sum iangar í meiri þekkingu, en hafa þó ekki efni á að sækja aðra skóla, þau eiga að vera fær um að nota bækur; og bókasöfn þarf aö auðga og auka handa þeim. Barnafræðslan á að vera þeim undirstaða til sjálfsmentunar, og hamla því að sjálfsmentunin verði að sjervisku, eins og oft hefir viljað verða, af því að skynsamlega undirstöðu hefir vantað. Sum fara síðan í aðra skóla. Ráða mundi jegþað mörgum þeim, sem ekki ætla sjer mentaveginn með háskóla- námi að lyktum, heldur kjósa frekari mentun í alþýðuskólum, að draga skólagönguna' nokkur ár. Jeg hallast mjög að skoðun ■ þeirra manna, sem álíta, að ár- j unum 14 — 18 ára sje best varið til að herða líkamann og stæla vöðvana á vinnu og iþróttum, hefi að ýmsu leyti minsta trú á þeim til stöðugs náms. En til andlegrar mentunar verða árin um tvítugt einna drjúgust og hollust, ef þá er kostur á g ó ð- u m skóla. Hver veit nema slíkur skóli rísi upp hjer á þess- um slóðum, áður en langt um líður, eins og nú stendur til á Fljótsdalshjeraði. En það kemur nú þessu ekki beint við. Hjer var umtalsefnið barnafræðslan, undirstaða alls náms, andlega veganestið úr föðurhúsunum út á æfileiðina, grundvöllur þjóðar- heilia og þjóðþrifa, bæði með stórum þjóðum og smáum. Hún er eins nauðsynleg börnum og á að vera eins sjálfsögð þeim til handa, og fæði og klæði og lík- amleg aðhlynning. þegar kristnin var lögtekin hjer á landi, þótti forfeðrum vorum það þungur skylduskattur að eiga að ala upp börn, sem þeir eignuðust, hvort sem þeir hefðu efni á eða ekki, og fyrst í stað varð að lofa þeim að bera út börn, sem þeim þótti ofaukið. En ekki voru liðin 20 ár, þegar kristindómurinn var búinn að sannfæra þá um, að barnaútburður var óhæfa, sem ekki mátti eiga sjer stað. Ef þið fengjuð barna- skóla í lagi, vona jeg að ekki liðu svo mörg ár, þangað til ykkur öllum fyndist hann sjálf- sagður og ómissandi og ljúft að standa straum af honum og vanda til hans eftir bestu föngum, og nokkurs konar andlegur útburður, að láta nokkurt barn fara á mis við fræðslu hans og áhrif. Enn um Botninn. Frá því var sagt á dögunum að verið væri að leigja fáum mönnum allan Botninn til jarð- ræktar, og þótti mörgum súrt í brotið. Nú er það kunnugt orðið, að það eru aðeins fjórir menn, sem fá iandið á leigu, varasýslumaðurinn og sameignar- maður hans, hreppsnefndarodd- vitinn og annar maður til úr hreppsnefndinni. Takmörkin eru sögð, Eiðið, Hliðarbrekkur og Skiphellar og þaðan til bygðar. það er alt láglendið upp í rætur fjalla, um 60 dagsl. Á svæði þessu eru nokkrir blettir sem gróa upp af sjálfu sjer þegar þeir eru friðaðir, en að öðru leyti er þar sandauðn og malar- kambur. Gróðurskilyrðin eru því harla misjöfn á ekki stærra svæði. Engin eftirsjá væri í landi þessu fyrir almenning ef ekki stæði svo sjerstaklega á að það liggur alveg imr Mikið úrval af allskonar vörum nýkomið. S- 3. 3oh»5«tt.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.