Suðurland


Suðurland - 08.12.1911, Blaðsíða 1

Suðurland - 08.12.1911, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. II. árg. Eyrarbakka 8. desember 1911. 28. blað. Auglýsingawerð. Þumlimgurinn af meginm&lsletri koBtar 1 krónu, miðað við eina d&lksbreidd í blaðinu. Fyrir smáletursauglysingar (petit eru teknir 3 aurar fyrir orðið. 0 Só auglýst að mun er mikill afaláttur gefinn. % Landsímastöðin á Eyrarbakka er opin f'rá kl. 8V2—2. og 3Vg—8 á yirkum dögum. Á helg- um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasíminn er opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýsiu er opinn hvcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9—]0. f. hd. Orðskrípi og athugaleysi. í 25. tbl. Suðurl. þ. á. er grein eftir Br. J. með fyrirsögninni „Misbrúkum eigi fornhelg nöfn! “ — Grein þessi er þörf hugvekja það sem hún nær, og kemur- vafalaust að tilætluð- um notum framvegis, þeim er hana heyra eður sjá; því það ætla eg að meir séu nöfn þessi, svo sem „Hof“ tekin upp og færð á íbúðarhús í kaupstöðum og sjóþorpum, af vanhugsaðri ræktartilfinningu við ættar- eða æskustöðvar, en af yflrlögðu ráði til við- hafnar, því það hljóta allir að sjá, er að gæta, hversu vanhugsuð ræktartilfinning það er, við kærar stöðvar, að færa nöfn þeirra yfir á annað miklu ómerkara og minni háttar. Eða hver mundi t. d. láta hest sinn heita nafni vinar síns, og þó er góður hestur mörgum ærið kær sem von er . Eins og Br. J. tekur róttilega fram, get ur það haft afar slæmar afleiðingar þegar farið er svona gálauslega með fornsöguleg nöfn, en það eru því miður fleiri nöfn not- uð á mjög óviðeigandi hátt, og það svo, að þó þau séu góð og gild í sjálfu sér, þá verða þau að hreinustu skrípanöfnum við notkunina, og hljóta að gjöra oss meir eða minna hlægilega í augum þeirra er því veita nokkra eftirtekt, bæði innlendra og útlendra, nú þegar, og einkum þó síðar meir, verði eigi bót á því ráðin, í flestum kaupstöðum og sjóþorpum hér sunnanlands, heflr það viðgengist, að menn hafa nefnt þurrabúðarhíbýli þau er þeir hafa komið sér upp, ýmsum nöfnum, oft svo gagnstæðum sem framast má verða, öllu því er staðhættir og kringumstæður benda á að best ætti við. Verða þannig að skrípa- nöfnum jafnvel allra fallegustu nöfn, t. d. að taka á Eyrarbakka, — þar sem þó mun kveða einna minst að þessu tiltölulega — eru þó önnur eins nöfn og þessi: „Hagi“ og „Blómsturvellir", tómthús sem eigi fylg- ir eða heflr fylgt nokkurt stingandi strá. „Berg" þar sem allra votlendast er og eng- inn steinn nærri. „Tjörn“ aftur á móti þar sem einna lengst er til nokkurrar tjarnar, og svo kemur nú „Björgvin" og „Zephyr" og náttúrlega „Nýibæi ", eins og í nálega hverju einasta sjávarþorpi, enda þó allir sjái að nafnið getur ómögulega átt við degi lengur eftir bæjarbygginguna, Ekki mun þetta stórum betra á Stokks- eyri, að rninsta kosti var þar nýskeð hús- korn á smábarði, í skugganum fast norðan við Stokkseyrarhúsin og var eðlilega kallað „Aftanköld", en eiganda þótti betur við eiga að breyta þessu nafni og vildi láta nefna húsið framvegis „Varmadal". Þar eru einn- ig hús sem heita venjulegum mannsnöfnum, svo sem „Aðalsteinn" og „Hafsteinn“, en eigi veit eg til þess að neinn eigi þar bók- stallega heima í „Jóni" eða „Gunnu“, eru það þó alt oins góð nöfn, — og verða kannske notuð þannig bráðum. Þá eru Vestmannaeyjar. Þar hafa menn haft þann hlægilega sið að nefna tómthús- kumbalda sína eftir stórborgum heimsins, svo sem „London8, „París", „Boston" og fleirum gjörsamlega óviðeigandi nöfnum. Þó er tilfinnanlegast hvað mikið kveður að þessum skrípanöfnum í höfuðstaðnum sjálfum, Reykjavík; vantar þar þó eigi smá- smugulegt eftirlit með byggingum manna að sögn. Innan um alla móðurmálsvermdarana þar eru þó hús, bygð og búsetin af íslending- um, sem heita „Aberdin“, „Edinborg“, „Liverpool", „Goodthaab “ — til minnis um Grænlensku verzlunina — og líklega gengur „Glasgow" bráðum aftur. Fjölda margir þar hafa nefnt hús sín eða bæi, gömlum og góðum nöfnum alþektra sveitajarða, hversu afkáralega sem það kom þar fyrir, með tilliti til staðhátta og líkinda. Þar er meðal annars uppi í einhverju urð- arholtinu „Einarshöfn". Hver veit nema Eyrbekkingar taki líka bráðum upp á því að láta líka einhvern kofann sinn heita „Reykjavík". Pað er þó ávalt dálítið í munni að vera frá Reykja- vík, hvar sem menn eru staddir!! AUir hljóta nú að sjá hversu öll þessi nafnameðferð er óviðeigandi og spillir mál- inu, skaðar söguna og lítilsvirðir þjóð og þjóðerni. Eg þykist vita að þetta lagist fljótt, þá er á það er bent, því aðalorsökin mun vera liugsunarleysið. En þó get eg ekki séð að neitt væri á móti því að sveitarsfjórninni með lögum eða samþyktum væri falið að hafa eftirlit með nafnagjöfum híbýla í um- dæmum sínum, og að þær sæju um að nöfnum þeirra væri þannig háttað, að þau væru fyrst og fremst ísiensk, og bentu helst til staðhátta, en væru eigi tekin eftir nöfnum löngu bygðra bóla, sem þessu ei u gagnstæð að öllum eðlisháttum. 0. 0. * * * Það er eigi að ástæðulausu að vandað er um ósvinnu þá er vór íslendingar gjör- um oss einatt seka í og tilfærð eru nokk- ur dæmi hér að framan. Eigi þeir þakkir skildar er á slíkt benda og leitast vilja við að lagfæra alt það er miður fer í þessa átt. Pað sætir annars furðu, hve lítill gaum- ur er gefinn hreinsun móðurmálsins góða, eins og þjóðræknin og ættjarðarástin er básúnuð frá hverjum hól og hjalla, dæld- um og dölum. Séra Magnús Iíelgason skólastjóri í Rvík tók eitt sinn „til bænar“ afbakanir íslenskra mannanafna og raintist þar meðal annars á dætur, sem kölluðu sig „son“ og aðrar óþjóðlegar eftirhermur. Hólt hann fyrir- lestur um þetta efni í Hafnarflrði og var gerður góður rómur að honum; var hann prentaður í Fjallkonunni og síðan sérprent- aður, eru enn til nokkur eintök af fyrir, lestri þessurn á prentsmiðju Suðurlands. Þessá höfum vér viljað geta til að sýna- áð þetta málefni, sem hér ræðir um, og drepið hefir verið á í Suðurl. um misbrúk- un fornhelgra nafna o. s. frv. liggur mörg- um góðum íslending þungt á hjarta, þótt lítt verði að gjört. Par er verkefnt fyrir ungmennafólögin og því eiga þau að sinna. Ef vér viljnm verða sjálfstæð þjóð, megum vér ekki kasta frá oss helgasta óðalinu og dýrmætustu róttindunum, sem enginn ásæl- ist annar en vor eigin eftirhermu-tísku-tild- urs-léttúð og kæruleysi. Par getum vér verið sjálfstæðir ef vér viljum. Utan úr heimi. Stríðið, (Síðustu fréttir frá 22. nóv.) Ástæður ítala í Tripolis eru alt annað en glæsilegar. Tyrkir hafa unnið mörg mikilsverð vígi í grend við borgina. Þar á meðal hafa þeir náð vatnsuppsprettu borg- arinnar á sitt vald, svo ítalir verða að fá vatnsforða sinn úr skipum sínum á höfn- inni. Tyrkir undirbúa úrslita áhlaup á borg- ina og hafa safnað að sér ógrynni liðs. Margar sagnir hafa borist um það, að ítalir hafi hagað sér sem ósiðaðir rán- og morðvargar, og þeir hafl myrt, saklausar konur og börn á hryllilegasta hátt, einnig beiningamenn og krypplinga. Sagt er að ítalir hafl hegðað sér ver en Tyrkir við kristna Armena og er þá langt jafnað. Ensk- ur riðilstjóri i Tyrkneska hernuin hefir sent heim til sín þannig hljöðandi frásögn: „Við höfðum rekið ítala burt úr nokkrum húsum Araba og eg varð alveg sem þrumulostinn I að sjá hinar hryllilegu aðfarir í húsunum, þar voru lík af um 120 konum og börnum. Þau voru bundin saman á höndum og fót- um og limlest á hryllilegasta hátt. Nokkru síðar fundum við Tyrkneska kirkju, fulla af likum kvenna og barna, þannig misþyrmd- ♦

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.