Suðurland


Suðurland - 06.04.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 06.04.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAN II. árg. Landsimastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8V2— 2. og 3Va-8 á virkum dögum. Á helg- um dögum frá kl. 10-12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasíminn er opinn á sama tíma. Sparisjóðup Árnessýslu er opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd. cffiesía mainió. Pau eru að vísu mörg, þjóðarmein vor nú á dögum. En hvert þeirra er alvarleg- ast ? Hvað er í raun og veru mesta meinið ? Stjórnmálarifrildið, svara sumir, og þeir hafa inikið til síns máis, því það er veru- legt mein, en þó rnest óbeinlinis. Stjórn- máladeilurnar eru verulegt mein, svo illvíg- ar sem þær eru, vekja heift og hatur, og spilla góðri samvinnu í fleiri málum enn þeim, sem eru aðaldeiluefnið. En verst er þó það, að hér er ekki verið að deila um ráð né framkvæmdir til að bæta úr þeim meinum, sem inest er nauðsyn á að bæta. Allar siðaðar þjóðir keppa að því, að auka sem mest andlega og verklega menningu sína, og með því auðmagnið i landinu. Og takmarkið, sem þær vilja ná, er það — svo framt sem framsóknin er heiibrigð — að allri þjóðinni, hverjum einstakling geti liðið vel; engan þurfi að skorta fræðslu né fé, ef hann hefir manndáð til að nota þau gæði, og þá manndáð leitast þær við að skapa og efla. Fyrst og fremst vinna þær að því, að efla mentun sina og hverskonar verklega þekk- ingu og kunnáttu, til þess að geta staðið sem best að vigi í samkeppninrn við aðrar þjóðir, en til að standast þá samkeppni þurfa þær að nota som best öll framleiðslu- og auðsskilyrði lands síns. Með aðstoð mentunar og þekkingar leit- ast þær við að láta auðsuppspreppur lands síns Jeggja fram alt það, sem í þeim felst. Með töfrasprota nútiðarmenningarinnar opna þær harðkrept.an hnefa náttúurunnar, sem áður ógnaði fáfróðri og félausri kyuslóð, og úr hnefa þeim tæma þær nægtir gulls og gróða. Hve greiðlega þétta tekst er fyrst og fremst — en þó ekki eingöngu — undir því komið, að Jandið, sem þjóðin býr á, hafi að geyma góð skilyrði til auðsfram- leiðslu og arðsamrar atvinnu ibúanna. f’ar sem þessi skilyiði eru fyrir hendi, verður baráttan léttari. En þess færri og örðugri viðfangs sem þessi skilyrði eru, þess meir reynir á þrautseigju, dug og hyggindi þjóð- arinnar til að nota þau sem fyllst og best. Hvernig er nú ástatt hér að þessu Jeyti ? Land vort er að ýrnsu leyti harðbýlt og hrjóstugt.. En margur er þó bletturinn bjargvænlegur, ef svo væri notað, sein skyldi. Eyrarbakka 6. apríl 1912. Vér höfum góð skilyrði fyrir — að vísu fábreyttri — en þó arðsamri jarðrækt og nóg landrými til ræktunar. Hafið kringum landið er gullnáma, og allmikið hefir atburðum landsmanna til að vinna þá námu, farið fram nú upp á síð- kastið. Þá eigum vér mikinn auð í fossaflinu, en oss vantar enn mátt til að ná honum og nota. En takist það, getur ísland orð- ið iðnaðarland. Ennþá kemur auður sá, er fólginn er í vinnuafli fossanna, oss að litlu haldi. Fer oss þar líkt sem Örvar-Oddi, er Hildir jöt- unn lét svo þunga hellu ofan á fjársjóðu þá, er hann hugðist Oddi að gefa, að Odd- ur gat eigi á brott fært, og hafði því auð- æfanna engin not, nema þess, sem lagt var á helluna ofan. En þess væntum vér, að sá tími komi, að oss vaxi svo máttur, að véi fáum lyft heliunni. Án fossanna getur og ýmiskonar iðnað- ur þrifist hér, og meir enn nóg atvinnuvið- fangsefni eru hér fyrir hendi, sem ekki ættu að þurfa að vera oss ofvaxin. Ýmsir vor- kenna oss og segja: „Þið eigið gott land en offáar hendur til að vinna. Þetta er að vísu satt; við, þessar fáu hræður sem hór erum, getum ekki nema að örlitlu leyti notað þá framleiðslumöguleika, sem hér eru fy'iir hendi. En þá ætti líka svo að vera, að þessar fáu hendur, sem hér eru, hefðu ærið að starfa. En svo er ekki, því er nú miður. Fjöldi manna hefir arðlitla atvinnu, og f.öldi inanna i kauptúnum og sjávarþorp- um gengur iðjulaus talsverðan tima af ár- inu. Margir draga fram lífið með mestu naumindum, og margir flýja landið vegna atvinnuleysis. Þarna er það sem skórinn kreppir. I’etta er sem stendur mesta meinið. Það sem nú ætti því að standa efst á dagskrá hjá þjóðinni er atvinnumálin, við- Jeitni til að skipa þeim í betra horf. Marg- ar orsakir til þessa ástands þekkjum vér, og teljum sumar þeirra lítt eða ekki við- ráðanlegar, en margar eru oss meir eða minna óJjósar, eða vór viJjum ekki sjá þær. En ekkert ættum vér fremur að leggja kapp á en að grafa fyrir rætur þessarar mein- Semdar og finnu ráð til að út.rýma henni. fað væri síst að furða, þó um þau úr- ræði væri deilt af kappi, og væri það ekki nema eðlilegt og holt í alla staði. En þettá og önnur slík mein vor læknast ekki með þessu sambandslaga- og rikisréttindaþrasi, sem nú gengur hór fjöllunum hærra. Pví eins og stjórnaihögum vorum nú er hátt- að. getum vér skipað atvinnu- og rnenta- málum vorum eftir eigin vild. Áður fyr áttum vér að berjast við erlent kúgunar- vald, sem sjálfu sér til hagsmuna og af ásettu ráði saug dáð og merg úr þjóðinni, og reis öndvert gegn allri Sjálfstæðri fram- þróun hér. 46. blað. En nú er alt öðru máli að gegna, því hvað sem annars má segja um samband vort við Dani — en það verður hér ekki gert að umtalsefni — þá getum vér þó ráð- ið atvinnu- og mentamálum vorum óáreitt- ir af þeim, og góð skipan þeirra mála er lykillinn að efnalegu og enda líka stjórnar- farslegu sjálfstæði voru. Og hér stendur í vegi — ekki erlent vald, heldur eigin skammsýni vor. Yór viljum ekki leggja á oss það erfiði, sem til þess þarf, að vér getum af eigin mætti bætt þessi mein, og viljum holst drepa öllu á dreif um þetta, en draga fram aðrar utan- aðkoihandi ímyndaðar orsakir sem undirrót allra rneina vorra. Oss er ef til vill ógeð- felt að hugsa til þeirrar örðugu og alvar- legu baráttu, og ef vér sjáum eigin sök vora um það, sem ábótavant er hjá oss, fer oss likt og manni þeiin, er hleypur til og drekkur sig fullan til þess að losna við áhyggjur af skyldustörfum sínum. Vér veitum yfir landið þessari óminniselfu stór- pólitisks rifrildis um sambandslðg og ríkis- róftindi, og í því syndaflóði hverfur alt það, sem í raun og veru þurfti og átti að vera aðalviðfangsefni vort fyrst um sinn. Það er hrópað hátt urn það, að vér get- um ekkert komist áleiðis nema því aðeins, að vér fáum þsgar í stað „fullveldi“ yfir ölluin vorum málurn. En hvar er að sjá minstu líkur til þess, að hagur vor væri, eins og nú stendur nokkru bættari. þó fullveldið væri fengið? Á það er ekki hægt að benda, því ef vér erum ekki, sem stjórnmálamenn, til annnrs færir, enn að hfa og hrærast í þessari skýja- pólitík, eða til að breiða blæju tildurs og þjóðrembings yfir þá bresti í þjóðlífi voru, sem vér með alvarlegu starfi ættum að bæta, þá erum vér engu nær því, að verða sjálfstæð þjóð, hversu mikið fullveldi sem vér höfum á pappírnum. Það skal að vísu viðurkent, að svo gæti verið varið sambandi voru við Dani, að rétt væri að meta betri skipan þess, eða þá skilnað fullan mest af öllu. En eins og því nú er varið, gerist þess ekki þörf. Og um von um nokkurn árangur fyrst um sinn af þessu sambandsþjarki, getur eigi verið að ræða. Takmarkinu því, að þjóðin nái fullu sjálfsforræði, þurfum vér eigi að missa sjónar á, þó breytt só til um fram- sóknina. Því enginn þarf að efast um, að æðimiklu fljótfarnara verður oss að því marki, ef vér vildum athuga með skyn- semd hvar það er, sem skórinn kreppir mest nú sem stendur. Hvað það er, sem nú er mesta meinið, og reyna af alefli að ráða þar bætur á. Og þessvegna eru það atvinnu- og menta- málin, og þar af leiðandi fjármálin, sem nú eiga að standa efst á dagskrá hjá oss. Eítir stefnunni 1 þeim málum eiga ílokkar

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.