Suðurland


Suðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 2

Suðurland - 24.08.1912, Blaðsíða 2
42 SÚÐURLAND skemtun og fróðleikur að heyra um þetta ferðalag og birtir því ferðasögu skógræktarstjórans, sem hann hefir verið svo góður að láta blaðinu i té. Vatnajökulsvegur. í ár fór eg Vatnajökulsveg frá Brú í Jökuldal til Suðurlands. far sem nú eru mörg ár liðin, mér vitanlega 72 ár, síðan menn fóru þennan veg alla leið milli bygða, finst mér ástæða til að skýra frá, hvernig mér hepnaðist ferðin. 7. júlí lagði eg á stað frá Reykja- vík norður að Akureyri. Markmið ferðarinnar var að gá að vinnunni í Háls- og Vaglaskógi og í Hallorms- 8taðarskógi. Eg iauk við rannsókn- irnar á Hallormsstað 6. ágúst, og langaði mig þá til þess að fara skemstu leið aftur til Suðurlands, þar sem eg hafði nú aílokið störfum mínum norð an- og austanlands. Fyrir sunnan þar á móti var ennþá eftir að gá að sandgræðslunni og að girðingum í Laugardalnum og á Þingvöllum. í vetur sem leið hafði eg lesið ferðaskýrslu I. C. Schytte yfir ferð hans um Vatnajökulsveg L840, og datt mér þá í hug að reyna að fara þennan veg og hafði þessvegna með mér bæði skýrslu hans og lýsing Sigurðar Gunnarssonar, sem var fylgdarmaður Schytte. Par að auki hafði eg skrifað dálítið upp eftir Por- valdi Thoroddsen, sem var á ferð í Ódáðahrauni 1884. Áður en eg lagði á stað frá Reykja- vik, hafði eg gert sainning við Her- mann Stoll, að við skyldum hittast á Brú 8. ágúst og verða þaðan sam- ferða Vatnajökulsveg. 7. ágúst fór eg frá FJjótsdal að Eiriksstöðum í Jökuldal, og gerði mér von um að hitta Hermann Stoll þar, en hann var enn ókominn. Þann 9. hélt eg áfram að Brú og beið eftir honum þann dag, en hann kom ekki. Lar sem eg var alveg útbúinn til ferðarinnnar, vildi eg ekki snúa aftur en lagði á stað einsamall frá Brú þ. 10. kl. 8V2 árd. Unglingur frá Brú fylgdi mér dáiítinn spöl suður eftir til þess að sýna mér veginn að Laug- arvalladal. Veður var Ijómandi gott, en mikill snjór enn á fjöllum og hálsum eftir óveðrin miklu í byrjun ágúst. Eftir því sem sunnar dró, minkaði snjórinn, og þegar eg kom að laugunum í Jjaug- arvalladal, þar sem ennþá sjást bæj- arrústir, sá eg að hægt var að kom- ast yfir hálsana, því þeir voru nær þvi snjólausir. Frá laugunum, 4 klt. leið frá Brú, liggur leiðin til vesturs yfir hálsana inn í Vesturárdal. Eftir_þess- um dal heldur maður áfram í suð- vestur um 3 tíma. Þá sést lítill klettur, er Hatta heitir, gnæfa upp í hliðinni sem er til hægri haridar. Kletturinn er úr stuðiabergi og liggur langt uppi í hlíðinni. Fyrir sunnan klettinn er skarð í háJsinum og er þar farið yfir hann og vestur í Fagra- da); er hann alldjúpur og eru þar ágætir hagar. Dalurinn liggur í út norður út að Kreppu, sem sést langt burtu, undir fjallgarði, þegar yfir háls- inn kemur. Upp eftir liggur dalur- inn í suðvestur og suður, og á að íara upp eftir dalnum þangað til um 2 rastir frá dalbotninum ; best er að fara fyrir vestan Fagradalsá. Þar er hálsinn, sem liggur í vestur til hægri handar, lágur, og á hór að fara vest- ur yfir hálsinn upp í Gæsadal, er liggur í suðvestur út að Kreppu. Vötnin sem eru í dalnum, eru lón, sem hafa myndast úr vatni sem renn- ur úr Kreppu. Eg kom að ánni kl. 10V2 um kvöldið. Hingað til hafði alstaðar verið góð færð ; ,/hálsarnir hvergi mjög brattir og melarnir voru sléttir; hvergi urð svo að nokkru nemi. Hið eina sem táimar ferðinni nokkuð, oru moldargljúfur í Laugar- vailadal og Vesturárdal, sést ennþá til gatna tii lauganna þó sumstaðar óglögt. Þegar eg kom að Kreppu, var orð- ið hálfdimt. Áin er stiaumhörð og mér var kunnugt, að hún er illræmd fyrir sandbleytu. Eg valdi mér vað beint fyrir norðan Gæsadal, þar sem hún rennur í tveim kvíslum. Eg komst yfir við illan leik, því í báðum kvísl unum varð sund, og við landtöku lenti eg tvisvar í sandbleytu. fegar eg var kominn yfir ána, var orðið dimt, svo eg átti bágt með að hitta Hvannalindir, og kom ekki þangað fyr en kl. 12. Veður var altaf hið besta og svo var heitt um nóttina, að mér fanst ónauðsynlegt að hafa fataskifti, þvi alt þornaði fljótt. í Hvannalindum dvaldi eg til kl. 7 og hélt þá áfram í suðvestur að KverkfjaJlarana. Frá Kverkfjöllum gengur til útnorðurs röð af lágum keilumynduðum hæðum; fyrir norðan þær er nokkuð hátt fjall, og einmitt þar á að fara inn með ran- anum. Ná þessar iágu hæðir litið fram með fjallinu að norðan. Regar nú að rananum kemur, á að fara yfir litla sandsléttu, þá til norðurs og upp í lágt skarð og þaðan í suðvest- ur eftir fjallshlíðinni; á altaf að halda áfram í vestur og norðvestur fram með fjalJinu. Loksins kemur þröngur dalur; þar liggur stór mjallhvítur steinn svo einkennilegur að lögun og Útliti, að hestarnir urðu hræddir við hann. Við steininn er farið frá ran- anum eystri, og þar byrjar hið ein- kennilegasta hraun, sem eg hefi nokk- urntíma séð. Þar er mjög ilt yfir- ferðar. Má fara norðvestur að háls- inum hinu megin. Best er að fara yfir hálsinn norðarlega, þar er hann ekki brattur, að minsta kosti ekki að austan. Á hálsinum er nú melgras að breiðast út. Fyrir vestan hálsinn byrjar sléttan, þar sem Jökuisá rennur í mörgum kvíslum. Frá hálsinum að ánni er um 2. tíma reið. Austarlega er sJétta alþakin stórum steinum og hraungrýti, en svo skánar leiðio. Jökulsá rennur á melum, og verður Jíklega ekki oft ófær, því það lítur út fyrir, að þvi meiri sem áin verður, þess meir dreifist hún út á melun- um. Stærsta kvíslin var ekki nema í kvið, en óvenjulega straumhörð er Jökulsá. Fyrir vestan ána taka við roksands- sléttur, sem liggja i breiðum beltum og melar á milli. Blæjalogn var á þangað til eg kom vestur fyrir Kverk- fjaJlarana; þaðan sá eg að hryggir fóru að myndast á roksandssléttunum, og þegar eg kom þangað, var dimmt af sandfoki. Mjög hvast var samt ekki, svo á melunum á milli var ekk- ert sandfok. Mun þar ilt á ferð að vera í hvassviðri, eða ef til vill ó- mögulegt. Miðja vegu milli Jökulsár og Urð- arháls, er allmikið hraun. Thoroddsen skrifar 1884, að þar sé ákaflega ilt yfirferðar, en nú eftir svo mörg ár, er hægt að^fara yfir það, því mikinn sand hefir borið í hraunið og er þar nú byrjaður gróður; gulvíðir og grá- víðir sprettur upp hingað og þangað. Best er að fara norðarlega yfir hraun- ið. Frá hrauninu á að fara í suð vestur eftir sléttunni; 1 vestri rönd- inni á henni eru 4—5 smá kvíslar með jökulvatni, er hverfa i sandinn, og frá þeim á að fara upp á Urðar- háls beint fyrir norðan Kistufell; þangað kom eg kl. 9V2 um kvöldið. Loftþyngdarmælirinn sem eg hafði með mér, sýndi að hæðin yfir sjávar- mál var 1040 metrar. Fyrir norðan Kistufell er hraun og frosnir snjó- skaflar á milli, ^en nokkuð Jangt frá norðvesturhorninu á Kistufelli er samt hægt að íara yfir það. Allan dag hafði veðrið verið bjart og heitt, á Kverkfjallarana milli hæð- anna jafnvel steykjandi hiti. Við Kistufell var kalt um nóttina. Eg gaf hestunum hafra og batt þá sam- an. Svaf eg þar 2 tíma. í Hvanna- lindum hafði eg ekki sofið, en notaði tímann þar til rannsókna og ieitaði eftir útilegumannakofunum í hrauninu fyrir austan lindirnar, en fann þá ekki. Haglendið er viðlent, en í ár var grasið ekki vel sprottið. Kl. 4 á mánudagsmorgun Jagði eg af stað frá Kistufelli. Betta var lengst.a og örðugasta dagleiðin. Eg reyndi fyrst að komast upp á jökulinn, en það hepnaðist ekki. Eg hólt þá áfram til vesturs frain með jöklinum, yfir hraun sem var að mestu leyti þakið snjó sem var frosinn, en samt ekki svo mikið að hann héldi hestunum, voru þar því stöðug íhlaup. Skamt fyrir vestan Kistufell liggur lágt fjall laust við Vatnajökul. Þar endar hraunið. Par á að fara milli jökuls- ins og fjallsins, þá upp í skarð í hlið- inni á fjallinu, þaðan dálítið i norður og svo i vestur upp á Dyngjuháls. Þar er hraun. Segir Thoroddsen það ekki mjög ilt yflrferðar, en nú var það vont yflrferðar, því hér var hraunið líka að mestu leyti þakið frosnum fannabreiðum sem ekki hétdu hest- unum. Hvort þessi snjór liggur hér altaf, eða heíir komið í veðrinu 1. og 2. ágúst, get eg ekki sagt, en eftir útliti hans að dæma virtist hann nýlegur. Um kl. 9 náði eg halsabrúninni skamt fyrir neðan Gæsahnúk og fór eg þá niður í Vonarskarð. Eg hafði hugsað mér að fara gegnum Vonar- skarð, en þar sem eg sá að alt þar var á kafi í snjó, treysti eg mér ekki tilþess, heldur fór í vesturnorð vestur yfir Ódáðahraun út- á Sprengisandsslótt- una, þar sem enginn snjór var. Hægt er að fara yfir Ódáðahraun þar. Vest- ur í hrauninu gaf eg hestunum hafra og lét þá hvíla 2 tíma. Siðan hélt eg áfram yfir Skjálfandafljót; á þvi er gott vað framundan miðjum háls- inum semliggur í norður frá Tungna- fellsjökli. Frá Skjálfandalljóti á að fara yfir þennan háls, síðan yfir á JökulfeJl, og þá í suðvestur fram með Tungnafellsjökli. Hór eru viða góðir hagar. Eg dvaldi 2 tíma í dalnum hjá læk einum Jitlum og lét hestana bíta. Síðan hélt eg áfram og kom að vörðunum á Sprengisandsvegi um cpóstfiort af Eyrarbakka fást á prentsmiðjunni og hjá Sigurði Guðmundssyni bóksaJa, sem einnig hefir reglulcgt úrval af allskonar póstkortum fallegum og ódýrum. kJ. 8. Kl. ÍO1/^ náði eg Eyvindar- kofaveri og var kyr þar um nóttina. Allan daginn hafði verið bjart og heitt veður og iogn. Þriðjudags- morgun kl. 4J/2 lagði eg af stað frá Eyvindarkofaveri. Þaðan var þoka alla leið að Sóleyjarhöfða, en þar varð aftur bjart og heitt. Þjórsá var lítil, dálítið meiri en í kvið. Að Sóleyjar- höfða kom eg kl. 8 og dvaldi þar til kl. 3. Þá hélt eg áfram suður eftir uns dimt var orðið, þá var eg ein- hverstaðar milli Dalsár og Skums- tungu. f*ar svaf eg hálfan annan tíma, en auðvitað leist hestunum ekki vel á að vera þar, því þeir komu þangað sem eg lá og kröfsuðu í hvílu- poka minn. Eg lagði þessvegna á stað og var fótgangandi til SkúmB- tungu, því afar kalt var um nóttina. Eg kom að Skúmslungu um kl. 6 á miðvikudagsmorgun og dvaldi þar til kl. 2. Veður var altaf hið sama, bjart og heitt. Frá Skúmstungu hélt eg áfram til bygða og kom að Skriðu- felli kl. 5 !/2 síðdegis. Eg hafði þá verið á leiðinni 4 sólarhringa og 9 tíma milli bygða, og þó látið hestana hvíla sig alllengi á ýmsum stöðum. Sjálfur hafði eg sofið samtáls 12 klukkutíma á ferðinni. 40 pund af höfrum hafði eg haft með og gaf hestunum í siðasta skifti fyrir norðan Dalsá. Af þeirri reynslu, sem eg hefi feng- ið á þessari ferð, skil eg ekki annað, en að Vatnajökulsvegur sé ekki hættulegri að fara en Kjalvegur og Sprengisandsyegur. Mér finst það myndi borga sig að setja þar upp staura og byggja vörður, eins og á hinum fjallvegunum, þá gæti ef til vill Vatnajökulsvegur orðið samgöngu- leið milli Austurlands og Suð- urlands a þeim tíma j[ársins, sem yflrleitt er ráðlegt að fara fjall- vegu. Kofoed Hansen. ------<*oo------ Alþingi. Alþingi hefir færst í aukana nú síðustu dagana eftir því sem fiðið hefir að þingslitunum. Auk þéirra iaga, sem það heflr afgreitt og frumvarpa sem fallin eru, hefir stjórn- arskrármálið komið úr nefnd, en ekki hefir samkomulag komist þar á. Skúli Thoroddsen einn vill samþykkja frv. óbreytt, þrátt fyrir visa synjun frá konungi, en meiri hluti nefndarínnar vill útkljá mállð með þingsályktunar- tillögu svohljóðandi: Neðri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til breytinga á stjórn- arskrá landsins, svo framarlega sem þá verður ekki fengin vis von um góðar undirtektir af hendi Dana undir nýja samninga um sambandsmálið á

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.