Alþýðublaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.11.1963, Blaðsíða 1
KENNEDYS FORSETA MINNZT UM HEIM AllAN Fögur minningar- athöfn í Reykjavík ÞESSI myud er tekin fyrir framan þinghúsi'ð í Washington, faUbyssuvagninn með kistu Kennedys forseta, er dreginn af 6 bvítnm liestum. Reykjavík, 25. nóv. - EG í DAG fór fram í dómkirkjunni í Reykjavík afar fjölmenn og mjög hátíðleg minningarathöfn uffl John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta. Gjallarhornum var komið fyrir ut- an kirkjunnar og hlýddi mann- fjöldi á athöfnina urn þau. Kvert sæti var skipað í kirkjunni. Viðstaddir minningarathöfnina voru James K. Penfield, ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi, Buie aðmíráll yfirmaður varnarliðsins, mikill fjöldi Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og héðan úr Reykjavík, liandhafar forsetavalds, ráðherrar, þingmenn og rrikill fjöldi annarra framámanna úr ís- lenzku þjóðlífi. Kór kirkjuimar var fagurlega skreyttur hvítum blómum. Þar sátu biskup íslands, séra S;gur- björn Einarsson, vígslubiskup, séra Bjami Jónsson, bandarískir prestar af Keflavíkurflug-’elli, séra Josef Hacking í Landakoti, biskupsritari, séra Ingólfur Ast- marsson, og flestir þjónandi prest- ar í Reykjavíkurprófastsdæmi. Athöfnin í kirkjunni var mjög hátíðleg. Ilún hófst með því a-5 dr. Páll ísólfsson lék orgelforleik eft- ir Max Reger. Þá söng Dómkirkju- kórinn sáíminn: Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei. | Biskup íslands, dr. Sigurbjörn j Einarsson, las úr lieilagri ritningu og flutti minningarorð. Eæða biskups er birt í heild á ö'crum. stað í blaðinu. Þá flutti biskup bæn. Björn Ólafsson lék þvínæst einleik á fiðlu, Litanei eftir Schu- bert. Dómkirkjukórinn söng sálm- 1 inn, Bjargi'ð alda, borgin mín, Washington, 25. nóvember JOHN FITZGERALD KENNEDY forseli var lagður til hinztu hvíldar í heiðurs- kirkjunni í Arlington skammt frá Washington, kl. 19.34 eftir ísl. tíma í dag. Athöfnin, sem stóð í rúmar fimm klukkustundir, hófst við þinghöllina á Capitol Hill, þegar kistan með jarð- neskum leifum forsetans var borin til fallbyssuvagnsins, sem beiö fyrir ut- an, og henni lauk með því, að kistan var látin síga niður í gröfina í kirkju- garðinum um leið og skotið var 21 heiðursskoti. Þegar gengið hafði verið hina kflómeters, lön(gu, vegalengd til Mattheusar-dómkirkjunnar var kistan tekin niður af vagninum og borin inn í dómkirkjuna. Þar flutti Cushing kardináfl frá Bost on kaþólska messu, og biskupinn í Washington, Philiþ Hannan, las minningarorð um hinn látna for seta. Frá dómkirkjunni fór likfylgdin yfir Potomac-ána til heiðurs kirkjugarðs þjóðarinnar í Arling- t'on, þar sem kistan var látin síga niður í gröfina. Frú Jacquelina Kennedy kom til Capitol örfáum mínútum áður en kistan var borin út úr þing- húsinu. Húir bar slæðu, og ekki var kleift að greina andlitsdrætti hennar. Frú Kennedy gekk ásamt brædr um hins látna forseta, Robert Kennedy dómsmálaráðhcrra og Edward Kennedy, öldungadeilda- þingmanni, upp tröppur þing- hússins og inn í hringsalinn, þar sem þau krupu á kné við kistuna. Þegar þau stóðu upp til að fara burt úr byggingummi greip dóms málaráðherrann fast í handlegg frú Kenncdy. Strax eftir að þau höfðu vottað forsetanum hinztu virðingu sina var kistunni lyft á lierðar níu hermanna, sem báru hana til fall , byssukerrunnar, sem beið fyrir | utan þinghúsið. Luðrasveit úr I gtranidgæzluliðinu lék „Hafl tio | the Chief“ og sálrr.ínn ,,Oh God of Loveliness.“ Heiðursvörður heilsaði með byssum þegar kistan birtist og i yfir 20 þúsund manns fylgdust 1 með þegar kistunni var komið fyr ir á kerrunni. Kl. 14.38 eftir ís- lenzkum tima lagði líkfylgdin af stað. Likfylgdin stanzaði stutta stund fyrir utan Hvíta liúsið, með Framh. á 6 síðu James K. Penfield, ambassador Bandarikjanna á íslandi flutti sið- an ávarp frá Dean Rusk, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Er það og birt á öðrum stað hér í blaðinu. Þá flutti kaþólskur prestur, séra S. E. Almasay bæn. Dómkirkjnkór- inn söng sálminn Fað'ir andanna. Þvínæst blessaði biskupinn við- stadda, og að lokum voru sungnir þjóðsöngvar Bandaríkjanna og ís- lands. Síðast lék Páll ísólfsson sorgarlag eftir Ilandel. Athöfnin í licild tók rúma þrjá stundarfjórðunga og voru við- staddir sammála um, að hún hefði i verið hátíðleg og virðuleg í senn. Líkfylgdin lagði af stað frá Capitol Hill um 14.30 eftir íslenzkum tíma. Fremstur fór fallbyssuvagninn, sem sex gráir hestar drógu. Á eftir þeim fór brúnn hestur, Sardar. sem var knapalaus. Er þetta gamalt tákn um það, að hermaður hafi fallið í orr ustu. Frá Capitol héit vagninn hægt til Hvfta hússins, þar sem frú Jacque- line Kennedy og aðrir meðlimir Ken- nedyfjölskyldunnar röðuðu sér í lík- fylgdina. AWWWWWWWWWVYVW< Athöfn á þingi Minningarathöfn urn Kennedy forseta fór fram í sameinuðu þingi í gær. Forseti sameinaðs þings, B’rgir Finnsson, flutti mtnn inganræðutaa og er nánar sagt frá henni á bls. 5 (Myrnl JV). 4WWVWWWWMWMWWIÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.