Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 05.12.1918, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 05.12.1918, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN. I. árg. Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. Akureyri, Fimtudaginn 5. Desember. 1918. 4. tbl. ________ Bæjarstjórinn. Pess var getið hér í blaðinu fyrir nokkru, að að bæjarstjórnin hefði ákveðið að leita atkvæða kjós- enda um það, hvort bærinn skyldi fá bæjarstjóra eða ekki. Þá var og suttlega drepið á nauðsynina fyrir því, að fá bæjarstjóra, þó það ætti að vera hverjum athugulum manni ljóst mál. En af því að menn hefir greint á um það, hvers- konar »fugl« þessi fyrirhugaði starfsmaður bæjarins ætti að vera, væri ekki úr vegi að athuga þá hlið málsins, því það er staðreynd, að aukaatriðin eru oft gjörð að aðalatriðum í augum fjöldans. Ýmsir halda því fram, að bæjarstórinn þurfi að vera sérstakur fagmaður, t. d. verkfræðingur. Með því spari bærinn peninga, og þurfi ekki að lifa á snöp- um með verkfræðislega aðstoð. Það þarf ekki að efa það, að þeirri sem litla eða enga hugmund gera sér um öll þau margbreyttu störf, er fyrir bænum liggja á næsta áratug, finnist þeir tala af miklu hyggjuviti og framsýni, er verkfræðing vilja fá í bæjarstjóra- sætið. En eigi »verkfræðingurinn« í bæjarstjóranum að verða að verulegu gagni, þyrfti harin, bæjarstjór- inn, að vera sá þjóðarkjörgripur, sem oss væri um megn að launa, Pað munu tæpast dæmi til, að einn inaður beri jafna þekkingu á allar greinar atvinnu- málanna; þ. e. s. svo mikla þekkingu, að nokkuð sé upp úr henni leggjandi. Hitt er algengara, að Páll leggi fyrir sig þessa grein verkfræðinnar, en Pétur hina, eftir því hvað hverjum hæfir best. Væri bæjarstjórinn kosinn með tilliti til enhvers sérstaks máls, eða til að koma í framkvæmd einhverju ákveðnu verki, þá fyrst gæti fagmaðurinn komið til greina. Pegar að því kemur, að velja þarf bæjarstjóra, verður það aðalatriðið, að fá í það sæti víðsýnan og vel mentaðan áhugamann. Störf þau, sem hann verður að hafa með höndum, eru svo margskonar og sundurleit, að það er fjarstæða ein að ætlast til sérþekkingar í þeim mörgum eða öllum. Þegar bærinn hefir eínhver stórvirki með höndum, verður hann að njóta aðstoðar sérfræðings í því sérstaka máli, sem þá er verið að koma í framkvæmd, eins og verið hefir að undanförnu. Bæjarstjórinn mun hafa nóg í sinni könnu samt. Pó víðsýni, mentun og áhugi hafi verið taldir aðalkostir hins væntanlega bæjarstjóra, mætti fleira nefna, sem telja yrði heppi- legt að yrði i fylgd með honnm, Hin daglegu störf heimta svo marga góða eiginlegleika af honum, eins og af öllum öðrum starfsmönnum. Samvinnuþýð- leiki og lipurð gagnvart bæjarstjórn, röskleiki, einurð, gætni og drenglyndi í framkomu; á alt þetta ber að líta, þegar um starfsmannaval er að ræða. Pá verð- ur og að telja mjög heppilegt, að bæjarstjórinn til- héyrði ekki neinum sérstökum flokki, væri ekki fylg- ismaður neinnar sérstakrar stéttar. Peim mönnum verður ætíð óhæg stjórnin, sem vissir flokkar þykjast eiga ítök í. Einnig sýnist svo, sem heppilegt væri að bæjarstjórinn hefði góða þekkingu í lögum. Störf hans fyrir bæinn, svo sem samningagerðir og fl., útheimta góða þekkingu í þeim málum. Pó hér hafi aðeins verið drepið stuttlega á þessi atriði málsins, mætti það verða til þess, að kjósend- ur bæjarins vöknuðu til umhugsunar um það, og reyndu fyrirfram að gera sér ljóst, að með bæjar- stjóranum á ekki að útvega bænum starfsmann — verkstjóra að einhverju sérstöku verki, - heldur fjöl- hœfan framkvœmdastjóra atlra þeirra mála, sem bœrinn hefir með höndum í framtiðinni. Hvernig bæjarstjórninni tekst þetta val, verður reynsl- an að skera úr. Sjálfsagt ber að sækjast eftir ung- um manni með óbilaða starfskrafta. Pjóð vor hefir alt of mikið af hinu gagnstæða að segja. Spánska veikin og sóttvarnirnar. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hversu mikla varasemi þarf að hafa í frammi í samgöngum við við þau skip, sem hingað koma, til þess að vissa sé fyrir því, að með þeim berist ekki »spánsk veik- in« hingað til Akureyrar. Pað er óefað vilji allra að forðast veikina eftir mætti, og er það sjálfsagt hægt, ef ekki er teflt á tvær hættur með varnirnar. Ef veikin berst ekki frá Lagarfossi, sem nú er verið að aíferma hér við b'ryggju, er nokkur sönnun fengin fyrir því, að sóttkveikjan berist ekki með dauðum munum, pósti og vörum, því bæði fiytur skipið póst, tekinn í Reykjavík meðan veikin var þar í algleym- ingi og eins hefir skipshöfnin á Lagarfossi haft veik- ina til skamms tíma. Allar líkur eru því til, að með líkri varasemi og höfð hefir verið við Lagarfoss, megi taka á móti öðrum skipum sem hingað koma. Nú er fullyrt, að Sterling eigi bráðlega að korna hingað beint til Norðurlands frá Reykjavík. Pað er sagt að héraðslæknir hér og bæjarfógeti hafi leyft þetta og talið óhætt að skipið yrði afgreitt hér, ef á skipinu væru svo margir hásetar, að þeir gætu skipað upp vöru og tekið vöru í skipið, án aðstoðar manna úr landi. Pað skilyrði kvað einnig vera sett, að eingöngu séu á skipinu menn, sem búnir séu að liggja í »spötisku veikinni* og mun skipaútgerðin hafa lofað þessu. En er þá trygging fyrir því, að þetta loforð skipútgerðarinnar verði haldið svo vel, að óhætt sé að afgreiða skipið án þess það liggi nokkurn tíma í sóttkví áður? Full ástæða er til tortrygni í því efni. Ekki eru enn liðnar nema þrjár vikur síðan landlæknir lofaði okkur því, að Lagarfoss skyldi fara frá Rvík, án þess að taka þar nokkra menn, sem sótthætta stafaði af, en allir kannast við efndirnar á því. Jafnvel gæti farið svo, að ekki væri hægt að fá læknisvoítorð um, að þeir menn, sem á skipið réðust, hefðu legið í veik- inni. Læknarnir í Reykjavík lágu eins og aðrir með- an veikin var sem hörðust og hafa víst harla lítið vitað hvað fjöldanum leið. Eina ráðið til þess að forðast smittun frá Sterling yrði þá það, að fara rneð hann líkt og Lagarfoss, setja hann í sóttkví meðan verið væri að ganga úr skugga um, hvort veikin kæmi fram í skipinu. Fullyrt er að Austfirðingar hafi neitað að taka á móti Sterling á annan hátt en þann, sem hér hefir verið talað um, f hefndarskyni við Austfirðinga er svo skipið látið sigla fram hja Aust- fjörðum, og okkur hér hótað því, að við fáum sömu skil, ef skipið sé ekki afgreitt strax. Mikil fásinna er slíkt háttalag sem þetta gagnvart héruðum, sem hafa einsett sér að forðast veikina, ef þegar á að beita hótunum og harðyðgi af þeim, sem yfir skipagöngum ráða, jafnvel þó ekki sé nema um smávægislega fjárupphæð að ræða eða óþægindi, sem leiddi af töf skipsins við sóttkvíun um vikutíma, og væri líklegt að ^Reykvíkipgar hefðu ekki gleymt strax þeim sárum, sem »spánska veikin* hefir valdið því bæjarfplagi og gæti skilið vilja Norður- og Austlend- inga á því, að forðast hana í lengstu lög. Tvennskonar sótthætta getur stafað af Sterling. Fyrst af því að með skipinu séu menn, sem ekki séu búnir að liggja í veikinni, eða of skamt sé um liðið síðan þeir lágu í henni, því litlar líkur eru til að hægt sé að fá ábyggilegt læknisvottorð um þetta, einsogáð- ur hefir verið bent á. Annað: Ef nokkur hætta stafar af vörum og pósti, er sú hætta sjálfsagt mest fyrst eftir að varan er tekin í sjúkum héruðum. Getur því hæglega verið að ræða um smittun frá Sterling, sem kemur beint úr veikindasvæði á tveim til þrem dögum, þó sú hætta væri horfin eftir viku eða hálfan mánuð. Pess er áður getið, að héraðslæknir og bæjarfógeti þafi leyft að Sterling kæmi hingað beint frá Rvík, en þrátt fyrir það, samþykti síðasti bæjarstjórnarfundur áskorun til sóttvarnarnefndar, um að leggja skipið í sóttkví í viku áður en það yrði afgreitt hér. Búast má við að þessi samþykt bæjarstjórnar mælist mis- jafnlega fyrir hjá þeim mönnum, sem einhverra hags- muna hafa í að missa við töf skipsins. Skipið mun eiga að koma hingað með eitthvað af kaffi og sykri og taka hjer kjöt til útflutnings. Sjálfsagt vilja allir hlutaðeigendur heldur bíða einni vikunni lengur, held- ur en að fá »spönsku veikina* með kaffinu og sykr- inum, og tæpast getur það skift nokkru máli, hvor kjötið fer héðan einni vikunni fyr eða síðar. Hótun um það, að skipið verði ekki látið koma hér við, e’ hindranir séu lagðar á ferðir þess, eru ekki takandi tii greina að neinu Ieyti. Vér eigum heimting á því samkvæmt sóttvarnarlögunum, að allri varúð sé beitt gegn því að veikin berist hingað. Læknarnir eru ósammála um það, hvaða varúðarreglur séu trygg- ar. Af því leiðir að hafa verður við sótttvarnirnar þær ströngustu varúðarreglur, sem borgararnir sjálfir telja nauðsynlegar, án tillits til hinna mismunand* skoðana læknanna á þeim. Landið hefir þegar beð- ið ómetanlegt tjón af þessari veiki, vegna hirðuleysis landlæknis. Reykjavik ein hefir þegar beðið þann skaða í mannaláti, sem þjóðhagfræðingar myndu telja jafnmikils virði og hafnarmannvirkin í Reykjavík, og er þó ótalið vinnutap, heilsubilun og margar aðrar illar afleiðingar af völdum veikinnar. Vér ættum að fara að vaxa upp úr þeim kotungshætti, að virða mannslífið einkis og tefla því í hættu að nauðsynja- lausu, Ef sóttvarnarnefnd skyldi ekki verða við áskorun bæjarstjórnar um að sóttkvía Sterling, ættu menn að neita að vinna við skipið, nema þeim reglum yrði stranglega fylgt, sem hér hefir verið talað um. E. F. t Sigurjón Jóhannesson Dbrm. á Laxamýri andaðist 27. þ. m. Hann bjó þar langan aldur stórbúi og bætti jörðina á margan hátt. Hann brá búi vorið 1908, flutti hingað til Akureyrar og reisti eitt mynd- arlegasta húsið á Oddeyri. Fyrir tveim árum fluttist hann norður aftur og dvaldi hjá sonum sínum til dánardægurs. Saga Sigurjóns verður eflaust rituð af einhverjum sveitunga hana, og um langan tíma munu sagnirnar um »stórbóndann á Mýri« geymast í minni Pingeyinga. Jarðarför hans fer fram frá kirkjunni hér kl. 12 á Laugardagina.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.