Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 09.01.1919, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.01.1919, Blaðsíða 1
I. árg. VERKAMAÐURINN. Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. Akureyri, Fimtudaginn 9. Janúar. 1919. 9. tbl. Fréttir úr höfuðstaðnum. Samkomulag fengið um kaup verkamanna. Dagkaup 90 aurar um klukkustund, í eftir- vinnu 1 kr. og 15 aurar. Gerðadómur sker úr kaupdeilum næstu tvö árin. Fréitarit. V.m. Rvík. Rafveitumálið og bæjarstjórnarkosningarnar. Peirri spurningu hefir oft verið kastað fram hér í bæ, hvaða orsakir væru til þess, að Akureyringar væru ekki búnir að koma á hjá sér raflýsingu fyr- ir löngu, Svörin hafa verið ýmiskonar, en sjaldn- ast rétt. Peir, se.n svörin gáfu, hafa flestallir seilst helst til langt til lokunnar. Svarið liggur beint við og myndi verða eitthvað á þessa leið: Peir menn hafa skipað bæjarstjórn Akureyrar fram að þessum tíma, eða réttara sagt hafa skipað meiri hluta bæjarstjórnarinnar, sem hafa horft of mikið á sinn eigin hag. Hefir brostið framsýni og áhuga fyrir velgengi bæjarins. Pröngsýni þeirra hefir aftr- að eðlilegri framþróun bæjarfélagsins svo mjög, að vér erum orðnir aftur úr. Hverrar stéttar menn hafa haft tögl og hagldir í bæjarstjórninni, þarf ekki að taka fram hér. Pað vita allir bæjarbúar og þá um leið, á hverjum sök- in liggur. Pað mun vera yfir 20 ár síðan rafveitumálið var fyrst á dagsskrá hér. Allann þennan tíma hefir því verið haldið niðri af þeim rnönnum, sem hefir skort vit og víðsýui til að sjá það, að þar var framfara- mál á ferðinni, sem allir höfðu hag af að styðja. Mótbárurnar hafa verið þær, að bærinn hefði ekki fjármunalegt magn til að koma á rafveitu og reka hana, peninga væri ekki hægt að fá, til að koma fyrirtækinu á fót, málið væri ekki tímabært, og þar fram eftir götunum. Pað þarf ekki lengi að brjóta þessar ástæður til mergjar, til að sjá að þær eru ekkert annað en vifilengjur og ósannindi. Allir þeir kaupstaðir, sem komið hafa raflýsingu á hjá sér, bera vitni gegn þeim, og sanna það áþreifanlega, að vér höfum haft þá forystumenn, sem ekki hafa verið starfa sfnum vaxnir, og vér höfum látið blekkj- ast og þessvegna tapað af tækifærinu. Dæmi liggja fyrir þessu til sönnunar. Þegar Siglfirðingar voru að brjótast í að koma raflýsingu á hjá sér, héldu mótstöðumenn rafveitu- málsins hér því fram, að ekki væri hægt að fá pen- ingalán með hagkvæmum kjörum. Samtímis fá Sigl- firðingar lán til sinnar rafveitu með ágætum kjörum. Seyðfirðingar og Húsvíkingjar hafa líka geta fengið sæmilega hagkvæm lán til að koma rafveitu á hjá sér, meðan vér höfðumst ekki að. Munuriun er sá að forystumenn þessara kaupstaða hafa unnið að framgangi málanna með hagsýni og dugnaði, en forystumenn vorir með hangandi hendi. Það gerir gæfumuninn. Pað verður trauðla hjá því komist að athuga af- stöðu Húsvíkinga í rafveitumálinu í sambandi við þetta mál. í hreppsnefnd Tjörnneshrepps sitja bænd- ur, Iíklega í meiri hluta. Þess er ekki getið að raf veitumál Húsvlkinga hafi mætt mótspyrnu frá hálfu bændanna, og mætti þó ætla að þeim hafi ekki staðið nær að styðja það, en kaupmönnunum hérna raf- veitumál Akureyrarbæjar. En hér verður fyrir manni sú sama sorglega staðreynd og víða annarstaðar, að kaupmannastéttin er öllum öðrum stéttum þröng- sýnni og sljófskygnari á almenningsheill. Pó rafveitumálinu hafi dálítið miðað áfram hjá oss Akureyringum s. I. ár, er þó fjarri því að nokkur framkvæmdasvipur sé kominn á það ennþá. Pess var getið í síðasta blaði, að R. Ó. hefði lagst á móti málinu í rafveitunefndinni, og einnig hefir það mætt mótstöðu utan nefndar. Petta hefir haft þau áhrif, að tíminn hefir hlaupið án þess að málið væri und- irbúið, og hlýtur það að tefja málið töluvert. Pað kom líka berlega í ljós á borgarafundinum, sem haldinn var l6/ia s. I. að mótstöðumenn bæjarstjór- ans vildu draga rafveitumálið á langinn. Júl. Hav- steen drepur einnig á það mál í hinni löngu grein sinni um bæjarstjórann í 51. tbl. ísl. f. á. Vill hann síst af öllu hraða framkvæmdum í málinu .og vitnar þar í orð J. Þorlákssonar um að hyggilegast mundi að fresta framkvæmdum um eitt ár. Sýnir þetta hve grægðislega þeir menn grípa eftir hverjn hálmstrái, sem verða mætti til þess að fleyta hinni druknandi vofu, þar sem greinarhöf. festir ekki auga á því, að orð J. P. verða að áhrifalausu blaðri er það er at- hugað, að samtímis þessu gerir hann áætlun yfir rafveitubyggingu fyrir Reykjavíkurbæ, og sannar með henni að það borgi sig fyrir Reykvíkinga að ráðast strax í fyrirtækið og er því fylgjandi í bæjarstjórn. Pað eru skopleg fjármálahyggindi, að annað gildi fyrir Akureyri en Reykjavík. Og þó að byggingu rafveitunnar væri frestað um eitt ár, er nóg að gjöra. Pað er ekki fullsannað enn, hve mikið afl má fá úr Glerá, það þarf að mæla og áætla. Fé þarf að útvega, og leita fyrir sér uin hagkvæm innkaup á efni til rafveitulagningar, útvega verkfræðing o. fl. Petta þarf alt að undirbúa og hafa komið í lag, þegar tiltækilegt þykir að ráðast í framkvæmdir. En því aðeins verður málinu haldið í horfinu, að þeir menn taki við stjórntaumunum, sem vilja framgang þess, og þeim m/ánnum verði bægt frá að hafa áhrif á það, sem ekki geta skoðað það öðruvísi en í gegnum kolareyk og steiiiolíubláma. Bæjarstjórnarkosningarnar næstu eiga að skera úr því, hvort bæjarbúum er alvara með að koma raf- veitumálinu í framkvæmd við fyrsta tældfæri. Hafi þeir yfirtökin áfrain í bæjarstjórninni, sem vilja tefja framgang þess, er málinu frestað um óákveðinn tíma. Slíkt óhapp má ekki henda oss. Alt sem miðar að því að losa oss úr hinum ill- ræmdu okurklóm steinolíuhringanna, ber að styðja á allan hátt. Rafveitumálið er eitt af því. Þeir sem Ieggjast á móti því, eða vilja tefja það um lengri tíma, gerast stuðningsmenn þeirrar örgu ófreskju, sem læst hefir klóm um land vort. Slíkir menn ættu að falla óhelgir, hvar sem þeir reyna að brjótast til valda. Verkamenn í Stykkishólmi hafa stofnað kaup- félag á síðasta ári. Pað mun fara svo víðast hvar, að verkamannafél. stofni kaupfélög á samvinnugrundvelli. Bandaríkin í Ameríku búa sig nú sem óðast undir algera útrýming áfengis. Áfengissölu- og veit- ingastöðum hefir verið lokað svo tugum þúsunda skiftir í New York og Chicago. heldur Aðalfund Sunnudaginn 12. Janúar 1919 kl. 3 s. d. hjá Sig. Fanndal. Félagskonur, mætið stundvíslega! Stjórnin. Á tímamótum. Árið er liðið, og ennþá einu sinni fáum við að standa á tímamótum, og á þeim stundum hugsar maður meira um það, sem hefir gerst, og mun ger- ast heldur en endrarnær. Þá hljótum við að gjöra reikning, bæði við okkur sjálfa og aðra. Árið sem leið hefur verið viðburðaríkt ár. og hef- ir fært okkur ótal vonir og vonbrigði, en nú lítum við á það sem lesna bók og tölum um það sem ritdómarar. Árið 1918 mun verða frægt í sögu landsins, og veraldarsagan mun minnast þess með skelfingu. Pá fengum vér viðurkent sjálfstæði vort, og þá lögðu stórþjóðirnar niður vopnin, aflvana eftir blóð- ugan hildarleik, og vörðu sinum síðustu kröftum í innanlands óeirðir og blóðsúthellingar, og hæðir og fjöll bergmála hatur valdasjúkra og hefnigjarnra sig- urvegara, og neyðaróp sigraðra þjóða. Lýðurinn veltir af sér oki gamals einveldis. En þegar hann þorir að draga andann fyrir gömlum harðstjórum, verður hefndarhugurinn svo mikill, að alt lendir í óstjórn og manndrápum. En við, sem sitjum hjá og heyrum ekkert nemaj óm af neyðarópum meðbræðra okkar, við getum ekk nema spurt: Pví þarf þetta að vera svona? Hver er orsök alls þessa? Pví þarf sonurinn að yfirgefa heimili foreldranna og fall ai ókunnu landi fyrir byssukúlum þeirra manna, sem bera engann kala til hans og vita varla að hann er til? Pví yfirgefur hægláti og meinlausi bóndinn, eða verkamaðurinn, vinnu sína, og ræðst af grimd á þá sem hafa hlýtt í blindni alla sína æfi? Pó við spyrjum aftur og aptur getum við aldrei fengið annað svar, en að mannkynið sé búið að fara öld eftir öld villu vega, og villan sé “innifalin í því að sumir hafa hætt að neita brauðsins í sveita stns andlitis, og á þann hátt brotið það lögmál, sem mann- inum í upphafi var sett. Svo hefir þessum mönnum, sem hafa neitt branðs- ins í sveita annara, verið falin vandamestu störf þjóð- anna, en lýðurinn hefir verið fyrirlitinn af sjálf- um sér og harðstjórunum, og þetta eru afleið- ingarnar af gömlum og nýjum afbrotum, sem þjóð- irnar eru að súpa seyðið af. Það getur skeð að sumir vilji segja, að okkur sem erum staddir hjer út við eld og ís, komi þetta ekki við, sem hefir gjörst fyrir utan pollinn, því allir hér séu vinn- andi og jöfnuðurinn svo mikill milli stéttanna, en sannleikurinn er sá, að með einhverju móti fjölgar þeím mönnnm sem vinna ekki, hetdur lifa á vinnu annara. / Þegar eg var barn, gat eg ekki hugsað til að verða verkamaður, því það fanst mér muudi vera erfiðasta en þó Htilverðasta staða, sem þjóðfélagið hefði að bjóða,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.