Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 29.11.1927, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.11.1927, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 orðum og allskonar orðskrípum, og er útgáfa þessa kvers tilraun til að bæta úr þessu. Sjálfsagt fær kver þetta mis- jafna dóma, og mun langt í land, að nýyrði þau, er það hefir að flytja, fest- ist í málinu. En þessi tilraun er þó í alla staði virðingarverð. Tíðin er ærið umhleypingasöm síðustu daga. Skiftast á frostlaysur, hríðar og hreynviðri. Eskfirðingar hafa nýlega stofnað hlútafélag til að kaupa togara. Er ætl- unin að kaupa togarann í Reykjavík og veitir Landsbankinn lán til kaupanna. J>að sem merkilegast er við þetta tog- ara-félag er, að Eskifjarðarbær er stærsti hluthafinn í félaginu. Mun bær- inn gera þetta að nokkru leyti til að bæta úr atvinnuleysi sjómanna á Eski- firði. Helga Níelsdóttir frá Æsustöðum í Eyjafirði hefir nýlega lokið prófi í ljós- móðurfræði við Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn. Hlaut hún 1. einkunn og 1. verðlaun. Um síðustu mánaðamót var skotin rjúpa suður í Skilamannahreppi, sem hafði aluminiumhring um hægri fót. Stóð þetta letrað á hringnum: »K. P. Skovgaard, Viborg, Danmark: 8009«. Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu, í s. 1. mánuði, verða hlutabréf templara í húseigninni »Skjaldborg«, þau er út voru dregin í haust, borguð út eftir 1. Des. n. k. Guðbjörn Björnsson kaup- maður annast greiðsluna. Sami maður borgar líka út vexti af óútdregnum hlutabréfum templara í sömu húseign, eftir næstu mánaðamót. Vestanpóstur leggur af stað í síðustu póstferð fyrir áramót 1. Des. Eftir það er engin póstferð til Rvíkur, nema Esja um miðjan næsta mánuð. S ö ng u r. í gærkvöldi hélt frú Lizzie (Eliza- beth) Rórarinsson frá Halldórsstöð- um í Laxárdal hljómleika í Akureyrar Bíó. Hún hefir einkar hljómfagra rödd, hreina, þýða og bjarta, en eigi sérlega háa (mezzosopran), og beitir henni af mikilli smekkvísi. Hún er eigi mikið »Iærð« söngkona, en hún hefir iðkað söng frá barn- æsku og hefir náð mikílli leikni. Tónhœfni hennar er með afbrigðum góð, og kom það t. d vel í Ijós, er hún söng tvíslagið í laginu *Pú ert sem bláa blómið« eftir Schumann. Pað má telja henni til gildis, að hún er alveg laus við tilgerð Og kæki, sem lýta söng margra þeirra, er »lærðir« teljast. Söngur hennar er látlaus og blátt áfram eins og öll sönn list. Lögin, sem frú Lizzie söng, voru ágætlega valin og mjög fjölbreytt að innihaldi: nokkur af bestu lögum íslendinga og nokkur útlend smálög, flest hreinar perlur. Er eígi ofmælt, að meðferð laganna var hin prýði- legasta. Frúin hefir glöggan skilning bæði á Ijóðum og sönglögum og hætileika til að leggja sál sína í sönginn. Hún syngur af ást á sönglistinni og af innri þörf, og því er söngur hennar altaf fagur og hefir góð áhrif, og þótt eitthvað kunni að mega finna að honum frá ströngu söngteknisku sjónarmiði, þá eru kostirnir svo miklir, að telja má söng hennar með þvf besta, sem hér hefir heyrst. Frú L'zzie hefir dvalið hérlendis rúmlega þrjá fimtu hluta æfi sinnar, enda hefir hún samlagast svo vel þjóð vorri, að slíks munu fá eða engin dæmi um útlendinga. Hr. Vigfús Sigurgeirsson lék undir á slaghörpu, sem Akureyrar Bíó keypti af Músíkfélagi Akureyrar, og leysti hann það sæmilega af hendi. Akureyri 25. Nóv. 1927. Askell Snorrason. Alþýðufólk! Verklýðsblöðin eru áhrifamestu vopn alþýðunnar í baráttunni fyr- ir bættum lífskjörum. Þau eru hið lifandi samband á milli verklýðsins, sení býr dreifð- ur um alt landið. Nyti þeirra ekki við, myndi það kosta 10 ára baráttu að ná því, sem nú vinst á einu ári. Því víðlesnari, sem verklýðs- blöðin eru, því meiri áhrif hafa þau, og því fyr nær alþýðan því takmarki sínu að verða áhrifa- metsa valdið í ríkinu. Alþýðufólk! Starfið því að út- breiðslu verklýðsblaðanna. Kaupið þau og fáið aðra til að gera hið sama. VERKAMAÐURINN, blað norðlensks verkalýðs, kemur út tvisvar í viku. Hann er stærsta og ódýrasta blaðið á Norðurlandi. Flytur mestar og réttastar fréttir af verklýðsstarfinu utan lands og innan. Byrjið komandi ár með því, að gerast kaupendur. Sendið pantanir svo snemma að þið getið fengið blaðið með fyrstu ferðum eftir áramótin. Duglegum og skilvísum útsölu- mönnum veitt há sölulaun. VERKAMAÐURINN er besta auglýsingablaðið á Norð- urlandi. Þeir, sem auglýsa mikið, gefinn mikill afsláttur. Kaupmenn afla sér vinsælda OG VIÐ- S K I F T A meðal verkafólks með því að auglýsa í blaði þess. VERKLÝÐSINNAR! Sendið Verkamanninum fréttir af starfinu heima fyrir hjá ykkur — og greinar um áhugamál ykkar. ÞEIR SEM AUGLÝSA MIK- IÐ, VERSLA MEST.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.