Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.05.1928, Blaðsíða 1
VERBflHBBUHIHH Útgefandi: VerKlýössamband Norðurlands. # ♦ -0-9- #-# # # # » #■ # # ♦ ♦ • ♦ ■ Akureyri, Priðjudaginn 15. Maí 1928. ♦ 40. tbl. >- # # # #■#■-#"» #' #—#" • • -#~# H Kosningaskrifsfofa Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarsalnum vcrður opin í dag kl. 4—10, og á morgun eftir kl. 12. — Sími 172. Látið skrifstofunni í té allar upplýsingar er að kosriingunni lúta. Ef þér hafið nauman tíma, þá biðjið skrifstofuna að segja yður til, hvenær greiður er aðganguraðkjiirklefunum. Bifreiðar verða til taks, ef óskað er. Dragið ekki lengi að koma á kjörstaðinn, því kosningaathöfninni getur verið lokið þegar minst varir. —• Þó þér séuð í annara þjónustu, þá eigið þér heimtingu á, að fá að fara á kjörstað og kjósa hvenær sem er, meðart á kosningaathöfninni stendur. .XI. árg. ♦ ► #..#..#. #-#-#■-#■-# f # • Krossanesmálið Fátt hefir vakið jafnmikið umtal hér í bænum síðustu dagana, sem sú hótun, er frést hefir að eigendur Krossanesverksmiðjunnar hefðu í frainmi um að reka ekki verksmiðj- una komandi sumar. Hefir öllum virst ljóst, að voði vofði yfir síldar- útgerðinni, ef verksmiðjan yrði ekki starfrækt. Blöðin hér á Akureyri hafa rætt þetta mál, en mjög eru undirtektir þtirra ólíkar. Blað jafnaðarmanna, Verkamaðurinn, telur hótunina hina frekustu ósvífni, og sönnun þess hversu óheppilegt sé, að þannig lag- aður atvinnurekstur sé í höndum einstaklinga, og þá ekki síst út- ltndra. í síðasta tölublaði íslend- ings lýsir ritstjórinn yfir því, að hann telji hótunina réttmæta. Er grein sú í blaðinu, er um þetta fjail- ar, svo merkileg ritsmíð, að ekki virðist úr vegi að athuga hana nán- ar. í upphafi og yfirskrift greinarinn- ar telur ritstj. líklegt, að Krossanes- verksmiðjan verði ekki starfrækt í sumar. Er þetta ærið undarlegt, þegar það er athugað, að áður en gieinin kemur út, er komið til eins kaupsýslumanns í bænum, er ekki stendur blaðinu íslendingi allfjarri, símskeyti, er gefur fulla vissu um, að verksmiðjan verður starfrækt. Er því þannig varið, að kaupsýslu- maður þessi sendi verksmiðjustjór- anum símskeyti og spurðist fyrir um hvort hann vildi kaupa sild til bræðsiu í sumar. Fékk hann eftír nokkra bið svar, á þá leið, að verk- smiðjustjórinn ætlaði að kaupa slíka síld, en verðið væri ekki ákveðið enn. Með þessu svari, er eg tel lík- legt, að ritstjóri íslendings hafi vit- að um áður en hann skrifaði grein- ina, er fengin full vissa fyrir því, að verksmiðjan verður rekin í suniar. Eg sé þá ekki betur, en að ritstj. ísl. hafi með grein sinni verið að gefa rangar upplýsingar um niark- aðshorfur á bræðslusíld, og þannig gengíð erindi eigenda hinna annara síldarbræðsluverksmiðja, er reknar kunna að verða á þessu sumri, því í skjóli þess að Krossanesverksmiðj- an ekki verði rekin, geta þeir þrýst niður verðinu á bræðslusíld, því þá verður áreiðanlega mikið meira framboð af henni, en markaðurinn tekur við. Með greininni er hann því að veikja aðstöðu útgerðarmanna og sjómanna, er eiga afkomu sína und- ir því, að sem mest verð fáist fyrir bræðslusíld, ef þeir kynnu að leggja trúnað á sögusögn hans. Hér er því vegið aftan að síldarútveginum á hinn svívirðilegasta hátt, og finst mér slíkt athæfi ganga glæpi næst. Þá rekur ritstj. ástæðuna til hót- unarinnar. Fullyrðir hann að eina á- stæðan sé tekju- og eignaskattur sá, er skattanefnd Glæsibæjarhrepps htfir lagt á verksiniðjuna, sem nem- ur fullum 126 þús. kr., en ekki 124 þús., eins og hann segir. Þarna virðist ritstjórinn fjölvitrari en allir aðrir hérlendir menn, eða hafa næm- ari tilfinningu fyrir því, hvar kreppir að hagsmunum hinna erlendu hlut- hafa, en aðrir, er hann fullyrðir, að skatturinn sé eina ástæðan. Sím- skeyti það, er verksmiðjustjórinn sendi, þá er hann tilkynti, að félagið væri að hugsa um að hætta rekstr- inum hafði eg tækifæri til að sjá. f því stóð, að ástæður til þessarar ráðabreytni væru erfiðleikar á að fá leyfi til að flytja inn norska verka- menn, og harðdrægni skattanefnd- arinnar í skattaálögum. Ef vér nú athugum ástæður þess- ar, sjaum vér hversu óbilgjarnt hið erlenda félag er i kröfum sínum. Félagið krefst að fá leyfi til að flytja inn 40 erlenda verkamenn, er vinni við verksmiðjuna. Krafan er fram úr hófi ósvífin, þegar það er athugað, að verksmiðjustjóranum er kunnugt um, að 1. Okt. s. 1. gengu í gildi lög, er bönnuðu að aðrir er- lendir menn störfuðu við atvinnu-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.