Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 14.12.1929, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 14.12.1929, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN • • • • • » •• • • • • •-•-• • • • Ræjarstjórnarfundur verður haldinn á Þriðjudaginn kemur. Verða þar til síðari umræðu fjárhagsáætlanir þær, sem fyrir lágu á síðasta fundi. Þá verður og að öllum líkindum til fyrri umræðu frv. til reglugerðar fyrir sjúkrahúsið. Framkvæmdast j ór ar Sildareinkasöl- unnar eru nú komnir heim. Segja þeir síldarsölunni að mestu lokið, en þó ekkl að fullu. Allverulegur undirbúningur er þegar hafinn um söluna næsta ár. -------0------- Kgmmúnistasigur í Berlín. 17. nóv. sl. fóru fram bæjarstjórn- arkosningar í Berlín. Fóru þaer svo að af ðllum flokkum báru kommú- nistar glæsilegastan sigur úr býtum. Unnu þeir 13 bæjarstjórnatsæti í viðbót og hafa nú 56 fulltrúa, en sósíaldemokratar, sem er fjðlmenn- asti flokkurinn 65. Tðpuðu þeir 8 sætum, svo kommúnistar hafa unn- ið enn þá meira en það sem sósí- aldemokratar tðpuðu. Hafa þessir tveir flokkar yfirgnæfandi meirihluta í borginni, en samvinna næst ekki á milli þeirra, af þvf sosíaldemokrat- arnir fást ekki til að stjórna borg inni samkvæmt hagsmunum verka- lýðsins. Atkvæðatala kommúnista var 560,000 og eru þeir sterkasti flokk- urinn í aðalverklýðshverfum borg- arinnar. Er nú tvímælalaust náð því takmarki kommúnistaflokksins í Ber- Ifn að ná meirihluta verkalýðsins á sitt band. Fara hér á eftir kosningatölur þriggja stærstu flokkanna nú og við síðustu kosningar til bæjar- stjórna (1925). Er atkvæðatalan fyrst, en fulttrúatalan á eftir. 1925: 1929: Sosialdemokratar 604.704(73) 651.735(65) þýakir þjóðernisa. 385.320 (47) 404.756 (40) Kommúnistar 347.382 (43) 565.595 (56) Eitt af þeim málum, sem mest æsti hugi fólks við kosningarnar var Sklarek-málið svonefnda. Hafði auðfélag eitt, sem seldi bænum vör- ur I afarstórum stíl, gert sig sekt um óhæfilegt okur og mútað ýmsum helstu embættismönnum borgarinn- ar, m. a. borgarstjóranum Böss. Oengu kommúnistar afarhart fram í þessu máli og sðnnuðu fullkom- lega að miljónamæringar þessir hefðu mútað blöðum sosialdemokrata og demokrata og lagt fé til hermanna- sambands lýðveldissinna. Var fjár- málaástand borgarinnar ófagurt, þegar það var krufið til mergjar. Kommúnistaflokkurinn í Berlín er afar harðsnúinn flokkur og er nú Berlin oiðin rauðasta hðfudborg Evrópu næst Moskwu Auk aðal- málgagns flokksins »Rote Fahne«, eru þar gefin út tvð kommúnistisk dag- biðð, »Welt am flbend« og »Berlin am Morgen«. Auk þess er gefinn út fjöldi kommúnistiskra tímarita og mynda- blaða, og skarar þó eitt fram úr þeim öllum »Arbeiter-IHustrierte Zeitung««. (Munu verkamenn síðar geta séð það á lesstofu sinni hér). Fjögur bókaútgáfufélög starfa að kommúnistiskri bókaútgáfu og liggja þau ekki á liði sínu. Með þessari atorku er kommúnistaflokkunum að jtakast að veita verkalýðnum þá þekkingu og andlegu yfirburði yfir borgarastéttina, sem hann þarfnast tíl að geta beitt samtakamætti sfn- um gegn henni, steypt henni frá völdum, og tekið við því, sem nýtilegt er í menningu hennar og notað það með í hina nýju þjóð- félagsbyggingu framtíðarinnar á grúndvelli verklýðssamtakanna og kommúnismqjj^s- Kosningasigurinn 17. Nóv. var fyrsta hefndin fyrir blóðbaðið á verkalýðnum 1. Maí í vor, en aðrar og meiri munu eftir fara. I verklýðsbæjarhlutanum Wed- ding, þar sem götubardagamir voru í vor og lögreglan myrti verkamenn, fengu kommúnistar 82,259 atkv. en sosialdemokratar 61.043, demokratar 21.853. Blóð píslarvottanna verður út- sæði hreyfingarinnar — og verð- ur þýska verklýðshreyfingin ekki niður kveðin með ofsóknum eða mannvígum héðan af. -------o------ Sjómannafétugið í Vestmanncu- eyjum hefir sent Verlcamannin- w eftirfarandi tilkynningu til birtinga/r: »Vestmannaeyjum 1. des. 1929. FÉLAGAR! Hér með tilkynnist yður, að kaupdeilan hér á milli sjómanna og útvegsmanna mun ekki verða útkljáð á friðsamlegan hátt. út- vegsmannafélagið hefir tjáð sig fráhverft öllu samkomulagi við sjómenn. Sjómannafélagið hefir því stilt upp lágmarkstaxta sínum og mun standa alt sem einn mað- ur í kring um hann og hver£i slaka til. Það vita útvegsmenn. En fyrir þeim vakir aðeins það að kúga aðkomumennina undir taksta sinn. Skorar því Sjó- mannafélagið á öll alþýðufélög landsins, að sjá svo um eftir megni, hvert á sínum stað, að sjó- menn komi ekki eða ráði sig til Eyja nema þeim sé fyrirfram trygt að þeir fái minst greiddan lágmarkskauptaxta sjómannafé- lagsins þann er hér fylgir. í fullu trausti á samtök alþýð- unnar, með félagslegri kveðju. F. h. Sjómannafélags Vestmannaeyja. Ján Rafnsson, formaður. GuÖm. Knstjánsson. ritari. Lágmarkskauptaxti Sjómannfélags Vestmannaeyja veturinn 1930. Á vélbá,tum 20 tonn og þar yfir: Hlutur formanns einn seytjándí partur af aflá. Hlutur vélamanns einn tuttug- asti og fimti partur af afla. Hlutur háseta einn þrítugasti og fjórði partur af afla. Fastakaup vélamanna kr. 750.00

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.