Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.07.1930, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.07.1930, Blaðsíða 1
VERBOMðSURlnH Útgefandi: VerKlýössamband Noröurlands. # # #-#-#--# # » »# •••••• ••• • ♦#»••• # # • • # »#-#•-##- # # XIII árg. | Akureyri, Þriðjudaginn 1. Júlí 1930. ! 55. tbl. 77/ náhrafnanna. Út af dauða Majakowskis. Borgarablað Akureyrar, »íslend- ingur< segir frá því í sama blaði og Alþingishátiðarinnar er minst, að lússneska skáldið Majakowski hafi framið sjálfsmorð, sökum þess að hann hafi ekki þolað þá andlegu kúgun, sem beitt sé í Rússlandi. Pað er ekki í fyrsta sinn, sem þessi blöð burgeisa reyna að sví- virða látna forvígismenn kommún- ismans og hugsjón þeirri með á- lygum á þá i gröfinni. Ásökun sú, sem »ísl.< tyggur hér upp eftir er- lendum lygablöðum auðvaldsins, er svo ómakleg og fram úr hófi ill- girnisleg, að það verður að hrekja hana. Minning þess stórskálds, sem hér á i hlut, krefst þess af sam- herjum hans, að illgjörnum auðvalds- þýjum sé ekki látið haldast uppi, að ata hanablettum sem þeim, er »ísl.< reynir að sletta. Wladimir Majakowski var aðeins 36 ára að aldri, er hann tók sig af lífi 14. April síðastliðinn. En frá 16 ára aldti hefir hann unnið í hreyfingu Bolshevikka. Tók hann þá drjúgan þátt i ólöglegu starfi þeirra, var lika settur í fangelsi í eitt ár. Eftir að hann kom úr fangelsinu, varð hann einn aðalleiðlogi róttæku skáldanna, einkum þó »futurista«. En bylting- arþróttur hans brautst þó fyrst greini- iega fram, þegar heimsstyrjöldin hófst. Pá var hann, tvítugur, einn af þeim fáu mentamönnum, sem réðist á stríðið og spáði og óskaði eftir byltingunni. í Mars 1917 var hann á móti Kerenski-stjórninni og fylgdi Bolshevikkum eindregið í November-byltingunni. Síðan stend- ur hann við hlið þeirra í blíðu óg stríðu, skáldskapur hans gagnsýrist gersamlega af hugsunarhætti verka- lýðsins og hann kveður sjálfur kjark i lið byltingarmanna með hinum þróttmiklu og snjöllu kvæðum sín- um, svo sem t. d. kvæðinu mikla »150 mi!jónir«, sem er ágætt dæmi um sköpunarmagn og listakraft þessa manns. Hvað veldur nú skyndilegum dauða þessa stælta, ósveigjanlega byltinga- frömuðar ? Hann hefur sjálfur gefið svarið í nokkrum vísulínum, sem hann skrifaði rétt áður en hann svifti sig lífinu og skyldi eftir sem hinstu kveðju: >Ástarbáturinn Brotnaði á tilverunni< er orðrétta þýðingin á þeirri línu er svarið gefur. Skáldið var nýstaðið upp úr erfiðum veik- indum — og ástarsorg, sem hent hefir hann persónulega og ekkert átt skylt við opinbera starfsemi hans, hefir orðið þess valdandi, að honum fanst lífið óþolandi. Og hver vill áfellast hann, —- hver vill dæma hann hart, ef hann skilur einhverja vitund ástríður og viðkvæmni sannra skálda. Kommúnistar harma hann mjög — og helst hefðu þeir ástæðu til að ásaka félaga sinn fyrir að svifta flokkinn svo dýrmætu afli — en þeir gera það ekki. »Látið ekkert slúður myndast út af þessu! Hinn dáni hafði óbeit á því<, skrifaði hann f þessum sömu síðustu línum sínum. Jafnframt bað hann »félaga minn ríkisstjórnina* að sjá fyrir fjöl- skyldu hans. Og blöð ráðstjórnar- ríkisins hafa orðið við ósk hins látna. F*au hafa ekki rótað upp i einkalífi skáldsins til að finna skýr- ingar á ástarsorg hans. Pau minnast öll með hlýjum hug og full aðdá- unar hans, sem helgaði verkalýðnum allan þrótt sinn og var honum trúr til dauðans. En svo koma auðvalds|)löðin, sem aldrei gátu nálgast þétta stórskáld lifandi, sökum djúpsins, sem var á milli boðbera og lofsöngvara fram- tíðarinnar annarsvegar og úreltra afturhaldsþýja hinsvegar, og ætla að nota sér náinn til að svívirða alt, sem hinu látna skáldi var kær- ast. Og þessi blöð- leyfa sér að minn- ast á andlegt frelsi í auðvaldslönd- unum! Löndum þar sem ríkis- irú er fyrirskipuð og fangelsis- vist liggur við, ef farið er hörðum dómum um úreltar, stirnaðar hugmyndir hennar. Ríkjum, þar sem stórkostlegar fjársektir og fangelsi liggja við að segja í opinberum blöð- um sannleikann um gerspilt, gjaldþrota braskfyrirtœki auð- valdsins (sbr. Alþýðublaðið um Islandsbanka 1921!). Andlegt frelsi i auðvaldslöndunum, þar sem öll rit um kommúnisma, allar munnlegar upplýsingar um hann, öll starfsemi fyrir hann, alt fylgi við hann, ef vitnast, varðar jafnvel dauðahegningu, undireins og kommúnistar eru orðnir svo áhrifamiklir, að auð- valdið er farið að hrœðast þá — og slikt dstand rikir nú þegar í allri Suður- og Aust- urhluta Mið-Evrópu! Nei! Málsvörum hins borgara- lega þjóðfélags er best að minnast sem minst á kjör og kúgun skálda

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.