Verkamaðurinn - 30.04.1932, Side 4
4
VERKAMAÐUEINIf
ILÍ rí kr 9 95 kcr
Réltur.
Réttur er kominn út. Flytur hann að
vanda margbreyttan fróðleik. f þessu 1.
faefti XVII. árg. er af greinum t. d. Heims-
kreppan, eftir St. Pétursson. Shan-Fei, sönn
saga frá byltingunni í Kína. Sjómanna-
kaupdeilan i Ve„ eftir Jón Rafnsson. Heims-
stríð, eftir Einar Olgeirsson. Hitler, eftir
Karl Radek. Víðsjá.
Rétt ættu allir að kaupa.
Blað II. S. V.
íslandsdeild A. S. V. hefir gefiðútblað
sem hefir inni að halda ýmsan fróðleik
um A. S. V. ásamt fjölda greina t d. Ný
heimsstyrjöld vofir yfir. Gegn árásarstyrj-
öld Japana! Rússnesku konurnar. fslensk
verkakona. Hvað er hin borgaralega góð-
gerðastarfsemi ? Blaðið er vel læsilegt,
prýtt nokkrum myndum, átta siður að
stærð og .kostar 25 aura. Blaðið verður
seit 1. mai. ^
Mjálsoata 1 og Kirkjustræti 16,
hinn frægi fyrirlestur Gunnars Benedikts-
sonar, sem hann hélt i vetur t Reykjavík,
fyrir troðfullu húsi, þrisvar í röð, er kom-
inn út. Er enginn vafi á, að margan mun
fýsa að lesa fyririesturinn, þvi margt er
þar með ágætum sagt og óspart stungið
á kýlunum, eins og höfundar er vani.
Fyrirlesturinn fæst hjá Jóni Guðmann
og kostar 50 aura.
hér á Norðurlandi yrðu svo fram-
sýn, að þau einróma krefðust
þessarar sjálfsögðu breytingar,
og gæfu þar með öllum verkalýð
landsins eftirbreytnisvert for-
dæmi.
Ábyrgðarmaður: Einar Olgeirsaon.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
KAUPTAXTI
Verkamannafélags Akureyrar,
frá 1. maí 1932 til 30. apríl 1933 að báðum dögum meðtöldum,..
LÁGMARKSKAUP:
1. Dagvinna við almenna vinnu....kr. 125 á klst.
2. Eftirvinna við sama...........kr, 1 90 á klst.
3. Dagkaup við afgr. fragtskipa og kolavinnu kr. 1,40 á klst.
4. Eftirvinna við sama ..........kr. 2,10 á klst.
5. Öll helgidagavinna .......... kr. 3,00 á klst.
Dagvinna telst frá kl. 7 að morgni til kl. 5</a að kvðldi, þó aldrei
yfir 10 kist. og áskilja verkamenn sér af þeim 10 stundum 1 klst. til
hressingar, án frádráttar á tfma. Noti verkamenn við sk pavinnu 2 klst.
samlagt yfir daginn til kaffi og matar, má dagvinna standa yfir til kl.
6 sfðdegis.
Helg'dagavinna telst á öllum helgidðgum þjóðkirkjunnar og á næsta
kvöldi fyrir helgidag frá kl. 6 e. h. EnnfrCmur á sumardaginn fyrsta, 17.
júnf og 1. desember.
1. maí skal vera almennur frídagur verka'ýðsins.
Sé um mánaðarráðningu að ræða yfir tvo mánuði eða meira, skaf
lágmarkskaup vera 320 kr. á mánuði, á tfmabilinu frá 1. maf til 31. okt.
En 250 kr. á mánuði á tfmabilinu frá 1 nóv. til aprílloka. Pó má félágs-
fundur gefa undanþágu frá mánaðarkaupi að vetrinu n, ef um innivinnu
er að ræða við góða aðbúð.
Fyrir ársvistir er lágmarkskaup 220 kr, á mánuði.
Lágmarkskap fyrir eftirtalda akkorðsvinnu:
LOSUN: LESTUN:
Salttonn . . . kr. 1,40 Síldartunnu . . kr. 012
Kolatonn . » , — 1,35 Lýsistunnu . . — 0 25
Saltfull tunna . . — 0 06 Lýsistrommu . . — 0,40
Tóm tunna . . — 0,04 Mjöltonn . . . — 1,50
Fiskpakka (50 kg.) — 0 06
í akkorðinu felst öll vinna innan borðstokks, þó ekki maður við spif.
Taxtinn er miðaður við, að verkið sé að mestu leyti unnið á virk-
um dögum.
Allir þeir, sem akkorð vinna að losun og lestun ofangreindra vöru-
tegunda, skulu vera þátttakendur f akkorðinu.
Verði tekin akkorð við verk, sem taxtinn nær ekki yfir, er félagsmðnn-
um skylt að fá semþykki félagsstjórnar og kauptaxtanefndar áður samn-
ingar eru gerðir.
Verði akkorð unnið utan Akureyrar, ber akkorðstökum frfar ferðir
þangað sem vinnan fer fram og heim afiur.
Félagið áskilur að öll vinna við Akureyrarhöfn, við vðruafgreiðslu
fragtskipa — önnur en talning og skriftir—sé unnin af mönnum úr landi.
Við lok hvers vinnudags skulu verkstjórar afhenda verkamðnnum
vinnunótur, er sýni timafjölda og kaup mannsins, þó má — við stððuga
vinnu og að fengnu samþykki hlutaðeigandi verkamanna — tilfæra viku-
vinnu á einni nótu.
Vinnukaupið skal goldið f vikulok á vinnustöðvunum og i vinnutím-
anum, nema verkamennirnir kjósi annað frekar.
Kauptaxtinn þannig samþyktur á fundi félagsins 17. aprfi 1932.
f stjórn Verkamannafélags Akureyrar.
Porst. Þorsteinsson. Halld. Guðmundsson. Stgr. Aðalsteinsson.
Steinþór Guðmundsson. Sigfús Baldvinsson.