Verkamaðurinn - 20.08.1932, Blaðsíða 1
ffERRðMflBUHlNN
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XV. árg. i Akureyri, Laugardaginn 20. ágúst 1932. | 37. tbl.
Opinn fund
hélt Akureyradeild Kommúnista-
flokksins f Verklýðshúsinu á mánu-
dagdagskvöldið var. Fundurinn var
ágætlega sóttur svo að vart komst
meira f húsið. Töluðu þar Ingólfur
jónsson, bæjarstjóri á ísafirði, Jón
Rafnsson'frá Vestmannaeyjum, Ein-
ar Oigeirsson og Gunnar Bene-
diktsson frá Saurbæ.
Talaði Ingólfur um atvinnuleysið
Og kaupgjald alment. Sýndi hann
fram á nauðsyn verkafólksins til
þess að taka saman höndum og
krefjast atvinnubóta f stórum stil
0g að sá sjálfsagði réttur væri not-
aður að fá af atvinnubótafé ríkis-
ins það sem hægt væri að ná I.
A ísafirði er nú unnin atvinnu-
bótavinna yfir sumarmánuðina og
strax og haustar verður settur mik-
ill kraftur á hana.
jón Rafnsson talaði um sam-
fylking verkalýðsins í stéttabarátt-
unni, án tillits til pólitfskra skoð-
ana. Sýndi, með rökum, hversu nú-
verandi landssamtök verkalýðsins
eru óhæf til baráttu og hvernig
heildarbaráttu verkalýðsins er al-
gerlega hnekt vegna þeirrar stefnu
sem ríkir í stjórn landssamtakanna,
stefnu kratabroddanna, sem leyfa
atvinnurekendavaldinu að einangra
eitt atvinnusvæði eftir annað og
kúga þannig niður kaupið á hverj-
um einstökum stað f senn, án þess
að gripið sé til þess samtakamátt-
ar, sem býr f verklýðssamtökun-
um yfir alt landið og ðll stéttin
þannig kölluð til baráttu, til þess
að brjóta niður kaupkúgunina f eitt
skifti fyrir öll það árið. Með slfk-
um ráðstöfunum af hendi valdhaf-
anna f landssamtökunum, myndi
engin kauplækkun hafa átt sér stað
hér á landi, á yfirstandandi ári.
Hvatti hann til að skipulagning
landssamtakanna yrði rækilega at-
huguö af verkalýðnum og ráðstaf-
anir gerðar til að ráða bót á veil-
unni.
Einar Olgeirsson talaði um bar-
áttu verklýðsstéttarinnar gegn sam-
einuðu valdi atvinnurekenda og rlk-
isvalds, jafnframt sem hann skýrði
rækilega alja baráttu atvinnuleys-
ingjanna syðra. Sagði hann frá
þeim réttarofsóknum sem ríkisvald-
ið hefir beitt gegn forystuliði at-
vinnuleysingjanna, kommúnistun-
um og aftur ‘á móti hvernig það
sama ríkisvald heldur hlífiskildi yf-
ir stórglæpámönnum hins borgara-
lega þjóðfélags, íslandsbankastjór-
unum, Knud Zimsen, Magnúsi
Guðmundssyni, Krossanessráðherra
o. m. fl. Lýsti hann hvernig of-
sóknir ríkisvaldsins hafa þjsppað
verkalýð Reykjavíkur saman til bar-
áttu gegn kúgurum sínum, þrátt
fyrir tilraunir kratabroddanna, sem
stjórna ennþá verklýðshreyfingunni,
að gera þessa samfylkingu að engu,
með því að hjálpa borgurunum f
að svívirða og tortryggja forgðngu-
mennina.
Gunnar Benediktsson talaði um
samfylkingu bænda og verkalýðs,
gegn saméiginlegum óvini þeirra,
ríkisvaldinu. Lýsti hann þeirri brýnu
nauðsyn að þessir tveir aðilar héldu
saman og berðust hlið við hlið,
þvi hagsmunir þeirra færu saman f
allflestum atriðum. Gaf hann glögg
dæmi um þá stéttarvakningu, sem
nú gerði vart við sr'g um flestar
sveitir landsins og sem undir stjórn
Komirúnistaflokksins væri óðum
að faka á sig skipulagsbundið form
Fratnhald á 2. siðu, 1, dálk.
Skaítakúgunin
og hin „skipulagsbundna* fjdr-
námsherferð d hendur verka-
lýð og smdframleiðendum.
Á undangengnum velgengisárum
hins fslenska auðvalds hefur nær
hver eyrir, sem afgangs hefir orðið
frá einföldustu og brýnustu nauð-
synjum verkalýðsins og smáfram-
leiðenda til lifsviðurhalds, verið
gripinn og honum kastað í hina
botnlausu skattahít rfkisvaldsins, en
fjárglæframönnum yfirstéttarinnar
leyft að eyða og spenna án hindr-
unar, þeim auði sem alþýðan skap-
aði með vinnu sinni og var rétt-
mætur eigandi að. Tugum miljóna
hefir ríkisvaldið sóað í þessar brjá!-
uðu óhófsskepnur borgarastéttarinn-
ar, með eftirgjöfum bankaskulda oi
fl., en látið miskunarlaust beita
>lögum og réttic í öllum kvöðum
sínum, gagnvart hinum efnalegu'
smælingjum þjóðfélagsins, verka-
mðnnum og srnáframleiðendum. Nú
i kreppunni hefir yfirstéttin gengið
skrefi framar í skattaherferðum sírt-
um á hendur alþýðunni og beitt
kúgunartæki sfnu, rikisvaldinu, að
sama skapi freklegar en áður. Hefir
þetta komið skýrlega í Ijós hér
á landi nú f seinni tfð. —
Má þar tilnefna f Vestmannayjum,
þar sem verkalýður og smáframleið-
endur urðu að bindast samtökum
til að hindra með valdi fjárnámsó-
fögnuð ríkisvaldsins á heimilum
þeirra.
Hér á Akureyri er ríkisvaldið á
sama hátt byrjað að fitja upp á
trýnið. Verkamenn og smáframleið-
endur! Svarið þessu með öflugum
samtökum eins og stéttarbræður
ykkar f Vestmannaeyjum. Farið þær
leiðið sem Kommúnistafiokkurinn
bendir ykkur á. # 9