Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 09.01.1937, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 09.01.1937, Blaðsíða 1
VERKAlltAÐURinn Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XX. árg. Akureyri, laugardaginn 9. janúar 1937. 2. tbl. Verkamannafélag Húsavikur vítir afstöðu meirihluta Alþýðusambandsþingsins til samfylkingartilboðs K. F. I. Nýr sigur .Sóknar' Samningar undirritaðir i gær um launakjör starfsstúlkna i Sjúkrahúsinu „Gudmanns Minde“. 1 gærkvöldi voru undirritaðir samningar milli starfsstúlknafé- lagsins »Sókn« og stjórnarnefnd- ar Sjúkrahússins »Gudmanns Minde* um launakjör starfs- stúlkna í sjúkrahúsinu. Jafnframt undirritaði spítalanefndin yfirlýs- ingu um að hún myndi framlengja samning sinn á sama hátt og Kristneshæli, ef það gerði það. Samningarnir við »Gudmanns Minde* eru að flestu leyti sam- hljóða samningum þeim, er ,Sókn‘ gerði við Kristneshæli 30. nóv. s.l. Kaup starfsstúlknanna hækkar úr kr. 30.00 á mánuði upp í kr. 50.00. — Samningarnir gilda frá 1. nóv. s. 1. til 1. april n. k. Allmikill dráttur hefir orðið á því að þessir samningar næðust. Sendi »Sókn« spitalanefndinni kröfur sinar seint í nóv. s. 1. en nefndin þóttist aldrei geta komið saman á fund til að ræða málið. Um áramót hafði nefndin engan fund haldið, þrátt fyrir gefið lof- orð. 4. þ. m. sendi stjórn »Sókn- ar« nefndinni tilkynningu um, að ef hún yrði ekki búin að ganga að kröfunum kl. 4 e. h. 7. (Framh. á 2. síðu). Verkamannafélag Húsavíkur hélt fund 5. þ. m. Lagði Kristján Júlíusson fram eftirfarandi til- lögur og voru þær allar sam- þyktar: 1. »Fundur í Verkam.fél. Húsa- víkur, 5, —1. ’37 skorar á rikis- stjórn og næsta Alþingi að láta hefja á þessu ári byggingu sildar- bræðsluverksmiðju i Húsavik, er vinni úr 1500 málum síldar í sólarhring*. (Samþ. e. hljóði). 2. »FunduríV. H. lýsir ánægju sinni yfir 1.-10. gr. II. kafla starfsskrár Alþýðusambandsins fyrir næstu 2 ár, sem samþykt var á siðasta Alþýðusambands- þingi og lýsir einhuga fylgi sinu við þær, en jafnframt lýsir hann óánægju sinni yfir afstöðu þeirri, sem þingmeirihlutinn tók gagn- vart samvinnu við Kommúnista- flokk Islands, þar sem fundurinn litur svo á að samvinna þessara verklýðsflokka og Framsóknar- flokksins sé skilyrði fyrir því að hægt verði að framkvæma starfs- skrána. Um leið lýsir fundurinn því yfir að Verkamannafélag Húsa- víkur mun gera allt sem i þess valdi stendur, til þess að eining verkalýðsins um allt land verði sem fyrst að fullkominni stað- reynd og mun félagið leggja á- herslu á að varðveita eininguna innan sinna vébanda i baráttu gegn afturhaldsöflum þjóðarinnar. (Samþ. með 41 atkv. gegn 3). Sigurður Kristjánsson bar fram tillögu þessu viðvikjandi og kom hún ekki til atkvæða. 3. »Fundur haldinn í Verka- mannafél. Húsavikur 5.—1. 1937, skorar á oddvita Húsavíkur- hrepps að klára hreppsreikning- ana 1936 fyrir 15. jan. 1937 eins og lögákveðið er, svo það þurfi ekki að endurtaka sig lögleys- urnar frá i fyrra, en hrepps- nefndin, endurskoðandi hrepps- reikninga, og sýslunefnd geti leyst störf sín í þessu máli á lög- legan hátt.« (Samþykt í einu hljóði). flðalféhirðir Landsbankans settur í gæsluvarðhald. Á árinu 1935 hurfu tvívegis peningar úr Landsbankanum í Reykjavik án þess að uppvist yrði, við bráðabirgðarannsókn, hver eða hverjir væru valdir að stuldunum. Undanfarnar vikur hefir ensk- ur leynilögreglumaður dvalið i Reykjavík og rannsakað málið i kyrþey. Fyrir nokkrum dögum síðan hófust réttarhöld og lauk þeim með þvi að aðalféhirðir Landsbankans, Jón Halldórsson, var hneptur i gæsluvarðhald.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.