Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 17.11.1937, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 17.11.1937, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Líftryggingafél. ANDVAKA hefir mjög hagkvsemar Barnatryggingar Skólatryggingar H j ó n atryggi n gar Persónutryggingar með og án örorku. Kynnið yður kjörin hjá A N D V Ö K U. Umboösmaður: Guðjón Bernharðsson gullsmiður. yerið i þungaiðnaðinum heldur einnig innan létta iðnaðarins, sérstaklega í stærri borgunum. Tala hinna launuðu starfsmanna CIO, sem hafa það með höndum að fjölga meðlimum CIO, er alt- of lítil miðað við möguleikana, og þó skifta þessir starfsmenn hundruðum. Peir eru launaðir á þann hátt að aukaskattur er lagður á meðlimina, sem gengur i sjóð, sem varið er til að launa þessa starfsmenn, á þennan hátt fær CIO fleiri miljónir dollara til útbreiðslustarfsemi. Alt fram að þessu hafa sam- fylkingarmennirnir i AF ot L verið í minnihluta á ráðstefnum AF ot L en áhrif þeirra fara sívaxandi í fagfélögum AF of L og meðal þeirra fagfélaga, sem hafa tjáð sig fylgjandi samfylk- ingu verkalýðsins, eru ýms stærstu þýðirgti nr e.«iu fpgtélcf AF ol L (Eftir að ofanskráð er ritað hafa þeir atburðir gerst að fulltrúar frá ameríska fagfélagasambandinu (A F of L) og fulltrúar frá iðnverka- lýðsfélögunum (CIO) hafa setið á sameiginlegum fundi í Washing- ton og rætt um möguleika á því að koma á vopnahléi milli sam- bandanna og sameina þau síðan. Er þetta í fyrsta skifti sem full- trúar alt að 8 miljón amerískra verkamanna hafa verið saman- komnir á ráðstefnu. Báðir aðilar hafa lýst því yfir að viðræðurnar og samningatilraunimar hafi farið fram í mesta bróðerni. Eftir þess- um fregnum að dæma mun þess ekki langt að bíða að ameríski verkalýðurinn sameinist í eitt voldugt samband). Fallbyssur í sfaðinn fyrlr smjör. Útbreiðslumálaráðherra nasist- anna i þýskalandi hefir lengi verið látinn hrópa til þýsku þjóð- arinnar: Spara I spara !, til þess að hægt sé að verja þeim mun meira af tekjum þýsku þjóðarinn- ar til innrásar og barnamorða i erlendum ríkjum (Sbr. Span). Heróp hans hefir verið: »Byssur eru betri en smjör«. Reynslan er nú að skera úr sannteiksgildi þessa gullvæga kjörorðs. I höfuðborg Þýskalands, Berlín, er nú komin upp veiki, sem staf- ar af of mikilli notkun gerfiefna til manneldis. Einkum er talið að skorti smjör og mjólkurneyslu. Fyrirmynd íhaldsins. Talið er að fullnaðaryfirlit sé nú fengið um fjárreiðar dánar- bús sænska eldspítnakóngsins og svindlarans Krúgers. Nema skuld- ir dánarbúsins 1370 miljónum sænskra króna en eignirnar 6,8 miljónum eða tæplega ,/j°/o af skuldunum. Prentverk Odds Björnssonar. Kryddsíld fil sölu. Half tunna af ágætri krydd- sild til sölu. Tækifærisverð. Upplýsingar i Norðnrgöfn 2 6. Mai§mjöl, Laukur. Nýkomið: ■ Karlmannabelli. ■ Barnatöskur, ■ Veski, ■ Peningabuddur, ■ Vinnuvellingar. Pönfunarf. Varðtími lœkna. 17. nóv. — Pétur Jónsson. 18. nóv. — Árni Guðmundsson. 19. nóv. —• Jóhann Þorkelsson. Ábyrgðarmaður Þóroddur Guðmundsson. Rauðáta og kolkrabbi Fv( hefir hingað til verið haldið fram af öllum saemilega skynugum mönnum að rauðátan væri ein af styrkustu stoðunum undir farsæld fs- lensku þjóðarinnar og hafi m.a. alveg bjargað henni í sumar. »Dagur« er nú kominn að þveröfugri niðurstöðu, — það er auðséð að það er kominn kolkrabbi (og jötunuxi) í Framsóknar- flokkinn og ekkert getur bjargað hon- um nema rauðáta í nýjum kosningum eins og s.l. sumar. Brodd-Helgi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.