Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.12.1938, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.12.1938, Blaðsíða 1
Verkamaourinn Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XXI. Árg. Akureyri, fimtud. 1. des. 1938. 55. tbl. Er sjálfstæði íslands í hættu? Nú, þegar íslenska þjóðin minn- ist 20 ára sjálfstæðis, á grundvelli sambandslaga-samningsins frá 1918, er sérstök ástæða til þess að athuga — með tilliti til hins ískyggilega, alþjóðlega ástands — hversu vel sé borgið því dýrmæta. sjálfstæði, sem þjóðin, eftir þraut- seiga baráttu, ávann sér með áð- urnefndum samningum. Er hætta á því, að íslenska þjóðin glati þessum dýrgrip sín- um? Hættan er fyrir hendi. En hún er engan veginn óumflýjanleg. í hverju felst hættan? í tvennu. — Annarsvegar í því, að þjóðin sjálf, fólkið í landinu, alþýðan, gæti ekki nógu vel þeirra þegnréttinda og þegn- skyldu, sem er grundvöllur fyrir raunverulega sjálfstæðu þjóðríki. Hinsvegar, að ekká séu reistar nauðsynlegar og nægilega traust- ar skorður við erlendri ásælni og yfirgangi. Er almennum þegnréttindum hætta búin hér á landi? Samkvæmt stjómarskrá sinnl er ísland lýðfrjálst ríki. Almenn- ur kosningaréttur er t. d. víðtæk- ari hér á landi en i ýmsum öðrum menningarlöndum. En stjómar- skrá eins ríkis er auðvitað í fyrsta lagi pappírsplagg, sem að veru- legu leyti er góð eða ill, eftir því hvernig hún er framkvæmd. — Sá víðtæki kosningaréttur, sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir, er t. d. mjög rangfærður með kosn- ingalögum og kjördæmaskipun, sem veldur þvi, að raunverulegur kosningaréttur einstaklinga verð- ur mjög misjafn, eins og kunnugt er, eftir því hvax- á landinu þeir eru búsettir, þó slept sé að ræða um, hve þjóðfélagsleg afstaða gerir mönnum misjafnt fyrir að njóta réttar síns. Samkvæmt stjórnarskránni er mönnum heimilað að mynda með sér ýmiskonar félagsskap og sam- bönd, til menningar- og hags- munastarfsemi. Alþýðan hefir notað þennan rétt, meðal annars til að mynda fjölda verklýðsfélaga út um land alt, og samband þeirra, til baráttu fyrir hagsmun- um sínum og réttindum. Ennfrem- ur víðtæka samvinnuhreyfingu, í sama skyni. Þessi samtök f jöldans eiga að vera vopn hana i hagsmunabar- áttunni og vígi þegnréttinda hans og þjóðfrelsis. En reynt er nú mjög að deyfa eggjar þessa vopn, og sótt er að víginu, jafnvel þaðan er síst skyldi. Réttur verklýðsfélaganna hefir verið mjög skertur með vinnulög- gjöf — og verður meir, ef verk- lýðssamtökin ekki hindra það. Samningsréttur stéttarfélaga, um kaup og kjör meðlima sinna, er af þeim tekinn með lögþving- uðum gerðardómum, þegar ríkis- valdinu bíður svo við að horfa. Hinn almenni og jafni kosn- ingaréttur innan samvinnuhreyf- ingarinnar er skertur, með lands- lögum, og gerður misjafn með hliðsjón af efnahag einstaklinga. Og nú síðast hefir sjálf stjórn landssamtaka verkalýðsins gripið til þess óyndisúrræðis — til þess að reyna að halda persónulegri aðstöðu og og tignarstöðum — að svifta verklýðsfélögin í Alþýðu- sambandinu því lýðfrelsi og sjálf- stæði, sem er grundvöllur fyrir árangursríku starfi þeirra, og ein- oka öll þeirra ráð og málefni í höndum lítillar klíku. Yfir öllu þessu réttindaráni og skerðingu á almennu lýðræði og lýðfrelsi hlakkar svo hinn upp- rennandi fasismi, eins og ránfugl yfir bráð — fiskar í gruggugu vatni lýðfrelsisskerðinganna, reiðubúinn til að hrifsa til sín þá mörgu lýðræðissinna, sem viltir verða og vonsviknir vegna slíkrar rangfærslu lýðræðisins, sem hér hafa verið nefnd aðeins nokkur dæmi um. í öllu þessu felst veruleg hætta á, að íslenzka þjóðin, fyrir eigin aðgerðir, fyrirgeri almennum þegnréttindum og þjóðfrelsi. En sú hætta er ekki óumflýjan- leg. Ef öll hin lýðræðissinnuðu fjöldasamtök, sem grundvölluð eru á okkar lýðfrjálsu stjórnarskrá, eins og t. d. verklýðsfélögin, sam- vinnufélögin, ungmennafélögin, íþróttafélögin og annar frjálshuga félagsskapur yngri og eldri, sam- einuðu krafta sína í öflugri bar- áttu til vemdar ríkjandi lýðrétt- indum, og til endurbóta og full- komnunar almennra þegnréttinda — og veittu þeim pólitísku flokk- um einum brautargengi, sem framfylgdu slíkri stefnu í verki — þá v«ri fasismahœttan, innsrn frá, útilokuð. — Þá væru þegnréttindi íslenskrar alþýðu tryggð, og þar með skapaður grundvöllur fyrir baráttu þjóðarinnar út á við, fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. ÞAÐ ER EINN SÁ HÖFUÐ- LÆRDÓMUR, SEM ÍSLENSKA ALÞÝÐAN V E R Ð U R AÐ LEGGJA SÉR RÍKT A HJARTA Á ÞESSUM MINNINGARDEGI FULLVELDISINS. Er íslensku sjálfstæði hætta búin af erlendri ásælni og yfir- gangi? ísland hefir, í eitt skifti fyrir öll, lýst yfir ævarandi hlutleysi sínu í ófriði. Þjóðréttarfræðingar hafa deilt um það, hvort sú yfir- lýsing hafi nokkurt alþjóðlegt gildi á þann veg, að öðrum þjóð- um sé skylt‘að virða þetta hlut- leysi. Og ísland, sem sjálft er varnarlaust með öllu, hefir ekki samning við nokkurt stórveldi um að vernda sjálfstæði sitt gegn er- lendum yfirgangi. Hvað sem hefði mátt álíta um hlutleysis-yfirlýsingu íslenska rík- isins, fyrir nokkrum árum, þá er, án efa, öllum ljóst, að nú, eftir valdatöku fasismans í þremur stórveldum heimsins, og bandalag þeirra til undirokunar þjóða og landa, þá er þessi yfirlýsing minna virði en pappírinn, sem hún er skrifuð á. — Þegar hvert sjálf- stætt ríki af öðru — ríki sem eru í alþjóðlegu bandalagi og hafa sjálf verulegar hervarnir — eru þurkuð út af landabréfinu sem slík, með áður óþektu ofbeldi, eftir dutlungum nokkurra valda- (Framh. á 4. síðu). Fjárhagsnefnd felstá kröfurVerkamanna- félags Akureyrar um kaup- gjald við tunnusmíðið. Tilboð Erlings um kauplækkun, frá því sem tíreilf var §.l. velur, ekki þegið. í síðasta tbl. var sagt frá því, að Verkamannafélag Akureyrar vildi ekki fallast á beiðni bæjarstjórnar um að samþykkja að verkamönn- um við tunnusmíðið yrði greitt að- eins kr. 1.20 á kl.st. og beykirum kr. 1.35. — Bauð félagið hinsvegar að sætta sig við, að kaupið yrði kr. 1.35 og kr. 1.50 á kl.st. Jafn- framt voru sett skilyrði um, að hver verkamaður fengi, saman- lagt, ekki minna en tveggja mán- aða vinnu og ávalt fullan vinnu- dag, þ. e. 8 kl.st. á dag. Fjárhagsnefnd hélt fund um málið s. 1. laugardag. Lá einnig fyrir þeim fundi bréf frá Erlingi Friðjónssyni, þar sem hann tjáir, að 13. f. m. — það er 2 DÖGUM ÁÐUR en bæjarstjórn ákvað að fara fram á nokkurn afslátt á kaupi — hafi félag hans samþykkt að láta afskiptalaust þó ekki yrði borgað hærra kaup við tunnu- smíðið en kr. 1.20 og kr. 1.35 á klukkustund, Samkvæmt þeirri reynslu, sem fékkst af mánaðarkaupgreiðslunni s. 1. vetur, er sannanlegt, að þetta tímakaup, án nokkurrar vinnu- tryggingar, er verkamönnunum talsvert óhagkvæmara en það mánaðarkaup (kr. 230.00), sem þá var greitt. Tilboð Erlings fól því í sér talsverða LÆKKUN frá því kaupi, sem greitt var við tunnu- smíðið s. 1. vetur. Þrátt fyrir þetta „góða boð“ „verklýðsforingjans“ varð fjár- hagsnefnd samála um að leggja til við bœjarstjórn, að hún samþykki kröfur Verkamannafélags Akur- eyrar um kaupgjald við tunnu- smíðið, í vetur, þ. e. kr. 1.35 á kl.st. fyrir almenna verkamenn og kr. 1.50 á kl.st. fyrir beykira vg flokksstjóra. Má telja alveg víst, að bæjar- stjórn samþykki þá tillögu nefnd- arinnar — og verður Erlingur auminginn þá að sætta sig við það, að tunnusmíða-karlarnir fái frá 11% til 12Vz% hærra kaup, en hann kærir sig um handa þeim. Hinsvegar taldi meirihluti fjár- hagsnefndar sig ekki geta gengið að skilyrðunum, sem sett voru (Framhaid á 4. siðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.