Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 21.12.1938, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 21.12.1938, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Gleðileg jóf, í hamingjuríkt nýtt dr. Kaffibrensla Akureyrar h. f svo aðeins með því að þetta hafi verið óviljaverk, ósjálfrátt athæfi. Vitanlega er það síður en svo afsökun, að hneykslanleg fram- koma sé fulltrúa bæjarfélagsins svo töm og eiginleg að hann blátt áfram viti ekkert af því. Þannig er það einmitt með böðlana, þeir eru stoltir af böðulsverkum sínum og finst athæfi sitt hið göfug- mannlegasta. Slíka menn vill yf- irgnæfandi meirihluti íbúa höfuð- staðar Norðurlands ekki hafa í þjónustu sinni, og slíkur maður sem Sv. Bj. getur ekki verið full- trúi bæjarins áfram nema ef til vill með því að bæjarstjórnin beiti íbúana ofbeldi. f>að veit jafnvel bæjarstjórnin sjálf. Hún getur svo sem freistað þess, ef hún álítur að þrjóska hennar eigi endilega að skipa æðri sess en réttarmeðvitund yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa, þar á meðal hennar sjálfrar. Þegar framfærslufulltrúinn, Sveinn Bjarnason, er orðinn ger- samlega rökþrota í „Guðrúnarmál- inu“ og stendur uppi aðeins með keypt vottorð kvenmannsaum- ingja, sem jafnframt vottar, að hún viti ekkert hvað hún skrifar undir — grípur hann til þess göfugmannlega ráðs (sem honum er að vísu samboðið) að ljúga upp langri sögu um atburði og að- stæður við kistulagningu Guðrún- ar heitinnar systur minnar. Þó atburðir við kistulagningu systur minnar hafi ekki í einu eða neinu verið sambærilegir við að- farir framfærslufulltrúans, er hann kistulagði Guðrúnu sál. Oddsdóttur, og eg finni því ekki ástæðu til að afsaka neitt í því sambandi — vil eg, vegna þeirra fáu, sem kynnu að leggja trúnað á slefsögu framfærslufulltrúans, hnekkja, með vottorðum valin- kunnra manna, helstu lygum hans um þetta. Framfærslufulltrúinn fullyrðir, að uppganga að íbúð minni sé „kistufær“. Ennfremur að stafn- gluggar íbúðarinnar séu „alveg sérstaklega vel gerðir til þess að fara með kistu um þá“. (Leturbr. mín). — Um þetta segja fjórir valinkunnir trésmiðir eftirfarandú Samkvæmt beiðni höfum við undirritaðir mælt stigauppgöng- una að íbúð efri hæðar í húsinu Hríseyjargötu 11 hér í bæ, og vottum hér með, að við báða enda stigans eru svo þröngar beygjur, að ómögulegt er að fara um með líkkistu, af venjulegri stærð, nema reisa hana upp á enda, þvl nær lóðrétt. Ennfremur höfum við mælt hæð frá jörðu og upp að stafngluggum umræddrar íbúðar, og er sú hæð 5 Vz METER. Er því ógerlegt að taka líkkistu út um glugga þessa, nema mikill útbúnaður sé gerður úti fyrir. Akureyri 19. des. 1938. Hermundur Jóhannesson. Hermann Ingimundarson. Páll Friðfinnsson. Þorsteinn Stefánsson. Hverjir trúa Sveini Bjarnasyni betur? Þá veður framfærslufulltrúinn elginn út af því, að lík systur minnar skyldi ekki látið standa uppi í íbúð okkar, til útfarardags- ins — og telur þessi nærgætni sómamaður það bera vott um ræktarleysi, eða þá að íbúðin hafi þótt „of fín“ — því „ekkert hefði þarna rekið eftir * með burt- flutning". Eg skýt því undir dóm þeirra fjölmörgu bæjarbúa, sem þektu sambúð okkar systranna, hvort eg muni hafa talið eftir að veita henni látinni þá beztu aðbúð, sem eg átti kost á. Og hvort íbúðir styrkþeganna eða framfærslufull- trúans, og stéttarbræðra hans, eru fínni, vita áreiðanlega allir. Nei, sannleikurinn er sá, að fyr- ir utan þrengsli íbúðarinnar, hagar svo til, að ekki er hægt að tempra hita í íbúðarherbergi mínu, eins og eftirfarandi vottorð sannar: Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir að á miðstöðvarofni í íbúðarherbergi Sigurborgar Björnsdóttur, Hríseyjargötu 11, er enginn krani, svo ekki er hægt að taka hita af ofninum, ef á annað borð er lagt í miðstöð hússins. Akureyri 19. des. 1938. Hermundur Jóhannesson. Hermann Ingimundarson Þorsteinn Stefánsson. Páll Friðfinnsson. Það hefði því af þessum ástæð- um einum verið ógerlegt að láta líkið standa uppi í íbúðinni, leng- ur en gert var, nema ekkert hefði verið lagt í miðstöðvareldavélina allan tímann, og upphitun þar með verið tekin af sjúkraherbergi bróður míns, og ekki hægt að elda mat handa okkur. Það hefði mér aldrei komið til hugar að gera, þar á meðal vegna veikinda bróður míns, sem Jón Geirsson, læknir, vottar um eftirfarandi: Snæbjörn Björnsson, Hríseyjar- götu 11, hefir undanfama 3 mán. verið veikur af Ristli (Herpes Zozter) og allan þennan tíma

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.