Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 23.09.1939, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 23.09.1939, Blaðsíða 1
XXII. ÁRG. Laugardaginn 23. sept. 1939. 38. tbl. Rauði herinn tekur gömlu sovéthéruðin frá 1920 aftur, eftir hrun pólska ríkisins. Stórjarðeignum aðals- manna og annara auð- manna hefir strax verið skift meðal sm'ábænd- anna. Að morgni 17. þ. m. afhenti Mo- lotoff, forsætis- og utanríkismála- ráðherra Sovétríkjanna, sendi- herra Póllands tilkynningu þess efnis, að þar sem pólska ríkið væri hrunið í rústir, telji Sovét- stjórnin skyldu sína að gæta ör- yggis Sovétríkjanna og vernda þá Rússa, sem í Póllandi búa. Hefði því stjórnin fyrirskipað Rauða hernum að taka Vestur-Hvíta- Rússland og Vestur-Ukrainu und- ir vernd sína. Snemma að morgni sama dags fór svo Rauði herinn yfir landa- mæri Póllands á næstum því öllu svæðinu milli Lithauen og Rú- meníu eða á um 800 km. svæði og hafði að kvöldi sama dags sótt fram um 40—80 km. Síðan hefir sókn Rauða hersins látlaust hald- ið áfram og hefir hann nú tekið nær allar helstu borgirnar á því svæði er honum var ,faiið að vemda. Hefir þýski herinn víða hörfað undan, m. a. frá olíulind- unum í Galiciu. Allar fregnir benda til þess að Rauði herinn hafi yfirleitt mætt mjög lítilli mótspyrnu og hlutlausar fregnir herma að pólskar liðsveitir hafi jafnvel sumstaðar gengið í lið með honum. Það hefir vakið mikla athygli hversu mikla á- herslu Rauði herinn lagði á það að loka í skyndi landamærum Póllands og Rúmeníu. Þykir nú öllum auðsætt eftir þá atburði er gerst hafa í Rúmeníu síðustu daga, hvað hafi valdið þessum hraða Rauða hersins meðfram rúmensku landamærunum. Síðustu fregnir herma að skift- ing Póllands verði í höfuðatriðum á þann veg, að markalínan liggi næstum því yfir þvert landið í gegnum Varsjá. Hafa þá Sovétlýð- veldin ekki aðeins sameiginleg landamæri með Rúmeníu heldur einnig Ungverjalandi og hluta af Slovakíu. í þeim héruðum, sem Rauði herinn hefir tekið, hefir þegar farið fram skifting stórjarðeign- anna milli smábændanna. Kensla er byrjuð aftur í skólunum á þessu svæði, hermenn þeir sem Rauði herinn hefir tekið til fanga hafa verið afvopnaðir og síðan látnir lausir. í fyrradag var tug- um þúsunda af blaðinu „Pravda“ dreift meðal íbúanna og rússnesk- ir úrvals leikaraflokkar, m. a. margir bestu söngmenn Rússa, halda sýningar í hinum nýju Sovéthéruðum, og er sýningunum þannig fyrirkomið, að sýningar- gestirnir fái fræðslu um stjórnar- hætti, menningu og framkvæmdir í Sovétlýðveldunum. Yf i rlýsi ng Mo I otof f s. Molotoff, forseti þjóðfulltrúa- ráðs Sovétríkjanna og þjóðfulltrui utanríkismála gaf eftirfarandi yf- irlýsingu í ræðu, er útvarpað var frá öllum stöðvum Sovétríkjanna 17. sept., kl. 11,30. Birtist hér út- dráttur yfirlýsingarinnar. Pélagar, borgarar! Atburðir þeir, er orðið hafa í þýsk-pólsku styrjöldinni hafa leitt í ljós innri veikleika og vöntun á starfshæfni pólska ríkisins. Yfir- ráðastéttir Póllands eru örþrota. Alt hefir þetta gerst á örskömm- um tíma. Á hálfum mánuði hefir Pólland mist allar iðnaðarmið- stöðvar sínar, flestar stórborgirn- ar og aðrar þýðingarmiklar stöðvar. Varsjá er ekki lengur höfuðborg pólska ríkisins, enginn veit um dvalarstað pólsku stjórn- arinnar. Hinil duglausu foringjar pólsku þjóðarinnar hafa skilið hana eftir varnarlausa. Pólska ríkið og stj$m þess eru í reynd Fo rsæfis ráð he ra Rúmeniu myrtur ai fasistum Forsætisráðherra Rúmeníu, Ca- inescu, var myrtur s. 1. fimtudag á götu í Búkarest. Morðingjarnir voru úr flokki naziola »Járnvarð- arliðsins« sem var bannaður fyr- ir nokkru. Morðingjarnir og fleiri asistar voru handteknir og skotn- ir. Lögreglan hefir fundið leyni- skjöl á þýsku, fyrirskipanir til þýskra nazista í Rúmeníu, um það, hvernig þeir skyldu haga sér þegar þýski herinn kæmi að landamærum Rúmeníu og Pól- lands. En Rauði herinn hefir lokað þessum landamærum eins og kunnugt er og þar með eyði- lagt þau áform nazismans að leggja undir sig kornlandið Rúm- eníu og hinar auðugu oliunámur þar. Þykja þessar aðgerðir Rússa benda ótvírætt til þess að um enga vináttu sé að ræða milli stjórnar Sovétlýðveldanna og þýsku stjórnarinnar. Nazistastjórnin beitir bræðilegri grimd. Mörg hnndruð upp- reistarforingfar skutnir án dóm§ og laga. Fregnir herma að víðtæk upp- reistarhreyfing hafi brotist út í byrjun þessarar viku í Bæheimi, Mæri og Slovakíu. Hefir nazista- stjórnin beitt hræðilegri grimd til að reyna að bæla uppreistina niður. Hafa þúsundir manna verið handteknir og mörg hundruð skotnir án dóms og laga. Svo harðvítug hefir baráttan verið, að ekki lengur til. Með tilliti til þessa ástands eru samningar þeir, sem gerðir hafa verið milli Sovét- ríkjanna og Póllands úr gildi fallnir. í Póllandi hefir skapast ástand, er krefst sérstakrar varúðar af hálfu sovétstjórnarinnar um ör- yggi Sovétríkjanna. Pólland er orðið opið fyrir hverskonar óvæntum atburðum, er gætu þýtt hættu fyrir land vort. Sovétstjórnin hefir fram að þessu verið hlutlaus. En hún get- ur ekki lengur verið afskiftalaus (Framhald á 4. síðu) . Friðarsamn- ingur milli Rússaog Japana. Japanir eru nú orðnir vonlausir um að yfirbuga Rauða herinn í hinu fjarlæga austri og hafa frið- arsamningar verið undirritaðir milli Rússa og Japana. Samkvæmt samningnum á sameiginleg nefnd að ákveða landamærin milli Mon- golalýðveldisins og Mandsjúkúó. Vegna þess hvað sterlingspund- ið hefir nú fallið mikið, hefir rík- isstjórnin gefið út bráðabirgðalög þar sem ákveðið er að skilja ís- lensku krónuna frá sterlingspund- inu. Ef sterlingspundið fellur nið- ur fyrir það, að 4,15 dollarar séu í pundi, þá skal krónan skráð í hlutfalli við dollarinn en ekki pundið. Samt sem áður hefir nú krónan fallið um 11%. konur hafa barist gegn nazistun- um með naglreknum spýtum og öðru því, sem hendi er næst. „Frelsisstöðin“, hin leynilega út- varpsstöð andstæðinga nazismans, hvetur stöðugt andstæðinga naz- ismans til að hefja uppreist og kollvarpa harðstjórninni. S. 1. fimtúdag sendi hún m. a. út ávarp, sem endaði þannig: „Sú stund nálgast, að öll þýska þjóðin rís gegn Hitler og afnemur ógnar- stjórn nazismans. Niður með Hit- ler! Lifi hið frjálsa Austurríki og hin frjálsa Tékkoslovakía! Lifi hið frjálsa, þýska lýðræðisríki!“ „Frelsisstöðin“ útvarpar reglu- lega á bylgjulengdinni 29,8 m. kl. 21 (ísl. sumartími) og á 40,9 m. kl. 1930 og svo oft endranær á sömu bylgjulengdum. Dr. Benez, fyrverandi forseti Tékkoslovakíu hefir í útvarps- ræðu í London hvatt Tékka til i«npreistar gegn Hitler. Nýja Esja komin til landsins. Esja hið nýja skip rikisins kom til Reykjavikur kl. 11 í gær- dag. Blaðamönnum og fleirum var boðið um borð til að skoða hið nýja skip. Esja leggur af stað á morgun áleiðis hingað til Ak- ureyrar. llppreist Tckka og SIo- vaka liafin gegn Hitler

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.