Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.12.1944, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 02.12.1944, Blaðsíða 1
XXVII. ÁRG. Laugardaginn 2. desember 1944. 44. tbl. 1. desember Samkvæmt úrskurði forseta ís- lands verður 17. júní þjóðhátíðar- j dagur framvegis, en 1. des. aðeins einn af fánadögunum. Allstaðar á landinu mun þó hafa verið efnt til! ýmiskonar hátíðahalda í gær í sam- bandi við minningu dagsins. Þjóð- in hefir síðan 1918 geymt minning- ar um sjálfstæðisviðurkenninguna sér til handa og tengt hana sérstak- lega við þennan dag. Því mun 1. des. lengi verða minnst meðal þjóðarinnar og hann haldinn há- tíðlegur svo sem tilhlýðilegt er. — Stærsti sigur þjóðarinnar í frelsis- baráttunni var fenginn með sambandslögunum 1. des. 1918. Þá var það, sem hún hlaut vissu um, að henni tækist að verða aftur al- frjáls í edgin landi. Eftir það gat íslenska alþýðan byrjað ótrauð á uppbyggingarstarfinu í vissu um það, að öll hyggindi myndu koma öllum íslendingum sjálfum í hag. Vegna þess er 1. desember minnst sem hátíðisdags og vegna þeirrar minningar og þeirra stóru gjafa, sem hann færði þjóðinni fyr- ir 26 árum, halda börn Fjallkon- unnar áfram endurreisnarstarfinu af meira kappi nú en nokkru sinni áður. Því starfi, sem mun leysa hverjar viðjar, er reynt verður að búa þessari þjóð. Sósíalistafélag Akureyrar gekkst fyrir kvöldskemmtun í Verklýðs- húsinu í gær í tilefni dagsins. Fjöl mennt var og skemmtu gestir sér við ýmsa dagskrárliði lengi kvölds, en að lokum var dansað til kl. 2. Ný tillaga viðvíkjandi Amtsbókasafninu Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lág eftirfarandi tillaga frá Bóka- safnsnefnd: „Bókasafnsnefnd væntir þess fast lega, að bæjarstjórn sjái sér fært að leggja fram á næsta ári svo ríflega fjárhæð til byggingar bókhlöðu á Akureyri, að nægi, ásamt því fé, er þegar er handbært, til þess að hef ja byggingu bókhlöðunnar og koma henni það áleiðis, að bókasafnið 'geti haft hennar not. í sambandi við þetta vill nefndin benda á, að hún telur sjálfsagt, að bæjarstjórn fari fram á, að ríkið taki ríflegan þátt í kostnaðinum við byggingu bókhlöðunnar, ekki einungis með tilliti til þess al- menna mentunar- og menningar- gildis, sem. gott bókasafn á Akur- eyri hlýtur að hafa, heldur með hliðsjón af gildi þess fyrir skólana á Akureyri, þar á meðal mentaskól- ans.“ > Bæjarstjórn afgreiddi þessa til- lögu í bili á þann veg, að vísi henni til fjárhagsnefndar. í grein, sem eg skrifaði snemma í sumar í „Verkam.“ um Amstbóka- safnið, lagði eg til að Akurevrar- bær og bæjarbúar heiðruðu og settu sér það takmark í tilefni af endurreisn lýðveldis á íslandi á þessu ári, að byggja Matthíasarbók hlöðu á þessu sögufræga ári og heiðra þannig minningu þjóð- skáldsins, sem hin fyrirhugaða bókhlaða hefir verið skírð eftir. Eins og vænta mátti, fékk þessi tillaga mín ekki undirtektir hjá hinu andlitla afturhaldsliðr bæjar- ins og því útilokað að Matthíasar- bókhlaðan verði bygð á þessu merka ári í sögu íslensku þjóðar- innar. Það er því ánægjulegt að bóka- safnsnefndin skuli nú vera komin fram með tillögu um að bærinn hefjist handa á næstunni í þessu máli, og er þess að vænta að bóka- safnsnefndin fylgi tillögu sinni fast eftir. Öllum, sem hafa snefil af áhuga fyrir andlegum verðmætum og skilningi á gildi góðra bókasafna, mnn vera það ljóst, hversu hættu- legt er að geyma Amtsbókasafnið í núverandi húsakynnum þess, þar sem alt getur fuðrað upp á svip- stundu, og að geymsla bókasafnsins áslíkum stað er illa sæmandi þeim bæ, er telur sig og er höfuð Norð- urlands. Má því undir engum kringum stæðum dragast lengur en til næsta árs að hafist verði handa með bygg ingu Matthíasarbókhlöðunnar. - En þegar ákvarðanir verða teknar um bygginguna, þá mætti ekki gleymast að íhuga hvort ekki væri skynsamlegast að reisa bókhlöðuna nálægt eða öllu heldur í skólahverfi bæjarins. J. Á. Bæjarstjórn Akureyrar mófmælir harð- lega því óréttlæti, sem Iryggingarstofn- un ríksins beitir þegna þjóðfélagsins múiirv utan Reykjavíkur Hámark ellilauna- og örorkubóta í Reykjavík kr. 3250.00 en í öðrum kaupstöðum kr. 2980.00. Fráfarandi stjórn Björns r Olafssonar og V, Þór, tafði fyrir framgangi hafnar- Oddeyri hún gat mannvirkjanna ems °g Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag var einróma samþykt svohljóðandi tillaga frá framfærslu- nefnd: „Bæjarstjórn Akureyrar mót- mælir enn á ný harðlega því óréttlæti, sem þegnar þjóðfélags- ins utan Reykjavíkur eru beittir með þeirri framkvæmd alþýðu- tryggingarlaganna, að láta þá njóta minni réttinda en Reyk- víkinga, og það þótt þeir greiði samkvæmt lögum sömu hundr- aðstölu af tekjum sínum til Líf- eyrissjóðs íslands. Skorar bæjar- stjórnin á hlutaðeigandi stjórn- arvöld, að ráða þegar í stað bót á þessu ranglæti. Jafnframt vill bæjarstjórn Ak- ureyrar láta þá skoðun sína í ljós, að hámark ellilauna og ör- orkubóta hafi verið ákveðið of lágt, þar sem ógerlegt er fyrir örbjarga fólk, að láta það endast fyrir öllum óhjákvæmilegum út- gjölum, og telur brýna nauðsyn á, að úr því verði bætt.“ Bæjarstjórnin mótmælti í fyrra því misrétti, sem þá var á hámarki ellilauna og örorkubóta í Reykja- vík og annarsstaðar á landinu og (Framhald á 2. síðu). A fundi bæjarstjórnar 17. okt. sl. bar Tryggvi Helgason fram eftir- farandi fyrirspurn: „Hvað líður framkvæmdum við hafnarmannvirkin norðan á Odd- eyrartanga, og er fyrirhugað að láta vinna að þeim framkvæmdum í haust og vetur?“ Fyrirspurninni var vísað til Hafnarnefndar og svaraði hún fyr- irspurninni eftir mánaðartíma með svohljóðandi bókun í fundargerð sinni frá 16. nóv. sl.: „Þar sem gerð hafnargarðsins hefir ekki enn verið samþykt af hlutaðeigandi ráðuneyti, þrátt fyrir ítrekaða beiðni þar um getur nefndin eigi að svo stöddu ákveðið frekari framkvæmdir við garðinn." Jafnframt getur svo nefndin þess að hún vilji því enn ítreka beiðni sína um, að ráðuneytið samþvkki gerð hafnargarðsins, eins og farið hefir verið fram á. Vonandi skiftir um til batnaðar hjá hinum nýja ráðherra, er fer með þessi mál. Frá Alþýðusamliands- þinginu Þingi Alþýðusambandsins lauk s. 1. sunnudagskvöld. Var þá kosin stjórn sambandsins til næstu 2ja ára. Tvær uppástungur um forseta efni komu fram, með þeim Her- manni Guðmundssyni form. Hlífar í Hafnarfirði og Helga ftennessyni í Reykjavík. Kosningin fór þannig að Hermann hlaut 108 atkvæði og var kjörinn forseti sambandsins, en Helgi Hannesson fékk 104. Vara- forseti var kosinn Stefán Ögmunds- son Reykjavík. Um hina stjórnar- meðlimina kom ekki fram nema einn listi og voru þeir því sjálf- kjörnir, en þeir eru: Úr Reykjavík: Björn Bjarnason, ritari. Sigurður Guðnason. Jón Rafnsson. Guðbrandur Guðjónsson. Jón Guðlaugsson. Úr Hafnarfirði: Kristján Eyfjörð. Bjarni Erlendsson. Þá voru kosnir meðstjórnendur aðalstjórnar tveir úr hverjum landsfjórðungi: Fyrir Suðurland: Sig. Stefánsson Vestm.eyj. Jóh. Sigmundsson Gerðum. Fyrir Vesturland: Árni Magnússon ísaf. Jón Tímóteusson, Bol.vík. Fyrir Norðurland: Tryggvi Helgason, Akureyri Gunnar Jóhannss., Sigluf. Fyrir Austurland: Bjarni Þórðarson, Norðf. Inga Jóhannesd., Seyðisfirði. Verkalýðsfélögin i landinu hafa með þessu sýnt vilja sinn í því að losa sig við ýmsa flugumenn at- vinnurekendanna, sem laumast hafa inn í raðir þeirra. Þessi úrslit verða eflaust engin gleðitíðindi fyrir borgaraflokkana og þar á meðal Alþýðuflokkinn, sem mest og best hafði stuðlað að sundrung- inni og flugumennskunni innan Alþýðusambandsins. Sá flokkur og hans blað hafa nú fengið rækilegt kjaftshögg frá verkalýðnum og mætti þau verða honum og því til varanlegrar eftirminningar. Verkamannafélaé Akureyrarkaup- staðar heldur fund í Verklýðshúsinu sunnudaginn 3. desember næstk. kl. 1.30 síðdegis. Skjaldborgarbíó Laugardag og sunnudag kl. 9: Góður gestur. Sunnudag kl. 5: Sá hlær bezt, sem síðast hlær.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.