Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1946, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.05.1946, Blaðsíða 1
XXIX. árg. Miðvikudaginn 1. maí 1946 19. tbl. Frá verklýðsráðstefnunni á Siglufirði: Leggur eindregið til að stofnað verði fjórðungssamband fyrir Norðurland A verklýðsráðstefnunni mætti 31 fulltrúi frá 17 verklýðsfélögum Eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu áður, skrifuðu verklýðsfé- lögin á Siglufirði öllum verklýðsfé- lögum á Norðurlandi, frá Þórshöfn að Drangsnes á Ströndum, bréf, þar sem mælzt var til þess, að íélögin kysu fulltrúa tl að mæta á verklýðs- ráðstefnu fyrir Norðurland, sem halda ætti á Siglufirði 24.-26. apríl fengu á Siglufirði, voru einstaklega ínægjulegar, og eiga verklýðsfélög- in þar miklar þakkir skilið fyrir for- ustu sína í þessu máli og kostnað rann og starf, sem þau hafa á sig tekið. 1 ar. Flest félögin á þessu svæði munu hafa kosið fulltrúa á ráðstefnuna, tn sakir slæmra samgangna við Sigiu- fjörð gátu fulltrúar frá nokkrum fé- lögum, aðallega þeim, sem fjarst voru, ekki komizt á ráðstefnuna. Ráðstefnan var sett hinn 24. apríl (síðasta vetrardag), og voru þá mætt- ir 31 kjörnir fulltrúar frá samtals 17 verklýðsfélögum. Guðmundur Vigfússon, erindfeki Alþýðusambands íslands, sat ráð- stefnuna í umboði stjórnar Alþýðu- sambandsins. Þóroddur Guðmundsson, gjald- keri „Þróttar" á Siglufirði, setti ráð- stefnuna og bauð fulltrúana vel komna. Því næst var gengið til kosn- inga á starfsmönnum og nefndum. Aðalforseti var kjörinn Kristinn Sigurðsson, Ólafsfirði, og varafor- setar, þeir Tryggvi Helgason, Akur- eyri, og Jónas Jónsson, Sauðárkróki. Aðalritarar voru kjörnir þeir Rós berg G. Sncedal ,og Sigvaldi Þor steinsson, Akureyri, en til vara Guð rún Guðvarðar, Akureyri, og Jónas Jónsson, Siglufirði. Á dagskrá þessarar ráðstefnu voru þrjú aðalmál, en þau voru: Kaup gjaldsmálin í fjórðungnum, atvinnu málin og stofnun fjórðungssam- bands fyrir Norðurland. Öll þessi mál voru ýtarlega rædd, bæð í nefndum og á fundum, og gerðar í þeim ályktanir, sem sendar verða verklýðsfélögunum í fjórð- ungnum. Kosin var 5 manna framkvæmda- nefnd til að undirbúa stofnun fjórð- ungssambands. Á hún að senda fé- lögunum skýrslu um störf og álykt- anir ráðstefnunnar, gera uppkast að lögum fyrir sambandið og leita álits allra verklýðsfélaganna í fjórðungn- um á sambandsstofnuninni, og síð- an að boða til stofnþings n. k. haust, sé það vilji félaganna að stofna sa.n- bandið. Ágætt samkomulag ríkti á ráð- stefnunni, og voru öll mál, sem hún afgreiddi, samþykkt samhljóða. Viðtökurnar, sem fulltrúarnir Það er persónuleg og félagsleg skylda verkamanna aðfylkja liðil.maí Kröfugangur verkalýðsins á ís- landi fyrsta maí eru tiltölulega ný- tilkomnar. Aðeins hin allra síðustu ár liefur tekist að fá svo stóran hluta af verkamönnum og verka- konum til þáttöku í kröfugöngu þennan alþjóðlega baráttu- og há- tíðsdag verkalýðsins, að sómi hefur að verið og samfylking hins vinn- andi fólks borið samtakamætti og félagsþroska þess verðugt vitni. Það virðist því full ástæða til að ætla, að verkalýðurinn sé í þann veginn að ____________________________________L, Engar herstöðvar! Verklýðsráðstefnan á Siglufirði samþykti einróma eftirfarandi ályktun: „Ráðstefna verklýðsfélaganna á Norðurlandi, haldin á Siglufirði dagana 24.-26. apríl 1946, lýsir yfir því eindregna áliti sínu, að beiðni Band'aríkjastjórnar um hernaðarbækistöðvar á fslandi, sem og öllum svipuðum málaleitunum frá hvaða ríki sem er, verði af- dráttarlaust neitað. Þar sem ráðstefnan teluir, að nú þegar liggi fyrir upplýsingar um það, að allur meginþorri íslenzku þjóðarinnar sé andvígur 'afsali landréttinda í hendur erlendu ríki, hvort sem er í smáum eða stór- um stíl, sé það siðferðisleg og þjóðfélagsleg skylda íslenzku ríkis- stjórnarinnar, og Alþingis, að neita Bandaríkjum Norður-Ameríku um umbeðnar hernaðarbækistöðvar hér á landi, og ganga ríkt eftir þvi, að það loforð Bandaríkjastjórnar að hverfa með allan her sinn af íslandi að styrjöldinni lokinni, verði efnt. Ennfremur lítur ráðstefnan svo á, að það, að flestar frjálsar þjóð- ir heims hafa viðurkennt ísland sem fullkomlega sjálfstætt ríki, sé sú mesta og bezta trygging fyrir öryggi landsins á komandi árum, en réttindaafsal til hand'a einu erlendu stórveldi verði til að veikja það öryggi til stórra muna. Þá skorar ráðstefnan eindregið á ríkisstjórnina að birta án frek- ari tafar allt það, er farið hefir á milli hennar og Bandaríkjastjóm- ar eða annarra ríkja í þessu máli. Ráðstefnan skorar á stjórnarvöld landsins að gera alvarlega til- rau til þess að fá ísland viðurkennt sem hlutgengan aðila og full- valda ríki í samtökum hinna sameinuðu þjóða.“ losa sig við þann háskalega og al- ranga hugsunarhátt, að kröfugöng- ur séu ósiðlegar og minni á bylt- ingu og stríð. Yfirstéttin íslenska hefir reynt að vekja meðaumkun verkamanna með sér og telja þjim trú um að kröfur þær sem settar hafa verið fram af stéttarsamtökum verkamanna 1. maí væru ósann- gjarnar og í þeim fælisa aðeins heimtufrekja við aðra, en flótti frá frá eigin störfum og skyldum. Ýmis hugdeigir forustumenn verkalýðs- samtakanna hafa sýkst af þessum á- róðri yfirstéttarinnar og síðan gert lítið eða ekkert til að fylkja al- þýðunni undir kjörorð sín og rétt- arkröfur 1. maí. En athugum nú eðli og tilgang samfylkingar verkalýðsins undir kröfum og kjörorðum 1. maí. 1. maí minnist verkalýðurinn fyrst og fremst sjálfs sín og samtaka sinna. Hann minnist unninna sigra, sam- felldtar baráttu fyrir auknum rétt- indum, misstiginna skrefa, van- hugsaðra áforma o.s.frv. En um leið og hann minnist þessa alls, hlýtur hann einnig og engu síður að leggja niður fyrir sér og kveða upp úr með það, hvað beri að leggja á- herslu á næstu daga og ár, benda á orsakir og úrbætur. Á skildi alþýð- unnar I. maí verða að ritast kröf- urnar og kjörorðin, sem hún ætlar að vinna eftir í framtíðinni. Það, að þessar kröfur koma svo illa við yfirstéttina, er einungis því að kenna, að það er hún, sem völdin hefur haft og kröfurnar minna á margt af því sem hún hefur látið ógert eða gert illa af því sem hún átti að gera og þurfti að framkvæma. Það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið (Framhald á 4. síðu). Tónlistarfélag Akureyrar 1. hljómleikar 1946 1111111111111111111 Miðvikudaginn 24. apríl bauð Tónlistarfélag Akureyrar styrktar- félögum sínum og gestum að hlýða á tónleika í Nýja-Bíó. Það voru hin- ir vinsælu listamenn, ÁRNI KRISTJÁNSSON píanóleikarí og BJÖRN ÓLAFSSON fiðluleikari, sem félagið hafði fengið að þessu sinni til að leika hér. Viðfangsefnin voru mjög glæsi- leg og tilkomumikil: hin svonefnda Kreutzersonata (A-dúr op. 47) fyrir fiðlu og píanó, Sonata í E-dúr op. 109 fyrir píanó, báðar eftir L. v. Beethoven, og Fiðlukonsert í e- moll op. 64 eftir F. Mendelsohn- Bartholdy. Þessi dýrðlegu listaverk hinna 1 ódauðlegu snillinga voru flutt af | þeim næma skilningi, samvizku- semi og eldmóði, sem þessum ágætu hljóðfæraleikurum er eigin- legt, og því betur, sem lengra leið á hljómleikana. Samvinna þeirra er ágæt, helzt mætti finna að því, að Árna hætti til að leika í sterkara lagi á kiiflum framan af Kreutzer- sonötunni, en það lagaðist fljótlega. Leikur hans í síðasta þætti píanó- sonötunnar er meðal þess bezta, sem ég hefi heyrt. Hinir miklu teknisku örðugleikar þessara tón- verka virtust sem auðveldur leikur fyrir þá Árna og Björn. Þeim var ákaft fagnað og hlutu fögur blóm að launum. Hafi þeir og Tónlistarfélagið beztu þakkir. Á. S. | Verkamannafclag Akur- j i eyrarkaupstaðar segir | upp samningum : Allsherjaratkvæðagreiðsla d Verkamanna : | félagi Akureyrarkaupstaðar um uppsögn i I núgildandi kaup- og kjarasamninga, fór i Í fram dagana 26.-28. þ. m. Atkvæði voru i i talin á sunnudagskvöld. Höfðu 124 greitt i i atkvæði. 108 greiddu atkvæði með upp- = Í sögn samninganna en 12 á móti. 3 seðlar E i voru auðir og I ógildur. i Samningur Verkamannafélagsins við at- i í vinnurekendur er útrunninn 1. júlí n.k., i Í en sainningum ber að segja upp með 1 i Í mánaðar fyrirvara. i 5 nianna kaupgjaldsnefnd starfar ná, i i ásamt stjórninni, að uppkasti nýrra samn- | i inga fyrir félagið, sem hráðlcga mun lagt \ i fyrir almennan félagsfund og rætt þar. i - s alt 111111111111111111111111111IIIIII tllllllllllltllllllllllllllllllllllMliiliiliif <

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.