Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1947, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.05.1947, Blaðsíða 1
VERKMflÐURinn XXX. árg. Fimmtudaginn 1. maí 1947 17. tbl. * Alþýða Akureyrar! Taklu virkan þátt í hátíðahöldum dagsins! ELDHUSUMRÆÐURNAR Heildsalaráðherrarnir algerlega rökþrota frammi iyrir þjóðinni i______ Fara herfilegar hrakfarir fyrir sósí alistum Hver tilraun, sem þeir gerðu til að afsaka tollaálögurnar varð aðeins til að afhjúpa aumingjaskap þeirra og illgirni Sennilega hefur engin ríkisstjórn á íslandi farið aðrar eins hrakfarir í eldhúsumræðum eins og núverandi heildsalastjórn í umræðunum í gær- kvöldi og fyrrakvöld. Ráðherrarnir stóðu algerlega berskjaldaðir frammi fyrir þjóðinni og fengu ekki einu sinni sína flokksmenn til að bera blak af stjórnarstefnunni. — Ræðumenn Sósíalista við þessar um- ræður voru þeir Brynjólfur Bjarna- son, Áki Jakobsson og Einar Ol- geirsson. Voru ræður þeirra allra magnþrungin ádeila á heildsala- stjórnina, tollalög hennar og niður- skurð á fjárlögum. Sýndu þeir fram á, að allt hjal stjórnarinnar og mál- gagna hennar um greiðsluþrot rík- isins og markaðstregðu erlendis, væri blekkingar einar og aðeins bornar fram í því augnamiði að láta almennirig trúa því að síðustu árásir stjórnarinnar á alþýðuna og láglaunafólkið í landinu væri óum- flýjanleg nauðsyn, en ástæðurnar væru heimatilbúnar af stjórninni, því að stefna hennar markaðist af Verkamerm á Akureyri í kröíugörtgu 1. maí. því einu, að gera þá ríku ríkari, en þá fátæku fátækari. Þá upplýstu ræðumenn Sósíalista- flokks'ins að stjórnin væri í þann veginn undirrita stóran viðskipta- samning við Breta og ættu Bretar að fá 40% af lýsisframleiðslu okkar í ár fyrir smánarlega lítið verð, eða allt að þriðjungi lægra en markaðs- verð á þessari vöru væri núna á meginlandinu. Þessu varð ríkis- stjórnin að kyngja og bar ekki af sér. En það kátbroslegasta við umræð- urnar var það, að ALLIR ráðherr- arnir vörðu miklu af ræðutíma sín- jum til að verja Stefán Jóhann per- sónulega og skafa af honum skítinn. Hefur mikið þótt við þurfa, enda ,ekki létt verk að taka sér fyrir hend- ur að þvo Stefán Jóh. hreinan af allri synd í augum þjóðarinnar. Mátti ekki auglýsa starfið Kanfötukór Akureyrar með aðsfoð Karla kórs Ákureyrar flytja oratoríið "Streng- leikar" eftir Björgvin Guðmundsson næstkomandi þriðjudag Á fundi bæjarstjómar í gær var bæjargjaldkera heimilað að ráða Karl Benediktsson til innheimtu og skrifstofustarfa fyrir bæinn. — Tryggvi Helgason bar fram þá til- lögu, að starf þetta yrði auglýst til umsóknar og taldi óeðlilegt að bæj- arstjóm tæki þann hátt upp að ráða mann í störf án þess að stöðunni sé slegið upp. — Sú tillaga var felld með 5 atkv. gegn 3. Vilhjálmur Stefáns- son mótmælir Meðal kunnra Bandaríkjamanna, sem gengið hafa fram fyrir skjöldu til að vara Bandaríkjaþjóðina við afleiðingunuim af heimsvaldastefnu Trumans í Grikklandi og Tyrk- landi, er landkönnuðurinn og Vest- ur-íslendingurinn Vilhjálmur Stef- ánsson. Er hann einn af framkvæmda- stjórum, samtaka, sem nefnast „Ameríska ráðið fyrir lýðræðislegt Grikkland", og birtist nafn hans undir auglýsingu í bandarískum blöðum, þar sem ráðið skorar á imenn, að krefjast þess, að Truman hverfi aftur að stefnu Roosevelts í utanríkismálum. og flutning Kantötukór Akureyrar og Karla- kór Akureyrar hafa undanfarna mánuði æft stórt tónverk eftir Björgvin Guðmundsson, tónskáld, sem nefnist „Strengleikar“ og hef- ur ekki áður verið flutt eða gefið út. Blaðið hleraði fyrir skömmu, að verkið væri að verða fullæft og mundi eiga að koma fyrir eyru bæjarbúa bráðlega, og þess vegna sneri það sér til höfundarins og söngstjórans, Björgvins Guðmunds- sonar, með nokkrar spurningar, varðandi tónverkið þess. — Hvenær er ákveðið að flytja Strengleikana þína? — Við höfum hugsað okkur, að það geti orðið í næstu viku, eða þriðjudaginn 6. maí, og vona eg, að sú ákvörðun standi ekki við orðin tóm, segir Björgvin. Við hófum æf- ingar rétt eftir áramótin síðustu, og síðan hefur verið haldið áfram sleitulaust. Eg vil taka það skýrt ' fram, að Kantötukórinn nýtur að þessu sinni mikils stuðnings frá öðrum aðila, sem er Karlakór Akur- i eyrar. Hann var svo elskulegur að taka samstarfi við okkur um æfingu á þessu erfiða verki, og án iþess samstarfs heífðu ekki( verið nein tök á að flytja það og ekki heldur reynt. Bæði iformaður og söngstjóri Karla- kórsins hafa sýnt fráb’æra lipurð og alúð í þessu mikla og nána sam- starfi við Kantötukórinn, og hefur söngstjórinn, Áskell Jónsson, unnið mikið að raddæfingum o. fl. — Hvað um „Strengleika“ ann- ars, sem tónverk? — Óratóríóverkið „Strengleikar" er samið við samnefndan ljóðabálk eftir Guðmund Guðmundsson, os sem margir munu kannast við. Efni 'kvæðisins er ástarsaga ungs námsmanns. Hann er trúlofaður uppeldissystúr sinni og ann henni mjög, og er ást þeirra og framtíðar- draumar túlkaðir í fyrri hluta verksins. En allar ástarsögur, sem talandi er um, eru einnig barna- sögur, og svo er einnig hér. Þegar I ungi maðurinn kemur heim úr skóla, að vori til, er unnusta hans nýdáin. Sezt þá sorgin í öndvegi, og þykir unga manninum sem lifs- ljós sitt hafi slokknað. Verkið end- ar á jarðarför unnustunnar, og nær dramatikin þá hámarki sínu. Hvað er værkið í mörgum þátt- um? — Það er í þrem þáttum, og verð- ur flutt í heild, eða því sem næst, a. m. k. mundu Reykvíkingar segja það, því þegar þeir flytja 10 þætti (Framhald á 4. síðu).

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.