Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.05.1953, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 22.05.1953, Blaðsíða 2
Bæjarstjórn umdæmi lelur rétt að lögsagnar- bæjarins verði stækkað Bæjarstjórn samþykkti s. I. þriðjudag að kjósa fjög- urra manna nefnd auk bæjarstjóra til að undirbúa sameiningu hlufa Glæsibæjarhrepps og Akureyrar Nýr skriður hefur að undan- förnu komizt á sameiningarmál Glerárþorps og Akureyrarkaup- staðar. Á síðasta Alþingi var samþykkt þingsályktunartillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórn- ina að vinna að sameiningunni. í framhaldi af samþykkt þessarar tillögu og að beiðni hreppsnefnd- ar Glæsibæjarhrepps hefur sendi maður ríkisstjórnarinnar, Jens Hólmgeirsson, fulltrúi í Félags- málaráðuneytinu dvalið hér nokk urn tíma og leitað samninga milli hreppsnefndarinnar og bæjar- ráðs. Hefur hann í þessu sam- bandi tekið saman og sent bæjar- stjórn allýtarlegar upplýsingar um ýmis atriði, sem máli skipta í þessu sambandi. Efnahagur og ástæður. í Glæsibæjarhreppi voru í árslok 1951 916 manns. Þar af 409 í sveitinni, en 507 í Glerár- þorpi. Fólksfjöldi á sama tíma, á aldrinum 16—67 ára, alls 497. Þar af í sveitinni 214 en 283 í Glerárþorpi. Eignir Glæsibæjarhrepps voru 31. des. 1952 kr. 405.00000, en skuldir aðeins 8.000.00. Hrepps- ábyrgðir eru aðeins 2, að upphæð kr. 100.000.00, og telur fulltrúinn óhugsandi að hreppurinn þurfi nokkurn tíma að greiða þær. Samkv. reikningum Glæsibæj- arhrepps árið 1952 eru fjórir að- alútgjaldaliðirnir sem hér segir: Framærslumál, þar í sjúkrakosnaður kr. 152.000.00 Skólamál..........— 50.000.00 Framlag til almanna- trygginganna . . — 85.000.00 Framlag til sjúkrasaml......— 34.000.00 Samtals kr. 321.000.00 Sé áætlað að 2/3 þessarar upp- hæðar séu útgjöld vegna Glerár- þorpsbúa — og virðist fremur ríflega áætlað. — verður hlutur þorpsins í þessum fjórum út- gjaldaliðum, eins og þeir voru 1952, kr. 214.000.00. Við athugun hefur komið ljós, að sennilega hefðu útsvör Glerár- þorpsbúa orðið kr. 347.500.00, ef þau hefðu verið lögð eftr út- svarsreglum Akureyrar og fast- eignaskattur kr. 79.600.00 eða samtals rúmlega 427.000.00. Mismunurinn á þessari upphæð og hinum fjórum aðalútgjalda- liðum, liðlega kr. 200.000.00, er því sú upphæð, sem hægt hefur verið að nota til að mæta öðrum útgjöldum þorpsins. Þá hefur verið lýst yfirmeðbréfi frá samgöngumálaráðaneytinu að lokið verði við nýju Glerárbrúna í sumar og að fyrirhugaður vegur frá brúnni gegnum þorpið að nú- verandi þjóðvegi verði þjóðvegur og verður þá lagður á kostnað ríkissjóðs. Hins vegar er svo til ætlast að Glerárþorp leggi til landræmuna undir veginn og kosti girðingar meðfram honum. Frá umræðuni í bæjarstjórn. Þegar sameiningarmálið kom fyrir bæjarstjórn nú var því önn- ur aðalástæðan fyrir fyrri synj- unum bæjarstjórnar, sú að ekki væri tryggt að ríkið kostaði veg- inn að öllu og brúna að hálfu leyti horfin úr sögunni. Enn fremur lágu nú fyrir því sterkar líkur að gengið yrði af hálfu Glæsibæjar- hrepps að því að jarðirnar Syðra- Krossanes, Ytra-Krossanes og jarðirnar sunnan Lónsbrúar fylgdu Akureyri. Ekki virtust þær upplýsingar, þannig lágu fyrir hafa nein áhrif á þá bæjarfulltrúa, sem tekið hafa sér fyrir hendur að hafa forystu um andstöðuna gegn þessu hags- muna — og framtíðarmáli bæj- arins. Steindór Steindórsson og Steinsen bæjai'stjóri töluðu báðir gegn málinu og bái'u helzt fram þau „rök“ að sú fjölgun vinn- andi manna, sem leiddi af sam- einingu væri hið mesta böl fyrir bæinn og mundi hann gjalda af þeim þungar búsifjar. Var einkar fróðlegt að heyra þá kenningu af vörum „verkalýðsflokks1' leiðtog- ans að hinir duglegu sjómenn og verkamenn í Glerárþorpi væri slíkur ölmusulýður, sem aldrei mundu verða til annars en að þiggja bæjarstyrki. Slíkt mat á hlutverki verkamannastéttarinn- ar ætti vissulega að munast. Atkvæðagreiðslan. Að umræðum loknum kom fyrst til atkvæða tillaga Steindórs um að fresta málinu fram yfir næstu áramót. Var sú tillaga felld með 6 atkv. gegn 5. Þá báru þeir Bragi Sigurjóns- son, Kristinn Guðmundsson,Helgi Pálsson, Tryggvi Helgason og Björn Jónsson fram svofellda til- lögu og hún var samþ. með at- kvæðum flutningsmanna gegn 3 (Guðm. Jörundsson, Jón G. Sól- nes, Sverrir Ragnas): „Bæjarstjórn telur eðlilegt að lögsagnarumdæmi Akureyr- ar verði stækkað verulega, frá því sem nú er og ályktar að kjósa fjögurra manna nefnd, auk bæjarstjóra, er vinni að því fyrir næsta alþingi, við hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps og Félagsmálaráðuneytið, að ná sem hagkvæmustu sam- komulagi um mál þetta við þcssa aðila.“ í nefndina voru kosnir Tryggvi Helgason, Jón G. Sólnes, Friðjón Skarphéðinsson og Kristinn Guð- mundsson. Felldi - samþykkti í sl. mánuði felldi bæjarstjórn að skrifstofur Rafveitunnar tækju á leigu húsnæði í húsi Landsbankans. Nú hefur bæjar- stjórn hins vegar samþykkt þessa ráðstöfun, enda þótt bærinn hafi nú laust nægilegt húsnæði, þar sem bæjarskrifstofurnar flytja á næstunni. ★ SIGFÚS BALDVINSSON út- gerðarmaður hefur fengið leyfi bæjarstjórnar til að setja upp fiskhjalla á lóð, sem netagerðin Oddi hefur á bráðabirgðaleigu á Gleráreyrum. — Ennfremur hefur Valtýr Þorsteinsson, út- gerðarm., fengið leyfi fyrir lóð undir fiskhjalla á ofanverðum Gleráreyrum norðan Glerár. TILKYNNING frá heilbrigðisnefnd Heilbrigðisnefnd áminnir lóðareigendur í bænum um að hafa lokið hreinsun lóða sinna fyrir 24. maí n. k. (hvítasunnuna). — Að öðrum kosti mega þeir búast við að nefndin láti framkvæma hreinsunina á þeirra kostnað. HEILBRIGÐISNEFND. TILKYNNING Fjárhagsráð hefir ákveðið að frá og með 16. þ. m. skuli verð á benzíni og olíu lækka sem hér segir: Benzín um 5 aura hver lítri Hráolía um 4 aura hver lítri Steinolía um 50 kr. hvert tonn. Reykjavík, 15. maí 1953. Verðlagsskrifstofan. Orðið er laust Hvar kjósa Sankti-Bernharðs- hundamir? „Réttlínu“-Fiamsóknarmenn hér í Eyjafirði kölluðu þá Fram- sóknarmenn, sem kusu Ásgeir Ásgeirsson fyrir forseta sl. sumar, Sankti-Bernharðshunda. Mun uppnefnið eiga rót sína að rekja til þess að Bernharð Stefánsson var aðalforingi uppreistarmanna . liði Framsóknarfi. i forsetakosn- ingunum. Margir þeirra n.unu nú hafa fullan hug á að launa þessa nafngift við alþingiskosningarnar 28. jún, næstk., og þá á þann eina rétta hátt, að kjósa á móti stjórn- arflokkunum og hækjuflokki þeirra, ,,Alþýðu“-flokknum og kjósa írambjóðendur Sósíalista- flokksins hér í bænum og sýsl- unni. —o— Sleppur hann í gegnum stáltjaldið? Jóhann Frímann kvað þrá mik- ið að -komast til „guðs-eigin- lands“. En hann hefur jafnframt þungar áhyggjur út af því, að sá frægi maður og voldugi, McCart- hy, muni ekki sleppa honum í gegnum stáltjaldið, jafnvel ekki með ljósmynd af fingraförum hans sem tryggingu, því að Jó- hann varð nefnilega fyrir þeirri ógæfu hér á árunum að álpast austur fyrir „járntjaldið“, alla leið til Moskvu, eins og Stefán Pétursson, fyrrverandi ritstjóri „Alþýðu“-blaðsins, en honum var eins og alkunnugt er synjað um inngöngu í frelsisríki McCarthys. Mun það því mega kallast virki- legt kraftaverk, ef Jóhann slepp- ur í gegnum greipar McCarthys, þó að hann hafi á undanförnum árum ekkert tækifæri látið ónot- að frekar, en Stefán P., til að þvo séi' svo vel. að hann yrði eins og engill í augum McCarhty og hans nóta. Söluskattur Hér með aðvarast allir hér í umdæminu, er ekki hafa enn greitt söluskatt lyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs, um að samkvæmt lögum nr. 112, 1950, ber nú þegar að stöðva atvinnurekstur þeirra, þar til full skil hafa verið gerð á skattiniim ásamt vöxtum og kostnaði, og verður stöðvunin framkvæmd eigi síðar en fimmtu- daginn 21. þ. m. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 16. maí 1953. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Nýja-Bíóá Akureyri miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn I. júní n. k. l'tindurinn hefst kl. lOárdegis miðvikudaginn 3. júní. DAGSKRÁ: 1. Rannsokn kjörbréfa og kosning starfsmanna'fundar- ins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Reikningar félagsins. U msögn e n 11 u rs k oðen da. 4. Ráðstöftin ársarðsins og innstæðna innlendra vöru- reikninga. 5. Lagabreytingar. 6. Erindi deilda. 7. krarnt íðarstarfsem in. 8. Onnttr mál. 9. Kosningar. Akuréyri, 18. maí 1953. Fclagsstjórnin.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.