Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.01.1955, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 07.01.1955, Blaðsíða 1
Olo UeSL GERIST ÁSKRIFENDUR að VERKAMANNINUM. — Nýjir kaupenður fá blaðið ókeypis til næstu raánaðani. tSírainn er 1516. XXXVIII. árg. Akureyri, föstudaginn 7. janúar 1955 1. bl. Frumvarp að f járhagsáætlun bæjarins 1955. Útsvör og fasleignaskaftur 2 milljónir 163 þús. kr Álögurnar þyngdar. Á bæjarstjórnarfundi 28. des. var lagt fram frumvarp til áætl- unar um tekjur og gjöld bæjar- sjóðs Akureyrar fyrir árið 1955 og var vísað til 2. umræðu og endanlegrar afgreiðsiu, sem væntanlega fer fram í lok þessa mánaðar. Samkvæmt frumvarpinu hækka /útsvör og fasteignaskattur úr 9 milljónum 965 þúsundum kr. í 12 milljónir 128 þúsund eða um rúmlega 2 milljónir. Fjölgun bæjarbúa vegna sameiningar Glerárþorps og Akureyrar mun ekki bera uppi nema lítinn hluta þessarar miklu álagahækkunar og er því sýnilegt að álögurnar þyngjast mjög tilfinnanlega, verði áætlunin endanlega samþýkkt eins og hún nú er. Tekjumar. Samkvæmt áætluninni eru tekjuliðir þessir: Skattar af fast- eignum kr 1.527.000.00, útsvör kr. 10.601.550.00, tekjur af fasteign- um kr. 550 þús. endurgreiddir fá- tækrastyrkir kr. 222 þúsund, dráttarvextir kr. 10 þúsund og ýmsar tekjur kr. 687 þús. sam- tals 13 milljónir 597 þús. og 800 kr. Gjöldin. Gjaldaliðirnir eru: Vextir og afborganir af föstum lánum kr. 643.300.00, stjóm kaupstaðarins kr. 946.000.00, löggæzla kr. 455.000.00, heilbrigðismál kr. 468.50.00, þrifnaður kr. 660.000.00, vegir og býggingamál kr. 1.771.- 000.00, kostnaður við fasteignir kr. 782.000.00, eldvarnir kr. 444.000.00, tryggingamál kr. 1.810.000.00, framfærslumál kr. 1.140.000.00, menntamál kr. 1.291.000.00, íþróttamál kr. 261.- 500.00, eftirlaun kr. 175.000.00, styrkir til ýmissar félagsstarfsemi kr. 179.500.00, til verkamannabú- staða, skv. lögum, kr. 145.000.00, framlag til byggingalánasjóðs kr. 200.000.00, til nýbygginga (sjúkra húsið, sundstæðið, skrifstofu- byggingar, leikvallarhús, skóla- byggingar, elliheimili, flutningur gömlu brunastöðvarinnar og áhaldahús) kr. 810.000.00, til verkfærakaupa kr. 50.000.00, til kaupa á hlutabréfum í Útgerðar- félagi Akureyringa h.f. vegna hraðfrystihússbyggingar kr. 750 þús. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2 á sunnudaginn kem- ur.-K.B. LAN0SQgKASAFN 201473 ÍSLANDS Nýjir gjaldaliðir. Að gjaldaliðunum eru þessar nýjir: Framlagið til frystihúss- byggingarinnar, til elliheimilisins (30 þúsund), til Ferðamálafélags Akm-eyrar vegna vegagerðar (50 þúsund) og til flutnings gömlu bnmastöðvarinnar og byggingar áhaldahúss (250 þúsund). Sam- tals nema þessir nýju liðir kr. 1 millj. 80 þús. Nokkrir liðir lækka og er þar stærstur liður framlag til nýbyggingar Fjórðungssjúkra- hússins, sem lækkar um 450 þús. Hækkanir á hinum ýmsu útgjalda liðum eru því um 1.5 millj., og er þó ekki gert ráð fyrir neinum þeim framkvæmdum í Glerár- þorpi, sem þó virðast óumflýjan- legar. Fjárhagsáætlunin verður rædd nánar hér í blaðinu og greint frá þeim breytingartillögum, sem óhj ákvæmilega verða við hana gerðar af bæjarfulltrúum Sósía- listaflokksins og öðrum, við síðari umræðu. Um áramótin var vélbátaflot- inn í öllum verstöðvum tilbúinn á veiðar og víða höfðu sjómenn verið lögskráðir á skipin. Flotinn hefur þó ekki enn látið úr höfn, vegna þess að ríkisstjórnin hefur trassað að ganga frá samningum við útvegsmenn um fiskverðið og bátagjaldeyrinn. Treystist enginn útgerðarmaður til að gera út fyrr en frá þessum málum er gengið. Þótt bátaflotinn sé fullbúinn á Þór heldur brennu og álfadans á sunnudags- kvöld íþróttafélagið Þór efnir til brennu og álfadans næstk. sunnu dagskvöld á Þórsvelli. Verður brennan mikil og vegleg og flokkur álfa dansar þar ásamt konungi og drottningu sinni. Þarf ekki að efa að fjölmennt verður á Gleráreyrum á sunnu- dagskvöldið og ungir og gamlir hljóti þar góða skemmtun. hækka um 4ðalfundur Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélag- anna á Akureyri var haldinn í fyrrakvöld og voru þar mættir allir kjörnir fulltrúar, sem sæti áttu á síð- asta Alþýðusambandsþingi, en þeir eru 20 að tölu. Fráfarandi formaður ráðsins, Guðrún Guðvarðardóttir, flutti skýrslu um störf ráðsins síðustu tvö árin, en gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhag þess. Hrein eign fulltrúaráðsins er núkr. 9.304.46 og eign byggingasjóðs þess kr. 74.044.57. Höfðu eignir ráðsins aukizt um tæpar 9 þús. krónur á kjörtímabilinu. Að Iokinni samþykkt reikn- inga var gengið til stjómar- kjörs og voru þessir kjörnir: Stefán Árnason formaður, Bjöm Jónsson ritari og Jón Rögnvaldsson gjaldkeri og urðu þeir allir sjálfkjörnir. — Varaformaður var kjörin Guð- rún Guðvarðardóttir. veiðar hefur ríkisstjórnin látið sér hægt um samninga við út- vegsmenn og skeytir því engu þótt beint gjaldeyrsitjón af slóða- skap hennar nemi allt að 3 millj. króna á dag, en stöðvunin nær nú til um 350 báta. Þetta háttalag ríkisstjórnarinn- ar hefur vakið réttláta gremju um allt land. Verkalýðsfélag Akra- ness hefur krafizt skaðabóta fyr- ir hönd þeirra sjómanna ,sem þegar hafa verið lögskráðir þar á bátana, en síðan verið sviknir um þá vinnu sem þeir voru ráðnir til. Fer það mál sennilega fyrir fé- lagsdóm. Alþýðusambandið mótmælir. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands samþykkti í gær að mót- mæla harðlega hinni fyrirvara- lausu stöðvun vélbátaflotans. — Segir í samþykktinni, að flotinn hafi stöðvast, vegna þess að ,rík- isstjórnin hafi látið það dragast að framlengja aðstoð við bátaút- veginn. Er þess krafizt að bát- (Framhald á 4. síðu). Bátaflotinn stöðvaður í byrjun ver- tíðar vegna þess að ríkistjórninni láð- ist að semja um fiskverðið Tjónið af stöðvuninni áætlað 3 milljónir á dag Almennt atvinnuleysi meða! verka- manna í bænum, þrátt fyrir ein- muna gott tíðarfar Frá því mn jól hefur verið mjög almennt og tilfmnanlegt atvinnuleysi meðal verkamamia í bænum, enda hefur öll memháttar vinna lagzt niður frá þeim tíma, svo sem hjá Raf- veitunni, Útgerðarfélaginu, Landssímanum, að miklu leyti hjá bænum, og við byggingar. Hefur því mikill þorri verka- manna verið atvmnulaus með öllu frá jólum og margir lengur. Eins og sakir standa eru aðeins innan við eða um 20 menn í vinnujhjá bænum, en vora um 40 fram til jóla. Verið er þó að hefja grjótflutning í togarabryggjuna þessa daga. Ekki eru horfur á að tunnuverksmiðjan taki til starfa fyrr en í næsta mánuði, en þar verða smíðaðar 15 þús. tunnur og verður það um 2ja mánaða vinna. í fyrra voru smíðaðar þar 30 þúsund tunnur og stóð sú vinna í rúml. 5 mánuði. Afköst vegna bæts vélakosts verða nú mun meiri og stendur þvi vinnan meira en helmingi skemur nú. Eins og tíðarfari hefm- verið háttað nú um tíma ætti að vera mögulegt fyrir bæmn að bæta verulega úr atvinnuleysinu með þvi að fjölga mönnum í bæjarvinnunni við gatnagerð, grjótmulning, holræsagerð o. fl., og verður að gera þá kröfu til bæjarstjórnar, að hún geri sitt til að bæta úr því óviðunandi ástandi sem nú er í atvinnumálunum. Hýir sfarfsmenn ráðnir að Alþýðu- sambandi íslands Hannibal Valdimarsson verður framkvæmdastjóri en Snorri Jónsson og Jón Þorsteinsson, Iögfræðingur, starfsmenn. Hannibal Valdimarsson. Skömmu fyrir áramótin réð miðstjóm Alþýðusambandsins nýja starfsmenn til sambandsins Allir togarar Ú. A. á % veiðum í salt og skreið Allir togarar bæjarins lágu hér í höfn um jólin. Fóru togarar Ú. A. á veiðar milli jóla og nýárs og véiða allir í salt og skreið. Kald- bakur tók þó aðeins lítið salt og fer því mest af afla hans í herzlu, en hinir veiða aðallega í salt, sen hafa þó nokkur tonn af ís með- ferðis til geymslu á fiski sem ekki verður saltaður. Fyrstu togaramir eru væntan- legir um eða fyrir miðjan þennan mánuð. Jörundur kom um jólin af síld- veiðum í Norðursjó og er nú í hreinsun, og verða það Hannibal Valdi- marsson, sem verður fram- kvæmdastjóri, Snorri Jónsson, .ormaðui- Félags járniðnaðar- manna, sem verður starfsmaður, og Jón Þorsteinsson, lögfræðing- ur, sem verður skrifstofumaður Jg lögfræðingur sambandsins. Starfsmennimir, sem hætta itörfum, eru Jón Sigurðsson, Jón -Ijálmarsson, Ástbjartur Sæ- nundsson og Sigurjón Jónsson, ^em annaðist eftirlit með sam- oandinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Laun bæjarfiilltriia og nefnda ákveðin Á fundi sínum 28. des. sam- þykkti bæjarstjórn að eftirfarandi reglur skuli gilda um þóknun fyrir störf í bæjarstjórn og nefnd- um: Bæjarfulltrúum verði greiddar kr. 40,00 sem gmnnlaun fyrir hvem fund, er þeir sitja. Fyrir fundi hafnamefndar, bygg- inganefndar, bamaverndamefnd- ar, vinnumiðlunarnefndar og raf- veitustjórnar verði greiddar kr. 30,00 sem grunnlaun. Fyrir fundi framfærslunefndar verði greidd- ar kr. 25,00 í grunnlaun. Bæjar- ráðsmenn fá kr. 6000,00 í grunn- laun fyrir árið. Á laun þessi greiðist verðlagsuppbót sam- kvæmt meðalvísitölu ársins. Ekki hefur áður verið greidd þókmm fyrir fundi bæjarstjómar, hefnamefndar, bygginganefndar né rafveitustjómar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.