Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.09.1957, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.09.1957, Blaðsíða 1
VERKflmflÐURinn HLUAVELTA Sósíalistafélags Akureyrai verður 29. þ. m. Félagar eru beðnir að skila mun- um sem fyrst á skrifstofu félagsins. — Hlutaveltu- nefndin. XXXX. árg. Akureyri, föstudaginn 13. september 1957 29. tbl. Samið helur veriS um nýjan verðlags- grundvöll fyrir framleiðslu bænda SJÖTUGUR: Eggerf Óiafur Eiríksson, múrarameistari Landbúnaðarvörur hækka lítið í haust Verðlagning landbúnaðarafurða hefur verið mikið umræðuefni að undanförnu og hafa neytendur margir hverjir haft af því þungar áhyggjur, að landbúnaðarvörur myndu hækka verulega í verði nú í haust. Hafa ýmsir óttast, að það myndi ekki aðeins koma illa við pyngjuna að svo komnu máli, heldur myndi það einnig verða til þess að hrinda af stað öðrum verðhækkunum og eyðileggja þá viðleitni ríkisstjórnarinnar að halda verðlagi í landinu í skefj- um og stöðva verðbólguþróunina, sem öllum hefur verið til ills nema bröskurum og öðrum glæfralýð. Samkomulagi náð. Sex manna nefnd sú, sem lög- um samkvæmt ákveður verðlags- grundvöll fyrir landbúnaðaraf- urðir hefur setið á rökstólum sl. hálfan mánuð, og á þriðjudags- kvöldið náðist samkomulag í nefndínni um nýjan verðlags- grundvöll, en svo sem kunnugt er á verð landbúnaðarafurða að breytast þannig eftir ákveðnum verðlagsgrimdvelli, að bændur fái hliðstæða hækkun á kaupi sínu og verkamenn hafa fengið næstliðið ár. Að þessu sinni höfðu bæði full- trúar bænda og neytenda í sex- manna- nefndinni sagt upp eldri verðlagsgrundvelli og óskað end- urskoðunar hans. Fulltrúar bænda fóru fram á, að grundvellinum yrði breytt þannig, að verðhækkun nú yrði meiri en samkvæmt eldri grund- vellinum, en fulltrúar neytenda fóru fram á, að sú breyting yrði gerð, að smávegis lækkun yrði og báru fyrir sig þau rök, að stærð meðalbús hefði vaxið frá því að eldri grundvöllurinn var reikn- aður út og tekjur bænda þannig aukizt án þess að vöruverð hækk aði. Ef verðið hefði nú verið reikn- að út eftir eldri grundvellinum hefðu landbúnaðarvörur hækkað í verði um 2,75%, ef farið hefði verið eftir tillögum fulltrúa bænda nú hefði verðhækkunin orðið 3,85%. Endanlegt samkomu lag varð hins vegar um, að verð- grundvöllurinn skyldi hækka um 1,8%. Fulltrúar neytenda í sex manna-nefndinni eru þeir Sæ- mundur Ólafsson, Þórður Gísla- son og Einar Gíslason, en full- trúar bænda Sverrir Gíslason, Steingrímur Steinþórsson og Sig- urjón Sigurðsson. Haustverð eftir helgi. Endanlegt haustverð á land- búnaðarvörum verður ákveðið í næstu viku, en það er Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem ákveður hvemig hækkun verð- grundvallarins skiptist á hinar ýmsu framleiðsluvörur landbún- aðarins, mjólkurvörur, kjötvörur og kartöflur. En samkvæmt því sem hér að framan er frá skýrt verður aðeins um litlar verðbreytingar að ræða. Samkvæmt áætlun hagstofustjóra mun hækkunin nema sem næst einu vísitölustigi. Jafnvægi framundan? Því ber að fagna, að samkomu- lag hefur náðst um verðlagningu landbúnaðarvaranna án þess að til verulegra hækkana kæmi, eins og ýmsir höfðu spáð. Þær spár munu þó einkum hafa verið sprottnar frá íhaldsmönnum, sem ólmir vildu fá þama verðhækk- anir eins og þeir vilja alls staðar annars staðar fá þær til að geta hrundið verðbólguskriðunni dug- lega af stað á nýjan leik og eyði- lagt með því alla baráttu ríkis- í fyrri viku kvaddi hin lands- kunna leikkona frú Ingibjörg Steinsdóttir blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá því, að hún hefði ákveðið að setja á fót leikskóla hér í bænum og myndi starfsemi hans hefjast nú í haust. Frú Ingibjörg hefur mikið feng- izt við leiklistarkennslu, m. a. hefur hún undanfarna vetur ann- ast umferðakennslu og leiðbein- ingar á vegum Bandalags ís- lenzkra leikfélaga og hefur orðið góður árangur af því starfi víða um land. Hún hefur einnig ann- ast leikkennslu hér á Akureyri áður. Frú Ingibjörg stundaði leiknám í Þýzkalandi á árunum 1929— 1930 og alla tíð síðan hefur hún mikið starfað að þeim málum og farið með fjölmörg hlutverk. — Mun Akureyringum minnisstæð- ur leikur hennar í ýmsum hlut- verkum sem hún hefur farið með hér. Um þörfitia fyrir leikskóla hér þarf ekki að ræða, hún er mjög knýjandi og án efa margir, sem vilja leggja stund á leiknám. Sást það bezt fyrir tveim árum stjórnarinnar við að halda verð- laginu í skefjum. Eftir þessa samninga um land- búnaðarverðið er hins vegar bjartara í lofti og meiri líkur en ella til að sá dagur sé skammt undan, að jafnvægi náist í verð- lags- og kaupgjaldsmálum. Ef orðið hefðu verulegar hækkanir á verði landbúnaðarafurðanna, hefði verið ógerlegt annað fyrir verkamenn en að krefjast hækk- aðra launa sér til handa. Nú er viðhorfið hins vegar annað, og ef ííkisstjórninni tekst að halda öðru vöruverði í skefjum, eru naumast líkur til að verkalýðs- félögin hefji kaupgjaldsbaráttu á þessu hausti. Enda líður þá óðum að þeim degi, að verðbólgan sé að fullu stöðvuð, og ef vinstri flokkunum tekst að ná því marki eins og þeir settu sér, þegar rík- isstjórn þeirra tók við, er ekki ástæða til annars en gefa henni vinnufrið til að snúa sér að öðr- um málum, sem verða mega öll- um til gagns. Eins og stendur er ekki ástæða til annars en ætla að stefni í rétta átt, þrátt fyrir skemmdar- verk íhaldsins og stöðugan söng um að allt sé að fara í hundana. síðan, þegar Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna og Leikfélag Akur eyrar höfðu hér vísi að leikskóla. Frú Ingibjörg Steinsdóttir. Aðsókn að honum var mjög góð og ýmsir þeirra, sem þar hlutu fyrstu æfingu, hafa síðan gerzt virkir starfskraftar hjá Leikfé- laginu og reynzt þar ágætlega. — Leikfélaginu er enda hin mesta nauðsyn að fá á hverju ári eitt- (Framhald á 4. síðu.) Frú Ingibjörg Sleinsdóttir stofnar hér leikskóla Á morgun verður Eggert Ólaf- ur Eiríksson, múrarameistari, Þingvallastræti 14 hér í bænum, sjötugur, en hann er fæddur að Efri-Þverá í Vesturhópi þann 14. sept. 1887. Foreldrar Ólafs voru þau Ing- unn Eiríksdóttir frá Efra-Núpi í Ólafur Eiríksson. Miðfirði og Eiríkur Ólafur Jóns- son frá Stóru-Giljá í Þingi. Ólst Ólafur upp með foreldrum sínum og stórum barnahópi og stóð fyrir búi þeirra eftir að foreldranna missti við. Árið 1922 fluttist Ólafur hingað til Akureyrar, en systur hans tvær, Elísabet og Ingunn, höfðu þá árinu áður flutt hingað bú- ferlum að loknu námi í Dan- mörku. Hafði Elísabet þá ráðist yfirhjúkrunarkona að Akureyr- arspítala, en Ingunn ráðskona hjá Ræktunarféiagi Norðurlands. — Þau systkin frá Efri-Þverá hafa frá bernsku verið óvenju sam- rýmd og mun það hafa ráðið nokkru um búíerlaflutninginn, en hitt þó e. t. v. eins miklu, að Ólafur var ekki heilsuhraustur. Hafði þegar í bernsku kennt sjúkleika, sem síðan hefur jafnan þjakað hann, svo a'ð hann hefur sjaldan gengið fyllilega heill til skógar. Mun hugur hans miklu fremur hafa staðið til búskapar í sveit en lífstíðardvalar á mölinni og heyrt hef eg Ólaf hafa við orð, að í rauninni hafi hann „villzt“ í bæjarlífið. Er sú saga raunar ekki sérstæð fyrir hann, svo margir sem reynt hafa slíkt s.'ð- asta mannsaldurinn. En þótt svo kunni að hafa ver- ið, að Ólafur hafi ,,villzt“ hingað til Akureyrar, má þó fullyrða að meðfædd dómgreind og eðlis- bundin ratvísi íslenzka bóndans hafi fljótt tekið við stjórninni í hinu nýja umhverfi og vísað þar til starfs og dáða sem mest var þörfin. Strax eftir að Ólafur flutti hingað gekk hann í Verkamanna- félag Akureyrar, m. a. fyrir áeggjan Gísla R. Magnússondr, en þeir voru gamalkunnir frá Hvammstanga. Var Gísli þá með- al fremstu forustumanna félags- ins. Varð Ólafur fljótt með^I traustustu og áhugasömustu fé- laga í Verkamannafélaginu og skipaði sér jafnan þar í sveit, sem fastast var barizt og mest yái' þörfin að vinna. Hygg eg engín þau tíðindi hafa gerzt í verka- lýðshreyfingu bæjarins síðustu þrjá áratugina, að Ólafur væri þar ekki nærstaddur, reiðubúinn til starfa fyrir málefni stéttar sinnar, albúinn til að skila sínu verki, hvort það var smátt eða stórt. Við mundum hafa fundið hann í hópi verkfallsmanna í Ránarslagnum 1927, á verði í Novudeilunni 1932, í átökunum í Borðeyrardeilunni 1934, á verk- fallsverði í sjómannaverkfallinú 1935. Því fer þó víðs fjarri að Ól- afur sé af þeirri manngerð, sem sækist eftir baráttunni hennar sjálfrar vegna, því að tæpast get- ur mann lausari við áreitni í annarra garð. En honum lærðist snemma að verkalýðsstéttin átti og á enga leið til betri framtíðar aðra en leið baráttunnar. Og þá varð að taka því með sömu ró- seminni sem íslenzki bóndinn hefur tekið hörðum lögmálum óblíðrar náttúru gegnum aldimar og með sama kjarkinum og sjó- maðurinn mætir áföllum og brot- sjóum. Ólafur Eiríksson mun þó ekki verða samferðamönnum sínum og félögum minnisstæðastur fyrir atfylgi sitt í hinum hörðu stétta- átökum fyrri ára, heldur sem hetja, ein af mörgum, hins dag- lega strits fyrir málstað verká- lýðshreyfingarinnar. Þeir minn- ast hans sem þess manns, sem aldrei var svo upptekinn við að hlú að sjálfum sér að hann hefði ekki tíma til að taka svari stétt- ar sinnar, aldrei var svo önnum kafinn að ekki væri tóm til að nota hvert tækifæri til að vinna að útbreiðslu málgagna verka- lýðsins og flokks hans, boða menn til funda, hvetja aðra til starfa; sem aldrei var svo sjúkur að gengi verkalýðshreyfingarinn- ar væri ekki efst í huga. Það væri með ólíkindum, ef slíkur maður hefði með öllu farið varhluta af andúð og jafnvel hatri andstæðinganna á tímum hinna hörðu stéttaátaka, enda hefur svo ekki verið. Árum sam- an var reynt að útiloka Ólaf frá atvinnu, og varð hann af þeim sökum að leita á braut úi' bæn- um til atvinnu langtímum saman. (Framhald á 3. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.