Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.04.1959, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 17.04.1959, Blaðsíða 1
Vand ræðast jórnin situr áfrrm VERKHmJfflURlfttl XLII. árg. Akureyri, föstudaginn 17. apríl 1959 Samkomulag um nýja kjördæmaskipun á íslandi: 14. tbl. Landinu verður skipt í átta kjördæmi verða 60, þar al 11 uppbólarmenn Á föstudaginn var náðist sanikomulag milli þriggja stjóm- málaflokkanna, Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á kjördæmaskipuninni í landinu. Framgangur málsins er þar með tryggður, og fæst nú leiðrétting á því mikla ranglæti, sem núverandi kjördæma- skipun hefur skapað og torveldað hefur eðlilega og lýðræðis- lega þróun stjómmálanna í landinu. Fmmvarp um hina breyttu kjördæmaskipun var lagt fram í neðri deild Alþingis á laugardaginn og tekið til fyrstu um- ræðu á mánudaginn. Var útvarpað frá þeirri umræðu, og gafst landsmönnum þannig gott tækifæri til að heyra rök þingmanna fyrir þessarri breytingu, en annars munu þau flestum ljós orðin. Fmmvarpið um kjördæmabreytinguna og greinargerð sú, er því fylgir, fer hér á eftir: Þingmenn Frumvarp til stjórnskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá lýð- veldisins íslands 17. júní 1944. F'lm. Olafur Thors, Emil Jónsson, Einar Olgeirsson. 1. gr. 31. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð- kjörnir þingmenn, kosnir leynileg- um kosningum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlutbund- inni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borgar- fjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðakjördæmi: Barða- strandarsýsla, VesturísafjarSar- sýsla, ísafjarðarkaupstaður, Norð- ur-ísafjarðarsýsla, Strandasýsla. NorðurJandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur H únavatnssýsla, Skagaf jarðarsýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Siglu- ljarðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstaður, Suður-Múlasýsla, Neskaupstaður og Austur-Skaftafellssýsla. Reykjaneskjördæmi: Gullbringu og Kjósarsýsla, Hafnarfjarðarkaup- staður, Keflavíkurkaupstaður og K ó p a vogsk a u p s t a ð ur. b. 12 þingmenn kosnir hlutbund- inni kosningu í 2 sex manna kjör- dæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaup- staður, Ólafsfjarðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavíkur- kaupstaður og Norður-Þingeyjar- sýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmannaeyja- kaupstaður, Rángárvallasýsla og Árnessýsla. • c. 12 þingmenn kosnir hlutbund- inni kosningu í Reykjavík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjördæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kjördæma- kosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Akvæði um stundarsakir. Almennar kosningar til Alþingis skulu fara fram, þegar stjórnar- skipunarlög þessi öðlast gildi, og Frá því hefur iðulega verið sagt hér í blaðinu, að bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins hafa lengi barizt fyrir því í bæjar- stjórn og bæjarráði, að Akureyr- arbær hæfist handa um íbúða- byggingar til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði og reyndi í því sambandi að fá hingað til bæjar- ins eitthvað af því fé, sem ríkið leggur árLga fram til slíkra íbúðabygginga. Tillögur Alþýðu- bandalagsins hafa hins vegar ekki virzt eiga mikinn hljóm- grunn hjá öðrum bæjarfulltrú- um, enda þótt þeir hafi ekki beinlínis lagzt í móti málinu, heldur valið þann kost að reyna jafnan að svæfa það og slá öllum framkvæmdum á frest. En nú er svo komið, að þeir hafa ekki lengur treýst sér til að leggjast á málið, og bæjarstjóm hefur gefið fyrirheit um, að framkvæmdir hefjist í vor. Bæjarstjóri hefur unnið að því við Húsnæðismála- stjórn, að tryggja framlag ríkis- ins, og hefur sýnt lofsverðan áhuga fyrir framgangi þéssa máls. falla umboð þigmanna niður á kjördegi. Greinargerð. Lengi hefur verið ljóst, að óhjá- kvæmilegt væri að taka til gagn- gerðrar endurskoðunar ákvæði stjórnarskrárinnar um kjördæma- skipun landsins, jafnhliða endur- skoðun á ákvæðum laga um kosn- ingar til Alþingis. Kjödæmaskipunin hefur um lang- an aldur verið undirrót misréttis og ranglætis í íslenzkum stjórnmálum og torveldað heilbrigöa, lýðræðis- lega þróun í landinu. Af og til hafa mikil átök orðið á Alþingi um kjördæmaskipunina og síðustu áratugina verið gerðar á henni verulegar breytingar til bóta, en þó eigi svo gagngerar, að þær gætu til lengdar staðist. Nú hefur orðið samkomulag milli þriggja flokka þingsins, Sjálf- stæðisflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, um að flytja þetta frv. til laga um breytingu á stjórnarskipunarlögunum. Aðalatriði þessarar stjórnarskrár- breytingar er, að Alþingi verði Meðferð málsins. í desember sl. fluttu bæjarfull- trúar Alþýðubandalagsins, Jón B. Rögnvaldsson og Jón Ingimars- son, tillögu í bæjarstjórn svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að hefja á næsta ári byggingu átta íbúða til útrým- ingar heilsuspillandi húsnæði og ákveður að ráðstafa eigi minna en kr. 500.000.00 á f járhagsáætlun næsta árs í þessu skyni. Jafn- framt samþykkir bæjarstjórnin að kjósa þriggja manna nefnd til að annast undirbúning þessa máls, m. a. að fá yfirlit um heilsuspillandi húsnæði í bænum til að tryggja það, að lögskylt framlag ríkisins fáist móti fram- lagi bæjarins.“ Tillögu þessarri var vísað til bæjarráðs, og í tilefni af henni ákvað bæjarráð í janúar að fela byggingafulltrúa og bæjarverk- Éræðingi að semja skýrslu um heilsuspillandi húsnæði og leggja fyrir bæjarráð. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar bæjarins fyrir þetta ár, en hún skipað í sem fyllstu samræmi við þjóðarviljann. Lagt er til, að land- inu sé skipt í 8 stór kjördæmi og alls staðar hlutfallskosningar: Kjör- dæmi utan Reykjavíkur verði 7, með 5—6 þingmönnum, en þing- mönnum i Reykjavík fjölgað í 12. Jafnframt verði 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þing- flokka, svo að hver þeirra hafi þing- sæti í sem fyllstu samræmi við at- kvæðatölu sína við almennar kosn- ingar. Það er meginsjónarmið í frumvarpi þessu, að breytingarnar frá núverandi kjördæmaskipun fækki ekki þingmönnum dreifbýl- isins í heild. Hefur þótt rétt að fjölga þingmönnum nokkuð, til þess að geta fylgt þessari reglu. Leitast er við að hafa sem jafnasta atkvæðatölu að baki hvers þing- rnanns í strjálbýli, en nokkuð fleiri atkvæði að baki hvers þingmanns í þéttbýlinu. Með þessu er reynt að varðveita sérstöðu strjálbýlisins í þjóðfélaginu, en taka þó tillit til jafnréttar fólksins í þéttbýlinu til áhrifa á skipan Alþingis. Auk breytinganna á sjálfri kjör- dæmaskipuninni og tölu þing- manna, er í frv. sú breyting frá því, sem áður var, að tala lands- kjörinna þingmanna er fastákveðin og ákvæðin um landslista felld burt. var afgreidd skömmu fyrir lok febrúar, lögðu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins enn til að kr, 500.000.00 yrðu lagðar til íbúða- bygginga af því fé, sem ætlað væri í Framkvæmdasjóð. Þetta fékkst ekki samþykkt, og engin ákvörðun var um það tekin við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, hvernig fé Framkvæmdasjóðs yrði varið. Á fyrsta fundi bæjarráðs eftir að fjárhagsáætlunin var afgreidd lá fyrir skýrsla um heilsuspill- andi íbúðir á Akureyri, undirrit- uð af bæjarverkfræðingi, bygg- ingafulltrúa, heilbrigðisfulltrúa og héraðslækni. Töldu þeir, að af 20 íbúðum, sem þeir höfðu at- hugað, væru 11 óíbúðarhæfar og heilsuspillandi. Samþykkti bæj- arráð þá að leggja til við bæjar- stjórn, að hún hefði forgöngu um byggingu 4 til 6 íbúða, að því til- skyldu að aðstoð ríkisins fengist. Á fundi bæjarráðs 3. þ. m. var svo loks ákveðið að leggja til við bæjarstjórn, að hafinn verði und- irbúningur framkvæmda, og verði byggðar sex íbúðir í rað- húsi. Tillagan, sem samþykkt var af bæjarstjórn er þannig: „Með tilvísun til og í framhaldi Framhald á 4. siðu. Fyrir s'ðustu hflgi náðist loks cndanlegt samkomulag um af- greiðslu kjördæmamálsins milli þriggja stjórnmálaOokkanna, en viðræður og samningar um mál þetta höfðu staðið alllengi. Það, sem einkum var deilt um, var hversu mikið þingmönnum yrði fjölgað og hvernig þeir skyldu skiptast á kjördæmin, en einnig nokkur smærri atriði. Sjálfstæð- isflokkurinn sótti það fast, að þingmönnum yrði fjölgað upp í 65 og vildi haga skiptingu þeirra, sem mest á þann veg, að hans hlutur yrði meiri en annarra. — Það var einnig tillaga hans, að fækka uppbótarsætum, til þess að draga þannig úr möguleikum Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins til að fá eðlilegan þing- mannafjölda. Svar Alþýðubandalagsins við þessum tillögum var, að krefjast þess, að haldið yrði við þær til- lögur, sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram sem umræðugrundvöll í desember, og varð sú niðurstað- an. Jafnframt umræðunum um kjördæmamálið var um það rætt, hvort kaupránsstjórnin ætti að fá að sitja áfram fram yfir kosning- ar. Alþýðubandalagið lagði til, að hún færi frá strax og fjárlög hefðu verið afgreidd, en hún hef- ur heitið því, að þau verði af- greidd, enda þótt margir séu farnir að óttast að svo verði ekki. Síðan lagði Alþýðubandalagið til, að mynduð yrði hlutlaus starfs- stjórn, sein sæti fram yfir síðari kosningarnar. Með því væri tryggt, að enginn flokkur gæti notað aðstöðu sína í ríkisstjórn- inni sér til framdráttar í kosn- ingabaráttunni. Þetta gat Sjálf- stæðisflokkurinn með engu móti fallizt á, hann vildi ekki styggja kratana með því að láta þá víkja úr ráðherrastólunum, sem þeir elska svo mjög. Aftur á móti féllst Sjálfstæð- isflokkurinn á þá málamiðlun, að valdsvið ríkisstjórnarinnar yrði minnkað nokkuð, þannig að hún hefði síður aðstöðu til að misnota fjárveitingar ríkisins til fram- dráttar sínum mönnum. Þau atriði, sem um var samið, eru í aðalatriðum þessi: Erlendu fé, sem kann að verða tekið að láni, verði ráðstafað af Alþingi en ekki ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin getur ekki haft áhrif á, hvernig Innflutnings- skrifstofan úthlutar fjárfestingar- leyfum, báta-, skipa- eða bíla- leyfum. Atvinnubótafé, fjárfram- lögum til flugvallagerða og hin- um sérstaka benzínskatti til vega- og brúagerða verður út- hlutað af Alþingi eða þingkjör- inni nefnd, en ekki af ríkisstjórn- inni. Með þessu eru verulega tekin völd af ríkisstjórninni yfir þeim málum, sem mest hætta var á, að hún myndi misnota, en margt er þó fleira, sem búast má við, að þessi vandræðastjórn geti fundið til. Það er a. m. k. bezt að treysta henni varlega. En Sjálfstæðis- flokkurinn ber ábyrgðina á áfram haldandi setu þessarrar stjórnar. Akureyrarbær byggir sex ibúðir til út- rýmingar heilsuspillandi húsnæði Arangur af baráttu bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.