Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.05.1959, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.05.1959, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 15. maí 1959 Stofnað hefur veriS nýff skipafélag, Hafskip h.f. Félagið hyggst kaupa og gera út f lutningaskip til millilandasiglinga - í dag verður lagður kjölur að fyrsta skipi félagsins Tómas Björnsson kaupmaður kvaddi blaðamenn á fund sinn í gær og skýrði þeim frá fyrirhugaðri starfsemi hins nýja skipafélags og tildrögum að stofnun þess. Félagið Hafskip h.f. var stofnað 17. nóv. sl. og er hlutafé þess 2 millj. kr. Stofnendur eru allir félagar í Verzlanasam- bandinu h.f., en það er umboðs- og innflutningssamband um 50 fyrirtækja víðs vegar um land, flestra utan Reykjavíkur, og var stofnað á árinu 1954. ekki gróðafyrirtæki, heldur þjón- ustufyrirtæki þátttakendanna, en til þess að kaupa farmskip þarf fjármagn og það mikið. Á síðastliðnu sumri var leitað til ríkisstjómarinnar um leyfi til skipakaupa og var það veitt með því skilyrði, að lán fengist er- lendis til 10 ára. Útborgun yrði sem minnst og vaxtakjör sann- gjörn. Áður en leyfið var veitt, hafði Helgi Bergsson, forstjóri, ásamt Gísla Gíslasyni, stórkaupmanni í Vestmannaeyjum, farið til Þýzka lands og kannað möguleika þar, með þeim árangri, að lán fékkst, sem fullnægði skilyrðum ríkis- stjórnarinnar. í nóvember var svo hafizt handa og boðaður félagsfundur í Verzlanasambandinu og var þar samþykkt að stofna annað félag sömu aðila og að því standa, um kaup á farmskipi. Þann 17. nóv. var svo hið nýja félag stofnað og hlaut nafnið „Hafskip“ h.f., með kr. 1.565.000.00 hlutafé, sem síðar var aukið í 2 milljónir. í stjórn félagsins voru kosnir: Helgi Bergsson, Reykjavík, for- maður, Ólafur Jónsson, Sand- gerði, varaformaður, Axel Krist- jánsson, Hafnarfirði, Gísli Gísla- son, Vestmannaeyjum, og Ingólf- ur Jónsson, Hellu. Og í vara- stjórn: Ársæll Sveinsson, Vest- mannaeyjum og Einar Guðfinns- son, Bolungavík. í febrúarmánuði fóru þeir Helgi Bergsson og Gísli Gíslason utan að nýju og gengu frá kaupsamn- ingi og lánssamningi fyrir kaup- fari, sem verður 750 smálestir D.W. með 750 h.a. Denty Diesel aflvél. Kjölur að þessu skipi verður væntanlega lagður í dag, sjósetn- ing á að fara fram í ágúst eða sept. og ætlunin að skipið verði afhent félaginu í nóvember n.k. Guðm. Jörundsson kaupir togara Guðmundur Jörimdsson út- gerðarmaður undirritaði í þess- arri viku samning við skipa- smíðastöð í Vestur-Þýzkalandi um smíði á nýjum, stórum togara, af svipaðri gerð og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar hefur nýlega sam- ið um smíði á. Ekki er blaðinu kunnugt, hve- nær smíði togarans á að vera lokið, né heldur hvaðan Guð- mundur hyggst gera hann út, þegar þar að kemur, en heyrzt hefur, að hann hafi í hyggju að flytja útgerð sína til Reykja víkur. Tryggður innflufningur 100 bif- reiða fil afvinnubílstjóra og gjöld á þær hækka ekki Alþýðubandalags- og Framsóknarmenn hrundu árás stjórnarliðsins á bílstjórastéttina Dómsmálaráðherrann og Sjálfsbjargarfélögin Er ritstjóri „Alþm.“ ekki læs? Verzlanasambandið h.f. Verzlunarhættir hafa tekið mjög miklum breytingum á síðustu áratugum í róti tveggja styrjalda og vegna síaukinnar íhlutunar ríkisvaldsins, einkum á sviði ut- anríkisverzlunarinnar. Af þeim ástæðum hefur einstökum verzl- unum sífellt orðið erfiðara um að flytja inn vörur sínar á eigin spýtur og gera innkaupin sjálfar hver um sig. Hefur þetta sérstak- lega orðið erfitt fyrir verzlanir utan Reykjavikur vegna hinnar miklu skriffinnsku, sem hlaðizt hefur upp í kringum utanríkis- viðskiptin, alls konar leyfisút- veganir o. s. frv., og miðstöð alls slíks hefur verið og er í Reykja- vík. Með tilkomu vöruskipta- verzlunar í stórum stíl varð einn- ig erfiðara um vik fyrir einstakar verzlanir að tryggja sinn hlut og ekki sízt að tryggja flutning vör- unnar beint og án aukakostnaðar á ákvörðunarstaði. Til þess að verzlanir víðs vegar um landið yrðu ekki afskiptar í þessum efn- um varð að stofna til samtaka milli þeirra, sem hér áttu sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. — Varð því að ráði að stofna e. k. samvinnufélag þessarra verzlana. Verzlanasambandið h.f. var stofn að, og starfsemi þess hefur farið sívaxandi og félagsmönnum sí- fjölgandi. Telja þeir, að mikið gagn hafi orðið af tilveru sam- bandsins. Helgi Bergsson hefur frá öndverðu gegnt forstjórastarfi fyrir Verzlanasambandið h.f., en stjórnarformaður er Tómas Björnsson, kaupmaður á Akur- eyri. Það kom fljótlega í ljós, að þörfin fyrir eigið flutningaskip var mikil, því að þrátt fyrir veru- lega flutninga með skipum Eim- skipafélags íslands, Jökla h.f. og Eimskipafél. Reykjavíkur, hefur félagið alveg frá byrjun haft fjölda erlendra skipa í förum. Árið 1957 hafði félagið t. d. hvorki meira né minna en 19 er- lend leiguskip í förum, og sé reiknað með að hvert þeirra kosti að meðaltali 3000 ptmd sterling. nemur upphæðin 57 þús. stpd. á ári, eða um 2,6 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Hafskip h.f. Verzlanasambandið setti sér því það mark snemma, að reyna að komast yfir eigið skip, en auð- vitað voru hér ýmis vandkvæði á. Verzlanasambandið sjálft er Ríkisstjórn Alþýðuflokksins og íhaldsins flutti fyrir nokkru síðan frumvarp um breytingar á lögun- um um Útflutningssjóð, þar sem m. a. var gert ráð fyrir því að hækka leyfisgjöld af innflutn- ingsleyfum fyrir bifreiðum úr 160% af fob-verði bifreiðanna í 250% af fob-verði þeirra bifreiða, sem gjaldeyrisleyfi eru einnig látin fyrir og 300% af fob-verði bifreiða,, sem fluttar eru inn án g j aldeyrisleyf a. Þegar frumvarp þetta kom til meðferðar í efri deild Alþingis fluttu þeir Björn Jónsson og Björgvin Jónsson breytingartil- lögur þess efnis, að gjöld á bif- reiðar til atvinnubílstjóra yrðu ekki hækkuð og jafnframt tryggt, að þeim yrði úthlutað 100 bifreið- um á þessu ári. Var þetta sam- þykkt með atkvæðum Alþýðu- bandalagsmanna og Framsóknar, en stjórnarliðið greiddi atkvæði í móti. Einnig voru samþykktar tillög- ur þeirra Björns og Björgvins um að starfandi báta- og togarasjó- mönnum verði veitt 100 gjaldeyr- is- og innflutningsleyfi fyrir bif- reiðum og farmönnum og flug- mönnum 100 innflutningsleyfi án gjaldeyris, og loks var sam- þykkt tillaga Alfreðs Gíslasonar um að leyfisgjöld vegna lækna- bifreiða yrðu þau sömu og af bifreiðum atvinnubifreiðastjóra. Gegn öllum þessum tillögum þeitti stjórnarliðið sér, en varð þó að lokum að gera sér að góðu að fallast á þær í neðri deild til að geta komið frumvarpinu í gegn- um þingið. Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag kl. 2 e. h. Sálm- ar nr.: 248 — 233 — 243 — 249. K. R. Messað í Akureyrarkirkju ann- an hvítasunnudag kl. 5 e. h. — Sálmar nr.: 243 — 236 — 241 — 506. — P. S. Svo er að sjá af síðasta blaði Alþýðumannsins, að ritstjóranum muni eitthvað vera farin að förl- ast lestrarkunnáttan. Hann segir í síðasta blaði sínu, að Verka- maðurinn hafi látið svo ummælt, „að Friðjón Skarphéðinsson hafi lagzt gegn því á Alþingi, að fé- lagið Sjálfsbjörg hér á Akureyri fengi 100 þús. kr. framlag úr rík- issjóði til byggingar félagsheim- ilis“. Þetta hefur aldrei staðið í Verkamanninum, og blaðinu hefur því miður ekki verið kunn- ugt um, að tillaga um sérstakt framlag til Sjálfsbjargar á Ak- ureyri hafi komið fram á Alþingi. Ritstjóri Alþm. hefur þess vegna ekki getað lesið þá frétt í Verka- manninum og hlýtur þess vegna að hafa hana annars staðar að, bæði að tillagan hafi komið fram og inn afstöðu' ráðherrans til hennar. Enda kemur það fram, að Alþm. veit meira um málið en það, sem hann segist hafa lesið í Verkamanninum, því að hann heldur áfram í framhaldi af til- vitnuninni hér að framan: „þykir Alþýðumanninum rétt að upplýsa að ráðherrann tók skýrt fram við afgreiðslu þessa máls, að hann mundi útvega félaginu eigi minni fjárhæð en þessa, þó að eigi yrði úr ríkissjóði“. Ummæli Verkamannsins. Það eina, sem Verkamaðurinn hefur skrifað um Friðjón Skarp- héðinsson og málefni Sjálfsbjarg- arfélaganna, er eftirfarandi smá- grein, sem birtist í blaðinu 1. maí undir fyrirsögninni „Stórmann- legt!“: „Við aðra umræðu um fjárlaga- frumvarpið fluttu alþingismenn- irnir Björn Jónsson og Gunnar Jóhannsson þá tillögu, að veittar yrðu til Sjálfsbjargarfélaganna — félaga fatlaðra — 250 þús. kr. til að koma á fót félagsheimilum og vinnustofum fyrir öryrkja, og til vara lögðu sömu menn til, að veittar yrðu 100 þús. kr. í þessu skyni. Áður en frumvarpið kom til þirðju umræðu og endanlegrar afgreiðslu fékk fjárveitinganefnd þessa tillögu þeirra Björns og Gunnars til meðferðar. Þar varð samkomulag milli allra nefndar- manna um að leggja til, að Sjálfs- bjargarfélögunum yrðu veittar 100 þús. kr., og 250 þús. kr. yrðu veittar til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Töldu nú allir víst, að þessi tillaga fjárveitinganefnd- ar næði fram að ganga, flutt af fulltrúum allra flokka. En þegar að því kom, að tillag- an skyldi borin undir atkvæði, kvaddi sér hljóðs hæstvirtur ráð- herra og þingmaður Akureyr- inga, Friðjón Skarphéðinsson, og bar fram þá ósk sína og sinna samráðherra, að þingmenn yrðu svo vænir að fella báðar þessar tillögur. Og auðvitað hlýddi stjórnarliðið og greiddi atkvæði gegn þessum tillögum. Þar með voru þær fallnar. Þeir segjast vera að spara, ráðherrarnir, og vei hverjum þeim, sem segir, að þeir ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur." Hvert og eitt atriði í þessum greinarstúf stendur óhaggað og hefur enda hvergi verið mót- mæklt, að rétt sé með farið. Ef ritstjóra Alþýðum. sýnist að hér sé rætt um eitthvert sérstakt framlag til Sjálfsbjargar á Akur- eyri, þá er hann ekki læs. Ástæða til að fagna, en. .. . Það er hins vegar ástæða til þess fyrir Akureyringa, og þá sérstaklega félaga Sjálfsbjargar, að fagna því, að Friðjón Skarp- héðinsson ráðherra skuli hafa heitið því að útvega félaginu eigi minna framlag en 100 þús. kr. til þeirra byggingaframkvmmda, sem félagið hyggst ráðast í nú í sumar. Sá fögnuður verður þó nokkrum sársauka blandinn, ef það er ætlun ráðherrans að ganga alveg fram hjá öllum öðrum Framhald á 2. siðu. Eiturlyf Aðfaranótt síðastl. sunnu- dags hirti lögreglan í Reykja- vík tvær stúlkur upp af göt- um höfuðstaðarins, þar sem þær lágu ósjálfbjarga. Báðar þessar stúlkur höfðu verið í samkvæmi með her- mönnum og báru fram að þær hefðu neytt þar eiturlyfja. Höfðu þær af þeirri ástæðu orðið ósjálfbjarga. Það hefur lengi verið opin- bert leyndarmál, að talsverð brögð væru orðin að eitur- lyfjaneyzlu í Reykjavík og á almanna vitorði, að það eru hermenn frá spillingarbælinu í Keflavík, sem dreifa þeim út og leggja sérstaklega áherzlu á að fá ungar stúlkur til að neyta þeirra, svo að þær verði þeim Ieiðitamari. Allir vita, að ekkert er mönnum hættulegra en að gerast eiturlyfjaneytendur. — Þeir, sem falla í þá gröf, hafa í flestum tilfellum eyðilagt alla framtíð sína, lifa um skamman tíma sem rótlaus reköld í þjóðfélaginu og verða síðan bráð dauðans löngu fyr- ir aldur fram. Hver sá, sem gerir sig sekan um að gefa öðrum eiturlyf eða vinna á einhvem hátt að út- breiðslu þeirra, er djöfull í mannsmynd. Höfum við íslendingar, „fá- ir, fátækir, smáir“, efni á að láta slíka djöfla haldast við í landi okkar og eitra fyrir æskulýð landsins? Er ekki kominn tími til að loka herstöðinni í Keflavík og senda liðið heim til sinna föð- urhúsa?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.