Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.10.1965, Blaðsíða 1
XLVII. árg. ■RH tudagur 1. október urinn Síldaraf linn Heimsmet í verðbólgu og {lokki Ilefja rádherrar stangfarsetukeppni? Eins og benl var á í síðasta blaði, á núsitjandi ríkisstjórn íhalds og krata íslandsmet í verðbólguaukningu. t>að met setti hún árið 1963, þegar vísi- talan frá 1950 hækkaði um 44 stig. IJá voru þrjú ár liðin frá því þessi sama ríkisstjórn gaf út sína frægti bók V.iðreisn, sem sögð var eiga að vera eins kon- ar forskrift að því, hvernig rík- isstjórnin ætti að starfa. En svo virðist sem ráðherrarnir hafi tamið sér sama háttalag við lest- ur þessarar bókar og fjandinn við lestur biblíunnar. A. m. k. hafa aðgerðir stjórnarinnar allt- af orðið þveröfugar v.ið forskrift ina í Viðreisn. í Viðreisn stóð m. a., að verð- bólguþróunina ætti að stöðva með öllu og tryggja stöðugt gengi íslenzku krónunnar. Við höfum séð efndirnar: Met í verð bólguaukningu, met í gengisfell- ingum. Og svo hæla ráðherrarn- ir sjálfum sér í sífellu og segja allt ganga að óskum og vonum framar. I'að er því greinilegt, að þeir hafa aldrei tekið alvarlega það, sem þeir skrifuðu eða létu skrifa í Viðreisn. Þeirra hugur hefur stefnt að því að setja met, og þeim er ekkert aðalatriði 'í hverju þeir setja met. Frægðin er þeim fyrir öllu, og þeir hafa uppgötvað þann sannleika, að þeir sem setja inet verða frægir fyrir, oft þó að endemum. En íslenzkum ráðherrum þykir á- reiðanlega betra að vera frægir að endemum en vera ekki fræg- ir. Nokkur brögð Jiafa verið að því að undanförnu, að ráðherr- ar bafi horfið úr ríkisstjórninni til annarra starfa. Þannig hvarf Gunnar Thor burtu, þegar hann komst að raun um það, að hon- um hafði ekki tekizt, á árinu 1964 að slá út sitt eigið verðbólgu- met frá 1963. Hann vildi auðvit- að ekki sitja lengi án þess að geta bætt metið. Svo kom líka það til, að kassinn var tómur hjá ríkissjóði, og tómur kassi kemur að litlu haldi, þegar lyfta þarf undir verðbólgu eða þegar setja þarf met í veizluhöldum. Eitthvað hefur vænkast á- standið með kassann síðan Magn ús frá Mel tók við honum, enda mun Magnús meiri röskleikamað ur en Gunnar til innheimtustarfa og einnig mun hann halda fast- ar í krónurnar. En í hverju hann kann að setja met, er ekki full- reynt ennþá. Sem stendur er þó ljóst, að honum leikur hugur á að hnekkja verðbólgumeti fyrir- rennara síns. Guðmundur I. hvarf einnig úr ríkisstjórninni, eftir að hann hafði sett svo glæsilegt met í húsasölu, að vart mun slegið verða á næstunni. Talið er, að fyrra met hafi Akureyringur átt, sett þegar Gunnar Thor keypti húsnæði fyrir útsölu áfengis og tóbaks á Akureyri. En af þessum tveim dæmum er ljóst, að ríkis- stjórnin gengur á undan með að sprengja upp verð á liúsnæði i þessu landi. Gylfi Þ. Gíslason er talinn eiga fleiri persónuleg met en aðrir ráðherrar. Hann á m. a. met í flakki, og það svo glæsilegt, að ýmsir liafa haft orð á, að hann myndi geta fengið það staðfest sem heimsmet. Öruggt er, að for- ráðamenn flugfélaganna vilja ekki að Gylfi láti af ráðherra- embætti, því að enginn þarf oft- ar á flugfari að halda. — Einn- ig á Gylfi met í veizluhöldum, hefur stundum fleiri en eina sam tímis, enda þarf að nota tímann vel meðan staðið er við heima. Forsætisráðherrann á vafa- laust landsmet í þeirri íþrótt að fara í gegnum sjálfan sig og mun enginn honum snjallari í að framkvæma öfugt við það, sem talað er og lofað. Skal nú ekki lengra haldið að sinni upptalningu á metum ráð- herranna. En nýlega mátti lesa í blöðum þá frétt, að Bandaríkja maður hefði komið til Svíþjóð- ar og selt heimsmet með því að sitja hálft ár uppi á feiknahárri stöng í skemmtigarði þar í laudi. Verði ráðherrar vorir í vand- ræðum með að finna í hvaða vitleysu þeir eigi næst að setja met, gætu þeir svo sem reynt að hnekkja meti stangarsetumanns- ins. Er ekki að efa, að ferða- mannastraumur til landsins myndi mjög aukast, ef það bær- ist út um heiminn, að forsætis- ráðherrann á íslandi hefði sett öpp 20 metra háa stöng á Arn- arhóli og sæti sjálfur efst á stönginni nætur sem daga. Og ekki yrði aðsóknin minni, ef ráðlierrarnir allir hæfu stangar- setukeppni. — En varla væri það vitlausara en margt annað, sem Síldaraflinn síðustu viku varð ,mesti vikuafli, sem fengizt hefur á þessu sumri og tvímælalaust langverðmætastur, vegna þess live mikið var saltað. Á laugardagskvöldið var Jieildaraflinn í sumar orðinn 2.100.006 rnál og tunnur, en var á sama tíma í fyrra 2.413.737. I þessari viku mun enn hafa dregið saman með aflamagnið, enda þótt veður hamlaði veiðum í fulla tvo sólarhringa. í fyrri- nótt var ágætur afli, þá fengu 71 skip 73 þúsund mál cfg tunnur, og síðasta sólarhring fengu 55 skip yfir 60 þúsund mál. Um helgina hafði alls verið saltað í rúmlega 287 þúsuiid tunnur, en sölusamningar hafa verið gerðir um 440 þúsund tunnur. Vantar því mikið á, að enn liafi verið saltað upp í Samn- inga, en þó ekki vonlaust ennþá að það takist fyrst veiði helzt svo góð. Það spillir þó vmjög fyrir með söltun, að í þessari viku hefur síldin verið mun blandaðri og verr fallin til sölt- unar en sú síld, sem veiddist í fyrri viku. Zontaklúbburinn kaupir Aðalstræti 54 A Zontaklúbburinn á Akureyri sem annast varðveizlu Nonna- húss, liefur fengið bæjarábyrgð fyrir lánum að upphæð kr. 450 þúsund til kaupa á húsinu Aðal- stræti 54 A, sem stendur á milli Nonnahúss og Aðalstrætis. — Nonnahús stendur með bráða- birgðaleyfi á lóð téðs húss, sem ætlunin er að fjarlægja síðar. þeir hafa fundið upp á. Gunncr Jóhannsson, fyrrverondi al- þingismaður og formaður Verka- mannafélagsins Þróttar ó Siglu- firði um fjölda óra, varð sjötugur sl. miðvikudag, 29. sept. Verko- maðurinn sendir honum beztu órn- aðoróskir í tilefni af afmælinu asomt þökkum fyrir fornt og nýtt sam- starf og stuðning. Það land Tíbet liggur hærra yfir sjóvormól en nokkurt onnoð land ó jörðu, og víða kvað vera þar brott. Svo er einnig í höfuðborginni, Lhasa. En Tíbetar lóta ekki brattann hamla bygginga- framkvæmdum. — Efst ó myndinni sést gamla Potala-höllin, feiknamikið mannvirki, byggt i miklum halla. Fremst sjóst nútímabyggingar. Það er sama sagan um allar jarðir: Fólk keppist við að byggja yfir sjólft sig og stofnanir sinar. — I styrjöldum er oftur keppzt við að brjóta niður það, sem byggt hcfur verið. l/l z l/l 3 < i > < 3 j- Q Ui ti Z C < -- CQ Z> 15 O 3- (U > £ JX v3 _i C u> < D1 C C I- c 1- > CTl Qí O -o Q v_ Q. w Q_ ’Öl < (U k. z Q '< œ. u> i r l Eggert Grimsson, Rónorgötu 26 ó Akureyri, verður níræður ó sunnu- daginn kemur, 3. október. — Þótt það sé nú orðið sjaldgæft að sjó Eggcrt ó götum bæjarins og likam- inn sé farinn að verða honum dólítið óþægur, er sólin enn í góðu lagi og skapið létt sem fyrr. Verkamoðurinn scndir honum beztu hamingjuóskir, cr hann nú leggur ó tíunda tuginn og þakkar jafnframt vinóttu og stuðning um óratugi. HEÍRT A GðTUHHI AD Sigurjón Jóhannsson, skóla- stjóri i Hrísey, beri sig illa und an kennaraskorti, og eigi bógt með að þola, oð lærðir kenn- aror róðist til annarra starfa. AÐ Ingólfur róðherra öfundi Ey- stein af Búlgaríuferðinni og hofi því falið Morgunblaðinu að sannfæra Eystein um, að hann hafi farið *í boði aðila, sem alls ekki sé til. Takist það, eigi næsta skrefið að vero að ofsanna tilveru Búlga- AÐ Jakob Ó. verði ófram ritstjóri Islcndings, en Halldór Blöndal hverfi úr bænum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.