Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 31.05.1968, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 31.05.1968, Blaðsíða 1
L. ÁRG. 16. TBL. FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1968 Kristjóni frájDjúpalœk afhent heiðurslaun Kynning ú verkum hans í Bjargi sl. þriðjudag Syo sem kunnugf er, og áður hefur verið getið hér í blaðinu, var Kristján skáld frá Djúpalæk sviptur listamannalaunum ríkisins á síðasta vetri. Nú hafa vinir skáldsins og aðdáendur fært honum listamannalaun eigi að síður. Á þriSjudagskvöldlS efndi ný stofnaður leikflokkur, er nefn- ist Bjallan, tiil kynningar á verk um Kristjáns í félagsheimilinu Bjargi. Var það fyrsta verkefni sem leikhópur þessi tekur sér fyrir hendur. Kynningin fór þannig fram,\ aS Sæmundur Andersen rakti helztu æviatriSi Krisíjáns og skáldferil hans, en inn í milli voru flutt ýmis lióð hans; ým- ist lesin eða sungin. Upplesarar voru Helga Unnsteinsdóttir, Jór irinn- t k- - j Frá afhcndingu heiSursgjafarinn- ar til Kristjáns frá Djúpalæk. Myndin tekin á sviðinu i Bjargi, er þeir Olafur Tryggvason og Ei- I ríkur Sigurðsson hafa afhent gjáf- ina. Frá vinstri: Kristján, Ólafur, l Eiríkur. ÚTSVARSSKRÁIN verður lögð fram í dag. AS vanda mun margan fýsa að sjá hvað honum er gert að greiða, í‘ví miður munu fáir sjá þar 'gleðifréttir. Úslvörin hækka eins og fleslt annað í þessu landi. Verkamaðurinrt kemur næst út föstudaginn 14. júní. Margrét unn Stefánsdóv.ir og Emilsdóttir, en einsöngvari var Svanhildur Leósdóttir. Einnig sungu upplesararnir með henni nokkur lög. Kynning þessi heppnað'.st aH vel, þó hún hefði mátt vera bet- ur æfð. Saga skáldsins var skil- merkilega og skemmtilega rak- in og upplestur ánægjulegur, einkum vakti lestur Helgu Unn steinsdóttur alhygli að verðugu. Bjallan á þakkir slkildar fyrir framtak sitt. Að kynningu þessari lokinni kvaddi Eiríkur Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri, sér hljóðs, ávarpaði skáldið nokkrum orð- um, þakkaði gjafir þess til þjóð arinnar og tilkynnti að Krist- jáni yrði afhent fjárupphæð, er safnazt hefði til að bæta honum það misrétti úthlutunarnefndar listamannalauna að svipta hann styrk af opinberu fé, sem hon- um tlvímælalausit bæri réttur til sem einu fremsta Ijóðskáldi þjóðarinnar. Afhenti Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum því næst heið ursgjöfina, 50 þúsund krónur, en viðstaddir hyHtu skáldið, sem að lokum ávarpaði áheyr- endur og færði fram þakkir sín- ar. Akoreyri - Kejlavíli 1:0 Fyrsti leikur íslandsmótsins í 1. deild knattspyrnunnar fór fram í Keflavík á laugardaginn og áttust þar við Keflvíkingar og Akureyringar. Leiknum lauk með sigri Akureyringa, gerðu eit: mark gegn engu. Er það góð byrjun fyrir Akureyr- arliðið, sem vegna mun lakari æfingaaðstöðu á vorln, en sunn- an liðin hafa, hefur oftast orðið að sætta sig við töp í fyrstu leikjum sumarsins, enda þótt liðið hafi sótt sig, þegar á sum- ar hefur liðið, og þá ofj komizt í fremstu röð. Annar leikur 1 deildarinnar var háður í Vestmannaeyjum á Á H-daginn og hvern dag siðan hafa umferðarverðir aðstoðað og leið- beint í umferðinni i miðbænum. Hofa ungar stúlkur verið i meirihluta við þau störf, og sjáum við tvær þeirra hér á myndinni. Vcl heppnuð breyting Hægri umferð er orðin raunveruleiki á Islandi, svo sem í flestum löndum Evrópu. Breytingin sjálf á sunnudags- morguninn gekk skipulega og árekstralaust um allt land, og strax og leyfilegt var að hefja akstur á sunnudagsmorg- uninn flykktust ökumenn\út á götur kaupstaðanna á farar- tækjum sínum og tóku að iðka hinn nýja sið. Virtist flest- um reynast það auðveld þraut, og verður ekki annað sagt en umferðin hafi gengið mjög vel og árekstralítið 'þessa fyrstu daga hægri umferðar. Og raddirnar, sem fyrir breyt- ingu mótmæltu hástöfum, gerast hljóðari með hverjum degi, sem líður. — En auðvitað er björninn ekki unninn að fullu. Vegfarendur eiga eftir að venjast breyttum um- ferðarreglum, þannig að þeir fylgi þeim réttilega án sér- stakrar umhugsunar, viðbrögðin verði ósjálfráð. En þetta kemur, aðeins verður að gæta þess að fara varlega og flýta sér ekki um of, meðan vaninn er ekki kominn með í för. Sérstaklega er varúðar þörf á vegum úti, þar sem umferð er minni og ökuhraði meiri en inni í bæjunum. H-dagurinn á Akureyri minnti öðru frernur á almennan hátíðisdag. Veður var með ágætum, og strax klukkan sjö um morguninn fylltust götur miðbæjarins af akandi fólki, bifreið eftir bifreið hélt suður Hafnarstrætið, gagnstæða stefnu við það, sem áður var, og óslitin bílalest varð á nýju aðalbrautinni í gegnum bæinn um Glerárgötu og Skipagötu. Og þannig leið dagurinn allt til kvölds. Aldrei fyrri hefur viðlíka umferð sézt í bænum, og allt gekk slysalaust. Smá- vegis feimni við nýjar reglur, dálítið hik á stöku stað og óveruleg mistök, varð aðeins til skemmtunar og liðkaði bros dagsins. Léttir í skapi óku menn heilum vagni heim' að kvöldi. sunnudaginn, og komu úrslit þess leiks ekki siður á óvart en úrslitin í Keflavík. Vestmanna- eyingar sigruðu Islandsmeistara Vals með 3 mörkum gegn einu. r* Islending^ar og liafið fiskveiða- og útgerðarsögu þjóð Sýning með þesu nafni var opnuð í Lauigardalshöllinni í Reykjavík 25. þ.m., og mun þetta vera irmfangsmes'ta sýn- ing, sem Islendingar hafa efnt til. Er vel til fallið, að sú sýn- ing skuli einmitt vera helguð sjósókn þjóðarinnar fyrr og nú fiskveiðum og öðrum sjávar- nytjum, því að sú björg, sem sótt er í hafið, hefur verið, er og verður undirstaða að tilveru þjóðarinnar. Með myndum og munum er þarna sýnd þróun og saga fiskveiðanna hér við land, og fjölmargt annað, er \ arðar arinnar. Einnig er kynnt vinnsla ýmissa efna úr sjó og margt fleira. — Fregnir herma, að að- sókn að sýningunni þá daga, em liðnir eru, hafi verið mjög góð. Síðasti sýningardagur verð ur 11- júní.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.