Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1968, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.12.1968, Blaðsíða 1
L. ÁRG. — 35. TBL. FÖSTUDAGUR 20. DES. 1968 FjdrtmgsdiEtlun Akureyrorbœjor til fyrri umrœðu í dog aukist, sem þó hefði verið þörf á. Niðnrstöðutölur 118,5 milljönir HÆKKUN 4,7% - HÆKKUN ÚTSVARA 4% Fundur hófst í bæjarstjórn Akureyrar klukkan fjögur í dag '°g stóð yfir, þegar blaðið fór í prentun. A dagskrá var m. a. frumvarp að fj árhagsáætlun fyr- lr bæjarsjóð næsta ár. Fljótt á litið virðast næsta litl- ar breytingar á áætluninni frá þeirri áætlun, sem í gildi er fyr- lr yfirstandandi ár. Heildarhækk un tekna og gjalda er um 4,7 prósent, en hækkun áætlaðra út- ®vara aðeins minni, eða um 4 Prósent. I framkvæmd hlýtur þetta að þýða verulegan sam- ■drátt hjá bænum, þar sem fyrir- sjáanlegar eru mjög miklar bækkanir á flestum eru vorum og þjónustu og a. m. k. nokkrar launahækkanir. Er það sérstak- lega illt, ef bæjarfélagið verður að draga saman seglin með fram kvæmdir á þessum tímum, þegar svo mikill skortur er atvinnu, ®em raun ber vitni. En bæjarfull- trúum er sjálfsagt nokkur vor- kunn, þó að þeir vilji ekki spenna kogann hærra með gjaldheimtu af bæjarbúum, þegar tekjur vel- flestra hafa farið lækkandi. En þess er vert að geta, að At- Vinnumálanefnd bæjarins hefur lagt til, að reynt verði að fá lán þjá Atvinnuleysistryggingasjóði til að aúka framkvæmdir á veg- úm bæjarfyrirtækja síðar í vet- Ur og reyna þannig að draga úr fyrirsjáanlegu atvinnuleysi. T ekjuöflunin. Tekjustofnar bæjarins þeir sömu og verið hefur. Utsvör in eru áætluð 71.6 milljónir, en það er 2.7 milljónum hærra en á þessu ári. Aðstöðugjöld eru áætluð 17.6 millj., hækkun 900 þúsund. Framlag úr Jöfnunar- sjóði er áætlað 13.6 millj., hækk un 1.6 miUj. Þá er gert ráð fyr- ir, að hagnaður af rekstri bif- reiða og vinnuvéla aukist um 800 þúsund og hluti bæjarsjóðs af vegafé verði 3 milljónir í stað 2.4, sem nú er áætlað. Gjaldaliðir. Margir gjaldaliðir áætlunar- innar eru að kalla óbreyttir frá fyrra ári, en á öðrum verður nokkur breyting. Stjórnar- og skrifstofukostnaður hæk'kar um 600 þúsund og kostnaður við löggæzlu um 525 þúsund. Mest hækkun er E igna b reytingar. Til nýbygginga er nú aðeins •gert ráð fyrir að verja 5.3 millj. kr., en sá liður var á þessa árs áætlun 8 milljónir 180 þúsund. Og til vélakaupa eru áætlaðar tólf hundruð og fimmtíu þúsund krónur í stað 2.8 milljóna. Nýbyggingarfénu er skipt þannig á framkvæmdaliði: Bóka safnsbyggingin 1.2 milljónir, Iðnskólinn 3.5 milljónir og Þvottahús F.S.A. 600 þúsund. Það er enginn glæsibragur yf- ir þessu frumvarpi til fjárhags- áætlunar fyrir Akureyrarkaup- stað. Það ber glögg merki þess kreppuástands, sem nú hefur al- tekið þjóðfélagið. Kjörílffmfsrflð XlþýöubflnrfAlngsio! í Norðurlandskjördæmi eystra sendir öllum lesendum VERKAMANNSINS beztu óskir um ónægjulega jólahótíð og hamingjuríkt nýtt ór. STJÓRN KJ ÖRDÆMISRÁÐSINS. LÍTILL ÁHUGI Bæjarstjórn Akureyrar virðist lítinn áhuga hafa að fjölga í lög regluliði staðarins. Bæjarfógeti fór þess á leit með bréfi 5. þ. m., að frá næstu áramótum yrðu ráðnir þrír lögregluþj ónar til viðbótar þeim, sem fyrir eru, og jafnframt, að ráðinn yrði fanga- vörður, sem einnig annaðist hús- vörzlu í hinni nýju lögreglustöð. Bæjarráð samþykkti einum rómi, að það gæti ekki mælt með því við bæjarstjórn, að fjölgað yrði í lögregluliði bæjarins á komandi ári, né ráðinn fanga- og húsvörður. ASÍ ber skylda til að knýja á nm framkvæmdir í atvinnnmálum félagsmálaliðn um eða 4 milljónir króna. Munar þar mest um hækkanir til trygg- inga. Liðurinn íþróttamál lækk- ar talsvert, en hann var óvenju hár í ár vegna framlags til skíða- lyftunnar. Liðirnir heilbrigðis- mál og hreinlætismál hækka báð ir verulega, og til gatnagerðar, skipulags og byggingaeftirlits er nú áætlað rösklega 26 milljónir í stað 22.6. Hæpið er þó, að þessi upphæð dugi til þess að framkvæmdir haldist jafnmiklar og verið hefur, hvað þá að þær Á nýloknu alþýðusambands- þingi var samþykkt ýtarleg álykt un urn atvinnumál. Voru þar í mörgum liðum settar fram kröf- ur um tafarlausar úrbætur," og var miðstjórn A.S.Í. falið að neyta allra tiltœkra ráða til að knýja fram raunhœfar aðgerðir í atvinnumálunum. Lauk ályktun alþýðusambands þings með þessum orðum: „Yfirlýsingar og fyrirheit stjórnvalda um úrbætur í at- vinnumálum — án athafna — sætta verkalýðssamtökin sig ekki við og krefjast tafarlaust raun- hæfra aðgerða gegn atvinnu- leysinu.“ Samkvæmt þessum lokaorð- um álýktunarinnar var ríkis- stjórninni þegar eftir þingið af- hent atvinnumálaályktun A.S.I. Þann 8. þ. m. barst miðstjórn bréf frá forsætisráðherra, þar sem lagt var til, að viðræður yrðu hafnar, eins og þar segir, „um þau vandamál, sem við blasa í atvinnumálum að aflok- inni gengisbreytingunni.“ Síðan var til þess mælzt, að Alþýðusambandið tilnefndi full- trúa til slíkra viðræðna. Á miðstjórnarfundi fimmtu- daginn 5. desember, var bréf for sætisráðherra rætt, en þó fyrst og fremst „frv. til laga um ráð- stafanir vegna ákvörðunar Seðla banka Islands um nýtt gengi ís- lenzkrar krónu.“ Út af því máli var samþykkt að kjósa nefnd manna til að ganga á fund ríkis- stjórnarinnar og tilkynna henni, að algjört skilyrði af hendi mið- stjórnar fyrir viðræðum, sbr. bréf forsætisráðherra, væri, að frumvarpið yrði stöðvað á Al- þingi, meðan viðræður færu Framhald á blaðsíðu 7. Hlíðarfjall við Akureyri. Paradís skíðamanna og miðstöð skíðaíþróttarinn ar á íslandi. betra. — Ef að líkum lœtur verður oft margt um manninn „í fjallinu“ eftir áramótin. Gott hótel og skíðalyfta hafa gjörbreytt aUri aðstöðu til hins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.