Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.10.1969, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 24.10.1969, Blaðsíða 2
-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-iK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-k-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K♦■*<+ *-K-K-K-K-*c-K-K-K-X-H-*t-K-K-*t-»t-K-»c-K-K-K-><-K-K-K-K-t(-K-K-K-K-><-K->t+-»t*->i-K-KH ¥ Eins og öllum er kunnugt, sem blöð lesa eða á útvarp hlusta, hafa feiknamiklar umræður orðið siðustu mónuðina vegna fyrirhugaðra virkj- ano Laxór a næsta órotug. Hofa um ræður þessor snúizt um mörg atriði og morgvísleg og í ýmsum tilfellum fremur einkennzt af tilfinningasemi en rökhyggju. En auðvitað er æski- legt, að sem flest sjónarmið komi fram. Sem kunnugt er, hefur fyrsta stig virkjunarframkvæmdanna nú verið boðið út og framkvæmdir hefj- ast væntanlega ó næsta vori. Fyrir nokkru siðan birtum við hér greinargerð stjórnar Laxórvirkjunor varðandi þetta mól, og nú hefur bor izt langt svar við þeirri greinargerð. Vegna þess, hve Verkamaðurinn er smóvaxinn um þessar mundir getum við ekki birt svarið í heild í þessari viku, og verður hluti þess að biða um sinn, en fyrsti hlutinn fer hér ó eftir. Vegna greinargerðar frá Lax- árvirkjunarstjórn, varðandi Gljúfurversvirkjun í Laxá, er birtist í dagblöðunum 16. sept. sl., vill Héraðsnefnd Þingeyinga í Laxárvirkjunarmálum gera eft- irfarandi athugasemdir: Rangfærslur Laxórvirkjunarstjórnar. í greinargerðinni segir, að hún sé fram komin „vegna mót- mæla ýmissa samtaka í Suður- Þingeyj arsýslu gegn fyrirhug- aðri virkjun Laxár við Brúar.“ — Strax í upphafi greinargerð- arinnar gætir þannig rangfærslu. Engin mótmæli hafa komið frá nefndinni gegn takmarkaðri virkjun Laxár, hins vegar höfð- um við mótmælt því, að Laxár- dal verði sökkt, og verulegur hluti bergvatnsins frá Skjálfanda fljóti verði tekinn og því veitt norður yfir Mývatnssveit til Lax- ár. Talað er um í greinargerðinni, að á þessu ári hafi risið upp „hópur manna“, til að mótmæla þessum aðgerðum „á þeim for- sendum, að hér sé hag 300 bænda stefnt í hættu“. Þessi „hópur manna“ er m. a. allir sýslunefndarmenn Suður-Þing- eyjarsýslu ásamt sýslumanni, all- ir fulltrúar á fundi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga, allir stjórnarmenn í búnaðarfélögum í viðkomandi hreppum, allir sveitarstjórnarmenn í fimm hreppum, allir bændur í Laxár- dal, allir bændur í veiðifélagi Laxár, flestir bændur í Aðaldal og flestir alþingiskj ósendur Mý- vatnssveitar. Eru þá aðeins tald- ir þeir, sem hafa látið álit sitt í ljósi með undirskriftum eða at- kvæðagreiðslum. Þar sem mál þessi voru ekki kynnt af hendi Laxárvirkjunarstjórnar, komu þau fyrst til almennrar umræðu hér í sýslu á síðastliðnum vetri. Mjög erfitt hefur reynzt að fá vitneskju um fyrirætlanir virkj- unarstjórnar. Hún virtist jafn- vel reyna að halda málinu leyndu, þó það væri bæði laga- leg og siðferðisleg skylda henn- ar að ræða það við alla, sem hagsmuna eiga þar að gæta, áð- ur en lagt væri í mikinn kostn- að við áætlanagerðir. Ekki er rétt með farið, að við höfum talið hagsmunum 300 bænda stefnt í hættu. Hið sanna er, að við höfum bent á, að á umræddum vatnasvæðum búi yfir 300 bændur, og gætu „breyt- ingarnar haft áhrif á hag flestra þeirra beint eða óbeint“, eins og segir í álitsgerð okkar til land- búnaðarráðherra. Þarna gætir, sem víðar í greinargerðinni, til- hneigingar til rangfærslu. Staðhæfingar Laxórvirkjunarstjórnar Laxárvirkjunarstjórn segir, að rannsóknir hafi farið fram á því „af færustu sérfræðingum, sem völ er á“, að virkjun við Laxá sé hagkvæmari en allir aðrir virkj- unarmöguleikar á Norð-Austur- landi. Þessum fullyrðingum mót- mælum við afdráttarlaust. Engin rannsókn hefur enn farið fram á virkjunarmöguleikum Skjálf- andafljóts og rannsókn við Jök- ulsá á Fjöllum er ekki lokið. Loks er sá möguleiki að virkja jarðgufu í Námaskarði, Reykja- hverfi og á Þeystareykj um, en í Námaskarði er ein borhola virkj uð nú þegar. Slíkur einstefnu- akstur í andstöðu við heilt hérað og alla sanna unnendur náttúru- verndar getur ekki átt rétt á sér. Stjórn Laxárvirkjunar fullyrð ir, að jarðstífla sé öruggari en steypt stífla, og virðist undrandi á því, að Þingeyingar skuli draga þetta í efa. Virkjunar- menn færa þó engin rök fyrir því gagnstæða. Vita þeir ekki, að erlendis hafa miklu fleiri jarð- stíflur bilað en steyptar, þótt ekki hafi komið landskj álftar til? í nýjustu útgáfu af Encyklopædia Britannica, 19. bindi, bls. 208 stendur: „Stíflugarðar geta verið af tveimur aðalgerðum, af stein- steypu eða af jarðefnum. Hvor leið er valin fer eftir undirstöðu- aðstæðum og gerð fáanlegs bygg ingarefnis. Þar sem völ er á traustu undirstöðubergi á hóf- legu dýpi, er steinsteypugarður æskilegri, en kostnaðurinn verð- ur meiri, þar sem mjög djúpt er á undirstöðu.“ Þetta segir forseti British Institute of Civil Engin- eers, maður með langa og fjöl- breytta reynslu í heilu heims- veldi. Landskjólftahættan. Ábyrgir menn geta ekki lokað augum fyrir landskjálftahætt- unni í Þingeyjarsýslu. Laxár- virkjunarsvæðið er merkt í mesta áhættuflokki á landskjálfta korti íslands og sagan ber því Ijóslega vitni. I landskj álftunum miklu 1725 myndaðist sprunga á mótum Mývatnssveitar og Lax- árdals og Laxá hvarf um tíma í jörð niður. Árið 1814 var þarna mikill landskjálfti og aftur 1872, þegar Húsavík hrundi til grunna utan tvö hús, en þá myndaðist svo breið jarðsprunga í Húsavík urhöfða, allt í fj all upp, að brúa þurfti sprunguna, til þess að hægt væri að koma hestum yfir. Árið 1908 geysuðu landskjálftar enn og 1934 gerði svo mikla land skjálfta, að jörðin gekk í bylgj- um undir fótum manna. Auk þess má benda á, að Laxárdalur er gömul jarðsprunga með tveim hraunlögum og lausum jarðlög- um á milli, sem getur reynzt mjög torvelt að þétta. Aðaldæling ar munu því harðlega mótmæla hvers konar mannvirkjagerð, er stefnt gæti lífi og eignum sveitar- búa í hættu. Hve hó stífla móttí koma í Laxó samkvæmt lögum fró 1965? Laxárvirkjunarstjórn fullyrð- ir, að 18—20 m há stífla í Laxár- gljúfri muni ekki tryggja nægi- legt vatnsrennsli til virkjunarinn ar vegna ís- og krapamyndunar í Laxárdal. Þetta er staðhæfing, sem ekki er á rökum reist. Heima menn í Laxárdal og aðrir ná- kunnugir telja, að uppistöðulón með einungis 15 m stífluhæð mundi tryggja virkjunina gegn ísburði. Tveggja til þriggja km langt lón yrði þá ofan við stífl- una, og þar sem það yrði ísilagt mestan hluta vetrar, mundi það stöðva allt krap- og ísrek að virkjuninni. Hvað með aðrar truflanlr en ístrufl- onir í Laxó? Við viljum benda á, að Laxár- virkjunarstjórn hefur litla fram- takssemi sýnt við að draga úr rafmagnstruflunum á vetrum, svo sem með því að gera nauð- synlegar lagfæringar á eldri stífl unni í Laxá, sem er þannig gerð, að segja má, að krapinu úr ánni sé beinlínis veitt inn á vélar virkj unarinnar, í stað þess að beina því framhjá. Það sama má segja um vatnsmiðlunarturninn í Laxá II, sem aldrei hefur komizt í verk að einangra, en ísmyndun í hon- um hefur valdið rafmagnstrufl- unum í Laxárveitu. Allar skaðabætur vantar í útreikninga. Laxárvirkj unarstj órn viður- kennir, að tjón muni verða í Lax árdal af völdum Gljúfurvers- virkjunar, og sex jarðir muni Framhald á bls. 3. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ HUSAVIK ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Apotekið í nýtt liúsnæði Á mánudaginn, 20. október, opnaði Húsavíkur apotek í nýj- um, glæsilegum húsakynnum að Stóragarði 13. Húsið er eign lyf- salan Sigurðar Jónssonar en það er tvær hæðir, apótek á neðri hæð en íbúð lyfsalans á efri hæð. Grunnflötur apoteks- ins er um 170 m2 og er þar rúm- góður afgreiðslusalur og hag- kvæm vinnuaðstaða svo og lager pláss. Húsið teiknaði Geirharður Þorsteinsson arkitekt Reykjavík. Byggingameistari var Ásgeir Höskuldsson og múrarameistari Sigurpáll ísfjörð. Verkfræði- þjónusta frá Sigurði Thorodd- sen Reykjavík. Innréttingar smíðuðu fyrir- tækin Fjalar h.f. og Ás h.f. en hilluuppsetningar eru danskar. Allur er frágangur hinn vand- aðasti. Sigurður Jónsson hóf lyfsölu hér haustið 1963 og tók þá við af Helga Hálfdanarsyni, er fyrst- ur setti hér á stofn apótek. Húsavíkursíðan óskar Sigurði til hamingju með þetta nýja hús- næði. Mynd á forsíðu sýnir Sigurð í nýja apótekinu. KVEÐIÐ A SKJÁINN BÆJARPÓSTURIN'N KVEÐUR Halldór Jónsson bæjarpóstur lætur nú af störfum eftir 21 árs fórnfúsa þjónustu við yfirboð- ara sína og bæjarfélagið í heild. Umráðamenn þessa þáttar hafa boðið Halldóri afnot af rúmi þáttarins að þessu sinni, til að koma á framfæri góðri kveðju og þakklæti til allra þeirra, sem sýnt hafa honum hlýhug og þol- inmæði í annars heldur vanþakk- látu starfi. Húsmæðurnar, ungar og aldn- ar munu eiga, af þessari kveðju, all-ríflegan skammt, sem og vænta mátti. Hjá þeim fékk hann að jafnaði hlýjar móttökur og kaffisopa, þegar hann bar hrak- inn að garði. Kveðju sína hefur Halldór sett saman á sinn sérstæða hátt, og gefum við honum nú orðið: Storf mitt er að ósi runnið, ævikertið næstum brunnið. Eg hefi ofið þróð og spunnið sumar, vctur, haust og vor. Á um bæinn ótal spor. Nú er cnduð okkar glima, undir lagði ég PÓST og SÍMA. Þó að eg fari ó þessum tíma, þarf eg ekki að falla úr hor. Svona er að eiga þrek og þor. Eg ó konum gott að gjalda, glöddu þær oft mitt hjartað kalda. Þegar vetur bjóst til valda var mér oft ó fingrum kalt. Þakka eg fyrir allt og allt. Kaffisopa þó ég þambdi þúsund óstarkveðjur samdi, æru og virðing alla tamdi, eins og líka vera bar. Astúðin var ykkar svar. Nú er ég að hverfa og kveðja. Kannski er ég með þvi suma að gleðja. Þann NÆSTA munuð þið sjólfsagt seðja; sitjið ungar langa stund, eins og blóm ó grænni grund. Halldór Jónsson. Sauðfjdrsfdtrnn lýkur 21. október. I dag lauk slátrun suðfjár hjá K. Þ. en slátrun hófst 15. sept. Slátrað var alls 36.468 fjár. Með alvigt var rúm 15 kg. Þyngsti dilkskrokkur vó 27,6 kg., eig- andi Þormóður Ásvaldsson bóndi Ökrum Reykjadal. Kaupfélagið bauð í gærkvöldi starfsfólki sláturhússins til kaffi drykkju og kvikmyndasýningar í Félagsheimilinu á Húsavík. Sýnd var mynd, sem tekin var á sláturhúsinu í haust. Sláturhús- stjóri var Benóný Arnórsson bóndi Hömrum Reykjadal. Nautgripaslátrun hefst eftir tvo til þrjá daga. Bókmenntaverð- laun Nobels I gær var tilkynnt um úthlut- un bókmenntaverðlauna Nobels fyrir þetta ár, og hlaut þau írski skáldsagna- og leikritahöfundur- inn Samuel Bekket. — Hér á landi er hann kunnastur fyrir leikrit sín, en fjögur þeirra hafa verið sýnd í Reykjavík. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 24. okfóber 1969

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.