Vínland - 01.07.1905, Blaðsíða 1

Vínland - 01.07.1905, Blaðsíða 1
VIHlsAND IV. árg. MINNEOTA, MINN., JÚLÍ 1905. Nr.. 5. s | Helztu Viðburðir $ I.oks er svo komið að fitlit er fyrir að Kússar og Japanar leggi niður vopnin og semji frið sín á milli. Kað er Friður kunnugt að Roosevelt forseli i lieíir lengi róið að pviöllumár- Vaendum ura a® k°ma a sættum, en alt til pessa liefir pað verið árang- urslaust. Kn er Kftssar mistu flota sinn sáu peir aér enga viðreisnar von framar í stríði pessu, og pá létu þeir loks tilleiðast, fyrir áeggjan Koosevelts og tillögur Villijálms keisara á Þyzkalandi, að senda umboðsmenn með fullu valdi til að semja frið til móts við .umboðsmenn ersama vald væri geíið af stjórn- linni í Japan. lloosevelt forseti kunngerði pað 2. júlí, að pjóðir pessar hefðu hver um -sig valið tvo menn er skyldu mæta fyrir peirra liönd í Washington, D. C. svo fljótt ,-sem auðið yrði eftir 1. ágúst, og eiga peir að .hafa fult vald til að semja og sampykkja alla .friðarskilmála. Fyrir hönd Kússa mæta par jV. V. Muravieff, sem nú ersendiherra peirra ií Róm, og Roman K. Kosen, barón, sendi- iherra Rússa í Bandarikjunum, nykjörin í stað dassini greifa, sem undanfarin ár liefir verið tfulltrúi Kússa liér í landi og jafnan þótt öllu spilla. Kn Kosen var áður sendiherra Kússa í Japan og réð pá Rússum að semja friðsam- lega við Japana og forðast ófrið við páef unt væri. Hann er af sænskum aðalsættuin og talinn stjórnvitringur mikill. Muravieff er rúss*i,eskur aðalsmaður og heimsfrægur lög- fræðingur.—Fyrir liönd Japana mæta: Jutaro Komura, barón, utanríkisráðgjafi Japana og Kogaro Takahíra, sem nú er sendilierra Jap- ana í Baudaríkjunum. ’ Komura er mentaður hér í landd og var siðari sendiherra pjóðar sinnar hér pangað til Takahíra tók við pví embætti. Hé'r og hvar ber mikið á óspektum með- al líússa en mest kveður pó að peim í suður og vestur hlut landsins, Upphlaup og J>ar eru stöðugt upp- MeBal Rdsaa hlauji og óeirðir bæði í borgum og upp til sveita, en verst hefir ástandið pó verið í bæ J>eim er Lúdz lieitir, þar voru um ,r>00 manns drepnir og 1000 særðir í bardaga, er bæjarmenn háðu við hermenn keisarans, 1 Warsaw voru lenid O óeirðir svo miklar að stjórnín gat við ekkert ráðið, en nú hefir J>ó tekist að bæla pær nið- ur, en áður voru inargir drejtnírog Gyðingar flestir reknir úr borginni. í Kronstadt óru herskipasmiðjur stjórnarinnar. E>ar gerðu 8000 hermenn úr sjóliði llússa samsæri gegn stjórninni, ert stjórnin komst að pví í tímatil að bæla pað niður áður en |>eir gátu unnið neinn óskunda. í l.íbau gerðu 5000 sjóliðs- menn upplilaup, tóku par vopnabúr stjórnar- innar, og bjuggu um sig í skógi J>ar í grend- inni. Fótgöngulið var sent móti peimogsló hring um pá J>ar í skóginum, og fékk [>á loks til að gefast upp með [>ví skilyrði, að stjórn- in skyldi ábyrgjast peim betri fæðu og aðbún- að framvegis. -- En mestum tíðindum pótti sæta upphlaupið ! sjóliði Kússa á Svartahafi. Öll skipshöfnin á herskijiinu „Kniaz Potem- kin“, sem er stærsta skipið í Svartahafsflota llússa, gerði uppreist og dra]> alla yfirmenná skipinu, sem ekki viklu segja upp allri lioll- ustu við stjórnina. Því næst lögðu upprestar- mennskij>i sínu inná höfnina í Odessa27. f.m,, og höfðu uppi rauðan uppreistarfána. í trdessa var pá verkfall mikið og stjórnin hafði sent pangað kósakka til að berjast við verkamenn og kúga }>á til lilyðni eða drepa. Skijishöfnin á herskij>inu snerist [>egar í lið með verkamönn- um og sósíalistum par í borginni, og> miðaði fallbysstim skijisins svo á borgina, að kósakkar gátu hvergi farið í nánd við höfnina,og stjórn- in gat við ekkert ráðið J>v! boigin er ekki víggirt og var pví varnarlaus gegn svo voða- legum bryndreka. f prjá eða fjóra daga gekk ekki á öðru en brennum, ránum og mann- drájmrn par í borginni, þá kom Kruger sjó- liðsforingi loks með Svartahafsflotann til Odessa, [>ví honum var ski[>að að taka upj>- reistarskipið eða sökkva pví, ef [>að ekki vifdi gefast upj>. Kruger fylkti skipum sínum fyrir hafnarmynninu, en liann vissi að her- menn hans voru llestir hlyntari uppreistar- mönnum en stjórninni og porði pví ekki að segjn peim að skjóta á uppreistarskijiið, og pað sigldi }>>’! óáreitt út úr liöfninni í gegn- um miðja flotafylkingu Krugers og lét á haf. Hafði pað áður birgt sig vel að kolum og vistum. En skömmu síðar hóldu uppreistar- menn skij>i sinu til hafnar í Kustenji í Kúm- aníu og par gáfust peir uj>j> og leituðu griða undir vernd Kúmaníustjórnar. Kins og kunnugt er hafa Norðmenn lengi unað illa sambúðinni við Svía, og ó- o 7 n _ „ .. ánægian hefir mest stafað Frá Norei|é af pví að Svípjóð hefir jafnan haft yfirhönd á flestum utanríkismál- um en Noregur orðið að lúta í lægra haldi. Þess vegna kröfðust peir nú pess að fá sér- staka konsúla. En Svíakonungur vildi ekki sampykkja pá kröfu. Norðmenn undu því svo illa að peir sögðu sig undan yfirráðum Svíakonungs og úr sambandi við Svípjóð. t>að gerðist á pingi Norðmanna (ríkisdegin- um) í Kristjaníu 7. jún!. Bráðabyrgða ráða- • neyti var stofnað, pv! Iýst.yfirað Noregur væri að <>llu leyti sjálfstætt ríki frá peim degi. Svíakonungur vildi í fyrstu ekki slaka til, en nú er mælt að liann liafi pó gefið pað eftirað Norðmenn fái algert sjálfræði. Ekki hafa Norðmenn enn afráðið hyerjastjórn peirskuli taka. Til pessa hafa þeir liaft í hyggju að viðhalda konungsvaldinu, og takasértil kon- ungs son Oskars Svíakonungs, en hann vildi ekki piggja konUngdóm í Noregi, svo nú eru heHt iíkur til að Noregur verði lýðveldi. Stórveldin hafaenn ekki viljað viðurkenna að Noregur sé sjáifstætt og sérstakt ríki,og víst er að Rússland ög England voru í fyrstu al- veg mótfallin þessum tiltektuin Noiðmanna, og Bandaríkjastjórn hefir ekki viljað segja álit sitt. — Meðan ekki fæst samþykki stór- veldanna er auðvitað ekki útséð um livernig; pessu máli reiðir af. 29. júní var hinum fyrstu loftskeytumi veitt móttakaá stöð peirri, er til pess varreist til bráðabyrgða í Reykjavík. Loftskeyti Skeyti pau voru send frá firð- til ritunar-stöð Marconifélagsins í. íslands Poldhu á Englandi sunnan- verðu, og að sögn liafa pau borist greinilega og verið tálmunariaust veitt móttaka á stöðinni í Keykjavík. Atburður- sá er merkilegur sökum pess, að þetta eru hin. fyrstu hraðskeyti, er borist hafa til íslands, og hepnist tilraunin vel má ætlaað pegar sé haf-- ið stöðugt fírðritunar-samband milli íslands. og annara landa. Eins og áður var sky'rt frá ! „Vfnl.“ (12„ 111.) reyndi ríkisstjórnin í Kansas síðastl. vetur að takinarka Kansas einokun „Standard' og O i l“-félagsins og- „Standard O 11” veita rikinu vald ti-1 að sjá svo um að> hver smákaupmaður gæti verzlað með olíu. óháður félagi pessu par í rikinu, og jafnframt var ákveðið að ríkið skyldi sjálft eiga verk- smiðjur til að hreinsa olíu, er framleidd væri ! ríkinu, og liafa umsjónmeðpví verki. Þetta lagaákvæði hefir nú yfirdómur ríkisins dæmt ógilt, af því pað sé ösamkvæmt grundvallar- lögum ríkisins að veita neinni atvinnugreim sérstaka stjórnarvernd. Með pessum dómi hefir pví oltufélagið náð öllu sínu forna ein* okunar valdi, og ríkið hefir borðið lægra hlut. fyrir auðvaldinu.

x

Vínland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vínland
https://timarit.is/publication/219

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.